Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mestí sam- runi fyrir- tækja í Bretlandi London. Reuter. ÓVÆNT 8.9 milljarða punda tilboð Glaxo Plc, stærsta lyfjafyrirtækis Evrópu, í Wellcome Plc mun leiða til mesta fyrirtækjasamruna sem um getur í Bretlandi ef af verður. Eftir sameininguna yrði Glaxo- Wellcome Plc jafnframt stærsta fyr- irtæki Bretlands að markaðsverð- gildi — rúmlega 28.5 milljarða doll- ara virði og stærra en British Telecom. Um er að ræða tæplega tvisvar sinnum hærra tilboð en tilboð það er leiddi til lyfjafyrirtækjasamruna SmithKline Beecham Plc upp á 4.5 milljarða punda 1989, mesta sam- runa í Bretlandi til þessa. Almennt séð kemst tilboðið næst misheppn- uðu 13.4 milljarða punda tilboði Sir James Goldsmiths þegar hann reyndi að leysa upp tóbaks- og trygginga risafyrirtækið B.A.T Industries 1989. Þá kom það tilboð næst 25 millj- arða dollara kaupum Kohlberg Kra- vis Roberts á matvæla- og tóbaks- fyrirtækinu RJR Nabisco 1988 í röð mestu viðskiptasamninga heims. Hæsta á þessum áratug Glaxo/Wellcome tilboðið er einnig hið hæsta á þessum áratug, en dreg- ið hefur úr tilboðum, sem voru al- geng á síðasta áratug, vegna sam- dráttar. Samningar náðu hámarki 1989, þegar gerð voru opinber tilboð upp á 28.4 milljarða punda í Bretlandi. Til samanburðar voru gerð tilboð upp á 9.5 milljarða punda 1994, þegar fjör færðust í þessi viðskipti. Að síðasta samruna frátöldum hefur aðeins einn samningur verið hærri en 2 milljarðar punda. Hann var gerður þegar HSBC bauð 3.9 TILBOÐ GLAXO WELLCOME Pic. Ef 14,1 milljaröa dollara tilboöi Glaxoí Wellcome verður tekiö yröi þaö stærsti samruni fyrirtækja í Bretlandi LYF GLAXO Zantac: Maaalyf. fSöluhæstaíylfleims,; Salari:' %r- 3.8 ma. dollara Híutláíl afhagnaöi: Salén: 43% 1.2 ma.dollara Í Hlutfall afbagnaöí: STÁR>$MANNAFJÖLDI' GlæSfjfe)? 51% 40,024 Wellcome (1993): AFKOMA 17,571 3.0 ma. 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 dollara 19941..... T— * I I 1993 I________________I- I I I 1992 I 1991 I-------------------- , ______j- 1990 (-—■—! | | j__jGLAXO •IWElLCOME (1994: tllu mánaöa tölur) TÍU STÆRSTU LYFJAFYRIRTÆKIN Sala í dollurum Glaxo Wellcome I0.7ma. Merck $8.8ma. Bristol Myers Squibb $6.5ma. Smithline Beecham $5.2ma. Hoechst $5.2ma. Pfizer $5.1 ma. Johnson & Johnson $4,9ma. Eli Lilly $4.6ma. Roche $4.6ma. Ciba $4.3ma. REUTER milljarða punda í Midland Bank 1992. Þá er ekki meðtalin misheppnuð tilraun upp á 5 milljarða punda til að sameina S.G. Warburg Group Plc og Morgan Stanley of the U.S., sem ekkert varð úr nú fyrir skemmstu. KVIÐ ASTJORNUN Einnig þú getur lært að ná tökum á streitunni, kvíðanum og spennunni í mannlegum samskiptum Námskeiðin vinsælu með árangursmati eru að hefjast. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 39109 rlingsson, sálfræðingur Lokaskrefið stifflð í einkavæðingu Lyfiaverslunar íslands Síðustu hlutabréf ríkissjóðs seld RÍKISSJÓÐUR hefur ákveðið að selja eftirstöðvar hlutafjár síns í Lyfjaverslun íslands hf. Um er að ræða helming hlutaijárins að nafnvirði 150 milljónir króna en hinn helmingurinn var boðinn á almennum markaði í nóvember og seldist þá upp á einum degi til 825 nýrra hluthafa. Bréfin verða sem fyrr seld á genginu 1,34 þannig að heildarsöluverð er alls um 201 milljón. Ákveðið hefur verið að gefa al- menningi kost á að kaupa bréf á föstu gengi með sömu kjörum og í nóvember en þó einungis á tímabil- inu 26. janúar til 1. febrúar. Þeir sem keyptu í nóvember geta aðeins keypt bréf að því marki sem þeir nýttu ekki leyfileg hámarkskaup á þeim tíma. Að þessum fimm dögum. liðnum verða eftirstöðvar bréfanna seldar í tilboðssölu. Stefnt er að sem mestri dreifingu bréfanna meðal almennings og verður því sala til hvers aðila 500 þúsund krónur að hámarki. Á áður- nefndu fímm daga tímabili verða boðin sérstök greiðslukjör. Þannig verður heimilt að greiða hlutabréf fyrir allt að 250 þúsund krónur með fimm jöfnum vaxtalausum greiðsl- um á tveimur árum, fimmtung við kaup og síðan fimmtung hverju sinni á sex mánaða fresti. Gefið verður út skuldabréf fyrir eftir- stöðvunum. Kaupendur verða af- greiddir í þeirri röð sem þeir koma á hvern söiustað en ekki verður unnt að senda inn pantanir gegnum sima eða fax. Aðalsöluaðili bréf- anna er Kaupþing hf. Hagnaður 39-47 millj. Lyfjaverslun íslands rekur aðra stærstu lyfjaverksmiðju landsins og framleiðir þar dreypi- og stungulyf, töflur, vökva, smyrsli og stíla. Fyr- irtækið er sömuleiðis hið annað stærsta í lyfjadreifingu og hefur gert samninga við ýmsa innlenda umboðsaðila lyfja, hjúkrunarvara og erlenda framleiðendur. Heildar- eignir voru bókfærðar 791,3 millj- ónir í stofnefnahagsreikningi frá 1. júlí en þar af var eigið fé bók- fært 429,6 milljónir. Eiginfjárhlut- fall er því 54%. Horfur eru á að veltan verði rúmlega einn milljarður á þessu ári eða um fimmtungur heildsölumarkaðarins. Áætlaður hagnaður árið 1994 er 62,3 milljón- ir fyrir skatta en á bilinu 39-47 I milljónir eftir skatta og arðgreiðslu til ríkisins. Globus- húsið til sölu STÆRSTUR hluti af húsnæði Glo- bus hf. í Lágmúla 5 hefur verið boðið til sölu á almennum markaði í framhaldi af þeim skipulagsbreyt- ingum sem þar hafa verið ákveðn- ar. Eins og komið hefur fram var stofnað nýtt hlutafélag um véladeild Globus undir nafninu Globus-véla- ver um áramótin en heildsölurekst- urinn verður áfram hjá gamla hluta- félaginu. Þá liggur fyrir að fyrirtæk- ið mun láta frá sér umboð fyrir Saab, Citroen og Ford bifreiðar. Þarna er um að ræða tvær 390 fermetra skrifstofuhæðir á 2. og 3. hæð, 1.170 fermetra verslunar og þjónustuhúsnæði á götuhæð, 1000 fermetra iðnaðarhúsnæði og 1000 fermetra skrifstofuhæð þar sem nú er birgðageymsla heildsölu- deildar. „Fyrirtækið er að láta frá sér mjög plássfreka starfsemi og hefur því ekki lengur þörf fyrir allt hús- næði sitt,“ segir Pétur Guðmund- arson, stjórnarformaður Globus. „Þess vegna hefur verið ákveðið að leita hófanna með að finna kaup- endur að húsnæðinu. Það er allt boðið til sölu í þessari lotu nema sá hluti sem hýsir Globus-vélaver þ.e.a.s. bakhúsið við Lágmúla 7 sem er 1.600 fermetrar. Þetta er gert með tilliti til þess að ekki ligg- ur fyrir hvaða hlutar húsnæðisins verða eftirsóttastir. Stefnt er að því að selja allt húsnæðið og Glo- bus, heildsöludeild, flytji sig um set. Þó kemur til greina að selja húsið í einingum. Forráðamenn Globus hf. ganga til þessara við- | skipta með opnum huga.“ UTSALAN er hafin Allt að 50% af okkar lága verði Opið mándag-fimmtudag kl. 12.00-18.30 Föstudag kl. 12.00-19.00 og laugardag kl. 10.00-16.00. ÞORPin BORGARKRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.