Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 21
Nítján ísraelar biðu bana í sprengjuárás Jihad-samtakanna
Knúið á stjórnina um að
fresta friðarviðræðum
Jerúsalem, París, Washington. Reuter.
NÍTJÁN ísraelar, sem létu lífið í
sjálfsmorðsárás Jihad-samtakanna
í Netanya á sunnudag, voru bornir
til grafar í gær. Átján hinna látnu
voru hermenn. Tvær sprengjur
sprungu við strætisvagnastöð í
Netyna í miðhluta ísraels er her-
mennirnir biðu þess að vera fluttir
á Gaza-svæðið. Hryðjuverkasam-
tökin Jihad hafa lýst verknaðinum
á hendur sér og segja tvo liðsmanna
samtakanna hafa látið lífið í árás-
inni. Óttast margir að sprengjutil-
ræðið kunni að hafa áhrif á friðar-
viðræður Israela og Frelsissamtaka
Palestínu (PLO).
Fyrri sprengjan sprakk á skyndi-
bitastað en hin síðari nokkrum mín-
útum síðar þegar maður sprengdi
sig í loft upp er hermennirnir hugð-
ust handtaka hann. Auk hinna nítj-
án sem létu lífið, eru 62 slasaðir,
þar af 13 alvarlega.
Jihad-samtökin segja árásina
vera hefnd fyrir þrjá palestínska
lögreglumenn sem ísraelskir her-
menn drápu, svo og sprengingu á
Gaza sem kostaði Palestínumann
lífið, en Israelum var kennt um til-
ræðið. 110 ísraelar og 195 Palest-
ínumenn hafa verið drepnir frá því
að friðarsamkomulag ísraela og
PLO var undirritað í september
1993.
Lokanir á Gaza og
V estur bakkanum
ísraelsmenn fylltust hryllingi er
sýndar voru sjónvarpsmyndir af
Fundu leið
tilað
auðgast á
Internet
New York. Reuter.
ÓÞEKKTIR tölvuþijótar hafa
fundið nýja leið til að auðgast með
því að nota alþjóðlega upplýsinga-
netið Internet, að sögn The New
York Times í gær.
Blaðið sagði að sveit banda-
rískra sérfræðinga í tölvuöryggis-
málum, Computer Emergency Re-
sponse Team, hefði komist að því
að 20 milljónir tölva ættu á hættu
að verða fyrir barðinu á tölvuþijót-
unum, sem gætu til að mynda
komist yfir kreditkortanúmer. Sér-
fræðingasveitin, sem starfar við
Carnegie-Mellon háskóla í Pitts-
burgh, Pennsylvaníu, ráðleggur
tölvueigendum hvernig bregðast
megi við hættunni á Internetinu.
Villa á sér heimildir
The New York Times sagði að
líkja mætti vandamálinu við það
að þjófar kæmust yfir höfuðlyklá
að útidyrum í heilu hverfunum.
Blaðið sagði að tölvuþijótarnir
notfærðu sér galla á hönnun upp-
lýsinganetsins til að blekkja tölvu-
eigendur, fá þá til að halda að
skilaboðin komi frá áreiðanlegum
aðilum. Tölvuþijótarnir gætu
fengið aðgang að vernduðum
gögnum og tölvukerfum með því
að villa á sér heimildir.
Þessari aðferð var í fyrsta sinn
beitt gegn sérfræðingi í tölvuör-
yggismálum í San Diego í Kalifor-
níu á jóladag. Tölvuþijótarnir
nýttu sér tölvuna í rúman sólar-
hring og stálu öryggisforritum.
Reuter
STUÐNINGSMENN íslömsku hryðjuverkasamtakanna Jihad lýsa jrfir stuðningi
sínum við sprengjuárásina sem varð nítján ísraelum að bana.
vettvangi þar sem rabbínar söfnuðu
saman líkamsleifum fórnarlamb-
anna. Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, kom á staðinn og
sagðist ekki eiga nein orð til að
lýsa illvirkinu. Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu var lokað í gær eftir
sprenginguna.
Fullyrt er að árásarmennirnir
hafi komið frá Gaza og jók það enn
þrýstinginn á Rabin að endurskoða
friðarviðræðurnar við Yasser Ara-
fat, leiðtoga PLO.
Viðræðum haldið áfram
Ezer Weizman, forseti ísraels,
sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera
þeirrar skoðunar að ísraelar ættu
að fresta viðræðunum. Ekki væri
ástæða til að hætta þeim, heldur
ætti að krefjast þess að Arafat
gerði frekari ráðstafanir til að
hindra ofbeldi. Undir þetta taka
ísraelskir stjórnmálaskýrendur og
leiðtogar stjórnarandstöðunnar.
Hundruð stjórnarandstæðinga mót-
mæltu í gær á götum Jerúsalem
og hrópuðu „Deyi arabarnir".
Mordechai Gur, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Israels, sagði í gær
að ákveðið hefði verið að halda frið-
arviðræðum áfram.
Yasser Arafat hefur fordæmt
sprengjuárásina. Ségjast leiðtogar
PLO munu taka harðar á múslimsk-
um öfgamönnum í kjölfar hennar,
að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgð-
ar. Þá hafa frönsk yfírvöld og
Bandaríkjaforseti fordæmt árásina.
STENDUR SEM HÆST
Jakkaföt - stakir jakkar - stakar buxur
Dömudragtir - flauelsbuxur - skyrtur
Blússur, peysur, kuldaúlpur, gallabuxur, ódýra hornið o.m.fl.
Opið virka daga frá kl. 9 - 18
og laugardaga frá kl. 10-14
#
£
Verið v
kkort"n
NYBYLAVEGUR
Jöfur
Toyota
DALBREKKA
v e r s I u n
Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin)
Kópavogi, sími 45800.
GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU
Clapton
hannar
blúsgítar
Los Angeles. Reuter.
ERIC Clapton, enski gítar-
snillingurinn, hefur fallist
á að aðstoða við hönnun
nýrrar tegundar af kassa-
gítar sem einkum er ætlað
að höfða til áhugamanna
um blúsgítarleik.
Gítarinn verður smíðað-
ur af Martin-verksmiðjunni
í Bandaríkjunum og mun
svipa til hljóðfærisins sem
hann lék á í flestum lögum
plötunnar „Unplugged“
sem færði Clapton fjölda
Grammy-verðlauna árið
1993.
Gítarinn verður hand-
smíðaður og mun bera upp-
hafsstafi Claptons í tegund-
arnúmerinu 000-42EC.
Framleiddur verður 461
gítar á ári og búast má við
að út úr búð kosti gítarinn
8.100 dollara, jafnvirði 555
þúsunda króna.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
671800
VW Golf CL 1,4 '94, rauður, 5 g., ek. 22
þ km., tveir dekkjagangar. V. 990 þús.
V.W Golf 1,8 GTi ’88, rauður, 5 g., ek.
79 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. Toppein-
tak. V. 780 þús.
Sjaldgæfur bfll: Audl 1,8 Coupé '91, grás-
ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í
rúðum, álfelgur, geilslaspilar o.fl. V. 1.480
þús. Sk. ód.
Suzuki Vitara JLXI ’92, 5 dyra, hvítur, 5
g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750
þús. Sk. ód.
MMC Lancer GLX '89, brúnsans., sjálfsk.,
ek. 74 þ.. km. Gott eintak. V. 675 þús.
Nissan Sunny SLX '92, hvítur, 3ja dyra,
sjálfsk., ek. 38 þ. km., rafm. i rúðum o.fl.
V. 960 þús. Sk. ód.
Daihatsu Charade '88, 5 dyra, 4 g., ek.
62 þ. km. V. 380 þús.
Mazda 626 LX 1800 '88, blár, 4ra dyra,
5 g., ek. 103 þ. km. Gott eintak, skoðað-
aur '96. V. 650 þús.
Toyota Hi Ace van 4x4 ’91, 5 g., ek. 75
þ. km., vsk bíll. V. 1.450 þús.
Mercedes Benz 190 E '85, hvítur, sjálfsk.,
sóllúga o.fl. Gott ástand. V. 880 þús.
Sk. ód.
Toyota Tercel 4x4 station ’88, grænn (tvi-
litur), 5 g., ek. 107 þ. km., dráttarkúla.
Toppeintak. V. 620 þús.
MMC Lancer GLXi hlaðbakur ’92,
sjálfsk., ek. aðeins 35 þ. km., V. 1.100 þús.
Cherokee Limited '90, steingrár, leður-
klæddur m/öllu, sjálfsk., ek. 59 þ. km.
V. 2,3 millj. Sk. ód.
Toyota Corolla XCI '94, 5 g., ek. 11 þ.
km. Sem nýr. V. 1.050 þús.
Nissan Pulsar Sedan SLX 1,5 '88, hvítur,
5 g., ek. 37 þ. km. V. 480 þús. Sk. ód.
BMW 316 '92, 4ra dyra, 5 g., ek. 37 þ.
km., álfelgur o.fl. V. 1.850 þús.
Subaru 1800 Coupé 4x4 '86, 5 g., ek. 119
þ. km. Gott ástand. V. 450 þús.
Ford Explorer XL V-6 ’91, grænsans., 5
g., ek. 65 þ. mílur. Vandaður jeppi.
V. 2.290 þús.
Toyota Corolla XLi Sp.s ’94, 5 g., ek. 12
þ. km. V. 1.210 þús.
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
Ekkert innigjald.