Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 22

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ í mínningu Davíðs lÓNIJST Gerðuberg LJÓÐATÓNLEIKAR í MINNINGU DAVÍÐS STEFÁNSSONAR Ingveldur Ýr Jónsdóttír, mezzosópr- an, Signý Sæmundsdóttir, sópran, Þorgeir J. Andrésson, tenór, Jónas Ingimundarson, píanó. Kynnir; Val- gerður Benediktsdóttir. Laugardag- inn 21. janúar. HIÐ ástsæla skáld, Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi, hefði orðið hundrað ára í ár, hefði honum enzt aldur til. í tilefni af því voru haldn- ir ljóðatónleikar í menningarmið- stöðinni Gerðubergi á laugardaginn var á afmælisdegi skáldsins. Auk Þorgeirs Andréssonar átti Elín Ósk Óskarsdóttir að syngja, en í forföll- um hennar hlupu þær Ingveldur Ýr og Signý Sæmundsdóttir í skarð- ið. Aðsókn var góð og ágæt stemmning ríkjandi í hofí íslenzkra einsöngslagsins að Gerðubergi, ker- taljós og prýðisgóðar kynningar milli laga í samantekt og flutningi Valgerðar Benediktsdóttur. Fjöll- uðu þær um brot úr ævi skáldsins og tilurð sumra þjóðkunnra kvæða þess, allt á einkar aðgengilegan hátt. Tilefnið bauð eðlilega ekki upp á nánari úttekt á lögunum sem smíðuð voru við ljóð Davíðs - á tónleikunum voru alls flutt 15 söng- lög við 12 ljóð - heldur var tónlist- in látin tala sínu máli. Voru tón- skáldin Páll ísólfsson og Karl 0. Runólfsson þar fremst í flokki með þrjú lög hvort. En eins og fyrrnefnd- ar tölur gefa til kynna, þá gafst hlustendum kostur á að bera saman tvær útgáfur á sama ljóði í þrem tilvikur: „Allar vildu meyjarnar eiga hann“ í tónsetningu Jakobs Hall- grímssonar/Karls 0. Runólfssonar, „Til Unu“ (e. Sigfús Halldórsson/ Gunnar Sigurgeirsson) og „Sþngur bláu nunnanna“ (Páll ísólfs- son/Karl 0. Runólfsson), og sann- aðist þar, að sjaldan verður góð vísa of oft tónsett. Víðast hvar er íjárhagslega meira upp úr óperusöng að hafa en úr ljóðasöng, enda lítið um söngvara sem eru jafnvígir á hvort tveggja, nema ef vera skyldi í Þýzkalandi. Með tilliti til þess er e.t.v. skiljanlegt, hversu lítið er um fyrsta flokks ljóðasöngvara á ís- landi, þrátt fyrir áberandi meiri al- mennan áhuga á kveðskap hér en í nágrannalöndunum. Það er sjald- gæft að heyra dulúð nálægðar og innileika hjá langskóluðum íslenzk- um söngvurum, sem flestir hafa lagt megináherzlu á óperusöng; varla koma fleiri en 2-3 nöfn upp í hugann sem tamið hafa sér þessi ólíku tjáningarform til fullnustu. LISTIR Að vísu útheimta hvergi nærri öll söngljóð þessa nálægð; erfitt væri t.d. að hugsa sér „Sjá dagar koma“ og Hamraborgina öðruvísi en fýrir fullum útblæstri (bæði voru tekin með trompi af Þorgeiri Andr- éssyni í tónleikalok), en texti eins og „Allar vildu meyjarnar" krefst aftur á móti öllu „intímara" frá- sagnarblæs og íbyggni en þess er menn tengja venjulega við óperu- stíl. Að minni hyggju komst Signý Sæmundsdóttir einna næst því að ná þessum anda, þegar hann átti við. Allir söngvarar skiluðu textan- um að öðru leyti vel, þ.e. þannig að flest orð skildust lengst aftur í sal (þar sem undirritaður sat), og ekki skorti heldur kraftinn, en þó var eins og vantaði fókus í rödd Ingveldar Yrar til að brúa þessa vegalengd; hvað sem kann að hafa gilt í fremri enda salarins, þá barst til hins aftari of lítið af bijósttóni og of mikið af víbratói, er spillti nokkuð fyrir annars metnaðarfullri túlkun, einkum á viðkvæmum stöð- um eins og í lagi Jórunnar Viðar „Mamma ætlar að sofna“. Páll ísólfsson var uppáhaldstón- skáld Davíðs, og má vel vera, að hann hafi allra manna bezt náð inntaki kvæðanna, er hljóta að vera draumaviðfangsefni góðra melód- ista, eins og þau eru slétt kveðin og blátt áfram. En hvað frumleika í meðferð píanósins snertir, þá stóðu þó upp úr tvö lög eftir Karl 0. Runólfsson, „Hirðinginn" og hinn allt að því impressjóníski „Söngur bláu nunnanna", sem í frábærum höndum Jónasar Ingimundarsonar leiftruðu af ferskum innblæstri. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Sverrir INDRIÐI G. Þorsteinsson afhendir Gunnari Dal verðlaunin. Gunnar Dal fékk Davíðspennann GUNNAR Dal skáld og heim- spekingur fékk Davíðspennann, bókmenntaverðlaun Félags ís- lenskra rithöfunda, 1994. Verð- launin voru afhent í Perlunni á 100 ára afmælisdegi Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi 21. jan- úar. I greinargerð félagsins segir að Gunnar Dal fái verðlaunin fyrir bókina Að elska er að lifa, verki sem sprottið sé af samræð- um Gunnars við Hans Kristján Árnason. __ Ennfremur segir um bókina: „I stuttu máli hefur bók þessi, sem er allt í senn, heimspekilegs eðlis, mat á samtíð og skilgrein- ing fortíðar, náð til almennra lesenda með þeim hætti, að fá- gætt getur talist. Af þeim sökum, en þó fyrst og fremst vegna efni- sinnihalds, þykir hlýða að veita verkinu viðurkenningu, enda ekki á hveijum degi, sem fólk virðist móttækilegt fyrir vits- munalegum viðræðum. Bókin Að elska er að lifa er í rauninni stór- felld kynnisferð samtíðarmanns um tíma og sögu. Hún gengur þvert á kreddur og stíflyndi sam- tíðar, sem hefur gert tilvist í , núinu að upphafi og endi lífsins." Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur sagði í ávarpi til Gunnars að Félag íslenskra rithöfunda liti á það sem sérstakan heiður að geta á merkisdegi, afmælisdegi Davíðs Stefánssonar, veitt Gunn- ari Dal Davíðspennann. Ovitar Guðrúnar Helgadóttur fá góða dóma í Noregi LEIKRITIÐ Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur hefur fengið einkar góða dóma í norskum blöðum. Leikritið var jólaverkefni Nör-Tröndelag-Teater- værksted í Verdal, skammt fyrir utan Þrándheim, i Noregi og var frumsýn- ing 28. desember sl. Leiklistargagnrýnandi Adresseav- isen sem er stærsta dagblað í Þrænda- lögum sagði að þetta væri einkar áhugaverð sýning með skýrum boð- skap til ungra og aldinna. Boðskapur- inn væri þó ekki uppáþrengjandi held- ur eðlilegur þáttur verksins sem væri umfram allt skemmtilegt. Áhrifin af hlutverkaskiptunum þar sem böm léku fullorðna og öfugt væru síðan óborganleg, sagði Martin Nordvik í Adresseavisen. Trönder Avisa vitnaði á forsíðu til leikdóms inni í blaðinu undir fyrir- sögninni: „Aðdáunarvert leikhús" (Imponerende teater). Roar A. Fordal sagði þar að sýningin væri efnismikil og bæði tii skemmtunar og umhugs- unar. „Niðurstaðan er aðdáunarverð," sagði hann. Martin Amesen Veimo sagði í Inn- herreds Folkeblad og Verdalingen að þetta væri ekki skra'utsýning með söng og glæsilegum búningum heldur raunsönn lýsing á lífí margra bama, sett fram á fyndinn hátt í heimi þar sem hlutverkunum er snúið við. Einn þekktasti leikstjóri Norð- manna, Arnulf Haga, setur verkið upp en hann er m.a. frægur fyrir sýningar sínar undir bera lofti að Stiklarstöðum um Ólaf helga Nor- egskonung. Sýningin hefur hlotið mjög góða aðsókn. KVIKMYNDIR Iláskólabíó PRISCILLA („Adventures of Priscilla, Queen of the Desert“) ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Stephan Elliott. Tónlist Guy Gross. Búningahönnuðir Lizzy Gardiner, Tim Chappel. Aðalleikendur Terence Stamp, Hugo Waving, Guy Pearce, Bill Hunter. Aströlsk. Polygram Filmed Entertainment 1994. SUMIR karlmenn eru fæddir með þeim ósköpum að vilja íklæðast kvenmannsfötum og kallast af hinu gagnkynhneigða þjóðfélagi klæð- skiptinga. Þeir era tveir í þessari spánnýju og skemmtilegu áströlsku mynd; Tick/Mitzi (Hugo Weaving og Adam/Felicia (Guy Pearce). Þriðja aðalpersónan í Priscillu er svo Berrnadette (Terence Stamp), þriðji homminn, hann hefur farið „alla leið“, gengist undir aðgerð og látið breyta sér í kvenmann. Þetta maka- lausa tríó hefur í sig og á með því að tröða uppá vafasömum búllum Sidney og annarra stórborga Ástral- íu. En nú er hart á dalnum og þeg- ar þeim félögum stendur til boða nokkurra vikna vinna á næturklúbbi Drottn- ingar í villu í borg uppi á miðhálendi álfunnar, taka þeir því frekar en ekki. Kaupa langferðabílinn „Priscillu" og leggja í hann. Þrír hommar á netsokkum og háum hælum eru ekki til stórræð- anna ef eitthvað fer úrskeiðis á lang- ferðalögum, í guðsvolaðri eyðimörk- inni í þokkabót. En einhvernveginn slumpast þeir félagarnir áfram og ná áfangastað að lokum. PrisciIIu er óneitanlega hin óvenju- legasta og framlegasta skemmtun og leikstjórinn/handritshöfundurinn Stephan Elliott er ekkert að þreyta áorfandann á mærðarlegum vanga- veltum um þann minnihlutahóp sem hann hefur hér í aðalhlutverkum. Öðra nær, tekur hann létt á persónum og söguþræði, einbeitir sér að hinu broslega við þessar fráleitu kringum- stæður svo útkoman er hressileg gamanmynd. Elliott setur söguhetj- urnar sínar í hinar skondnustu uppá- komur og kryddar söguna með skemmtilegum aukapersónum. Gleymir heldur ekki tilvistarkreppu „drottninganna" sinna þriggja, sem hann meðhöndlar einsog heiðurs- manni sæmir. Þær fá sínar afsakanir og enga meðaumkun. Leikurinn gerir óhemju mikið fyr- ir myndina, hefur hana á æðra plan. Þar fer fremstur enginn annar en eitt aðalkvennagull „Swinging Lond- on“ á hinum óborganlega sjöunda áratug, sjálfur Terence Stamp, sem glæðir hlutverk sitt bæði skopskyni og ríkum tilfínningum. Hugo Weav- ing gefur honum lítið eftir og Bill Hunter er óborganlegur sem bifvéla- virki eitthversstaðar útá mörkinni sem fær spark frá gleðikonunni sinni og fínnur skjól og yl hjá Bernadettu. Guy Pearce á líka hrós skilið fyrir túlkun sína á Adam/Feliciu, þeim yngsta og ráðvilltasta í hópnum. Myndin er krydduð gömlum diskól- ummum og hinum gjálífislegustu búningum. Stephan Elliott gerir hér mun betur en í sinni fyrstu mynd, hörmunginni Freud, sem sýnd var hérlendis í fyrra. Hann á sínar bestu stundir með sínum jarðnesku marsbúum úti á auðninni en missir einstöku sinnum sjónar á stefnunni í listrænum grautarköflum. Sæbjörn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.