Morgunblaðið - 24.01.1995, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
JMtargnitHftftfí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KYRRSTAÐA
ROFIN
HREYFING sú sem komin er á olíumarkáðinn hér
á landi er sterk vísbending um að breyttir tímar
og breyttir viðskiptahættir á þessum markaði séu fram-
undan. Margir munu ugglaust segja, að tími hafi ver-
ið kominn til þess að áratuga kyrrstaða á markaðnum
væri rofin, þar sem lítil sem engin samkeppni hefur
ríkt, og olíufélögin þrjú hafa skipt með sér markaðn-
um, nánast í bróðerni, en Olíufélagið þó verið sýnu
stærst, með um 44% markaðshlutdeild.
Upphaflega eru það áform hins kanadíska olíufyrir-
tækis Irving Oil á liðnu hausti um að reisa hér olíu-
birgðastöð og hefja dreifingu og sölu á olíuvörum, sem
komu málum á skrið hjá íslensku olíufélögunum. í
kjölfar lóðaumsókna Irving Oil fyrir bensínstöðvar í
Reykjavík sóttu Skeljungur og Olís um lóðir og síðar
ítrekaði Olíufélagið lóðaumsóknir sínar.
í síðustu viku lækkaði síðan Olíufélagið olíuverð um
8% og bensínlítrann um 1,10 kr. til 1,30 kr. og hin
félögin tvö fylgdu í kjölfarið með olíu- og bensínverð-
lækkun. í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag kem-
ur fram að þessar verðlækkanir olíufélaganna jafngilda
um helmingi heildarhagnaðar þeirra á liðnu ári, eða
vel á þriðja hundrað milljónum króna.
Nýjustu tíðindin, sem iíklega vekja hvað mesta eftir-
tekt og hafa í för með sér róttækustu breytinguna á
olíumarkaðnum hér á landi, er stofnun Orkunnar hf.
síðastliðinn föstudag, sem hefur þann yfirlýsta tilgang
að selja eldsneyti á lægra verði en tíðkazt hefur á
markaðnum. Skeljungur gengur þar með til liðs við
Hagkaup og Bónus, sem ætla að koma á laggirnar
ódýrum bensínstöðvum við stórmarkaði sína, og hefur
að því leyti samkeppni við sjálfan sig.
Hér er um mjög áhugaverða þróun að ræða og for-
vitnilegt að sjá með hvaða hætti Olís og Olíufélagið
munu bregðast við þessu útspili Skeljungs. Eins verður
fróðiegt að fylgjast með því, hver áhrif stóraukinnar
samkeppni á milli olíufélaganna verða, bæði að því er
varðar markaðinn sjálfan og hag neytenda.
DÓMUR
KJÓSENDA
RANNVEIG Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra er
ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Alþýðuflokksins
á Reykjanesi. Rannveig hlaut 4.231 atkvæði í fyrsta
sæti listans en Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrum
heilbrigðisráðherra, 3.403 atkvæði í fyrsta sæti.
Þetta prófkjör snerist ekki einvörðungu um hvernig
framboðslisti alþýðuflokksmanna fyrir næstu alþingis-
kosningar verður skipaður. Þarna var ekki síður um
að ræða uppgjör stuðningsmanna Alþýðuflokksins á
Reykjanesi við málefni, sem hafa tengzt opinberum
störfum Guðmundar Árna Stefánssonar.
I greinargerð þeirri, sem Guðmundur Árni lagði fram
á blaðamannafundi í september, er hann sagði af sér
ráðherraembætti, sagði hann m.a.: „Ég er reiðubúinn
eins og allir stjórnmálamenn að lúta dómi kjósenda. í
lýðræðislegu þjóðfélagi, í réttarríki, eru sækjendur
ekki um leið dómarar ... I mínu kjördæmi, Reykjanes-
kjördæmi, verður sennilega viðhaft prófkjör um röð
efstu manna á lista Alþýðuflokksins vegna þingkosn-
inganna sem fram fara eigi síðar en í apríl næstkom-
andi .. . Þá gefst mínum flokkssystkinum og öllum
stuðningsmönnum Alþýðuflokksins kostur á því að
meta mín störf og kveða upp dóma. Það sama gildir
um aðra félaga mína, sem þar munu gefa kost á sér.“
Úrskurðurinn liggur nú fyrir og hann er ótvíræður.
Mikil þátttaka í prófkjörinu staðfestir niðurstöðuna enn
frekar. Það er greinilegt að kjósendur Alþýðuflokksins
á Reykjanesi sætta sig ekki við þau pólitísku vinnu-
brögð, sem Guðmundur Árni varð uppvís að.
Prestur Súðvíkinga lagði áherslu á uppby
Við niunum
reisa líf okkar
úr rústum
VIÐ munum reisa líf okkar
upp úr rústunum. Við
munum gera það í samein-
ingu af því að við erum
sterk þegar við stöndum saman. Þeg-
ar hugur og hönd okkar allra leggst
á eitt þá er ekki til það verk, sem
við getum ekki unnið í sameiningu,"
sagði séra Magnús Erlingsson, prest-
ur Súðvíkinga, við minningarathöfn
á ísafirði á laugardaginn um þá sem
fórust í snjóflóðunum í Súðavík 16.
janúar sl.
Minningarathöfnin var áhrifamik-
il, þrungin tilfinningum og sorg. Við-
staddir voru íbúar Súðavíkur, björg-
unarsveitarmenn, ísfirðingar og
fleiri, auk forseta íslands, forsætis-
ráðherra, utanríkisráðherra og þing-
manna Vestfjarða. Talið er að um
800 manns hafi verið viðstaddir
minningarathöfnina.
Umgjörð athafnariimar, sem fram
fór í íþróttahúsinu á ísafirði, var lát-
Iaus. Við altarið brunnu 14 kerti til
minningar um þá sem létust í snjó-
flóðinu.
Prestarnir, séra Jakob Hjálmars-
son og séra Karl V. Matthíasson,
lásu bænir, en séra Magnús Erlings-
son flutti huggunarorð. Séra Magnús
lagði út af orðum Jesú Krists í Jó-
hannesarguðspjalli: „En verið hug-
hraust. Ég hef sigrað heiminn.“
„Þessi orð Jesú Krists minna okk-
ur á að á bak við krossinn er vonin.
Nýtt upphaf. Á páskadagsmorgni
reis Jesú upp frá dauðum. Þannig
sigraði hann bölið og tortíminguna
með upprisu sinni. Hann keypti okk-
ur líf með lífi sínu.
Þú getur treyst á Jesú Krist. Treyst
honum fyrir lífi þínu og ástvina þinna.
Drottinn mun vel fyrir sjá.
Þegar við deyjum mun Jesús sjálf-
ur taka á móti okkur. Hann mun
taka okkur í faðminn og leiða okkur
áfram inn í eilífðina þar sem er ljós,
friður og gleði. Og þar munu ástvin-
ir vorir bíða okkar. Og þá verður
allt sem fyrr,“ sagði séra Magnús í
huggunarorðum sínum.
Séra Magnús lagði áherslu á upp-
- bygginguna. Hann bað fólk að horfa
til morgundagsins, sem færði okkur
nýjar vonir og ný tækifæri. „Sjórinn
og landið hefur heimtað líf margra
af bestu sonum og dætrum þjóðarinn-
ar. En við höfum aldrei gefist upp.
Og það munum við ekki heldur gera
núna. Lífið mun halda áfram.“
Eftir athöfnina gengu Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands, og Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, til þeirra
Súðvíkinga sem mest misstu í snjó-
flóðinu. Forsetinn faðmaði þá að sér
og gekk síðan áfram milli manna og
tók utan um aðra þá sem misstu
ættingja eða vini í flóðinu.
Þær hörmungar sem gengið hafa
yfir íbúa Súðvíkur hafa þjappað þeim
fast saman. Hvar sem Súðvíkingar
hittast taka þeir hver utan um ann-
an, kyssast eða stijúka hvorir öðrum
yfir axlir eða bak. Þeir reyna að
styrkja hver annan í sorginni með
snertingu. Það sást vel við minning-
arathöfnina á laugardaginn.
FORSETI íslands, frú Vigdís Fii
forsætisráðherra, koma til minn
Ellefu hinna
látnujarð-
settir syðra
KISTUR með líkum 11 þeirra sem
létust er snjóflóð féll á Súðavík
aðfaranótt 16. janúar síðastliðins
komu með varðskipinu Tý til
Reykjavíkur að morgni sunnu-
dags. Staðinn var heiðursvörður
þegar kisturnar voru bornar
burtu og var fjöldi manns við-
staddur til að votta hinum látnu
virðingu sína, þar á meðal biskup
Islands, herra Olafur Skúlason,
fulltrúar Landhelgisgæslunnar,
lögreglunnar í Reykjavík og
björgunarsveitarinnar Lands-
bjargar.
Þrjár útfarir verða gerðar frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, ein
þeirra útför systkinanna Aðal-
steins Rafns, Krisljáns Núma og
Hrefnu Bjargar, önnur er útför
Hjördísar Björnsdóttur og dætra
hennar Birnu Dísar og Helgu
Bjarkar og sú þriðja útfór Sveins
G. Salómonssonar, Hrafnhildar
Þorsteinsdóttur og sonardóttur
hennar og alnöfnu. Útför Haf-
steins Björnssonar verður gerð
frá Lágafellskirkju í Mosfells-
sveit. Einnig verður útför Júlí-
önnu Bergsteinsdóttur gerð frá
Langholtskirkju, en hún verður
jarðsett í Lágafellskirkjugarði.
Á föstudag verður Sigurborg
Guðmundsdóttir jarðsett í Súða-
vík og á laugardag verða Bella
Aðalheiður Vestfjörð og Petrea
Vestfjörð Valsdóttir jarðsettar í
Ogri við ísafjarðardjúp.