Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 35

Morgunblaðið - 24.01.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 35 BRYNJÓLFUR ÞORBJARNARSON + Brynjólfur Þor- bjarnarson fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu 6. janúar 1918. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 14. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Björnsson, f. 12. jan. 1886, d. 14. maí 1970, bóndi á Heiði í Gönguskörðum og síðar á Geitaskarði í Engihlíðahreppi í A-Húna- vatnssýslu, og Sigriður Arna- dóttir, f. 4. júlí 1893, d. 27. júní 1967, húsfreyja á fyrrnefndum bæjum. Hann átti fimm systk- ini. Þau eru Árni Ásgrímur, lög- fræðingur, f. 10. júní 1915, Sig- urður Orn, bóndi og safnvörð- ur, f. 27. okt. 1916, Stefán Heið- ar, f. 7. ágúst 1920, d. 2. des. 1936, Hildur Sólveig, húsfreyja, f. 31. ágúst 1924, og Þorbjörg, húsfreyja, f. 10. sept. 1928. Hinn 2. júlí 1943 kvæntist Brynjólfur Sigríði Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 1. júlí 1921, d. 22. sept. 1988. Foreldrar hennar voru Sigurður Kjartansson, kaupmaður í Reykjavík, og Ástríður Jónsdóttir, húsfreyja í Reykjavík. Brynjólfur og Sig- ríður eignuðust sex syni. Þeir eru: 1) Sigurður Kjartan, for- sljóri, f. 5. nóv. 1942, kvæntur Unni Einarsdóttur, skrifstofu- stjóra, f. 24. mars 1943. Þau eiga tvö böm. 2) Þorbjörn, vél- tæknifræðingur, f. 15. júlí 1944. 3) Stefán Heiðar, líffræðingur, f. 16. apríl 1947, kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur kennara, f. 17. okt. 1947. Þau eiga þrjú börn. 4) Jón, læknir, f. 20. okt. 1949, kvæntur Grétu Have, lækni, f. 31. okt. 1954. Þau eiga þijú börn. Börn Jóns frá fyrri hjónab. eru tvö. 5) Magnús Björn, lögfræðingur, f. 1. ágúst 1953, kvæntur Sigrúnu Karls- dóttur, lyfjafræðingi, f. 16. nóv. 1955. Þau eiga þrjú börn. 6) Guðmund- ur, vélvirki, f. 1. okt. 1958. Brynjólf- ur fluttist fyrst til Hafnarfjarðar 1938. Hann lærði vélsmíði í Iðnskóla Hafnarfjarðar og þjá Vélsmiðju Sig. Sveinbjörnssonar og tók meistarapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1942. Hann vann tíma- bundið hjá Steðja hf. við smíðar á vatnstúrbínum og setti upp vatnsaflsstöðvar á ýmsum bæj- um í Húnaþingi. Árið 1945 hóf Brynjólfur störf í Rafha hf. í Hafnarfirði sem yfirmaður með mótasmíði og framleiðslu úr ryðfríu stáli. Árið 1951 tók hann við stöðu yfirverkstjóra í Rafha hf. og gegndi því starfi til 1966 þegar hann hóf störf í Vélsmiðj- unni Kletti hf. Á tímabili sat hann einnig í stjórn Rafha hf. Frá 1969 til 1976 starfaði hann sem vcrkstjóri hjá Ofnasmiðjuni hf. en þá hóf hann aftur störf hjá Vélsmiðjunni Kletti hf. og starfaði þar til ársloka 1989, er hann komst á eftirlaunaaldur. Brynjólfur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum í Hafnarfirði. Hann var einn af stofnendum Félags óháðra borgara í Hafn- arfirði og var einn þriggja full- trúa, sem kosnir voru í bæjar- stjórn 1966 og mynduðu meiri- hluta með sjálfstæðismönnum o.fl. flokkum, sem hélst í 20 ár. Brynjólfur var formaður raf- veitunefndar um árabil, sat í stjórn Iðnskóla Hafnarfjarðar og var formaður hitaveitu- nefndar öll þau ár, sem hún starfaði. Um tíma sat Brynjólf- ur í umferðarnefnd og bygging- aniefnd. Hann var formaður Karlakórsins Þrasta 1965- 1967. Útför Brynjólfs fer fram frá Þjóðkirjunni í Hafnarfirði í dag. í DAG verður kvaddur mágur minn Brynjólfur Þorbjarnarson frá Geita- skarði. Hann leit fyrst dagsins ljós í lágum bæ undir fjallinu Tinda- stóli - Heiði í Gönguskörðum, þar sem forfeður hans höfðu áður búið, en faðir hans, Þorbjörn Björnsson frá Veðramóti, og kona hans, Sig- ríður Árnadóttir frá Geitaskarði, höfðu keypt kotið nokkrum árum áður. Voru tveir synir fyrir á palli, Árni og Sigurður, er Brynjólfur fæddist, en einn bróðir, Stefán, og tvær systur, Hildur og Þorbjörg, áttu þá eftir að bætast við barna- hópinn. Dagsins ljós hefur nú trú- lega verið nokkuð af skornum skammti þessa vetrardaga í Skaga- firði þegar frostaveturinn mikli nísti allt í sínum heljargreipum og veðurhamurinn vikum saman lík- astur því sem verið hefur þessa síðustu döpru daga - og snjórinn veitti þá skjól litlu hreysunum sem kúrðu við skaut jarðar. Þegar frostið linaði ekki tökin þrátt fyrir að rétt rifaði í reykháf- inn upp úr snjónum þá brá faðir Brynjólfs á það ráð að flytja nokkr- ar ær inn í baðstofuhorn til að gefa meiri yl svo fólkið króknaði ekki úr kulda. Þannig hefur blessað sauðféð öldum saman á margan hátt haldið við mannlífinu í þessu landi allt fram á þessa öld sem nú er að renna sitt skeið á enda. Bernskan á Heiði við frumstæð skilyrði bar alla tíð í huga Brynj- ólfs vissan ljóma og virðingu fyrir þeim stað þar sem forfeðurnir höfðu háð harða lífsbaráttu við óblíð öfl náttúrunnar. „Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð eða raunabögu" segir í hinu gullfagra kvæði Matthíasar um Skagafjörð. Heiði átti sannarlega sína sögu. Langalangafi Brynjólfs, Sigurður skáld á Heiði, orti meðal margs annars ljóð sem hann kallaði Vara- bálk, einskonar varnaðar- eða heil- ræðaljóð með trúarlegu ívafi. Þetta ljóðakver hefur verið gefið út þrisv- ar sinnum, fyrsta útgáfa 1872. Margir kunnu þessa litlu bók spjaldanna á milli og ljóðin lifðu lengi á vörum fólksins á Norður- landi og víðar um landið. Þorbjörg Stefánsdóttir, föður- amma Brynjólfs (en hún var dóttur- dóttir Sigurðar frá Heiði), giftist Birni Jónssyni frá Háagerði á Skagaströnd og keyptu þau jörðina Veðramót í nágrenni við Heiði. Á Veðramóti búnaðist þeim hjónum vel. Þau eignuðust 12 börn, 10 komust til fullorðinsára, og nokkur þeirra urðu þjóðþekkt. Sigurður bjó á Veðramóti eftir foreldra sína, yngsti bróðirinn, Guðmundur, í Tungu í sömu sveit og Þorbjörn á Heiði. Það þurfti kjark til að helja bú- skap með tvær hendur tómar og þurfa að byija smíða amboðin til að geta eijað jörðina og dytta að lekum bænum, eins og Þorbjörn gerði á Heiði. En eitt af því fyrsta sem keypt var í búið var orgelið, þótt flest eða annað væri heima- smíðað. Móðir Brynjólfs spilaði og Þorbjörn söng þegar tómstundir gáfust og hljómlistin lyfti huganum yfir basldagana og undir lágu þaki voru lesnar góðar bókmenntir og talað kjarnmikið mál. Eftir átta ár á Heiði var Brynjólf- ur kominn með foreldrum sínum vestur í Langadal og innan skamms tíma festu þau kaup á höfuðbólinu Geitaskarði þar sem hann, á föður- leifð móður sinnar, átti sín upp- vaxtarár við góð skilyrði til þroska. Það kom fljótt í ljós að hann var hugvitssamur og mjög vel laghent- ur til verka. Hann fór í iðnnám og lærði vélsmíði. Síðar átti hann eftir að smíða m.a. allar vélar við heim- ilisrafstöð, sem hann og bróðir hans, Sigurður reistu að Geita- skarði. Brynjólfur kvæntist ungur fal- legri Reykjavíkurstúlku, Sigríði Sigurðardóttur, Kjartanssonar kaupmanns við Laugaveg. Þau eignuðust sex mannvænlega syni, Sigurð viðskiptafræðing, kvæntur Unni Einarsdóttur, skrifstofu- stjóra, Þorbjörn, véltækni, ókvænt- ur, Stefán, líffræðing, kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur, kennara, Jón, lækni, kvæntur Gethe Have, lækni, Magnús, lögfræðing, kvænt- ur Sigrúnu Karlsdóttur lyfjafræð- ingi, og Guðmund, vélvirkja, en barnabömin eru 13. Sigríður kona Brynjólfs lést eftir langvarandi heilsubilun 22. september 1988. Eins og áður er sagt hafði Brynjólfur sterkar taug- ar til bernskustöðvanna og þá ekki síður til æskuheimilisins að Geita- skarði. Þar dvaldi hann löngum með fjölskyldu sinni er hann átti frið frá störfum syðra og vann þar ómetanleg verk með sínum högu höndum heimilinu til gagns og góðs. Þegar foreldrar Brynjólfs létu af búskap þá tóku við búi Sigurður bróðir hans og Valgerður kona hans, Ágústsdóttir frá Hofi í Vatns- dal. Síðar eignaðist Brynjólfur og hans fjölskylda hluta jarðarinnar. Það var Brynjólfi kappsmál að syn- ir hans slitu ekki taugarnar sem lágu til landsins og að eining ríkti um allt sem að því laut. Meiri ein- ingu og betra sambýli en var milli þeirra bræðranna, Sigurðar og Brynjólfs, held ég vandfundið. Nú hafa þeir Brynjólfssynir reist fal- legt sameiginlegt sumarhús í landi Geitaskarðs og hyggja á að koma þar upp skógarreit. Brynjólfur var innan við tvítugt er hann kom til Hafnarfjarðar. Fjöl- skyldan bjó þröngt fyrstu árin í litlu húsnæði við Hverfisgötuna en þar kom að hægt var að flytja í myndarlegt einbýlishús við Mána- stíginn sem Brynjólfur hafði byggt og voru viðbrigðin mikil. Kynni okkar Brynjólfs hófust 1948 er ég kvæntist systur hans, Hildi. Við mágarnir tengdumst strax vináttuböndum sem enst hafa alla tíð síðan og með konu minni og honum voru miklir kærleikar. En leiðirnar skildu í nokkuð langan tíma þar sem hann var við störf hér heima, en við erlendis. Hann heimsótti okkur og var hugur hans opinn fyrir áhrifum nýrra tíma. Sérstaklega þótti honum mikið til koma að líta með eigin augum þýska „efnahags- og tækniundrið" milli 1950-1960 er borgirnar voru að rísa úr rústum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Á þessum tíma hafði hann unnið hjá Raftækjaverksm. hf. og Ofnasmiðunni hf. en síðustu árin hjá Kletti hf. Brynjólfur lagði gjörva hönd á margt á sinni lífsleið. Við í fjölskyldu hans þekktum öll hjálpsemi hans sem var honum svo eðlislæg að hún hlýtur að hafa náð til allra sem á vegi hans urðu. Ef til Brynjólfs var leitað og svarið var: Ég skal athuga það, þá þýddi það það sama og málinu væri borg- ið. Það eru margir sem við mætum á lífsleiðinni hjálpfúsir við sam- ferðamennina sem betur fer, en það hvernig hans hjálpsemi skilaði sér, sem var það óvenjulega - gleymt um leið og gert var. Velvild hans til bæjarfélagsins sem hann bjó í mestan hluta ævi sinnar var augljós. Hann helgaði störfum fyrir Hafnarfjörð krafta sína um árabil. Hann vildi vera réttsýnn og gekk ótrauður fram sem dugmikill málafylgjumaður þegar honum þótti við liggja. Ég býst við að samstarfsmenn hans í bæjarmálum Hafnarfjarðar gætu meira frá því sagt. Hitt veit ég að hvað sem hann fékkst við beitti hann skarpskyggni sinni og rækti störf sín af dugnaði og alúð. Mágur minn hafði yndi af hljóm- list og hafði mikla ánægju af starfi sínu með Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði, meðan hann gat. Hann kunni ógrynni af ljóðum. Hann var viðkvæmur maður, trúaður og dul- ur, þótt fáir væru skemmtilegri í góðra vina hópi ef svo bar undir. Atti hann þá til að bregða á leik og líkja eftir samferðamönnum á góðlátlegan hátt og draga fram spaugilegar hliðar. Það hugðarefni sem átti stærst rúm í huga hans var án efa velferð drengjanna hans. Mér er fyrir minni frá fyrstu kynnum hve hann rækti föðurhlutverk sitt af miklum kærleika við drengina sína og bar hag þeirra fyrir brjósti alla tíð. Það var honum fjarri skapi að verða byrði á öðrum, er árin liðu. Synir hans fóru í öllu eftir óskum hans og sóttu hann suður í Fjörð þegar hann vildi, en hann kaus að búa einn á Mánastígnum eftir að kona hans lést og sjá um sig sjálfur meðan hann gæti. Og nú er hann horfinn yfir móðuna miklu án þess að verða byrði á öðrum, eins og hann alltaf óskaði sér. Við söknum hans öll og þökkum honum af hjarta fyrir samfylgdina. Sonum hans og fjölskyldum þeirra vottum við einlæga samúð og biðj- um þeim blessunar. Agnar Tryggvason. Þegar óháðir borgarar buðu fyrst fram við kosningar í Hafnarfirði vorið 1966 og fengu þijá fulltrúa af níu kosna í bæjarstjórn, skipaði Brynjólfur Þorbjarnarson efsta sæti listans. Hann hafði ekki áður haft afskipti af opinberum málum og yfirleitt látið lítið á sér bera í félags- málum. Fannst sumum því óráðlegt að tefla honum fram í fyrsta sæti. En fljótt kom í ljós, að það var vel ráðið. Brynjólfur reyndist hinn nýt- asti bæjarfulltrúi. Var mjög áhuga- samur um framgang góðra mála, hugmyndaríkur og starfssamur, ábyrgur og réttsýnn. Einkum voru það tvö mál, sem strax stóðu næst huga hans. Annað var að leggja áherslu á stórátak í lagningu varanlegs slitlags á götur bæjarins, sem þá voru víða i slæmu ástandi. Hitt málið var að fá hita- veitu sem fýrst í Hafnarfjörð. Á engan er hallað, þegar sagt er, að Brynjólfur hafi verið upphafs- maður að hitaveitumálinu í bæjar- stjórn á þessum árum: Fyrir hans tilstuðlan fór t.d. danskur fjarhita- sérfræðingur til Krýsuvíkur og skil- aði frumáætlun um varmaveitu frá Krýsuvík til Hafnarijarðar. Þótt þessi áætlun hafi ekki reynst nógu raunhæf, ýtti hún undir áhuga bæjaryfírvalda og Hafnfírðinga um nýtingu jarðvarma til hitunar húsa í bænum. Brynjólfur skrifaði merka grein um þessi mál í byrjun árs 1969 og hvatti til aðgerða. Skömmu síðar var samþykkt í bæjarstjórn að skipa hitaveitunefnd til að hafa með höndum frekari undirbúning máls- ins. Var Brynjólfur alltaf formaður þeirrar nefndar. Og undir ötulli for- ustu hans þróuðust mál síðan þann- ig, að hagstæðir samningar náðust við Hitaveitu Reykjavíkur um hita- veitu í bænum, sem Hafnfirðingar hafa notið frá 1975. Miklu réði, hversu fljótt og vel tókst að koma þessu mikilvæga hagsmunamáli bæjarbúa í höfn, að Brynjólfur lagði alltaf áherslu á að halda því utan við flokkadrætti, þannig að „pólitísk togstreita fengi ekki hindrað framgang góðra mála“, eins og hann komst að orði í blaðagrein. Þau tuttugu ár sem Félag óháðra borgara átti óslitna aðild að meiri- hlutasamstarfi í bæjarstjórn, gegndi Brynjólfur ýmsum trúnaðar- störfum eins og rakið er í formála. Öllum störfum á vettvangi bæjar- málanna sinnti hann af mikilli alúð og árvekni. Hann var sanngjarn og samvinnuþýður, víðsýnn og sam- viskusamur, traustur málafylgju- maður með góðar eðlisgáfur. Lét verkin tala án yfírlætis. Festa og farsæld fylgdi störfum hans og heilindi í samskiptum. Þá var hann þægilegur í umgengni og hógvær í hátt.um. Að Brynjólfi stóðu sterkir stofn- ar. Hann mótaðist af hollum uppeld- isháttum á sveitarbýlinu Geita- skarði í Langadal, sem þekkt var fyrir myndarskap og reisn. Heil- brigður heimilisandi þar kom m.a. fram í því að söngur og hljómlist var yfirleitt iðkað á hveijum degi. Móðir Brynjólfs var ágætur organ- isti og faðirinn með söngrödd, sem var „undursamleg og fögur“ eins og Stefán íslandi komst að orði í minningabókinni „Áfram veginn“., Fannst Stefáni rödd Þorbjöms frá Geitaskarði líkjast „Caruso mest, hvorki meira né minna“. Brynjólfur hafði góða bassarödd og naut þess að taka þátt í söng- lífi. Fann hann eins og fleiri að „söngurinn er okkur styrkur og þróttgjafi og hinn öruggasti sam- takamáttur í þrautum, erfíðleikum, sorgum og gleði“ svo að vitnað sé til orða í bók föður hans „Skyggnst um af heimahlaði", sem að mínum dómi er snilldarlega skrifuð. Með ánægju minnist ég samveru okkar í Karlakórnum Þröstum og þá einkum eftirminnilegar söng- ferðar um Norðurland sumarið 1966 undir forustu Brynjólfs, serm þá var formaður kórsins. Segja má, að innan vébanda karlakórsins hafí byijað okkar nánu kynni, sem þró- uðust í trausta vináttu og sam- skipti sem aldrei bar skugga á. Og það var skemmtileg tilviljun að við þrír efstu mennirnir á lista óháðra, Brynjólfur, Vilhjálmur G. Skúlason og undirritaður, vorum allir syngj- andi „Þrestir“, þegar Hafnfirðingar veittu okkur hið mikla traust við kosningamar 1966. í Hafnarfírði bjó Brynjólfur lengst af á Mánastíg 2 eða frá 1954, en þar hafði hann byggt myndarlegt hús. Áður var heimilið á Hverfísgötu 18 í litlu timburhúsi, sem nú er horfið. Eftir að foreldrar hans hættu búskap að Geitaskarði 1946, eign- uðust þeir bræður, Brynjólfur og Sigurður, jörðina saman. Um 20 ára skeið dvaldist Brynjólfur þar á sumrin með fjölskyldu sinni við heyskap og önnur störf. Hélt hann síðan lengi áfram að fara þangað á sumrin til að fá notið norðlenskr- ar sveitasælu. Eins og komið hefur fram starf- aði Brynjólfur lengst hjá Rafha eða yfír tuttugu ár við verkstjóm. Lét - hann sér alltaf mjög annt um vöxt og viðgang fyrirtækisins. Þótti hon- um því sárt, þegar starfsemi þar lagðist niður. Kom hann þá á fram- færi við bæjaryfirvöld og fleiri hug- myndum um að nýta húsakost Raf- ha til nýrrar atvinnustarfsemi m.a. með þarfír öryrkja í huga. I starfi var Brynjólfur mikill elju- maður, stjórnsamur og skylduræk- inn. Greiðvikni var honum ljúf og virðing fyrir reglusemi í öndvegi. Hann var hugvitssamur listamaður. Smíðaði t.d. allar vélar í sambandi við vatnsaflsvirkjun, sem hann fyrir löngu kom upp að Geitaskarði. Fyrir nokkrum ámm varð Brynj- ólfur fyrir áfalli á heilsu. Tók hann ' því með æðruleysi og lét ekki bug- ast. Alltaf var hugur opinn gagn- vart því sem til heilla horfði. Og það var ætíð ánægjulegt að spjalla við Brynjólf og m.a. riíja upp atvik frá farsælli stjórnartíð Félags óháðra borgara og gleðjast yfir þeirri jákvæðu þróun og miklu framförum sem þá urðu i Hafnar- firði. Þar mun geymast nafn Brynj- ólfs Þorbjarnarsonar. Hann er kvaddur með einlægri þökk og bæn. Árni Gunnlaugsson. ERFIDRYKKJUR ^ÍA P E R L A N sími 620200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.