Morgunblaðið - 24.01.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 37
lífsglöð og viljasterk. Hún var það
góð að það er ekki hægt að fínna
nógu gott orð yfír hana. Allir skát-
ar sem þekktu hana báru virðingu
fyrir henni og munu alltaf gera.
Við biðjum guð um að blessa
hana og gefa fjölskyldu hennar
styrk á þessari sorgarstundu.
Sefmeyjar, Ægisbúar.
Kveðja frá Gilwellskátum
Þegar fólk fellur frá í blóma lífs-
ins, nærri fyrirvaralaust, er okkur
sem eftir lifum oft orða vant. Okk-
ur verður oft starsýnna á það sem
ekki varð fullgert, fremur en það
góða og mikla dagsverk, sem unnið
var. Björk Thomsen hafði lifað góða
ævi og látið margt gott af sér leiða,
bæði í daglegum störfum sínum,
með fjölskyldu sinni og í árangurs-
ríku æskulýðsstarfí innan skáta-
hreyfíngarinnar. Hún sótti þekk-
ingu þegar á unga aldri á þau nám-
skeið sem skátaforingjum standa
til boða og þar á meðal Gilwellnám-
skeiði, alþjóðlegu foringjanámskeiði
skáta, árið 1964. Hún var virkur
félagi í Kvenskátafélagi Reykjavík-
ur uns félagsstörf viku á eðlilegan
hátt fýrir námi og skyldum við fjöl-
skyldu.
Aldarfjórðungi eftir að Björk
sótti Gilwellskólann kom hún á ný
til starfa í skátahreyfíngunni, jafn-
virk og áhugasöm og fyrr. Með víð-
tæka reynslu og samt djarfan hug
sem setti hana ávallt í samband við
hinn unga skátaforingja. Hún vildi
að skátahreyfíngin væri lyftistöng
börnum og ungu fólki á þroska-
brautinni. Hún lagði af mörkum
ómælda vinnu við samningu' þeirna
viðfangsefna sem skátar fást við
og stuðla að uppeldi þeirra og
þroska. Hún hafði orku og áhuga
til að reyna sjálf í verki með börnum
þau sömu starfsverkefni sem hún
hafði átt drjúgan þátt í að skapa.
Fyrir þennan brennandi áhuga ber
að þakka sérstaklega og skátarnir
hennar bera eldmóðinn áfram.
Haustið 1990 kom Björk Thomsen
til Ieiðbeinendastarfa í Gilwellskól-
anum á Úifljótsvatni. Hún flutti
okkur samstarfsfólki hressandi blæ
og uppörvandi, þess sem kann að
rétta æskunni örvandi hönd. Björk
Thomsen er nú farin heim, en við
eigum minninguna um góðan
dreng, góðan skáta. Ég flyt fyrir
hönd Gilwellskáta öllum ástvinum
hennar einlægar samúðarkveðjur.
Björgvin Magnússon,
skólasijóri
Gilwellskólans.
Handrit afmælis- og minningargrcina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðvcldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín cn ekki stuttnefni undir greinunum.
Fylgstu meb í
Kaupmaiinahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrnpflugvelii
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
MIIMIMIIMGAR
t
Minningarathöfn um föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUND GUÐNASON,
síðasttil heimilis
í Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist 18. janúar, fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn
24. janúar kl. 16.00.
Jarðsett verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 28. janúar
kl. 10.30.
Kolbrún Guðmundsdóttir Samúel Guðmundson,
Valey Guömundsdóttir, Svavar Valdimarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Ólina Steinþórsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Inga Þorsteinsdóttir,
Ingi Vigfús Guðmundsson,
Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Gfslason,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Útför elskulegrar systur minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ELÍNBORGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR
frá Gelti
i' Grímsnesi,
fer fram fró Stóruborgarkirkju, Grímsnesi, fimmtudaginn 26. janúar
kl. 14.00.
Borghildur Brynjólfsdóttir,
Sigrfður Kragh,
Pálmi Kragh,
Brynjólfur Kragh,
Stefán Kragh,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SNORRI PÉTURSSON,
Skipalónl,
sem lést á heimili sínu 17. janúar verður jarðsunginn frá Möðru
vallakirkju í Hörgárdal fimmtudaginn 26. janúar kl. 14.00.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir,
Lovisa Snorradóttir, Hilmir Helgason,
Jónína R. Snorradóttir, Ævar Ármannsson,
Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marinósson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FANNEY REYKDAL,
sem lést 21. þessa mónaðar, verður jarðsungin frá Fossvogs-
krikju, fimmtudaginn 26. janúar. Athöfnin hefst kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Lands-
spítalans.
Vigfús Magnússon,
Kristfn Vigfúsdóttir, Finnur Ingólfsson,
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Hafliði Helgason,
Ástrfður Vigdís Vigfúsdóttir, Arnar Bjarnason,
Fanney Finnsdóttir Ingi Þór Finnsson,
Hulda Finnsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR ÁSGEIRSDÓTTUR
f rá T raðarkoti
á Vatnsleysuströnd.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
PÁLUS.ÁRNADÓTTUR
kaupkonu.
Ólöf E. Davfðsdóttir
og fjölskyida.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
BJARNA SIGURÐSSONAR
skipstjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Furu-
gerði 1 og starfsfólks á deild 6B Borgar-
spítala.
Svanhvít Svala Kristbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
EINARS SKARPHÉÐINSSONAR,
Fagurhólstúni 4,
Grundarfirði.
Kristfn Pálsdóttir,
Pálmar Einarsson, Oddrún Sverrisdóttir,
Sigrföur Einarsdóttir, Hallbjörn Þorbjörnsson,
Jakobína Einarsdóttir, Guðlaugur Einarsson,
Sædís Einarsdóttir, Magnús Jónasson,
Svandfs Einarsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Svava Einarsdóttir, Birgir Sigurðsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við fráfall og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
OTTÓS J. ÓLAFSSONAR,
Sörlaskjóli 12,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar
Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanleg-
an stuðning.
Helga Kristín Ottósdóttir,
Heba Hertervig, Hákon Hertervig,
Guðrún Ásgeirsson, Ólafur Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við
andlát og útför systur okkar,
LIUU JÖRUNDSDÓTTUR.
Systkini hinnar látnu.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞORGRÍMS BRYNJÓLFSSONAR
kaupmanns,
Óðinsgötu 1,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
hjúkrunarfólki Vífilsstaðaspítala og
Landspítalans A-11, lyfjadeild, fyrirfrábæra umönnun og hjúkrun.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Reynir Þórgrímsson, Rósa Gísladóttir,
Víðir Þorgrfmsson, Jóhanna Haraldsdóttir
og afabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við fráfall föður okkar, afa, tengdaföður
og bróður,
KRISTINS H. ÁRNASONAR
sælgætisframieiðanda.
Gunnar Kristinsson, Valgerður Andersen,
Helga Kristinsdóttir, Ríkharð Laxdal,
Árni Kristinsson,
Brynjólfur Kristinsson,
Ragnar Sigurjónsson, Kjartan Rfkharðsson,
Níels Árnason, Kristinn Ríkharðsson.