Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/1-4/2. ►EINAR Már Guðmunds- son rithöfundur fær bók- menntaverðiaun Norður- Iandaráðs 1995 fyrir skáld- söguna Englar alheimsins. Tilkynnt var um niðurstöðu dómnefndar í Helsinki en verðlaunaafhendingin fer fram á fundi Norðurianda- ráðs í Reykjavík í febrúar. Einar Már er fimmti íslend- ingurinn sem hlýtur Bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs. ►MIKILL meirihluti fé- lagsmanna Kennarasam- bands íslands og Hins ís- lenska kennarafélags sam- þykkti boðun verkfalls 17. febrúar nk. Ef verkfall skellur á fara um 4.600 kennarar i þessum félögum í verkfall og vinnustöðvunin næði til allra grunn- og framhaldsskóla landsins þar sem milli 50 og 60 þúsund , nemendur stunda nám. ►FORMLEGAR viðræður eru hafnar milli íslenskra stjórnvalda og Alusuisse- Lonza um stækkun áivers- ins í Straumsvík. Ef af yrði ykist álframleiðsla í Straumsvík um 60% og áætl- aður kostnaður við stækk- unina er um 10 milljarðar kr. Viðbótarstarfslið yrði 100-200 manns. ►HUNDRUÐ manna þurftu að yfirgefa heimili sín á Patreksfirði, Flateyri, ísafirði, Hnífsdal og Súða- vík vegna snjóflóðahættu á mánudag. Hættuástandi var síðan aflýst á Patreksfirði á miðvikudag en þar féllu snjóflóð ofan.byggðarinnar við Sigtún sem var 70 metr- ar þar sem það var breið- ast. Það stöðvaðist 100 metrum ofan við efstu hús við götuna. Flóð á meginlandi Evrópu NÆR 300.000 manns þurftu í vik- unni að yfírgefa heimiíi sín í Hol- landi og tugþúsundir að auki í Frakk- landi, Belgíu og Þýskalandi vegna geysimikilla flóða. Um tíma var ótt- ast að flóðgarðar í Hollandi brystu en meira en helmingur landsins er undir sjávarmáli og árfarvegir eru víða treystir með miklum jarðvegs- SH hafði betur á Akureyri ÞRIÐJUNGUR af starfsemi Sölúmið- stöðvar hraðfrystihúsanna flyst til Ak- ureyrar í sumar. Bæjarráð Akureyrar tók tilboð SH fram yfir tilboð íslenskra sjávarafurða og fer SH því áfram með sölu á afurðum ÚA. Meirihluti Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks náði samkomulagi um málið eftir að fram- sóknarmenn gáfu eftir en þeir voru hlynntir því að_ÍS yrði fyrir valinu sem sölufýrirtæki ÚA. Vestmannaeyjabær hefur sent ÍS boð um aðstöðu í Vest- mannaeyjum fýrir höfuðstöðvar sínar og rekstur. Skýrsla um stjórnun- ar- og eignatengsl í SKÝRSLU samkeppnisráðs um stjómunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífí segir að aðstæður á einstök- um mörkuðum hér á landi gefi tilefni til að samkeppnisyfírvöld séu á varð- bergi. Helstu niðurstöður skýrslunnar em að lítil tengsl séu á milli eignar og valds í íslensku atvinnulífí þar sem stjómarmenn og stjófnendur stærstu fýrirtækjanna eigi sjálflr litinn eða engan hlut í þeim. Úmsvif ríkisins í atvinnulífínu séu mikil. Sóknarstýring í stað núverandi kerfis FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi hafa lagt fram tillögu um breytta fiskveiðistjómun með flota- og sóknarstýringu. Einnig telja þeir hugsanlegt að sett verði á sóknargjald í samræmi við afkomu út- gerðarinnar í heild. Gert er ráð fyrir að kerfísbreytingamar fari fram í skrefum á 5-10 ámm. í greinargerð segja frambjóðendurnir að kvótakerfíð hafi brugðist öllum þeim markmiðum sem Iögð vom því tií grandvallar. görðum auk þess sem garðar era við sjóinn. Á fímmtudag virtist sem mesta hættan væri liðin hjá en í Hollandi var enn hætta á að garðar gæfu sig vegna vatnsþungans. Verulegt tjón varð er vatn flæddi inn í kjallara og ekki gafst tóm til að bjarga búpeningi og fiðurfé alls staðar. Lögregla reyndi að hindra að þjófar nýttu sér tækifærið og létu greipar sópa í yfirgefnum húsum. Aðalorsök flóðanna er mikil úr- koma síðustu vikurnar en einnig er rætt um að ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á farvegi Rínar- fljóts, framræsla mýrlendis og önnur röskun sem fylgir aukinni þéttbýlis- myndun hafi valdið því að vatnsmagn í farvegi Rínar hafi stöðugt aukist, þess vegna flæði hún yfir bakka sína í mikilli rigningatíð. Rúmt ár er síðan mikil flóð urðu á þessum slóðum. Árið 1953 fórust rúmlega 1.800 manns í flóðum er varnargarðar rofn- uðu í Hollandi og sjór flæddi yfir mikinn hluta landsins. ► RÚSSAR hertu enn árásir sínar á skæruliða Tsjetsjena í höfuðborg héraðsins, Grosní, á fimmtudag en uppreisnar- menn héldu enn veruleg- um hluta borgarinnar. Fulltrúar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) segja að eyðilegg- ingin í Grosní sé skeifileg og minni á þýskar borgir eftir seinni heimsstyrjöld. ► GRÍSKIR fornleifa- fræðingar segjast hafa fundið gröf Alexanders mikla í afskekktri eyð- merkurvin í Egyptalandi. ► TIL átaka kom á landa- mærum Perú og Ekvadors á sunnudag en fréttum ber ekki saman um mannfall. Deiit er um svæðið þar sem olía og gull er í jörðu. Samningar tókust um vopnahlé á þriðjudag. ► 38 manns týndu lífi og yfir 250 slösuðust i sprengjutilræði múslim- skra öfgamanna í Algeirs- borg á mánudag. ► BILL Clinton Banda- ríkjaforseti ákvað á þriðju- dag að beita forsetavaldi til að tryggja Mexíkó láns- ábyrgð er nemur 20 millj- öðrum dollara til að styrlqa pesóann. ► WILLY Claes, fram- kvæmdasijóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði á fimmtudag að íslamskir ofsatrúarmenn væru jafn mikil ógn við Vesturlönd og siðmenningu þeirra og kommúnisminn hefði ver- ið. FRETTIR Afmælisfagnaður Vöku Morgunblaðið/Jón Svavarsson VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, varð 60 ára í gær. Afmælisins var minnst með hófi í Þjóðleikhúskjallaranum sl. föstudagskvöld. Eins og við mátti búast voru menn þar glaðir á góðri stund, f.v. Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, Gísli Marteinn Baldursson, Baldur Möller, heiðursgestur kvöldsins, Davíð Oddsson og Kjartan Gunnarsson. Surís sækir um 256 kílóbita Internet-samband um sæstreng Ekki útséð um að gjaldskrá hækki SURÍS, alþjóðlegur tengiliður Int- ernets á íslandi, hefur sótt um 256 kílóbita Intemet-samband um sæ- streng til Svíþjóðar. Maríus Ólafs- son, rekstrarstjóri ísnets, segir ekki útséð um að gjaldskrá Surís þurfi að hækka. Könnun fýrirtækisins hefði leitt í ljós að fjölgun notenda stæði undir tvöfalt hærri kostnaði vegna tengingarinnar. Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri Surís, segir að kostnaður við 256 kílóbita tengingu verði á bilinu 15 til 16 milljónir á ári. Hann seg- ir ekki ólíklegt að 512 kílóbita teng- ingu þurfi strax á þessu ári. Stefnt er að því að 256 kílóbita tenging fáist í mars. Núverandi Intemet- samband fer um 128 kílóbita línu um gervihnött til Stokkhólms og þaðan um víða veröld. Maríus útskýrði að Internet-sam- band til útlanda væri rekið af Sur- ís. „Surís er hluti af NORDUnet- neti. NORDUnet er net af landsnet- um í hveiju Norðurlandanna með sameiginlega stjóm og innkaup á línum sín á milli og til íslands. Vandamálið við tengingar íslend- inga við línuna felst í því að NORDUnet hefur ekki viljað hafa íslensku línuna inni í heildardæmin- um enda er hún óskaplega dýr. Ástæðan fyrir því er tvíþætt. Ann- ars vegar erum við svo langt í burtu og hins vegar eram við svo litlir að Póstur og sími á Islandi og í Svíþjóð taka hærri gjöld en ef um innan hinna Norðurlandanna væri að ræða.“ Dýrara en annars staðar Maríus sagði að fyrirtækinu hefði ekki orðið að von sinn um að Póst- ur og sími lækkaði gjaldskrá sína eftir að ljósleiðarasamband komst á milli Kanada og Evrópu um ís- land. Hann sagði að 256 kílóbita lína til íslands kostaði álíka mikið og hraðvirk Intemet-sambönd frá Evrópu til Ameríku. „Tvær leiðir em til að ná kostnaðinum niður; annars vegar að reyna að fá Póst og síma til að lækka gjöld sín og hins vegar að fá aðila hérna á ís- landi til að borga meira. Ef við gerum ekkert í kostnaðinum til Pósts og síma erum við að segja að Internet-sambönd á íslandi, bæði til fyrirtækja og í gegnum fýrirtæki til almennings, verði alltaf töluvert dýrari en annars staðar í heiminum." Maríus sagði að ekki væri útséð um að gjaldskrá hækkaði enda stæði hún í tengslum við notenda- ijölda. „Surís er með ákveðna gjald- skrá og er hún háð notendafjölda hjá viðkomandi aðila, þ.e. hvað eru margr með tengingu í gegnum hann. Við erum núna að kanna hvað margir era hjá hveijum og margir aðilar hækka töluvert. Þar með hækkar innkoma Surís og hugsanlega þurfum við ekki, þrátt fyrir að okkar gjöld hækki um hundrað prósent, að hækka gjald- skrána tvöfalt heldur dreifist þetta á fleiri herðar," sagði Maríus. Hann benti á að þrátt fyrir að burðargeta hafi hækkað úr 9,6 kíló- bitum í 56 og 128, hafi gjaldskrá fyrirtækisins aldrei hækkað um meira en 20% að meðaltali. 512 kílóbit á árinu Helgi sagði að Surís þyrfti að greiða á bilinu 15 til 16 milljónir fyrir 256 kflóbita ljósleiðara teng- ingu. „Og okkur sýnist, ef notkun- araukningin heldur áfram, að við þurfum aftur að uppfæra línuna og þá upp í 512 kílóbit á þessu ári. Kostnaðurinn yrði þar með um 28 milljónir. Þá kemur upp sú spurning hvar við eigum að ná í mismuninn. Stjórn Surís hefur þegar hafið um- fjöllun um þennan fyrirsjánlega vanda.“ GUNNAR Páll Pálsson, hagfræðing- ur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, er ósammála Friðriki Sophus- syni fjármálaráðherra um að kröfur lands- og svæðasambanda ASÍ á hendur stjórnvöldum muni kosta rík- issjóð a.m.k. 4 milljarða kr. Hann bendir á að ef skattleysismörk yrðu hækkuð til jafns við launahækkanir í krónutölu í kjarasamningum fengi ríkissjóður sömu upphæð til baka í auknum tekjusköttum og sem nemur hækkun skattleysismarkanna. í kröfugerð landssambandsformn- anna ASI er m.a. lagt til að launa- fólki verði heimilt að draga 4% fram- lag í lífeyrissjóði frá tekjum við álagningu skatta í tveimur áföngum. Við þetta myndu skattleysismörk hækka í 59.500 á þessu ári og 60.700 á næsta ári. ÁSÍ áætlar að þetta kosti ríkissjóð einn milljarð kr. á þessu ári. Hagfræðingur VR ósammála mati ráðherra Meiri skatttekjur vegna aukins kaupmáttar Gunnar Páll bendir á að gera verði ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist á árinu þar sem spáð sé aukningu þjóðartekna um 3% á yfirstandandi ári. Auknir veltuskattar „Það má færa rök fyrir því að ef skattleysismörkin hækka í takt við launahækkanir þá ættu tekjur ríkis- sjóðs af tekjuskatti að vera óbreytt- ar en á móti kemur að ríkið fær auknar tekjur af veltusköttum vegna aukins kaupmáttar fólks,“ segir hann. Þá segir Gunnar Páll að þó reiknað sé með að útgjöld ríkissjóðs myndu aukast við að opinberir starfsmenn fengju sambærilegar launahækkanir og greiddar yrðu hærri tryggingabætur næðu auknar tekjur ríkissjóðs af veltusköttum hugsanlega að standa undir þeim útgjaldaauka ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.