Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ víðáttan og veðrið einkenna landið. „Þessi mikla orka hér, einkum á morgnana þegar náttúran hefur hvílt sig, virkar þannig að ég finn að ég á hvergi annars staðar heima.“ Morgunblaðið/Kristinn SIGLDIR menn eru sjaldan í vandræðum með að tjá sig um aðrar þjóðir, segja frá því hvað þeim finnst vera dæmigert franskt, breskt, danskt eða bandarískt, en oftar vefst þeim tunga um tönn þegar þeir eru spurðir hvað sé dæmi- gert íslenskt. Á þorranum fékk Morgunblaðið í lið með sér tuttugu manns víðsvegar af landinu, karla og konur á aldrinum 25 til 80 ára, sem tjáðu sig fúslega um það hvað þeim fyndist einkenna land og þjóð. Fólkið var spurt hvað því fyndist helst einkenna landið sjálft, hvemig hinir dæmigerðu íslendingar litu út að þeirra áliti, hvernig því fyndist hugsunarháttur þjóðarinnar vera, hvernig hin dæmigerðu íslensku heimili væru, hvað væri íslenskur matur og hverjir væru siðir þjóðar- innar og menning að þeirra dómi. Fyrst voru það spurt hvað því fyndist framar öðru vera íslenskt. Flestir á landsbyggðinni nefndu veðrið, og síðan eidfjöllin og lamba- kjötið, en á höfuðborgarsvæðinu datt flestum hreint loft fyrst í hug og síðan súrmatur. Annað sem menn nefndu voru bækur, skyr, hangikjöt, soðin ýsa, ullin og tungu- málið. Fólk á höfuðborgarsvæðinu nefndi aldrei veðrið í þessu sam- bandi og fólk á landsbyggðinni minntist aldrei á hreint loft. Það var eina tilvikið þar sem greina mátti einhvern mun á svörum fólks eftir búsetu. Um önnur atriði varðandi land og þjóð virtist fólk hafa svipað- ar hugmyndir og skipti þá engu máli í hvaða landsfjórðungi það bjó eða hvort það bjó í þéttbýli eða dreif- býli. Búum í f jörunni íslendingar sem eru búsettir er- lendis verða gjarna hugsjúkir af þrá eftir íslensku sumarnóttinni. Þó voru það aðeins tvær konur sem nefndu sumarnóttina þegar þær voru spurðar hvað þeim fyndist helst einkenna Island. „Albjört nótt er ævintýri líkust,“ sagði önnur konan. Flestir töluðu um fjöllin, víðátt- una og veðrið. „Á íslandi sér maður svo iangt sem augað eygir, í útlönd- íslendingar búa í fögrn landi, eru myndarleg- ir, listrænir, hjartahlýir, öfundsjúkir, sam- heldnir á hátíðum, kunna ekki mannasiði, eiga glæsileg heimili og borða helst físk, lambakjöt og pítsur, sögðu tuttugu karlar og konur úr öllum landsflórðungum, þegar Krist- ín Maija Baldursdóttir spurði þau á þorran- um hvað þeim fyndist einkenna land og þjóð. um mætir manni einungis móðan," sögðu sumir. „Kyrrðin og orkan við fjöllin og í afréttum upp undir jökl- um _er alíslenskt," sögðu aðrir. „ísland er það land sem enn er óskemmt af hjólförum bíla og vél- hjóla,“ sagði einn bóndinn, og mað- ur af höfuðborgarsvæðinu sem dvel- ur mikið í sumarbústað sínum sagði: „Fegurðin, kyrrðin og andstæðurnar í náttúrunni eru rík- ari hjá okkur en í öðrum löndum. Þessi mikla orka hér, einkum á morgnana þegar náttúran hefur hvílt sig, virkar þannig að ég finn að ég á hvergi annars staðar heima.“ Annað sem fólk nefndi fyrir utan andstæðurnar og hálendið voru eld- íjöllin, Þingvellir og sveitin. „Tvisv- ar til þrisvar á ári fæ ég köllun og verð að fara að útsýnisskífunni á Þingvölíum til að sjá yfir,“ sagði einn maður á höfuðborgarsvæðinu. Hrikaleg, nakin náttúran, hraunið, og gijót og gróður voru líka nefnd til sögunnar, en aðeins tvær konur nefndu sjóinn, hinn mikla örlaga- vald þjóðarinnar. „Þegar ég hugsa um ísland sé ég ætíð fyrir mér búsetuna við sjó- inn,“ sagði önnur konan. „Við eigum þetta stóra land og mikla landrými, en búum svo í fjörunni." Bjart yiir landanum Goðsögnin um hávaxna, ljós- hærða og bláeygða íslendinginn virtist ekki eiga upp á pallborðið hjá viðmælendum. „Við erum blönd- uð, margbreytileg eins og náttúra landsins. Við líkjumst bæði írum og Norðmönnum, en þó má segja að við séum norræn í útliti," var svar flestra. Allir voru þó á einu máli um að íslendingar væru afar myndarlegir og hraustlegir. „Við erum miklu fallegri en aðrar þjóðir," sagði mað- ur fyrir austan, og þeir voru margir sem minntust á fríðleikann og það hversu bjart væri yfir landanum. Þó voru ekki allir ýkja hrifnir af útlitinu. „Við erum alltaf að stækka og fitna," sagði kona á höfuðborgar- svæðinu og Sunnlendingur sagði: „íslendingar eru alltof feitir. Og börnin vaga um í spikinu með gos- dós í annarri hendinni og súkkulaði í hinni.“ Að öðru leyti var oft haft orð á því hversu frjálslegir íslendingar væru í fasi, vel klæddir og hreinleg- ir. „Það er alveg ljóst að við skerum okkur úr. Við þekkjum alltaf hver annan, annaðhvort á útliti, kþæðaburði eða fasi. Á erlend- um flugvöllum göngum við um eins og við eigum heim- inn. Islendingar verða alltaf svo fijálslegir á ferða- lögum.“ Öfgar í sálinni , Þótt lítið skorti á glæsilegt útlit Islendingsins og fijálslega fasið eru þó ýmsir vankantar á sálarlífi hans ef dæma má svör viðmælenda. Ef þeir eiginleikar sem oftast voru nefndir _eru taldir upp eftir vægi, þá eru íslendingar fyrst og fremst hjartahlýir, öfundsjúkir og fáskiptir. Einnig eru þeir þrasgjamir eigin- hagsmunaseggir, þunglyndir og þröngsýnir, þjóðhollir, nýjunga- gjarnir, stoltir, duglegir og eyðslu- samir. Af tuttugu manns voru það tólf sem töluðu um hversu samheldnir og hjálpsamir íslendingar væru, en jafnmargir minntust líka á öfund- sýkina og fara' helstu ummæli hér á eftir. „Fáar þjóðir standa eins vel sam- an og við þegar á reynir. íslending- ar eru hjartahlýir og hjálpfúsir, það hefur margoft sýnt sig. En því mið- ur eru þeir ekki eins innilegir þegar vel gengur hjá náunganum. Þeir kunna ekki að samgleðjast, sjá of- sjónum yfir velgengni náungans, öfunda jafnvel systkini sín ef þau hafa meira milli handanna, eru eins og smáböm sem verða að fá allt eins og hinir, og eru svo smásálar- legir að þeir þola ekki einu sinni ef einhveijir fá dagpeninga eða hafa mötuneyti á vinnustaðnum sínum. Síst af öllu geta þeir liðið það þegar einhver skarar fram úr, og þegar öfundin er alveg að drepa þá, koma íslensk myndlist er stór, klunnaleg og í brjáluðum litum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.