Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT The Economist Evrópa Major að falli Heinz Schimmelbusch, fyrrverandi forstjóri þýska stórfyrirtækisins Metallgesellschaft „Líklega fyrstur til að beygja ekki fyrir Deutsche Bank“ Hefur meðal annars komið að athugunum á sinkverksmiðju hér á landi „ÉG hef yfirleitt ekkert tjáð mig um þetta mál við fjölmiðla fyrr en nú við Morgunblaðið en það snýst ekki síst um það, að ég er líklega fyrsti maðurinn í Þýskalandi eftir stríð, sem dirfist að beygja mig ekki fyrir Deutsche Bank. Þeim hefði líkað best, að ég hefði látið mig hverfa hljóðalaust en ég ætla ekki að axla ábyrgð á því klúðri, sem þeir eru sjálfir sekir um,“ sagði Heinz Schimmelbusch, fýrrverandi forstjóri hjá þýska stórfyrirtækinu Metallgesellschaft, MG, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Schimmel- busch hefur komið nokkuð að at- hugunum á hugsanlegri sinkverk- smiðju hér á landi en í fyrradag lagði MG fram kæru á hendur hon- um vegna gífurlegs taps á olíuvið- skiptum í Bandaríkjunum 1993. Um tíma leit út fyrir, að það áfall myndi ríða MG að fullu. Áföllin, sem Metallgesellschaft varð fyrir 1993, stöfuðu af viðskipt- um MG Refíning & Marketing, MGRM, dótturfyrirtækis MG í Bandaríkjunum, með svokallaða framvirka samninga um olíu en vegna þeirra var Schimmelbusch og fyrrverandi fjármálastjóra MG, Meinhard Forster, vikið úr starfi í desember 1993. Deutsche Bank er hluthafi í MG og fulltrúi hans, Ron- aldo Schmitz, er formaður sérstakr- ar eftirlitsstjómar innan fyrirtækis- ins. Margra ára málarekstur „Schmitz tilkynnti mér snemma á síðasta ári, að mál yrði höfðað á hendur mér en um miðjan janúar höfðaði ég mál á hendur honum í New York. Deutsche Bank hefur nú svarað þessari málshöfðun með því að leggja fram kæru í Frank- furt í Þýskalandi og tilgangurinn er sá að gera mig ábyrgan fyrir ýmsu, sem úrskeiðis fór á árinu 1993. Ég vísa þeim ásökunum á bug. en býst við, að málareksturinn geti staðið í mörg ár,“ sagði Schim- melbusch. Schimmelbusch sagði, að Deutsc- he Bank og Schmitz hefðu haft eftirlit með þeim ákvörðunum, sem teknar voru varðandi olíumarkaðinn 1993, en síðan skellt skuldinni á sig þegar illa fór. Ætti það til dæm- is við um mjög stóra, framvirka samninga, 100 milljónir olíufata, sem gerðir hefðu verið í desember 1993 og þeir hefðu sjálfir borið áburgð á. „Þeim hefði líkað það best, að ég hefði látið mig hverfa með ásak- anir þeirra á bakinu en ég gerði það ekki. Ætli ég sé ekki fyrsti Heinz Schimmelbusch maðurinn í Þýskalandi eftir stríð, sem dirfíst að beygja mig ekki í duftið fyrir Deutsche Bank og það er því vissulega alveg nýtt,“ sagði Schimmelbusch. Hann vísar einnig til álits tveggja bandarískra fræðimanna, Merton Millers, nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði, og Christopher Culps, sam- starfsmanns hans við háskólann í Chicago. Þeir halda því fram, að Deutsche Bank og nýir stjórnendur MG hafi valdið fyrirtækinu mestum skaða með því að loka ýmsum samningum, sem hefðu annars skil- að hagnaði í fyllingu tímans. Mikíl og víðtæk þekking Að sögn Benedikts Jóhannesson- ar, sem hefur verið ráðgjafi varð- andi athuganir á sinkverksmiðju hér á landi, var upphaf málsins það, að Áburðarverksmiðjan gekkst fyrir könnun á áhuga erlendra fyrir- tækja á rekstri hér á landi, til dæm- is í efnaiðnaði einhvers konar, með það fyrir augum, að unnt yrði að nýta verksmiðjuna og fjárfestingar hennar þegar áburðarframleiðslu lyki. Var þá meðal annars haft sam- band við ráðgjafar- og markaðsfyr- irtæki, sem Schimmelbusch rekur í Bandaríkjunum, og hann kom síðan á sambandi við Zinc Corporation, sem er stærsti sinkframleiðandi vestra. Benedikt kvað ekki ljóst enn hver niðurstaðan yrði varðandi sink- framleiðslu hér á landi en sagði um kynni sín af Schimmelbusch, að þar færi maður með mikla og víðtæka þekkingu og óvenjulega hugmynda- auðgi. Hann væri augljóslega öllum hnútum kunnugur á þessum mark- aði og hefði auk þess þekkt nokkuð til íslands og aðstæðna hér. London. Reuter. BRESKA vikuritið The Economist sagði á föstudag, að Evrópumálin gætu orðið John Major, forsætisráð- herra Bretlands, að falli „fyrr en nokkum grunar". í leiðara blaðsins segir, að svo mikilvægar sem viðræð- umar um frið á Norður-írlandi séu, þá muni þær engu breyta um fram- tíð Majors og sljórnar hans. The Economist segir, að stefna bresku stjómarinnar gagnvart Evr- ópu „verði æ neikvæðari" og geti skaðað framtíðarhagsmuni landsins. Er því spáð, að Evrópusinnamir í stjóminni muni loks snúast öndverð- ir gegn þessari þróun og þá sé stutt í að stjómin falli. Segir blaðið, að það sé betra en að halda áfram á þessari braut. „Litla England“ „Margir samstarfsmenn Majors telja, að hann ætli að heyja næstu kosningabaráttu undir kjörorðinu „Litla England" - sem þjóðernissinn- aður Ifyrópuandstæðingur og mót- snúinn minnstu breytingum á stjórn- arskránni. Ef þetta er stefnan þá verða þeir flokksbræður hans, sem líta öðruvísi á málin, að ráðfæra sig við samvisku sína. Þeir eiga tveggja kosta völ: Að halda stjóminni á lífi eða gæta hagsmuna lands og þjóðar. Þeir gerðu rétt í að fella slíka stjóm,“ sagði í leiðara The Economist. Á valdi O.J. Réttarhöldin yfir bandarísku íþróttastjömunni O.J. Simpson eru helsta umræðuefni manna á meðal víða um heim. Ásgeir Sverrísson hefur verið límdur við gervihnattarsjónvarpið VERJANDINN er tungulipur blökkumaður sem gætir þess að koma aldrei fram í sömu fötun- um tvo daga í röð. Sækjandinn er örgeðja menntakona, hörkutól, persóna klippt út úr framhaldsþætti og á vafalítið eftir að fá tilboð um að taka þátt í einum slíkum. Sakborningurinn er milljónamær- ingur á niðurleið, íþróttastjarna og minnir helst á grábjöm sem lokið hefur framhalds- námi í þolfimi. Milljónir manna um allan heim fylgjast grannt með því hver örlög 0. J. Simpsons verða, sjónvarpið varpar Bandaríkjunum í hnotskurn inn á stofugólf- ið. Réttarhöldin yfir 0. J. Simpson eru framhaldsþáttur sem endurspeglar áhrif fjölmiðlunar nú um stundir og leiðir múg- hyggjuna á nýtt og áður óþekkt stig. Ekki þarf að koma á óvart að réttarhöld- in yfir íþróttastjömunni, sem ákærð er fyr- ir að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og ástmann hennar, þyki úrvals sjónvarpsefni vestur í Bandaríkjunum. íslendingar fundu að sönnu upp hugtakið „landkynning“ en hvers má ekki vænta í landi þar sem hug- takið „sjónvarps-kvöldverður“ er viðtekið og viðurkennt? Framlag til heimsmenningarinnar Menningarvitar í Evrópu lýsa yfir hneykslan sinni og í Frakklandi hefur mál þetta gefið mönnum enn eitt kærkomið tækifærið til að fordæma framlag Banda- ríkjamanna til heimsmenningarinnar. En í þessu efni eins og svo mörgum öðrum end- urspegla einka- eða ríkisrekin menningarb- lys ekki afstöðu almennings. Allt frá Reykjavík austur til Peking fagna menn þessari framrás fjöldamenningarinnar sem gervihnattasjónvarpið veitir þátttöku í. Aldrei áður hefur sakamál hlotið viðlíka athygli. Mál 0. J. Simpsons býður að sönnu upp á allt það sem prýtt getur spennandi framhaldsmyndaflokk, það fjallar um mold- ríka íþróttastjörnu, ameríska drauminn, mann sem risið hefur til metorða og eign- ast hefur óskiljanlegar fjárupphæðir sökum hæfileika sinna og dugnaðar. Það íjallar um siðspillingu í röðum hinna ríku, prýði- lega frjálslegt kynlíf, ofbeldishneigð og yfirráðahyggju karldýrsins og afbrýðisem- ina, sem steypt getur öllum, líka hinum ríku og fallegu, í glötun. Það tekur til kyn- þáttafordóma, þessa undirtóns í bandarísku þjóðlífí, sem oft er svo erfitt að festa hend- ur á. Það Q'allar um fólk sem æfði golf í garðinum og fékk sér síðan sundsprett á eftir, fólk sem bjó við allsnægtir í víggirtu húsi og umgekkst annað fólk sem líka bjó í víggirtum húsum þar sem vítt er til veggja og „bókaskáparnir eru dvergvaxnir" eins og fréttaritari Södeutsche Zeitung orðaði það. Skyndilega eru framhaldsmyndaflokk- arnir bandarísku ekki svo fjarstæðukennd- ir. í huga áhugamanna um bandaríska menningu snertir O.J. Simpson-málið flest alla þá þætti sem farið hafa úrskeiðis við þróun samfélagsins þar. Rétt og rangt? Löglærðir sjónvarpsmenn lýsa atburða- rásinni líkt og um kappleik væri að ræða SPÓLAN er víst mun betri en bókin. og áhorfandinn fær snimhendis tilfinningu fyrir því hver er að vinna og hver að tapa. Og það undarlega gerist; þrátt fyrir það hversu „ágengur“ miðill sjónvarpið er dofn- ar tilfínningin fyrir því að mál þetta snúist um rétt og rangt og snerti á einhvern hátt örlög raunverulegs fólks. Áhorfandinn tekur að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hafi að dómarinn, hinn yfirvegaði „Judge Ito“, hafi ákveðið að ekki megi hreyfa myndavélina þegar verj- andinn flytur ræðu sína gagnstætt því sem við átti er saksóknarinn svipti O.J. Simpson ærunni í eftirminnilegri ræðu. Og hinir sérfróðu hjálpa áhorfandum að komast að niðurstöðu. Áhorfandinn glottir við tönn og ber lof á snilli veijandans þegar honum tekst að fá samþykki dómarans fyrir því að leiða íþróttahetjuna fyrir kviðdóminn til að sýna þeim sem þar sitja ör þau sem Simpson hlaut á glæstum ferli sínum. Til- gangurinn er vitaskuld ekki sá að sýna fram á að heljarmennið sé ófært um að standa í viðlíka stórræðum og þeim að vippa einni hvað þá tveimur mannverum yfir á næsta tilverustig. Nei, snilldin felst í því að leiða þennan fræga mann svo nærri kviðdómnum þannig að nálægð hans og persóna geti haft tilætluð, jákvæð áhrif. Með því móti verður sjónvarpsímyndin raunveruleg. Áhorfandinn kann að undrast að veij- andinn skuli halda því fram að Simpson hafi verið að æfa golf í garðinum þegar fyrrum eiginkona hans var myrt þar sem hann hafði haldið því fram í upphafsræð- unni að Simpson hafí verið svo illa haldinn af gigt þennan dag að hann hafi tæpast verið fær um að reiða fram peninga úr veski sínu. En áhugamaður um bandaríska réttvísi er snimhendis minntur á þau sann- indi, sem leidd hafi yerið í ljós í könnunum, að upphafsræður lögmanna séu mun áhrifameiri en áður hafi verið talið, þannig að líklegt megi heita að þær fyllyrðingar sem þar komu fram festist fremur í huga kviðdómenda. Áhorfandann langar að vita hvemig gigtarsjúklingurinn hafí getað unn- ið við gerð líkamsræktar-myndbands á þessum tíma en fær engin svör. Sækjand- inn hlýtur að vekja athygli á þessu síðar. Getur verið að hér hafi veijandinn gerst sekur um afdrifarík mistök? Laun hans og aðstoðarmannanna em víst 30.000 dollarar á dag. Geta slíkir afburðamenn í slíku sam- keppnisþjóðfélagi hinna framúrskarandi gert mistök? Minnisverðir atburðir Auður O.J. Simpsons, 14 milljónir doll- ara, er á þrotum en víst er að bókin og segulbandsspólan færa honum vemlegar tekjur þannig að áhorfandinn hefur ekki lengi áhyggjur af fjárhaghagslegri framtíð hans. Verði Simpson fundinn sekur opnast honum einnig margar leiðir, hann getur t.a.m. sett upp símatorg eins og margir af þekktustu fjöldamorðingjum Bandaríkj- anna hafa gert við prýðilegar undirtektir. Of snemmt er hins vegar að segja til um, hver hlutur hans er í myndinni, sem nú er byijað að sýna, „Saga O.J.Simpson“. Bola- og merkjaframleiðendur munu hafa hagnast ágætlega á framleiðslu sinni, hér er á ferðinni einstæður atburður sem ljúft verður að minnast síðar. Enn á ný lofar áhorfandinn framtak einstaklingsins og hugvit hans enda er honum kunnugt um að slíkir munir eru pottþétt gróðavara, það sýnir reynslan af svipaðri framleiðsfy sem verið hefur á boðstólum við fangelsis- hlið þar sem fjöldamorðingjar, sem slegið hafa í gegn í Bandaríkjunum, bíða aftöku. Slíka minjagripi er vísast erfitt að nálg- ast hér í bæ en sjónvarpskvöldverðurinn verður meðtekinn yfir SAy-fréttarásinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.