Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 Gœða húsgögn á góðu verði Dicoletti B Salotti Nalu//i Frábært úrval af nýjum sófasettum, homsófum og stökum sófum í leðri frá ítahu. Litir í miklu úrvali. Verð við allra hœfi. i E Valltúscögn b raðgfeiðslui , , , O O [Éitðslii ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375 Landsbanki íslands auglýsir nú sjötta árið í röð eftir uinsóknuin um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. ■ ■ a: Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15- mars 1995 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1995 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis, 1 styrkur til listnáms. Umsóknum er tilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist til: Landsbanki fslands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Samvinna við Islendinga mjög mikilvæg Veiðiheimildir Færeyinga við ísland skipta þá miklu máli. Útgerðir um 40 báta og mikill fjöldi fólks hefur haft lífsviðurværi sitt af þessum veiðum. Kvóti þeirra hér við land var eitt sinn 17.000 tonn, en er nú kominn niður í 5.000. Staða fískistofna við eyjamar hef- ur lengi verið slæm og atvinnulífíð er vart svipur hjá sjón. H]örtur Gíslason ræddi þessi mál við Ivan Johannesen, sjávarútvegsráð- herra Færeyja. Hann segist hafa vonazt til að fá meiri kvóta, en sé sáttur við niðurstöðuna, enda sé í raun um hreina gjöf að ræða þar sem ekkert raunhæft komi á móti frá Færeyingum. EG GET ekki sagt að ég sé ánægð- ur, því við bjuggumst við að fá sama kvóta í ár og í fyrra. í raun og veru fá íslendingar ekkert frá okkur. Við höfðum boðið þeim tvö þúsund tonn af síld og þúsund tonn af makríl á síðasta ári, en þeir veiddu ekkert af því. Því má kannski segja að 6.000 tonnin sem við fengum_ frá íslandi í fyrra hafi verið hrein gjöf. Á hinn bóginn eiga Færeyingar söguleg réttindi til veiða á Islandsmiðum. Þar höfum við fiskað síðustu aldirnar. Veið- amar við ísland hafa mikla þýðingu fyrir Færeyjar, því staða okkar í efnahagsmálum er afar bág um þessar mundir.“ „Mjög margir bátar hafa stundað þessar veiðar. Við skiptum heildar-kvótanum milli handfærabáta og línubáta og síðan hafa verið sérstakir lúðubátar, sem hafa mátt veiða um 400 tonn alls. Línubátarnir hafa verið 17 alls, færabátar 20 og átta lúðubát- ar. Kvótaárið hjá okkur hefst í september og þá stunda línubátarnir veiðar við Færeyj- ar fram á þorra. Þá halda þeir til Lófóten í Noregi og eru þar fram á vor. Síðan fara þeir á íslandsmið og eru þar fram eftir sumri þar til kvótinn er búinn. Loks ljúka þeir kvótaárinu á veiðum á djúpu vatni umhverfis Færeyjar,“ segir Johannesen. Hvers má vænta í framhaldi þess að lúðuk- vótinn var skorinn nið- ur? Menn hafa haldið því fram að hann hafi verið hækkaður á sínum tíma til að fá Færeyinga til að hætta laxveiðum í sjó? „Því hefur verið hald- ið fram, að þegar lúðuk- vóti okkar við Island var aukinn úr 200 tonnum í 400 tonn, hafí það ver- ið í tengslum við sölu okkar á laxakvótan- um. Það er hins vegar ekki rétt. í samning- unum milli íslands og Færeyja um veiðar okkar við ísland, hefur laxveiðinni alltaf verið haldið þar fyrir utan. Því er ekkert samhengi milli lúðukvóta okkar við ísland og þess hvort við veiðum lax í sjó eða selj- um þau réttindi öðrum. Nú er staðan hins vegar sú, að við getum aðeins heimilað fjór- um bátum lúðuveiðar við ísland. Því er Veiðarnar við ísland hafa mikla þýðingu fyrir Færeyj- ar, því staða okkarí efna- hagsmálum er afar bág um þessar mundir spurningin um það, hvort við leyfum þeim sem ekki komast til íslands, að hefja lax- veiðar á ný. Um það hefur engin ákvörðun verið tekin enn, svo verður á allra næstu dögum. Við seldum laxakvóta okkar í fyrra, en svo hefur ekki verið gert í ár.“ Allur fiskur Færeyinga af íslandsmiðum unninn í Færeyjum „Allur fískur af íslandsmiðum kemur ferskur á land til vinnslu í Færeyjum og það eykur enn meira þýðingu þessara afla- heimilda. Það skapar mikla vinnu í frysti- húsunum og skapar mörgu fólki vinnu. Flestir bátarnir eru gerðir út frá Austurey og Norðureyjum, en í raun eru þeir frá flest- um eyjunum allt til Suðureyjar. Oft er um litlar byggðir að ræða og þar skiptir ís- landskvótinn enn meira máli. Fyrir nokkr- um árum höfðum yið heimildir til að veiða 17.000 tonn við ísland, en nú erum við komnir niður í 5.000 tonn. Það er því lítið eftir, en ég skil afstöðu íslendinga vel, því þeir hafa þurft að skera aflaheimildir sínar mikið niður. Þá hefur verið mikill þrýsting- ur frá ýmsum aðilum, einkum LÍÚ um að svipa okkur öllum veiðiheimildum. Ég skil vel að erfitt sé fyrir stjórnmálamennina að standast slíkan þrýsting.“ Rætt um rækju- og síldveiðar „Við hreyfðum því einnig^ hvort við gætum fengið rækjukvóta við Island í ljósi þess, hve rækjuveiði ykkar hefur vaxið gíf- urlega, úr nánast engu í 60.000 tonn á fáum árum. Við höfum ekki fengið svar við því enn. Við höfum einnig hreyft öðru máli, sem varðar norsk-íslenzku síldina. Við reiknum með því að hún fari að hefja göngur sínar út á Atlantshafið á ný. Þá er það spurningin hvort hún muni halda sig inni í færeysku lögsögunni eða þeirri íslenzku. í fyrra kom hún fyrst rétt inn fyrir landhelgi íslands, en hélt svo kyrru fyrir rétt utan markanna í Síldarsmugunni svokölluðu. Nú getur það hvort tveggja gerzt í sumar að síldin verði innan íslenzkr- ar eða færeyskrar lögsögu. Því höfum við beðið um samvinnu milli íslands og Fær- eyja, þess eðlis að íslenzkum skipum verði heimilt að stunda síldveiðar innan lögsögu okkar, haldi síldin sig þar, og færeyskum skipum heimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu, verði síldin þeim megin. Við þessu fengum við heldur ekki svar. Síðan er enn önnur hlið á því máli, sem bæði íslendingar og Færeyingar hafa hafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.