Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 27 Hjartarson skilur eftir sig djúp spor í íslenskum dómaramálum. Starf dómarans er oft erfitt og vanþakk- látt og því kynntist Einar vel á sín- um dómaraferli. En ánægjustund- irnar í starfinu eru fleiri, þar sem menn eru metnir að verðleikum af störfum sínum. Knattspyrnumenn og áhugafólk um knattspyrnu mega aldrei gleyma því hve mikilvæg dómarastörfin eru og hversu nauð- synlegt er að til þeirra starfa veljist hæfir og metnaðarfullir menn. Knattspyrnuhreyfíngin þakkar Einari Hjartarsyni hans miklu og góðu störf að knattspyrnumálum allt til hinstu stundar. Það er mikið og fórnfúst starf við misjafnar að- stæður sem eftir Einar liggur. Knattspymuhreyfíngin sér á bak mikilhæfum liðsmanni og ómetan- legum baráttumanni fyrir skilningi á störfum dómara. Einar Hjartar- son er allur, en minning hans verð- ur í hávegum höfð innan knatt- spyrnunnar. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu hans og dætrum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ein- ars Hjartarsonar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Lífíð gengur hratt eins og klukka og smám saman fer að halla undan fæti, en alltaf bregður okkur jafn hastarlega þegar vinirnir hverfa. Þannig varð okkur vinum Einars H. Hjartarsonar við fréttinni um andlát hans. Þó vissum við um hetjulega baráttu hans undan- gengnar vikur eftir að hann gekkst undir erfiða hjartaaðgerð hinn 11. janúar síðastliðinn. Við félagarnir fimm kynntumst fyrir um 55 árum en Einar H. Hjart- arson er annar úr hópnum sem kveður, en á undan honum er geng- inn Einar Davíðsson. Unglingsárin liðu áhyggjulaust og ekki er grun- laust um að við höfum á þeim árum ætlað að frelsa heiminn, rétt eins og ungir menn stefna sjálfsagt einnig að í dag. En smátt og smátt varð okkur ljóst að það verkefni væri okkur sennilega ofviða. Síðan fórum við félagamir hver af öðmm að stofna heimili og fjölga mann- kyninu og þegar allir voru komnir í hnapphelduna var stofnaður spila- og saumaklúbbur. Það hefur ávallt verið tilhlökkunarefni að hittast tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuð- ina og árlegar vel heppnaðar helg- arheimsóknir í sumarbústaðinn í Vaðneslandi, þar sem Einar var eins og alltaf hrókur alls fagnaðar, verða okkur öllum sérstaklega minnis- stæðar. Einnig var farið í veiðiferð- ir, enda var Einar slyngur veiðimað- ur, svo og aðrar skemmtiferðir bæði innanlands og utan. Öll eigum við sérlega góðar og ljúfar minning- ar frá þeim ferðum. Einar bytjaði ungur að vinna og eftir nám í gagnfræðaskóla hóf hann störf hjá heildverslun Garðars Gíslasonar. Árið 1948 hóf Einar störf hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík og vann þar til ársins 1965 er hann hóf störf hjá rann- sóknardeild Ríkisskattstjóra, þar sem hann vann til dauðadags. Einar ráðgerði að hætta störfum 1. maí næstkomandi en hann hefði orðið sjötugur daginn eftir, 2. maí. Eftir langa og farsæla starfsævi finnst manni það dapurlegt að hann fékk ekki að njóta einhvers tíma eftir starfslok. Fyrir skömmu sagði hann okkur hvernig hann hygðist eyða tímanum að starfsdegi lokn- um, en sá sem öllu ræður hefur ætlað honum annað hlutverk. Starf hans hjá tollstjóra og rannsóknar- deildinni voru oft vandmeðfarin en víst er að Einar vann störf sín ávallt eftir bestu samvisku. Á yngri árum iðkaði Einar íþrótt- ir, einkum sund, og varð margoft íslandsmeistari í sundknattleik. Þegar Einar var um þrítugt gerðist hann knattspyrnudómarj í frístund- um sínum og var hann um langt árabil einn af bestu og litríkustu dómurum landsins. Þótt knatt- spyrnudómarar séu ekki alltaf vin- sælustu menn á vellinum þá er vtst að enginn hafði áhrif á það sem hann taldi rétt vera. Guðbjörg okkar, við biðjum al- góðan guð að varðveita og styrkja þig og fjölskylduna alla. Megi minn- ingin um elskaðan ástvin lifaJ hjört- um ykkar. Einnig sendum við öldr- uðum foreldrum Einars innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars H. Hjartarsonar. Einar S., Sigrún, Gunnar, Hjördís, Jón, Guðlaug og Sigríður. Mig setti hljóðan þegar mér bár- ust þau tíðindi að Einar H. Hjartar- son væri látinn, það var svo skammt síðan við hittumst og ræddum knatt- spymudómaramálefni, en það höf- um við gert í 40 ár. Veturinn 1955-1956 kynntist ég Einari á fundi hjá KDR og myndað- ist þá þegar traust og langvinn vin- átta. Við ákváðum að hefjast handa í að skipuleggja málefni félags okkar og taka við forustu í félags- og hagsmunamáium dómara, við vor- um sammála um að það þyrfti að skapa dómurum verðugan sess í ís- lenskri knattspyrnuhreyfingu enda verkefni þeirra það veigamikið í leiknum og hreyfingunni sem slíkri. Var barist af hörku fyrir fjölda hagsmunamála knattspyrnudómara er lítt hafði verið reynt áður, en það reyndist oft og tíðum vera illmögu- legt að skapa skilning á málefnum okkar til að skapa viðunandi starfs- skilyrði og öryggi fyrir okkur. Á þeim tíma, ekki síst á Melavellinum gamla, var oft hiti í leikmönnum og ekki síður í áhorfendum en þeg- ar við yfirgáfum leikvöllinn urðum við að ganga óvarðir meðal áhorf- enda er stjökúðu oft óþyrmilega við okkur svo stundum urðu einstakir dómarar að yfirgefa svæðið í lög- regufylgd. Skilningur Einars á að ná fram nauðsynlegum málum með samn- ingum án þvingana varð stéttinni til ómetanlegs gagns og framdráttar og án hans hugmynda og fram- kvæmdakrafts hefði sá grunnur sem lagður var á árunum 1956 til 1960 orðið rýr fyrir dómara en íslensk knattspyrnudómarahreyfing stend- ur traustum fótum i dag framar öðru vegna starfa Einars og þekk- ingar á þörfum okkar. Ef hans hefði ekki notið við væri staða félaga okkar í dag önnur. 1960 vildi ég stofna landssamtök knattspyrnudómara, en þessi ætlun fékk mjög neikvæð viðhorf hjá ein- stökum forystumönnum í samtökum knattspyrnufélaganna. Réð þá við- horf Einars ferðinni, taldi hann rétt að fresta stofnun samtakanna þar til jákvæðara viðhorf myndi skapast fyrir dómara innan heildarsamtak- anna. Það varð þegar Albert Guð- mundsson varð formður KSÍ og gekk þá Einar af fullum krafti í að undirbúa stofnun KDSÍ ásamt fleiri áhugamönnum, enda fór í hönd eitt besta tímabil í sögu knattspyrnu- dómara fram til þessa; við hlutum þá viðurkenningu er okkur fannst við eiga skilda fyrir störf okkar. Þau störf sem Einar vann á þess- um tíma á bak við tjöldin, verða okkur ómetanleg því hann gafst aldrei upp fyrr en fullnaðarsigur fyrir okkur var unninn. Þessi störf og önnur verða honum seint full- þökkuð. Einar varð alþjóðlegur dómari 1969 ásamt mér og Guðmundi Har- aldssyni, en frá þeim tíma voru störf okkar félaga óaðskiljanleg í þágu okkar samtaka. Einar tók þátt í dómgæslu fjölda leikja á erlendri grund, þ. á m. fór- um við félagarnir ásamt Magnúsi V. Péturssyni, er var dómarinn, til Wales (en hann er einnig einn úr þessum gamla og sterka kjarna þess tíma). Mörg skondin atvik gerðust í þessari ferð, sem dómarar hafa fengið að heyra en við ræddum þau síðast þegar við sátum til borðs í töðugjöldum dómara 1994. Einar var einn af frumkvöðlum eftirlitsdómarakerfisins, hafði hann tekið það upp hjá sér að mæta á leiki og benda dómurum á það sem ekki var samkvæmt lögum og regl- um á og við leikvelli, fylgdist hann svo moð störfum dómaranna, kom STEEN JOHANN STEINGRÍMSSON MINNINGAR inn til þeirra í hálfleik og eftir leik til að leiðbeina þeim og samræma túlkun laganna á leikvelli. Eitt af stærstu hugsjónamálum Einars í sínu fjölbreytilega starfi fyrir okk- ur, var að samræma túlkun okkar á framkvæmd laganna í leikjum. Það sem hann lagði til málanna var mikið rætt, enda leiðandi í störfum okkar. Við vorum ekki alltaf sam- mála, en Einar gafst aldrei upp fyrr en samstaða hafði náðst. Snemma á ferii sínum meðal okk- ar hlaut Einar viðumefnið „afi“, ekki síst vegna þeirrar umhyggju er hann bar fyrir okkur knatt- spyrnudómurum og velferð okkar, kunni Einar þessari nafngift vel. Þegar dómarar í ýmsum leikjum spurðu hver væri eftirlitsdómari og fengu að vita að það vær „afí“, vissu menn að best væri að standa sig í stöðunni því „afi“ gerði kröfur, ekki aðeins á leikvelli heldur líka að framkoman væri öguð, klæðnaður fyrir og í leik óaðfinnanlegur, því „afi“ sagði alltaf: „Dómarinn á að vera fyrirmynd annarra sem að knattspyrnuíþróttinni koma.“ Einar byijaði eftir 1970 að kenna á knattspymudómaranámskeiðum, voru þau svo vel uppbyggð að erfitt var fyrir okkur hina að jafna kennslu okkar við hans, a.m.k. hef ég ekki reynt það. Frá upphafi ferils síns í röðum okkar knattspyrnudómara, hefur Einar verið fremstur eða a.m.k. í fremstu forustusveit okkar í félags- og skipulagsmálum og ekki má gleyma þætti hans sem dómara, þar var hann meðal þeirra bestu. Þó sumir væm ekki allta sammála, vomm við það sem störfuðum með honum, við vissum að hann beitti aldrei neinn mann vísvitandi órétti, hvað þá hann dæmdi einu eða öðm félagi í óhag, það var ekki stíll Ein- ars. Við sem fengum að kynnast Ein- ari og eiga hann að vini, eigum honum mikið að þakka, hver staða okkar væri í dag ef hans hefði ekki notið við, vitum við ekki en hitt vit- um við. Það em 40 ár síðan við tókumst fyrst í hendur og hófumst handa í störfum fyrir dómara, þessi tími hefur verið fljótur að líða. Kæri vinur, bestu þakkir fyrir þína vináttu og það þrek sem þú hefur gefið mér og mörgum öðram félögum okkar, þegar þú tókst upp á því að láta þrekprófa okkur. Mér þótti það slæmt fyrst en í dag er það nauðsyn ekki síður en þá. Við komum til með að sakna þess að sjá þig ekki oftar í pontu að lesa yfir okkur. Að lokum óska ég þess að guð almáttugur styrki þína nán- ustu því þeirra er missirinn mestur. Grétar Norðfjörð. Kveðja frá KDSÍ Með þessum fátæklegu orðum vill stjórn Knattspyrnudómara- sambands íslands þakka Einari H. Hjartarsyni mikil og góð störf í þágu knattspyrnuhreyfingarinn- ar, og þá sérstaklega í dómgæslu. Einar var landsdómari og milli- ríkjadómari í mörg ár, síðan gerð- ist hann kennari í knattspyrnu- dómarafræðum og kenndi mörgum knattspyrnudómurum víðs vegar um landið. Hann starfaði mörg ár í hæfnisnefnd KDSÍ og einnig sem eftirlitsmaður með knattspyrnu- leikjum og knattspyrnudómurum og innti öll þessi störf af hendi af festu og trúmennsku. Á síðasta hausti lauk hann störfum að eigin ósk og var kvaddur á þeim vett- vangi. Um leið og stjórn KDSÍ sendir eftirlifandi eiginkonu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur vil ég persónulega þakka gott samstarf og góð kynni. Fyrir hönd stjómar KDSÍ, Friðgeir Hallgrímsson. Fleiri minningargreinar um Einnr H. martarson bíða birt- ingar og munu þær birtast næstu daga. + Steen Johann Steingrímsson var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1954. Hann andaðist í Landspítalanum 13. janúar síðastlið- inn. Steen Johann var sonur Grethe Bendtsen og Stein- gríms Þorleifssonar fyrrverandi stór- kaupmanns. Steen bjó hjá móður sinni í Austurbrún 6 í Reykjavík. Hann var einkabarn móð- ur sinnar en átti fimm hálfsystkini samfeðra. Steen vann í Bjarkarási í tæp- lega 25 ár. Bálför hans fór fram frá Fossvogskirkju 20. janúar. í fáum orðum vil ég minnast Ste- en Johans Steingrímssonar, og þeirra góðu kynna sem ég og mín fjölskylda höfðum af honum og fjöl- skyldu hans. Þau byijuðu fyrir rúm- um tuttugu áram er móðir mín flutti í sama hús og þau bjuggu í. Þá þeg- ar upphófst mikill vinskapur milli okkar. Grethe og móðir mín áttu gott skap saman og Steen Johann og móðir mín eyddu mörgum glað- værum stundum saman, ekki síst kom nærgætni og hlýja þeirra mæðgina fram, þá er heilsu móður minnar tók að hraka og fötlun henn- ar gerði henni erfíðara fyrir. Steen Johann var alla ævi heilsu- lítill og var með downs syndrome. Þrátt fyrir þessar takmarkanir auðn- aðist honum að ná vemlegum þroska, og nýtti þar með til fulln- ustu það sem honum var gefið. Naut hann þar einstakrar umhyggju móð- ur sinnar, sem gerði allt sem í mann- legu valdi er til þess að þroska hann og skapa honum sem eðlilegast líf. Þó hann hefði ekki þroska fullorð- ins manns, var hann samt vel gef- inn. Hann talaði og skrifaði bæði íslensku og dönsku, hann fylgdist vel með fréttum í útvarpi og sjón- varpi, og hann hugleiddi og dró ályktanir oft af undraverðum skiln- ingi. Hann var sem stórt þroskað barn, og eins og börnum er títt, með ríka og óflekkaða réttlætistilfinn- ingu, sem þeim er til fullorðins þroska teljast, veitist oft erfitt. Hann velti fyrir sér rökum tilverunnar og komst að kærleiksríkri niður- stöðu. Þau mæðgin vom hluti af okkar fjöl- skyldu, þau tóku þátt í gleði okkar og sorgum, vom með okkur á ánægjustundum fjöl- skyldunnar, t.d. er okk- ur minnisstætt að í brúðkaupi dóttur okk- ar, flutti hann ræðu og frumsamið ljóð sem við geymum enn sem dýf- grip frá þeim atburði. Þegar þau mæðgin voru hjá okkur síðasta gamlárskvöld var greinilegt að heilsu hans var farið að hraka mjög. Samt sem áður flutti hann eitt af fmmsömdu ljóðum sínum um ára- mótin, og skrifaði það upp, og mun- um við geyma það til minningar um hann. Steen Johann sýndi hve langt er hægt að ná í lífsþroska þrátt fyrir takmarkanir, því hann notaði allt það sem honum var gefið og upp- skar því ríkulega. Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Arinbjarnar og fjöl- skylda. Við Steen Johann emm búnir að þekkjast í mörg ár. Kynntumst fyrst þegar við vorum saman á Sólheimum í Grímsnesi. Síðan flutti ég til Reykjavíkur og byijuðum við að vinna saman í Bjarkarási. Mig langar til að þakka fyrir sam- vemna í vinnunni og þegar við vor- um félagar í Perlufestinni. Einnig þakka ég þér fyrir að hafa verið mér til stuðnings þegar við vorum í ritnefndinni í Bjarkaráspóstinum. Ég sakna þín mjög mikið. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (Úr 23. Davíðssálmi.) Ég votta þér, Greta mín, mína dýpstu samúð. Allir á sambýlinu samhryggjast þér innilega. Lárus Hjálmarsson, Sigluvogi 5. íf1 Kœru Súðvíkingar, vandamenn og aðrir aðstandendur! Fréttirnar af hinu hörmulega slysi á Súðavík hefur hryggt okkur mikið og við viljum votta öllum hlutaðeigandi, sem eiga um sárt að binda, okkar innilegustu samúð. Á stundum sem þessum setur okkur hljóð og við sækjum styrk og blessun til hins elskandi Drottins. „Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar“. (Sálm. 121.1) Kæru vinir, felum okkur Drottni og Flann mun vísa okkur veginn. Guð blessi ykkur og varðveiti. í dag, sunnudaginn 5. febrúar, verður guðsþjónusta haldin af Jurgen Babbel umdæmisöldungi. Þeirra, sem létust af slysförunum, verður sérstaklega minnst í bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir á guðsþjónustuna. Nýja Postulakirkjan íslandi, Ármúla23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Neuapostolische Kirche in Bremen, Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.