Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR snjóflóðið féll á Súðavík í liðn- um mánuði þótti jafn sjálfsagt að senda hóp sálgæsluliðs á staðinn og sérfræðinga í snjóflóðaleit. Sýnir þetta svo ekki verður um villst hversu viðurkenndur þáttur sálgæsla er orð- in á erfiðum tímum. Hefur þar átt sér stað mikil og jákvæð breyting á undanfömum ára- tug. Meðal þeirra sem fóru vestur á ísafjörð var sr. Bragi Skúlason en hans hlutverk var að aðstoða bömin við að hefja eðlilegt líf að nýju. Fyrst eftir að snjóflóðið féll kom það hins vegar í hans hlut að sinna aðstandendum hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig er að vinna flesta daga ársins með sorg og í háalvarlegu andrúmslofti? Hvert er starf sjúkrahúspresta og hvert leita þeir sjálfir þegar þeir eru að bugast undan þunga dagsins? Til þess að fá svör við þessum og fleiri spurningum heimsótti Morgunblaðið séra Braga Skúlason á Landspítalann, þar sem hann hefur starfað sem sjúkrahúsprestur frá árinu 1989. Verður að hafa bakhjari Séra Bragi segir að eitt af grunnatriðum í sálgæslu sé að sá sem veiti hana hafi bak- stuðning og njóti sálgæslu sjálfur. Hánn kveðst hafa haft það fyrir reglu að leggja ekki áhyggjur sínar eða vandamál á herðar einum manni heldur hafi hann nokkra sér til halds og trausts. Hann segir það einnig gifurlegt atriði að skilja á milli starfs og einkalífs. „Ég hef lýst sálgæslu þannig að tveir einstaklingar eigi sameiginlega för á tiltekinn stað. Sá sem veitir sálgæsluna slæst í för með þeim sem óskar eftir þjón- ustunni. Á einhveijum tímapunkti horfum við ofan í hyldýpi þessa einstaklings og þá verð ég að gera mér ljóst að það er hyldýpi hans en ekki mitt. Þarna er hægt að veita heilmikinn stuðning og úr- vinnslu, en þegar ég yfirgef þennan stað fer ég yfir á minn eigin. Ég get hins vegar verið snortinn af því sem gerðist," segir hann þar sem hann situr með spenntar greip- ar og hallar sér fram á skrifborðið. „Reyndar er ekki hægt að leyfa sér að vera algjörlega brynjaður og skotheldur því þá kemur maður ekki að gagni,“ heldur hann áfram. „Það verður að vera hægt að finna til samhygðar án þess að vera heltekinn af samúð, sem er allt annað. Sam- hygðin felur í sér að geta sett sig í spor hins án þess að upplifa það sem sín eigin. Þannig get ég verið til reiðu með mitt innsæi, upplifun eða tilfinningar, en þegar samfylgdinni lýkur á ég eftir sem áður mitt líf. Það hættulegasta sem gerist í svo tilfinningalega krefjandi starfi er að beint flæði verði á milli heimilis og vinnustaðar. Þar verður aftur á móti að setja skil á milli og verður hver að gera það með sínum hætti.“ Engin ein aðferð - Hver er þín aðferð? „Ég gæti þess að festa mig ekki í einni aðferð en leyfí mér ákveðinn fjölbreytileika," segir hann og ber það saman við hvernig hann nálgast sálgæsluna. Sú aðferð sé aldrei hin sama og það fari eftir einstaklingum og aðstæðum hveiju sinni. „Aðalatriðið er að standa sín megin og leyfa hinum einstaklingn- um að vera hinum megin," segir hann svo. - Er hægt að koma heim eftir þung áföll, loka dyrunum og gera eitthvað skemmtilegt eins og ekkert hafi í skorist? „Það þarf að útiloka sig frá atburðunum áður en komið er heim,“ segir hann og hlær við, en gegnum allt viðtalið er stutt í brosið. Hann missir þó aldrei hina föðurlegu ímynd og yfírvegaða yfirbragð, þannig að auðvelt er að sjá hann í hlutverki sálgæslumannsins og heimilisföðurins en síður í hópi ærslafullra félaga á góðri stund. Sr. Bragi er kvæntur Önnu Þ. Kristbjömsdóttur leikskólakennara og eru börnin þijú. Áhugamálin liggja víða Frítími sálgæslumanns hlýtur þó einnig að snúast um að byggja sig upp og útiloka sig frá daglegu amstri. í tómstundum sínum kveðst sr. Bragi fara út að hlaupa, hann hlusti á fjölbreytta tónlist og lesi, en í seinni tíð hafí það orðið meira í formi einstakra greina í fagtírnaritum eða blöðum. Hann kveðst hafa gaman af því að fara í leikhús og kvik- myndahús og þá kjósi hann oftast að horfa á gamanmyndir. SEFIR SARUSTU SQRGIHA segir að hafi verið frábrugðið því sem hann hafði áður kynnst. Þar voru húsvitjanir stór huti starfsins og hann átti mun nánari sam- skipti við söfnuðinn. Til dæmis var presti alltaf tilkynnt um leið og einhver innan safn- aðarins fór á spítala og þá þótti sjálfsagt að vitja hans. Þegar messuvínið fraus Sr. Bragi segist einnig hafa lært það í sveitinni í N-Dakóta að prestur verði að hugsa á hagnýtan hátt, enda sé hann oft í þeirri stöðu að geta ekki treyst á aðra en sjálfan sig og þá megi ekki taka sig of hátíð- lega. „Einhveiju sinni átti ég að messa í Svoldkirkjunni á köldum vetrarmorgni. Það átti að vera altarisganga og þegar ég kom til kirkju benti meðhjálparinn mér heldur vandræðalegur á, að messuvínið hefði frosið í flöskunni. Hann var að velta fyrir sér hvort við ættum að sleppa altarisgöngu en ég spurði hvort við hefðum engin ráð með að þíða vínið. Utkoman varð sú, að hann setti flöskuna inn á sig og hafði hana þar um stund. Við höfðum rétt nóg til að halda okkar striki!“ segir sr. Bragi og hlær við minninguna. Eftir að hafa dvalist hjá Vestur-íslending- um fór hann í eins árs framhaldsnám til Minneapolis, þar sem hann lærði að verða sjúkrahúsprestur. Þar var sérsvið hans að STARF sjúkrahússpresta Landspítaians er orðið það viðamikið að nú koma flestar viðtalsbeiðnir frá starfsfólki eða aðstandendum sjúkl inga. Áður var tími til að ganga nokkurs konar stofugang á spítalanum. Hér ræðir séra Bragi Skúlason við einn starfsmann spítalans. Á sorgarstundum í lífinu er gæfa hvers manns að hafa sálgæslumann sér við hlið. En hvert leita þeir sem starfa við sálgæslu daginn út og inn? Séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur svarar því og öðru varðandi starf sitt í samtali við Hildi Friðriksdóttur. Hann kemur víða við og skýrir meðal annars frá áhugamálum sínum, sem snúast til dæmis um málefni karla. „Mér þykir einveran þó jafn nauðsynleg og að vera innan um fólk. Einveruna nota ég til bæna og íhugunar og eins til að upglifa það sem hefur verið að gerast hjá mér. Ég reyni einnig að sækja guðsþjónustur hjá öðrum prestum því það er nauðsynlegt að vera stund- um þiggjandi í helgihaldi," segir hann. Áhugamál hans í seinni tíð hafa snúist nokkuð um málefni karla. „Ég hef kynnt mér þau rækilega og er dálítið upptekinn af vináttusambandi karlmanna. í undirbúningi er meðal annars að stofna lokaðan karlahóp og með tilliti til þeirrar reynslu verður tekin ákvörðun um framhaldið." Sr. Bragi er orðinn alvarlegur á ný og bend- ir á að tvennt ólíkt sé að losa sig við tilfínn- ingalegt álag og líkamlega streitu, sem hann segir að sitji oft lengur eftir, einkum ef fólki takist illa að skilja á milli sálgæslustarfsins og eigin lífs. „Ég hef reyndar velt því fyrir mér hvort raunhæft sé að hugsa um þetta sem ævistarf eða hvort taka verði hlé á milli. Sjálfur get ég ekki hugsað mér neitt annað, að minnsta kosti ekki núna.“ Fékk „köllun“ 17 ára Þegar Bragi var að alast upp á Akranesi snerust draumar hans ekki um að verða prest- ur og var það ekki fyrr en á menntaskólaárun- um sem hann fann fyrst fyrir „kölluninni". „Ég fór að hugsa um hvert ég vildi stefna í lífinu og varð smám saman ljóst að ég vildi verða prestur," segir hann. Hugmyndin um að verða sjúkrahúsprestur kom þó ekki fyrr en seinna, en þess má geta að lokaritgerð hans í guðfræðinni snerist um sálgæslu fólks með geðræn vandamál, enda vann hann tölu- verðan tíma á námsárum sínum sem gæslu- maður á geðdeildum. Hann vígðist til Fríkirkjunnar í Hafnar- fírði árið 1982, _starfaði síðan í Bandaríkjun- um hjá Vestur-íslendingum í 4 ár, sem hann sinna foreldrum ungra veikra barna. Staða sjúkrahússprests við Ríkispítalana var ekki komið á fót fyrr en ári eftir að sr. Bragi kom heim eða 1989. Borgarspítalinn reið á vaðið árið 1985 og réð sr. Sigfinn Þorleifsson til starfa en sr. Jón Bjarman var ráðinn sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar árið 1986 með aðsetur á Landspítalanum. Árið 1990 var önnur staða sjúkrahússprests stofn- uð við Borgarspítalann og hlaut sr. Birgir Ásgeirsson þá stöðu. Loks var sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson ráðinn í stöðu fyrsta sjúkrahússprests á Landakotsspítala árið 1991. Fyrsta íslenska konan sem leggur fyr- ir sig sérnám sjúkrahússprests er Ingileif Malmberg sem er nú í námi í Svíþjóð. Sr. Bragi segir að starfíð á Landspítalanum 'sé orðið það viðamikið að ekki sé vanþörf á þriðja prestinum. „Við höfum í þijú ár reynt að fá mann til viðbótar en ekki orðið ágengt vegna skorts á fjármagni,“ segir hann. Viðhorfið hefur breyst - í hveiju felst starfíð aðallega? „Nokkrir þættir hafa verið áberandi viða- miklir eins og sálgæsla af ýmsu tagi bæði við sjúklinga, fjölskyldur og starfsfólk. í öðru lagi helgihald og höfum við að jafnaði séð um þúsund athafnir á undanförnum árum eins og guðsþjónustur, helgistundir á deildum og önnur prestsverk. í þriðja lagi má nefna fræðslu af ýmsu tagi sem tengist aðallega starfsfólki og nemum. Auk þess fá prestar úti á landi eða sjúkrastofnanir okkur einstaka sinnum til að kynna það sem við erum að fást við.“ Sr. Bragi bendir á að viðhorfsbreyting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.