Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 13 þeir af stað kjaftasögum um náung- ann. Öfund er vandamál á íslandi." Margir töluðu um hversu nöldurs- amir íslendingar væru og þunglynd- ir. „Þeir eru annaðhvort upplagðir eða óupplagðir, meðan Svíar til dæmis eru eins og saumavél sem suðar jafnt og þétt í,“ sagði eldri maður. Ungur maður sagði að Is- lendingar þjáðust af minnimáttar- kennd og væru haldnir sjálfsdýrkun. Nokkuð var minnst á nýríka Islend- inga og einn maður sagði að við hefðum verið gott fólk hér einu sinni en peningarnir hefðu spillt okkur. „Við erum íhaldssöm og hrædd við að missa einkenni okkar, en högum okkur þó alltaf eins og við séum milljónaþjóð," sagði kona á höfuðborgarsvæðinu. „En við erum harðgerð og dugleg. Þeir eru harð- jaxlar þessir íslensku sjómenn til dæmis, þetta eru bara víkingar." Kona fyrir norðan hitti kannski naglann á höfuðið þegar hún sagði: „Við erum gott fólk og stolt fólk. ÞESSIR SÖGÐU ÁLIT SITT Kolbrún Þóra Björnsdóttir sjúkraliði, Ólafsvík. Stefán Máni verkamaður, Ólafsvík. Helga Svana Ólafsdóttlr kennari, Bolungarvík. Friðrik Jens Frlðriksson læknir, Sauðárkróki. Brynja Ólafsdóttir kennari, Skagafirði. Tryggvi Stefánsson bóndi, Fnjóskadal. Guðlaug Sigmarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Húsavík. Asta Sigrún Gylfadóttir nuddari, Neskaupstað. Magnús Brandsson skrif- stofustjóri, Neskaupstað. Jóhannes Kristjánsson bóndi, Mýrdal. Guðný Guðnadóttir sím- stöðvarstjóri, Vík. Gunnar Tómasson garð- yrkjubóni, Biskupstungum. Guðlaug Böðvarsdóttir húsfreyja, Eyrarbakka. Garðar Garðarsson skip- stjóri, Keflavík. Björn Lárusson trésmiður, Hafnarfirði. Katrín Karlsdóttir snyrtisér- fræðingur, Kópavogi.- Guðmundur Jóhannsson vélstjóri, Reykjavík. Gyða Gunnarsdóttir skrif- stofustúlka, Reykjavík. Hrafnkell Óskarsson laga- nemi, Reykjavík. Arnhildur Ásta Jósafats- dóttir flugfreyja, Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell TnnlÍCtarllfÍA er me^ m’k*um bl6ma. „Við semjum oft lög um ástina til að I UlllldlUlSIIIU bæta okkur það upp hversu spör við erum á tilfínningarnar.“ En öfgamar eru svo miklar í skap- gerð okkar.“ Gluggatjðldin mikilvæg Á íslandi em því ekki allir góðir vinir eins og dýrin í skóginum, ekki þegar vel gengur að minnsta kosti, en víst er að íslendingar eru með gestrisnari þjóðum. „Það er alltaf gamla sveitamóttakan, sama hvar maður kemur,“ sagði maður fyrir austan þegar um heimili íslendinga var rætt. En hvernig er hið dæmigerða ís- lenska heimili? „Þau eru mjög vel búin, ótrúlega fín miðað við efnahag, oft betur búin en gerist og gengur hjá efna- fólki erlendis og undantekninga- laust er þau tækjavædd," sögðu nær allir. „Við íslendingar erum tækja- sjúk,“ sagði ein konan. Því miður em það þó ekki marg- ir sem geta dáðst að fínheitunum, ekki einu sinni húsráðendur, því á íslenskum heimilum virðist enginn vera heima. Þau svör sem oftast heyrðust þegar um íslensk heimili var spurt voru þessi: „Þau eru mjög vel búin, það er enginn heima, öll hugsanleg tæki eru til, þau eru íburðarmikil með dýrum húsgögnum, mikil gest- risni einkennir íslensk heimili, þau eru hlýleg, snyrtileg, mikið lagt í ytri búnað eins og gluggatjöld til dæmis, og gjarna haldið upp á per- sónulega muni og gamla.“ Bóndi á Suðurlandi sagði að helstu breytingar sem hefðu orðið á íslenskum heimilum væru þær, að búið væri að taka niður „Drottinn blessi heimilið" og að borðhald hefði færst frá borðinu yfir í sófann við sjónvarpið. Ungur maður fyrir vestan sagði að íslensk heimili einkenndust af ofhleðslu og ofgnótt. „Það er svo stutt síðan við vorum svöng, því bruðlum við en samt má engu henda. Það er mjög jákvætt hversu gestrisin við erum, en veitingar eru stundum svo miklar og glæsilegar að það ligg- ur við að það sé óþægilegt." Sætsúpan horfin Matur skiptir afar miklu máli á íslandi, enda virðist þjóðin almennt m Morgunblaðið/Kristinn FnnÍlin hPÍltlSl u h’num vel búnu íslensku heimilum. „Þau Lliyillll llullllU eru betur búin en hjá efnafólki erlendis." Morgunblaðið/Júlíus nfimilm er vanc*ama' a íslandi. „Þeir öfunda jafnvel UIUIIUIII systkini sín ef þau hafameira milli handanna." vera í ágætum holdum. Útlendingur sagði einhvern tíma að Islendingar væru síétandi, og vel má vera að kuldinn og rokið geri þá svangari en ella. Hinn dæmigerði íslenski matur að dómi viðmælenda er soðin ýsa og lambakjöt. Fiskurinn og lambið voru hnífjöfn að atkvæðum, en á eftir komu þorramatur, svið, salt- kjöt, hangikjöt, skyr og grautar. Þetta var hinn alíslenski matur, sögðu menn, en þar með er ekki öll sagan sögð. Þeir sögðu að það sem Islendingar borðuðu oftast fyrir utan fískinn og lambakjötið væru pítsur og pasta. Margir sögðust ekki vera neitt sérstaklega hrifnir af þeirri tegund matar, en það væri bara ódýrara að hafa það í matinn heldur en fisk og lambakjöt. Ekki er undarlegt þótt þorramat- urinn væri nefndur á þorranum, en flestir töluðu um hversu miklar breytingar hefðu orðið á matar- æði íslendinga á stuttum tíma. „Sætsúpan er horfin, blóðmörinn er horfinn, nú er það bara dósamatur," sagði eldri maður. „Við erum að verða pítsu- land,“ sagði annar. Þó var að heyra á fólki að það vildi gjarna halda í íslenska matinn, einkum nýjan fisk og nýtt kjöt. Olnbogar á borði Sinn er siðurinn í landi hveiju, og þegar fólk var spurt að hvaða leyti þeim fyndist siðir íslendinga vera frábrugðnir siðum annarra þjóða voru bæði góðu siðirnir og ósiðirnir nefndir. Nær allir töluðu um samheldni fjölskyldunnar á hátíðum og töldu að Islendingar ræktuðu betur fjöl- skylduböndin á jólum en aðrar þjóð- ir. „Hins vegar þyrftum við að gæta betur að fjölskyldutengslum á öðrum tímum, sumir hittast orðið aðeins í jarðarförum," sagði kona á Vesturlandi. Margir minntust einnig á þann skemmtilega, ís- lenska sið að blóta þorrann, og kona á Vestfjörðum hafði ekki gleymt sumardeginum fyrsta sem er svo sannarlega íslensk- ur. Mönnum fannst það góður siður og íslenskur að ræða um tíðarfar og aflabrögð, og kona fyrir norðan sagði að nú klæddust íslendingar loks eftir veðráttu sem væri nýr og góður siður. Oft var mönnurn tíð- rætt um hversu óformlegir íslend- ingar væru í siðum og háttum. Maður á höfuðborgarsvæðinu taldi að það hefði jafnvel oft orðið þeim til framdráttar og nefndi dæmi sem honum fannst lýsa því best. „Kekk- onen Finnlandsforseti var hér eitt sinn í veiðiferð og hitti þá Björn bónda Pálsson á Löngmýri. Björn horfði á hann og sagði svo: Jæja, svo þú ert frá Finnlandi, kallinn. Þeir urðu víst ágætir mátar.“ Viðmælendur höfðu þó mun meiri áhyggjur af ósiðum þjóðarinnar og fara hér á eftir helstu ummæli þar að lútandi. „Við kunnum ekki mannasiði. Við erum ekki nógu kurteis og til- litssöm. Við högum okkur ekki eins og siðað fólk í umferðinni. Við erum hætt að standa upp fyrir eldra fólki og ófrískum konum í strætó og brýnum ekki fyrir börnum okkar að gera það. Það verður æ algengara að menn þakki ekki fyrir sig. Það er skelfing að sjá fólk borða á íslandi, það er með báða olnboga á borði og gín yfir diskunum. Við segjum alltaf hæ og bæ og ókei, í stað þess að nota þessar fallegu íslensku kveðjur sem við eigum. Við svörum ekki þegar fólk býður góðan dag, eða við bjóðum ekki góðan dag sjálf. Það er eins og við gleymum að tala, eða halda uppi samræðum eins og siðað fólk. Við höfum þann slæma ósið að uppnefna alltaf fólk. Við göngum ekki eins vel um á vinnustaðnum og heima hjá okkur. Við kunnum ekki með áfengi að fara og þegar við erum í glasi tölum við um vinn- una. Það er ósiður hjá íslendingum að byija skemmtanir sínar svona seint á kvöldin, og spaugilegt þar að auki. Það er líka ósiður þegar þeir eru að hringja í hús eftir klukk- an tíu á kvöldin. Uppeldið er í mol- um hjá okkur, við höfum vanrækt að kenna börnum okkar mannas- iði.“ ' Ljððin það besta Þótt þungt væri í mönnum þegar ósiðina bar á góma varð þó hljóðið í þeim gott þegar talið barst að menningu og listum þessarar fá- mennu þjóðar. „Við erum mjög menningarlega sinnuð," sögðu flestir og margir fullyrtu að Islendingar væru afar listræn þjóð. „Listin er líka tengd okkar daglega lífi og það í ríkari mæli en hjá öðrum þjóðum," sagði kona sem hef- ur farið víða. Þó voru margir sem sögðu að mikið snobb og sýnd- armennska væri í kringum listina. Sú listgrein sem fékk bestu dóm- ana hjá viðmælendum og sem þeir töldu að einkenndi hvað mest ís- lenska menningu, var tónlistin. „Tónlistarlíf er með miklum blóma og við eigum marga góða tónlistarmenn. Það er mikill upp- gangur í sígildri tónlist en þó er gróskan meiri í dægurlagatónlist. Sönglögin okkar eru mörg falleg og við semjum oft lög um ástina, ef til vill til að bæta okkur það upp hversu spör við erum á tilfinning- arnar. Skáldskapurinn var í öðru sæti og töldu margir að ljóðin væru það besta í bókmenntunum því þau væru svo íslensk. Fornsögurnar og þjóðsögurnar töldu menn vera alís- lenskar. „Við íslendingar búum yfir mik- illi frásagnargleði og bókin er hátt skrifuð hér eins og sjá má á aðsókn að bókasöfnum hvarvetna á land- inu. Og það er áber- andi hversu áhug- inn á orðinu sjálfu er mikill, bæði bundnu og óbundnu.“ Skáldskapurinn fékk þó líka gagn- rýni og einn maður sagði að við værum hreint engin bókmennta- þjóð, þetta væri tómt rusl sem við læsum. Sú listgrein sem fékk þó jafnmik- ið lof sem gagnrýni var myndlistin. „Það er mikil gróska í myndlist, hún er orðin almenningseign og alls staðar er fólk að fást við list- sköpun sem er mjög jákvætt." Gagnrýnin var helst þessi: „Það er alltof mikið af mynd- listarmönnum á íslandi. Það getur hvaða bjáni sem er sett upp sýn- ingu, mest af þessu er rusl. Nú- tíma, íslensk myndlist er stór, klunnaleg, og litirnir bijálaðir. Gömlu meistararnir eru bestir." Nokkuð var minnst á leiklist, töldu margir hana vera blómlega í landinu, og sagði fólk utan af landi það eftirtektarvert hversu mikið menn legðu á sig til að komast á leiksýningar. Maður á höfuðborgar- svæðinu sagði þó að lítið væri varið í íslenska leiklist, bæði væri leikrit- un og leikur á lágu plani. Niðurstaðan var samt sú að þjóð- in væri mjög menningarlega sinnuð og höfðu tveir sérstaklega orð á því hversu ungt fólk væri menn- ingarlegt. Þegar fólk var spurt hvort það gæti hugsað sér að búa annars stað- ar, sögðust þijú af yngri kynslóð- inni vel getað hugsað sér að setjast að í öðru landi, og voru þá lönd eins og Bretland, Frakkland, Dan- mörk og Holland nefnd, sjö gátu vel hugsað sér að búa um tíma er- lendis, ti! dæmis í Kanada, Noregi, Danmörku og Nýju-Mexíkó, en tíu sögðust ekki þrífast annars staðar en á Fróni. „Það eru forréttindi að búa á íslandi." ViA erum gott fólk og stolt fólk, en öfgarnar eru svo miklar í skapgerð okkar. Það er svo stutt síð- an við vorum svöng, því bruðlum við en samt má engu henda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.