Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR H. HJARTARSON + Einar Hafsteinn Hjartarson var fæddur 2. maí 1925 í Þverárkoti á Kjal- arnesi. Hann lést á gjörgæsludeld Landspítalans í Reykjavík laugar- daginn 28. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Hjörtur Jó- hannsson, bóndi og síðar vörubílsfjóri í Reykjavík, og kona hans Guðmundína Guðmundsdóttir. Þau lifa bæði son sinn og dvelj- ast á Hrafnistu í Reykjavík. Systkini Einars eru Unnur, f. 21. janúar 1928, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni K. Guð- mundssyni, Oddur Rúnar, for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, f. 8. maí 1931, kvæntur Soffíu Ágústsdóttur, og Sigrún, f. 31. maí 1942, bú- sett þjá foreldrum sínum að Hrafnistu í Reykja- vík. Einar kvæntist hinn 15. maí 1949 Guðbjörgu Guð- jónsdóttur. For- eldrar hennar voru Guðjón Júiíusson bifreiðastjóri í Reykjavík og kona hans Guðmundína Oddsdóttir. Þau eru bæði látin. Síð- ari kona Guðjóns er Marta E. Guð- brandsdóttir, bú- sett á Droplaugar- stöðum í Reykjavík. Dætur Einars og Guðbjíirgar eru Margrét, f. 30.11. 1952, maki Baldur Þ. Jónsson, f. 26.8. 1948, og Guðrún ína, f. 19.9. 1957, maki Rúnar H. Her- mannsson, f. 16.6. 1959. Barna- börnin eru fjögur og barna- barnabarn er eitt. Útför Einars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. Elsku pabbi. Þá er komið að leiðarlokum. Upp í hugann koma ótal minningar sem við höfum átt saman og þetta eru erfiðar línur að setja á blað. Við þekktum þig svo vel og okkur þótti svo undur vænt um þig. Þú varst alltaf kletturinn sem studdi okkur og styrkti, við vissum að það var alltaf hægt að koma til þín þegar á þurfti að halda. Þú sagðir alltaf að þú ættir bara tvær telpur af því að þú réðir ekki við stærra kvennabúr en okkur þrjár, mömmu og okkur stelpurnar, og við vitum að nú hefðir þú sagt við okkur standið ykkur stelpur, en samt stöndum við hnípnar og sorg- mæddar af því að stóri stólpinn hefur kvatt okkur. Hver hefði trúað því um áramótin þegar við gengum yfir svell og þúfur, á áramótabrenn- una upp á Valhúsahæð, að þetta væru síðustu áramótin okkar saman og að þú yrðir allur eftir svo stutt- an tíma? Þú sem hefur alltaf verið svo hraustur og aldrei kennt þér neins meins. En þessa staðreynd verðum við að sætta okkur við. Við systurnar munum styðja og styrkja mömmu eins og þú hefðir viljað. Hún stendur uppúr þessum erfið- leikum, með styrk þeirrar miklu trúar sem hún á. Þótt þú hafír oft verið í burtu vegna vinnunnar og dómarastarf- anna bæði innanlands og utan, þá varst þú alltaf sá fyrsti sem hringd- ir í okkur eldsnemma á afmælisdag- inn okkar. I I I KmSSar | á leiði I viSariit oq málaSir Mismunandi mynsíur, vönduo vinna. I Slmi 91-35939 oq 35735! Btónwstofa Fnöjmns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Við munum alla morgnana sem þú hringdir í okkur í vinnuna til að segja góðan daginn og athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá öllum í fjölskyldunni. Við munum allar ferðirnar upp í sumarbústað, sem þið mamma keyptuð til að fjölskyldan gæti hist og verið saman. Við munum síðustu verslunar- mannahelgi þar sem þið mamma hélduð veislu þar sem ekkert var til sparað í tilefni af nýja gólfinu i bústaðnum sem tengdasynir, barna- og tengdabörn höfðu lagt og gert svo fínt. Við munum hajda áfram að gróðursetja og gera bú- staðinn fínan með mömmu eins og áður var ákveðið. Við vitum að þú verður með okkur í því. Við munum allar ferðirnar á völl- inn, þar sem þú reyndir mikið til að vekja áhuga okkar systranna á knattspymu. Þú sagðir alltaf horfið á boltann en það sem okkur fannst skemmtilegast var að sjá alla hatt- ana tekna ofan þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Þú varst mjög ánægð- ur þegar áhuginn erfðist til þarnæstu kynslóðar þegar Guðjón Valur fór að stunda fótbolta og tók dómarapróf í knattspymu síðastlið- ið sumar. Við munum hugsa um ömmu, afa og Siggu eins og þú hafðir gert. Þau eiga um sárt að binda núna. Elsku pabbi minn, þú varst sá besti sem hægt var að hugsa sér, þú varst sterkur; traustur, hress og góður. Allt sem þú sagðir stóð eins og stafur á bók. Þú gast verið harður j' hom að taka, enda hefur starfið og áhuga- málið, þ.e. íþróttir og dómgæslan, oft gefið tilefni til ákveðni, en rétt- látari manni höfum við ekki kynnst. Þess bera líka vitni þau fjölmörgu trúnaðarstörf sem þér voru falin. í haúst þegar dómaraferlinum lauk eftir 38 ára starf sem knatt- spyrnudómari og hin síðari ár eftir- litsmaður á knattspyrnuleikjum komstu heim með blóm og góðar gjafir eftir langt og gæfuríkt starf. Alltaf höfum við litið upp til þín og verið stoltar af þér hvar sem við höfum farið. Að lokum pabbi minn þökkum við þér fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur og óskum þér góðrar ferðar í þessari lokaferð þinni, þér verða örugglega falin mörg trúnað- arstörf í nýjum heimkynnum. Megi góður guð styrkja okkur öll, hvíl í friði elsku pabbi minn, og að lokum viljum við flytja þér bænina sem þú kenndir okkur þeg- ar við vorum litlar. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Stelpurnar þínar. Með nokkrum orðum langar okk- ur tengdasyni Einars H. Hjartar- sonar að minnast hans á kveðju- stund. Okkur varð strax ljóst þegar við tengdumst Einari að þar fór maður einstaklega traustur og áreiðanleg- ur og nákvæmur bæði til orðs og verka. Einar var mikill fjölskyldumaður og bar hag og heill eiginkonu, dætra og fjölskyldunnar allrar fyrir bijósti. Við tengdasynirnir höfðum hvor sitt áhugamálið, annar mikill áhugamaður um íþróttir, einkum boltaleiki, hinn með ólæknandi veiðidellu. Svo skemmtilega vildi til að Einar hafði bæði þessi áhuga- mál. Þannig vantaði okkur aldrei umræðuefni hvor okkar sem átti í hlut. Báðir eigum við góðar minningar frá ferðum okkar með Einari, annar á völlinn, hinn til veiða í Elliðaánum eða Laxá í Aðaldal. Einar var mik- ið náttúrubarn, unni útiveru og gróðri og dáðist oft að landinu sínu fagra. Þegar garðurínn heima í Einholti nægði ekki lengur áhuganum á úti- veru og gróðri, keypti Einar gamlan sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann gat gróðursett og hlúð að þeim gróðri sem fyrir var. Fjöl- skyldan sameinaðist um lagfæring- ar á bústaðnum og þar gátu allir verið saman, stórir og smáir, og hver og einn dundað við það sem honum fórst best úr hendi. Nú þeg- ar Einar fer ekki lengur með okkur á völlinn, í veiði eða austur í bústað söknum við vinar í raun, en við vit- um að hann verður nálægur ef við þekkjum hann rétt og lítur eftir að allt fari eftir settum leikreglum. Við höldum áfram lagfæringum á bústaðnum og hlúum að gróðrinum eins og Einar hefði gert og reynum að láta drauminn rætast um að þar megi verða góður samastaður fyrir alla fjölskylduna. Að endingu viljum við þakka Ein- ari samfylgdina, við erum ríkari af að hafa kynnst honum og átt með honum samleið sem var því miður alltof stutt. Megi góður Guð styrkja Guðbjörgu og alla fjölskylduna á erfiðri stund. Fari Einar tengdafað- ir okkar í Guðs friði. Rúnar og Baldur. Okkur langar svo að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Amma er búin að segja okkur að núna sért þú engill hjá Guði og að þér líði vel. Alveg frá því að við vorum pínu- litlar fórst þú með okkur á jólaball. Þegar við komum í Einholtið rétt- irðu okkur alltaf höndina og við settumst í fangið þitt og sögðum þér nýjustu fréttirnar af okkur sem þú hlustaðir á af athygli. Það var alltaf svo gaman austur í sumarbú- stað með ykkur ömmu, þið pössuðuð svo vel uppá að okkur liði vel. Þú varst ákveðinn við okkur og við vissum að það þýddi ekkert að vera með neitt múður við þig eins og þú sagðir oft. Elsku afí, við munum sakna þín mikið og ætlum að passa ömmu fyrir þig og biðjum góðan Guð að passa þig fyrir okkur. Litlu afastelpurnar, Guðbjörg Lára og Margrét Edda. Virðingin fyrir lífínu og því sem það gefur okkur styrki'st við dauð- ann. Við áttum okkur best á því hvað við höfum átt þegar það er frá okkur tekið. Hinn 28. janúar sl. lést á Landspítalanum eftir erf- iða en stutta sjúkdómslegu, Einar H. Hjartarson, kær frændi og vinur sem alltaf var okkur nálægur í huga, þó langt væri jafnan á milli íverustaða okkar. Tækifærin voru því ekki mörg til samverustunda. Þau tækifæri sem þó gáfust voru vel nýtt á þann hátt sem nærvera við Einar einkenndist af, gáska og kímni, þó stutt væri í alvöruna ef aðstæður væru slíkar. Traustari maður að leita til er vandi steðjaði að var torfundinn, alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd er á reyndi. Einar var þéttur fyrir og vandur að virðingu sinni. Einnig skynjaði maður fljótt þá ríku réttlætiskennd sem hann bar í bijósti. Einar var stór maður og þéttur á velli. Eins og margur fyrrum af- reksmaðurinn í íþróttum bar hann sig vel og með reisn. Breitt bros og hlýtt viðmót einkenndi Einar. Stríðnin og galsinn var honum svo í blóð borinn að við höfum það stundum á tilfínningunni að hann ætti erfítt með að sitja á strák sín- um, þó gætti hann þess jafnan að særa engan. Einar var vinamargur og naut trausts samferðamanna sinna í ríkum mæli. Ungur námsmaður utan af landi var ég eitt sinn og bjó þá í næstu götu við Einar og Guðbjörgu. Ófáar urðu heimsóknirnar í Einholtið á þeim dögum. Þar var alltaf tekið vel á móti manni og sama var upp á tengingnum þegar námsmaðurinn var farinn að draga konuefnið með sér í heimsóknirnar, faðmur fjöl- skyldunnar í Einholtinu einfaldlega stækkaði. Þegar við hjónin síðan fluttum frá höfuðborginni fyrir rúmum tíu árum, fyrst út á land en síðan utan til lengri dvalar, þá upplifðum við svo sterkt þann hlý- hug sem Einar og Guðbjörg báru til okkar. Kveðjur bárust og við urðum vör við að oft var spurt um okkur og því gjarnan laumað með, að þau byggju nú enn í Einholtinu ef tími gæfíst til heimsókna. Eftir að við fluttum til Bolungarvíkur hafa þær stundir því miður orðið færri en vilji og löngun stóð til, alltaf heldur maður að tækifæri gefíst seinna. Nú er ljóst að sam- verustundimar verða ekki fleiri, kveðjustundin er runnin upp. Við vitum þó að sami hlýhugurinn og opni faðmurinn er til staðar í Ein- holtinu. Okkur er ekki grunlaust um að glettnin og kímnin muni streyma á móti okkur úr hæginda- stólnum fyrir framan sjónvarpið er við komum næst í Einholtið, svo var það einatt hér áður. Guðbjörg, mikill er þinn missir og óvæntur. Afí, amma, dætur, systkini og fjölskyldur ykkar allra, ykkur öllum viljum við votta okkar dýpstu samúð. Vilji Guðs er skýr þó að við mannlegir skiljum ekki alltaf tilganginn. Það er erfítt að sætta sig við að vegið sé að okkur og þeim sem okkur eru kærastir. En Guð er líka kærleikur og hugg- un, til hans leitum við á erfiðum stundum sem þessum. Ágúst og Hulda í Bolungarvík. Kær vinur, Einar Hafsteinn Hjartarson, er látinn, í blóma lífs- ins, ekki orðinn stjötugur. Einar var alltaf í blóma lífsins, ljómandi af hreysti og lífsgleði. Eg kynntist Einari árið 1943, þegar ég flutti í Stórholtið, þá voru þar bara fjögur hús, beijaland á móti húsunum en braggahverfi fyr- ir ofan og neðan, sveitabæir við næstu götu og kindur og kýr á Klambratúni, sem nú er Miklatún. Það voru margir unglingar í þessum fjórum húsum og flest gengum við í Glímufélagið Armann. Öll vorum við á skíðum í Jóseps- dal á vetrum og svo var sjálfboða- vinna við skálann okkar á sumrin. Einar bjó í næsta húsi og hann varð strax góður vinur okkar systk- inanna. Hann valdi sér sund sem aðalíþrótt og varð hann fljótt fyrir- liði sundknattleiksliðs Ármanns og leiddi hann liðið til sigurs í íjölda- mörg ár og tapaði liðið ekki leik á þeim árum sem hann var fyrirliði. Einar trúlofaðist Guðbjörgu Guð- jónsdóttur skólasystur minni og fé- laga úr fimleikadeild Ármanns. Við vorum báðar í húsmæðraskólanum veturinn 1949, gengum saman úr Hlíðunum vestur á Sólvallagötu alla daga og var þá margt rætt um framtíðina. Einar og Guðbjörg gengu í hjóna- band 15. maí 1949, en við Sigurður opinberuðum trúlofun okkar næsta ,dag. Við vorum boðin til þeirra að Skeggjagötu 10 í sömu vikunni. Einar og Sigurður urðu strax góðir vinir og hefur sú vinátta hald- ist alltaf síðan. Nú í á annan áratug hafa þeir horft saman á fótbolta- leiki í sjónvarpinu á laugardögum yfír veturinn, en farið á völlin á sumrin, það var alltaf hátíð hjá okkur þegar enska knattspyrnan var, gengum við oft á móti Einari til að fá smá hreyfingu, svo bakaði ég skonsur eða vöfflur handa strák- unum. Var gaman að heyra í þeim öskrin þegar mörkin voru gerð.' Við vorum saman í veiði nokkrum sinnum, Einar var snillingur með stöngina, hann kenndi okkur ýmis- legt sem að gagni kom, söng hanií oft þegar hann var að renna fyrir silung, sagði sögur og skrítlur. Guðbjörg hugsaði alltaf vel um Ein- ar sinn, hann átti góða daga á heim- ili sínu í Einholtinu og í sumarbú- staðnum sem hann hafði svo mikla ánægju af að dytta að, mála, planta tijám og veiða. Við heimsóttum Einar á sjúkra- húsið á sunnudegi, hann var þá á gangi hress og kátur, ég fer líklega heim á þriðjudag eða miðvikudag, svo sjáum við leikinn á laugardag, sagði hann, þegar hann kvaddi okk- ur. En það fór öðruvísi, hann var skorinn miðvikudaginn 11. janúar, en hann komst aldrei af gjörgæslu og lést þar 28. janúar. Er hans nú sárt saknað af eigin- konu, dætrunum tveim, tengdason- um og bamabörnum og langafa- bami svo og öldruðum foreldrum systkinum og vinum. Guð blessi minningu þessa góða drengs og veitti öllum hans ástvin- um huggun. Ágústa og Sigurður. Kveðja frá KSÍ Látinn er í Reykjavík Einar H. Hjartarson fyrrverandi knatt- spyrnudómari. Bar andlát hans brátt að og kom okkur félögum hans í knattspyrnuhreyfíngunni í opna skjöldu. Síðast þegar ég hitti Einar var hann hress og kátur og bar sig vel að vanda. Einar Hjartarson var stór maður, þéttur á velli og mjög afgerandi persónuleiki. Einar hafði mjög fast- mótaðar skoðanir á málum, var fylginn sér og erfitt var að hagga honum eftir að hann hafði tekið ákvörðun. Hann var ekki allra en það er oft einkenni þeirra sem em fastir fyrir og gefa sig hvergi. Ein- ar hafði stundum samband við mig að fyrra bragði og gaf mér góð ráð varðandi störf mín fyrir KSÍ og hvernig hlutirnir mættu betur fara. Að sjálfsögðu voru það einkum dómaramálin sem áttu hug hans en ég minnist líka áhuga hans á ýmsum öðrum störfum knattpyrnu- manna. Því fer fjarri að við höfum alltaf verið sammála en við gátum rætt málin í rólegheitum og sam- skiptum okkar lauk alltaf í bróðerni. Einar Hjartarson átti að baki langan og merkan feril innan íþróttahreyfingarinnar. Hann æfði og keppti í sundknattleik um árabil og var margfaldur íslands- og Reykjavíkurmeistari með liði Ár- manns. Einar var knattspyrnudóm- ari fyrst fyrir Val og síðan fyrir Ármann. Hann tók dómarapróf í knattspyrnu 1956, dæmdi síðasta deildarleik sinn árið 1981 og lauk alls 855 störfum í dómgæslu. Að frumkvæði Einars og félaga hans voru dómaramál knattspyrnunnar í Reykjavík skipulögð og segja má að það hafí verið grunnurinn að því starfí sem enn er í gangi. Einar var formaður Knattspyrnudómarafé- lags Reykjavíkur 1957 og 1960. Hann var einn af frumheijunum á þessum tíma og á verulegan þátt í uppbyggingu félagsmála dómara. Einar var alþjóðadómari FIFA frá 1969 til 1975 og dæmdi allmarga leiki erlendis. Fyrsti alþjóðaleikur hans var mikil eldraun en það var í Skotlandi haustið 1970 á Geltic Park í Glasgow frammi fyrir 50.000 áhorfendum og eins og vænta mátti stóð Einar sig með prýði í þeim leik. Einar sat í dómaranefnd KSÍ í 9 ár og hann átti ríkan þátt í stofn- un Knattspyrnudómarasambands íslands meðal annars fyrir hvatn- ingu Alberts Guðmundssonar. Ein- ar starfaði sem eftirlitsdómari frá 1976 og lauk störfum sínum sem slíkur 24. september 1994. Einar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.