Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 15 , Morgunblaðið/Rax FRA Fuglafirði máls á. Það er að hafnar verði fjögurra landa viðræður Færeyja, íslands, Noregs og Rússlands um nýtingu síldarinnar á þessu svæði. Þá verði það haft í huga að hámarka veiðina úr þessum stofni með til- liti til skynsamlegrar nýtingar og að stofn- inum verði ekki stefnt í hættu. Eg átti fyr- ir skömmu viðræður við sjávarútvegsráð- herra Noregs, Jan Henry T. Olsen. Hann er á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að hefja viðræður um nýtingu sídlarinnar enda hefur hann vakið máls á því í Rússlandi, en þaðan er hann nýkominn. Það er því líklegt að við fáum umræður um þetta mál áður en langt um líður.“ Ýsu- og þorskstofninn að braggast Hvernig er staða fiskistofnavið Færeyjar nú? „Veiði á þorski og ýsu hefur dregizt mikið saman mörg undanfarin ár. Helzta skýringir. á því er sú, að aðstæður í sjónum hafa verið fiskinum óhagstæðar. Mjög lítið æti hefur verið á slóðinni og að sama skapi lítið af fiski og hann hefur einnig verið magur. Nú horfir heldur skár. Tveir sterk- ir ýsuárgangar eru að koma inn i veiðina á næsta ári. Því búumst við við auknum ýsuafla. Þorskstofninn er einnig að bragg- ast og við væntum þess, að þorskafli auk- izt nokkuð næstu árin. Allt síðasta ár var miklu meira líf í sjónum og meira æti. Þess vegna hefur meðalþyngd fisksins auk- izt mikið. Þetta kvótaárið verður leyfilegt að veiða 8.500 tonn af þorski, 41.500 tonn af ufsa og 4.000 tonn af ýsu. Það er held- ur méira en fiskveiðiárið þar á undan. Færeysk skip stunda ekki veiðar í Smug- unni, en við höfum aflaheimildir í Barents- hafi, bæði frá Rússum og Norðmönnum. í samningum okkar við Norðmenn er ákvæði þess efnis að fari skip undir færeysku flaggi til veiða í Smugunni, muni sá afli dragast frá heildarkvóta okkar í Barentshafi. Fær- eysk skip hafa aldrei stundað veiðar í Smugunni, en skip, sem að hluta til eru í eigu Færeyinga og sigla undir hentifána, hafa verið þar að veiðum. Færeysk stjórn- völd geta ekkert við því gert og á síðasta ári lönduðu þessi skip afla sínum i Færeyj- um. Hvernig það verður í framtíðinni er enn ekki ljóst. í samningaviðræðum okkar við Norðmenn var lögð á það áherzla að ná samkomulagi um gagnkvæmar afla- heimildir, en leggja til hliðar mál eins og veiðarnar í Smugunni. Síðan verður tíminn til vors notaður til að fjalla um ýmis slík mál.“ Morgunblaðið/Rax IVAN Johannesen sjávarútvegsráðherra Færeyja. Engin færeysk skip í Smugunni „Auk fiskveiðisamninga við Noreg og Rússland, stunda Færeyingar rækjuveiðar við Flæmska hattinn, en þar er slík veiði fijáls. Þá höfum við rækjukvóta við Austur- Grænland og loks stundum við rækjuveiðar við Svalbarða og höfum 3.000 tonna rækjukvóta innan rússnesku lögsögunnar. Þrátt fyrir að við séum víða við veiðar, hafa veiðar okkar á fjarlægum miðum dreg- izt gífurlega saman á síðustu 20 árunum. Staðan innan okkar eigin lögsögu er heldur ekki góð. Aflaheimildir þar eru af skornum skammti og skipin hafa ekki næg verkefni allt árið. Þá höfum við einnig lent í vand- ræðum vegna þess að þorsk- og ýsugengd hefur aukizt mikið. Töluvert af þessum tegundum veiðist með ufsanum og því verð- ur kvóti á þorski og ýsu búinn áður en ufsakvótinn hefur verið veiddur. Fyrir vikið lendum við í vandræðum og náum ekki að klára ufsakvótann, nema auka heimildir til veiða á þorski og ýsu. Skipin verða þá búin með þorsk- og ýsukvóta áður en ufsa- kvótanum hefur verið náð og verða þess vegna að hætta veiðum.“ Aðeins helmingur frystihúsanna starfandi Hefur verið mikið um úreldingar fiski- skipa í Færeyjum vegna minnkandi afla- heimilda? „Það hefur mikið af bátum og skipum verið úrelt, en þó minna allra síðustu miss- erin en áður. Margar útgerðir hafa orðið gjaldþrota og skipin hafa verið seld innan Færeyja og útgerð þeirra verið hafin á ný. Þá hafa einnig mörg skip verið seld úr landi og því hefur fækkað verulega í fiskiskipa- flotanum. Svipaða sögu er að segja úr fiskvinnsl- unni. Allt of lítið af fiski kemur til vinnslu í landi og því er allt of lítið um vinnu. Á síðasta ári var svo lítil veiði við Færeyjar að aðeins um 10 af rúmlega 20 frystihúsum hafa verið starfandi. Þegar byrjaði að herða að, var stofnað eitt félag um rekstur nær allra frystihúsa í Færeyjum, sem heitir Föroya fiskavirking. Það á átta af þessum tíu húsum, sem enn eru í rekstri. Ilin öll standa auð og bíða eftir meiri fiski, enda vonast menn til að geta nýtt þau með ein- um eða öðrum hætti.“ Hvernig er veiðunum við Færeyjar stjórnað? „Fyrst og fremst er um heildarkvóta að ræða, en síðan hafa skipin hvert sinn kvóta. Heimilt er að selja kvóta innan sömu út- gerðarflokka. Þannig mega krókabátar selja og kaupa kvóta sín á milli og sama gildir um togbáta, en milli þessara flokka má ekki flytja aflaheimildir. Þannig teljum við okkur fullnægja kröfu danskra stjórn- valda um framseljanlegan kvóta til að auka hagkvæmni í útgerðinni.“ Fimmtungur án atvinnu og fóikið flýr landið Miklir erfiðleikar eru nú í færeysku efna- hagslífi. Hvaða leiðir eru helztar farnar til úrbóta? „Staða okkar í efnahagsmálum er afar slæm. Atvinnuleysi er meira en 20%- og mikill fólksflótti er frá eyjunum. Verst er að þeir, sem flytja á brott, eru á aldrinum 18 til 30 ára, eða blóminn úr vinnuaflinu. Eftir situr vaxandi hlutfall aldraðra og barna og því verður það erfiðara en ella að rétta efnahaginn af. Erlendar skuldir okkar eru nú 60 til 70 milljarðar íslenzkra króna og við erum ekki færir um það eins og er að standa við skuldbindingar um afborganir og vexti. Danir enduríjármagna allar þessar skuldir okkar þannig að öll erlend lán, sem gjaldfalla, yfírtaka dönsk stjómvöld og við gerum ekki annað en greiða af þeim vexti næstu sex árin. Það kemur sér vel, að Dan- ir hjálpa okkur með þessum hætti, en sem dæmi um umfang þessara skulda, eru fær- eysku fjárlögin um 25 milljarðar árlega og þar af kemur um þriðjungur í beinan stuðn- ing frá Danmörku." Áherzlan lögó ó uppbyggingu atvinnulífsins „Nú snýst allt um það, hvort við getum aukið atvinnu í Færeyjum. Núverandi land- stjórn leggur mesta árherzlu á að endur- reisa atvinnulífið, því það er það eina, sem getur orðið okkur til bjargar. Við höfum því ásamt Dönum komið á fót nýjum sjóði, sem hefur til umráða um tvo milljarða ís- lenzkra króna, sem eingöngu verður varið til atvinnuuppbyggingar í Færeyjum með ýmsum hætti. Þar kemur allt mögulegt til greina, til dæmis aukin fullvinnsla fiskaf- urða, en annars nánast hvað sem er. Þá hefur það verið ákveðið að hinir ýmsu þró- unarsjóðir Danmerkur nái einnig til Fær- eyja, en svo hefur ekki verið. Þar koma einnig aukin tækifæri til uppbyggingar. það hefur reynzt erfitt að fá fólk og fyrirtæki til að fjárfesta í færeysku atvinnulífi. Þar hefur mestu ráðið óvissan um hvað morgun- dagurinn ber í skauti sínu. Þá hefur einnig verið ákveðið að styðja við uppbyggingu nýs atvinnurekstrar með þeim hætti, að atvinnurekandinn fær 28% af þeim launum, sem hann greiðir fyrstu tvö árin, endur- greidd frá ríkissjóði og þriðja árið 21%. Þannig stuðlum við beint að nýrri atvinnu- uppbyggingu." Góð samvinna íslendinga og Færeyinga „Þá erum við opnir fyrir fjárfestingu útlendinga í færeysku atvinnulífi, meðan annars í sjávarútvegi upp að vissu marki og með ákveðnum skilyrðum. Við getum tekið raunverulegt dæmi um það. Hér í Færeyjum var gert út frystiskip, sem hét Beinir. Utgerðin varð gjaldþrota og sameig- inlegt fyrirtæki Færeyinga og Islendinga (Samherji á Akureyri) hefur keypt hann aftur og gerir nú út undir nafninu. Akra- berg. Skipið átti kvóta í Barentshafi og þar er það nú að veiðum. Þegar kemur fram í marz, fer skipið á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshi-ygg og loks aftur í Barentshaf- ið með haustinu. Þarna tel ég vera um mjög góða samvinnu að ræða, sem skilar báðum aðilum miklu. Þannig taka íslend- ingar þátt í því að skapa atvinnu í Færeyj- um og ég vildi gjarnan sjá meira af slíkri samvinnu milli Islands og Færeyja. Sam- vinna við íslendinga er okkur Færeyingum mjög mikilvæg," segir Ivan Johannesen, sjávarútvegsráðherra Færeyj a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.