Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR THvísunarkerfið Mikii harka er hlaupin í deiluna um tilvísunarkerfið í læknaþjónustunni. Sérfræðingar í læknastétt hafa unn- vörpum sagt upp samningum sínum við Tryggingastofn- un ríkisins I I llt----- ' — Sverð mitt og skjöldur . . . Geir H. Haarde vísar á bug umræðu um skerðingu á tjáningar- og prentfrelsi Möguleiki löggjafans til skerðingar þrengdur GEIR H. Haarde, formaður stjóm- arskrámefndar Alþingis, segir „út í hött“ að breytingar á 73. grein stjómarskrárinnar, þar sem fjallað er um tjáningar- og prentfrelsi, hafí verið til þess ætlaðar að auka möguleika þingsins til að skerða tjáningarfrelsi. „Við teljum að við séum með þessu að þrengja mögu- leika löggjafans á því að skerða tjáningarfrelsið frá því sem er í dag,“ segir hann. Tjáningarfrelsi mætti setja skorður með lögum Ef fmmvarpið yrði samþykkt myndi greinin hljóða svo: „Allir em fijálsir skoðana sinna og sannfær- ingar. Hver maður á rétt á að láta í Ijós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Rit- skoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Framangreind ákvæði standa ekki í vegi því að með lögum má setja tjáningarfrelsi skorður í þágu allsheijarreglu eða öryggis nkis, Hugmyndin er að útrýma réttaróvissu til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra." Túlkun umdeilanleg Verslunarráð hefur lagst gegn síðustu málsgreininni í umsögn sinni um frumvarpið og segir meðai annars að hægt sé að túlka hugtökin allsherjarreglu, öryggi ríkis, heilsu, siðgæði, réttindi ann- arra og mannorð annarra á ýmsa vegu. Segir Geir að fyrrgreint ákvæði, þar sem hugtökin koma fyrir, sé sett til að takmarka við hvað megi binda skerðingu tján- ingarfrelsis, sem ekki sé gert í stjórnarskránni í dag. „Þessi grein styðst við sam- bærilegt ákvæði í Mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem hefur laga- gildi á íslandi. Slíkt ákvæði er að finna í stjórnarskrám margra annarra ríkja og þykir sjálfsagt." Ijáningarfrelsi skert í dag Geir segir tjáningarfrelsið skert með margvíslegum hætti í íslenskum rétti í dag. Til dæmis sé í lögum bann við áfengisaug- lýsingum og bannað að taka ann- arra manna hugverk og birta þau sem sín eigin. Sýning á ofbeldis- kvikmyndum og barnaklámi sé bönnuð. Einnig sé bann við því að ljóstra upp ríkisleyndarmálum og allsherjarregla vísi meðal ann- ars til þess að óheimilt sé að nýta sér ákvæði um tjáningarfrelsi til þess að hvetja til almennra.af- brota. Allt sé þetta skerðing á tjáningarfrelsi á sinn hátt. Sama megi segja um gildandi lagaákvæði sem vernda friðhelgi einkalífsins og veija menn æru- meiðingum. Til dæmis geti lækn- ar ekki birt upplýsingar um sjúkl- inga sína í krafti eigin tjáningar- frelsis vegna þess að með því væri brotið á rétti þeirra. Umræða á villigötum „Ég tel því að þessi umræða sé á algerum villigötum og mér virðist sem þeir, sem gagnrýna þetta, hafi ekki hugsað málið til enda. Hugsunin hjá flutnings- mönnum frumvarpsins er að þrengja heimild löggjafans til að takmarka tjánihgarfrelsið við þessi skýrt afmörkuðu atriði og útrýma réttaróvissu sem ríkt hef- ur á þessu sviði hingað til,“ segir Geir að lokum. Útigangsfé sótt í Arnarfjörð Barðaströnd. Morgunblaðið NÚ Á ÞORRA voru sóttar þijátíu kindur norður í Arnar- fjörð, nánar tiltekið í Lauga- botn.^ Sumt af þessu fé var búið að vera úti tvo vetur enda í tveimur reifum. Kindurnar voru í mjög góðu ásigkomu- lagi, sem marka má á því að þær voru reknar á hjarni yfir í Vatnsfjörð hjá Flókalundi. Kindurnar voru frá Bijánslæk og Barðadal. Sendiherra Islands í Þýskalandi Enn má auka viðskipti okkar við Þjóðverja Ingimundur Sigfússon INGIMUNDUR Sigfús- son, fyrrverandi stjórn- arformaður Heklu hf., hélt í gær til Þýskalands, þar sem hann tekur við starfi sendiherra íslands, með aðsetur í Bonn. Sem forstjóri og stjómarformað- ur Heklu í 27 ár hefur Ingi- mundur haft mikil sam- skipti við Þjóðverja og hann kveðst ætla að leggja á það áherslu í sendiherrastarfinu að efla viðskiptatengsl landanna. Hvernig leggst nýja starfíð í þig? „Mér finnst stórkostlegt að fá þetta tækifæri og er þakklátur utanríkisráðherr- anum fyrir það traust sem hann sýnir mér. Embætti sendiherra í Þýskalandi er mikil- vægt, ekki síst vegna þess að Þýskaland er öflugasta ríkið innan Evrópusambandsins og á næstu árum verða miklar hræringar í Evrópumálefnum. Ég er mjög ánægður með að fá að vera þátt- takandi í þeim breytingum. Reynsla mín sem ræðismanns og aðalræðismanns Spánar hér á landi undanfarin 11 ár kemur mér sjálfsagt til góða, þvi ég hef haft töluverð samskipti við embættis- og stjórnmálamenn og kynnst starfi utanríkisráðuneytisins. Þá er ég viss um að reynsla mín úr viðskiptalífínu reynist mér hagnýt og það kemur sér einnig vel að ég er lögfræðingur að mennt.“ Hvaða verkefni ætlar þú að leggja mesta áherslu á? „Eg hef mikinn áhuga á við- skiptamálefnum og langar til að vinna að því að efla viðskipta- tengsl landanna. Viðskipti þýskra og íslenskra fyrirtækja eru mikil og ganga greiðlega, en ég er full- viss um að enn má auka þau. Þá hef ég áhuga á að auka menning- arsamskipti, en báðir þessir mála- flokkar standa á traustum grunni. Loks verður eitt verkefna minna að vinna að flutningi sendiráðsins frá Bonn til Berlínar, en þar á sendiráðið að taka til starfa árið 199?.“ Á hvaða sviði viðskipta þykir þér vænlegast að efla tengslin? „Ég hef ekki haft tækifæri til að kanna það nákvæmlega, en það er vert að benda á að Þjóðveijar hafa mikinn áhuga á ferðalögum til íslands. í því sambandi má nefna, að á síðasta ári komu 35 þúsund þýskir ferðamenn til ís- íands, fleiri en frá nokkurri annari þjóð. Fjöldi þýskra ferðamanna hefur vaxið ört undanfarin ár og þar er áreiðanlega enn óplægður akur. Vafalaust eru mörg önnur tækifæri til að auka viðskipti milli landanna. Útflutningur okkar þangað er nokkuð einhæfur og áhugavert væri að breikka grund- völl viðskiptanna. í því sambandi má benda á byggingaframkvæmd- ir íslenzkra aðalverktaka og Ár- mannsfells hf. og eignaraðild Út- gerðarfélags Akureyringa að út- gerðarfélagi í Þýzkalandi. Mér sýnist, að þessi íslenzku fyrirtæki hafi tekið þarna mjög athyglisvert og lofsvert frumkvæði." Eru Þjóðverjar frábrugðnir ís- lendingum á einhvem hátt? „Það er margt líkt með þessum þjóðum, en það sem mér finnst helst skilja þær að er hve agaðir Þjóðveijar eru. Hjá þeim er allt í röð og reglu. Báðar eru þjóðimar hins vegar mjög vinnusamar og gera miklar kröfur um að verkin séu unnin vel.“ Hver er afstaða Þjóðverja til íslendinga? „íslendingar hafa löngum notið ►ingimundur Sigfússon fædd- ist í Reykjavík 13. janúar 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum 1959 og lagði stund á nám í viðskipta- fræði við Handelshojskolen í Kaupmannahöfn 1959-1960. Ingimundur lauk lagaprófi frá Háskóla íslands 1967 og hóf þá störf hjá Heklu hf., fyrst aðal- lega við sölumennsku, en síðar sem forsljóri til 1990. Frá 1991 var hann sljórnarformaður Heklu. Ingimundur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, t.d. setið í stjórnum Félags íslenskra stórkaupmanna, Bílgreinasam- bandsins, Verslunarráðs Islands og Vinnuveitendasambandsins. Þá hefur hann verið ræðismað- ur Spánar frá 1983 og aðalræð- ismaður frá 1986. Eiginkona Ingimundar er Valgerður Vals- dóttir og eiga þau tvo syni, Val og Sigfús. mikillar velvildar Þjóðveija. Ég veit ekki hvort á því er einhver ein skýring. Ég held að hluti skýr- ingarinnar sé fom menningararf- ur. Þjóðveijar hafa mikinn áhuga á Eddukvæðum og fombókmennt- um okkar. Þá er líka vert að geta þess, að mjög margir Þjóðveijar hafa lesið bækur Jóns Sveinsson- ar, Nonnabækurnar, sem hafa tví- mælalaust glætt mjög áhuga þeirra á landinu. Þýskir ferðamenn hér á landi eru þess vegna oftar en ekki vel undirbúnir og hafa les- ið sér til um landið fyrir ferðina." Hvernig líst þínum nánustu á flutningana til Þýskalands? „Ég er afskaplega vel kvæntur maður og Valgerður eiginkona mín styður mig með ráðum og dáð. Ég tel enda mjög mikilvægt í starfi sem þessu að makinn standi þér við hlið. Þá má nefna, að fjölskyld- an hefur átt sinn þátt í að und- irbúa mig fyrir starfið, þótt óafvit- andi sé. Þannig ritaði Valur sonur minn doktorsritgerð í sögu um satnskipti Bandaríkjanna og Þýskalands á ámm kalda stríðsins. Hann og yngri sonur okkar, Sigf- ús, sem er viðskiptafræðingur og starfar hjá eignarhaldsfélaginu Hofi sf., styðja mig í nýja starf- inu, sem og systkini mín og aðrir ættingjar.“ Býst þú við að vera í utanríkis- þjónustunni það sem eftir er starfsævinnar? „Ég veit ekki hvað verður, en núna stendur ekki til að vera leng- ur í Þýskalandi en næstu ljögur árin. Ég er núna 57 ára og mér finnst mjög skemmtilegt að geta fengist við þetta verkefni í afmark- aðan tíma og komið svo heim aft- ur. Ég er ekki alfluttur til út- landa, heldur ætla ég að koma heim aftur. Hvað þá tekur við veit ég ekki enn.“ l l l » I » I 6 í I I fi l I I i { \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.