Morgunblaðið - 05.02.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.02.1995, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna stórmyndina Wyatt Earp með þeim Kevin Costner, Denn- is Quaid og Gene Hackman í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ævi fógetans harð- snúna sem fyrir löngu er orðinn ein af þekktustu persónum Villta vestursins Æviferill goðsagnar GOÐSAGAN um Wyatt Earp er ein af þekktustu sögum Villta vestursins, en þessi harð- snúni laganna vörður var uppi á einum mestu róstutímum Banda- ríkjanna. Kevin Costner leikur Wyatt Earp í samnefndri stór- mynd leikstjórans Lawrence Kasdan, en Costner er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Ungur að árum lærði Wyatt Earp af föður sínum að ekkert skipti meira máli en fjölskylda manns og framganga réttlætisins. A þeim umbrotatíma í sögu Bandaríkjanna sem leiddi hann frá vemduðu umhverfi fjölskyld- unnar til óheflaðra lifnaðarhátta Villta vestursins breyttist Earp úr saklausum dreng og ungum manni með ævintýraþrá í harð- gerðan laganna vörð. Á leiðinni til þess að verða goðsögn í lifanda lífi toguðust stöðugt á í honum ævintýraþráin og skyldan gagn- vart fjölskyldunni sem hann hafði í hávegum, en óhagganlegt trygg- lyndið sem hann sýndi bræðrum sínum færði honum bæði fölskva- lausa hamingju og að lokum ómældan sársauka. Earp-fjölskyldan var aðeins ein af mörgum sem freistuðu gæf- unnar í óbyggðum Ameríku með það í huga að setjast þar að og skjóta rótum. Það var ekkert í fortíð Wyatts sem gaf til kynna að hann yrði einhver skelfilegasta skytta vestursins og síðan sá lag- anna vörður sem vakti hvað mesta ógn. Þvert á móti benti flest til þess að hann myndi feta í fótspor föður síns og afa og verða lög- fræðingur eða dómari. För Wyatts frá kornökrunum í Iowa til lögleysunnar sem við- gekkst í vestrinu gekk ekki áfalla- laust. Hann var kvæntur æskuást- DENNIS Quaid fer með hlutverk spilasjúka tann- læknisins Doc Holliday. inni sinni, lagði stund á laganám og var ákveðinn í því að dveljast í Missouri og stofna þar fjöl- skyldu. En skyndilegt dauðsfall hinnar kornungu konu hans svipti honum á þá braut sem hann gat ekki snúið af. Hann settist fyrst að í Wichita, síðan í Dodge City, þá Kansas og loks Tombstone í Arizona. Wyatt hafði bræður sína með í för og ætlaði hann í fyrstu að leggja stund á viðskipti með WYATT Earp öðlaðist fljót- lega frægð fyrir að vera harður í horn að taka. þeim og byija lífið upp á nýtt. í Kansas giftist hann annarri konu sinni, Mattie, en þar bar hann í fyrsta sinn stjörnu fógeta. Öðlað- ist hann fljótlega frægð fyrir að vera harður í horn að taka á sviði löggæslunnar, og í Kansas hófst vinátta hans og Doc Holliday (Dennis Quaid), sem var tann- læknir og forfallinn fjárhættuspil- ari. Skömmu síðar kvæntist Wy- att svo þriðju konunni, en það var glæsileg ævintýramannsekja að nafni Josie. Margir töldu Doc Holliday vera hættulegan og kaldrifjaðan morð- ingja, en hann varð einn traust- asti bandamaður Wyatts og sá eini utanaðkomandi sem gekk til liðs við þá Earp-bræður í al- ræmdri viðureign við bófaklíkur tvær, sem átti sér stað í O.K. Corral. Þar var um að ræða byssu- bardaga sem átti rætur að rekja til hefndarþorsta og þykir hann eitt klárasta dæmið um lagavörslu í Villta vestrinu. Viðureign þessi tryggði Wyatt Earp ódauðleika í sögu Bandaríkjanna sem fulltrúa hinna harðsnúnu og öguðu manna Villta vestursins sem komu skikki á upplausnarástandið sem þar ríkti, en fyrir það varð hann að gjalda dýru verði, þar sem bræður hans féllu í valinn. í kjölfar bar- dagans breytti Wyatt Earp svo um lífsmáta og reyndi upp frá því að lifa í sátt við sáran bræðramissinn. í Wyatt Earp eru fjöldi þekktra andlita í aðalhlutverkum sem aukahlutverkum. Sem fyrr segir leikur Dennis Quaid Doc Holliday, en með annað stórt hlutverk fer Gene Hackman, sem leikur Nic- holas Earp. Þá fer Isabella Rossel- ini með veigamikið hlutverk og sömu sögu er að segja um þá Mark Harmon, Michel Madsen, Bill Pullman og JoBeth Williams. v’- '' WtBP » EARP-bræðurnir halda uppi löggæslu á róstutímum Villta vestursins. KEVIN Costner hefur ekki aðeins skipað sér sess sem einn vinsælasti leikari sam- tímans í Hollywood, heldur er hann einn- ig óskarsveðlaunahafi sem framleiðandi og leikstjóri stórmyndarinnar Dances with Wolves, sem hann gerði 1990. Vann myndin til sjö óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu leiksljóm og sem besta mynd ársins. í Wyatt Earp tekur Costner á nýjan leik höndum saman við leikstjórann Lawr- ence Kasdan, en hann var framleiðandi The Bodyguard sem Costner lék í á móti Whitney Houston, en Kasdan skrifaði einnig handritið að þeirri mynd. Samstarf þeirra félaga byijaði hins vegar þegar Costner fór með hlutverk í The Big Chill, sem Kasdan leikstýrði. Þáttur Costners í myndinni lenti hins vegar á gólfinu í klippiherberginu. Costner hefur leikið í mörgum aðsókn- armestu myndum síðasta áratugar, og má þar m.a. nefna JFK, Robin Hood og Field of Dreams. Hann er fæddur í Kali- forníu þar sem hann útskrifaðist úr menntaskóla með viðskiptafræði sem að- algrein, en fljótlega að loknu námi hóf hann leiklistarnám í kvöldskóla. Costner sást fyrst á hvíta tjaldinu árið 1981 í mynd sem hét Shadows Run Black og næstu ár lék hann hlutverk í myndunum Night Shift og Chasing Dreams og fór með smárullu í myndinni um ævi leikkon- unnar Frances Farmer, árið 1983, þar sem Jessica Lange var í aðalhlutverki. Arið 1983 fór hann með aðalhlutverk í Stacy’s Knights. Allt fram yfir gerð þeirrar mynd- ar vann Costner aukavinnu sem sviðssljóri Costner og Kasdan saman á ný í kvikmyndastúdíói til að hafa í sig og á. Mynd Lawrence Kasdan, Big Chill, var ákveðið bakslag á ferlinum árið 1983 því þar sluppu atriði með honum ekki í gegn- um klippingu. Kasdan gaf Costner þó síð- ar tækifærið sem réð úrslitum fyrir hann, það bauðst í vestranum Silverado og myndin American Flyer fylgdi í kjölfarið og eftir næstu mynd þar á eftir, The Untouchables, var farið að tala um Kevin Costner sem stórstjörnu. Ótalin eru aðal- hlutverk hans í No Way Out, Bull Durham og Revenge. í Perfect World þar sem Costner fór með aðalhlutverk á móti Clint Eastwood fór hann svo í fyrsta sinn með hlutverk skúrks í kvikmynd. Um þessar mundir er svo Costner að beijast við að koma saman dýmstu kvik- mynd allra tíma, Waterworld, en búist er við að hún verði frumsýnd síðar á þessu ári. Sískrifandi frá unga aldri Nafn Lawrence Kasdan er að finna sem einn handritshöfunda þriggja af mest sóttu kvikmyndum allra tíma, en það eru myndimar Raiders of the Lost Ark, The Empire Strikes Back og Retum of the Jedi. Þá á hann að baki fimm kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt auk þess að vera höfundur handrits, en það em Body Heat, The Big Chill, Silverado, The Accidental Tourist og Grand Canyon. Strax á unga aldri vaknaði áhugi Kas- dans á skapandi skrifum og var hann hvattur óspart áfram á þeirri braut. Hann stundaði nám við Michigan-háskóla í ensk- um bókmenntum og síðar lauk hann meist- aragráðu í kennslufræðum, en síðan tóku við fimm ár þar sem hann starfaði sem textahöfundur á auglýsingastofu í Detro- it. Samhliða því skrifaði hann kvikmynda- handrit án afláts sem hann reyndi að selja og það tókst honum í sjöttu tilraun og var þar um að ræða handritið að The Bodyguard. Næsta handrit hans, Contin- ental Divide, rataði svo á hvíta tjaldið og fór John Belushi með aðalhlutverkið í þeirri mynd, en hún vakti athygli Steven Spielberg sem kynnti Kasdan fyrir George Lucas og var það upphafið að samstarfi þeirra. Fyrsta kvikmyndin sem Kasdan leik- stýrði sjálfur var Body Heat með William Hurt og Kathleen Turner í aðalhlutverk- um, en þau voru þá nánast óþekkt. Síðan hefur hver myndin fylgt í kjölfar annarr- ar hjá þessum afkastamikla kvikmynda- höfundi. Engin þeirra hefur hins vegar notið jafn mikilla vinsælda og The Body- guard, sem gerð var eftir fyrsta handrit- inu sem hann seldi, en hún skilaði rúm- lega 400 milljónum dollara í kassann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.