Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 25 GRÉTAR INGIMUNDARSON + Sigurður Grétar Ingimundarson fæddist í Borgar- nesi 28. febrúar 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 27. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingi- mundur Einarsson, f. 21. mars 1898, d. 4. febrúar 1992, verkamaður í Borgarnesi, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir, f. 21. júlí 1893, d. 7. febrúar 1977. Grétar var fjórði í röð sex bræðra. Þeir eru Guð- mundur, kvæntur Ingibjörgu Eiðsdóttur, Borgarnesi, Einar, kvæntur Giselu Steffen, Borg- arnesi, Steinar, kvæntur Sig- rúnu Guðbjarnadóttur, Borgar- nesi, Ingi, kvæntur Jónínu Björgu Ingólfsdóttur, Borgar- nesi, Jóhann, fyrrverandi eigin- kona Þorbjörg Þórðardóttir, Reykjavík. Grétar kvæntist 15. nóvember 1958 Ingigerði Jóns- dóttur, f. 22. september 1939 í FREGNIN um andlát Grétars Ingi- mundarsonar kom ekki á óvart. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um skeið. Engu að síður koma slíkar fregn- ir manni alltaf með nokkrum hætti að óvörum, enda þótt ljóst sé að til þeirra !oka dragi sem öllum eru búin. Grétar Ingimundarson var borinn og barnfæddur Borgnesingur, einn þeirra sex ötulu sona, sem hjónin Ingimundur Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir lögðu Borgarnesi til og átt hafa sinn drjúga þátt í uppbyggingu blómlegs bæjarfélags. Þegar sá sem þetta ritar fór að eiga erindi í Borgarnes vegna fram- boðsmála Alþýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi á árunum 1977-78 hófust kynni okkar Grétars. Marga stund ræddum við saman á vistlegu heimili hans og Ingigerðar Jóns- dóttur konu hans, sem voru sam- hent í stuðningi sínum við réttlætis- hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Það átti Grétar reyndar ekki langt að sækja, því faðir hans var einn af stofnendum fyrsta verkalýðsfélags- ins í Borgarnesi og þar í framvarð- arsveit um langt skeið. Það er ekki ofsagt að Grétar Ingimundarson hafi verið jafnaðar- maður af lífi og sál, því það var hann sannarlega. Hann var vakinn Hjörsey á Mýrum. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson og Margrét Sigur- björnsdóttir, ábú- endur í Hjörsey. Börn Grétars og Ingigerðar eru: Margrét, f. 12. febrúar 1958, gift Bjarna Guðjóns- syni, þau eiga þijú börn; Ingimundur Einar, f. 8 júní 1959, sambýliskona Björk Ágústsdóttir, þau eiga þijú börn; Sigurbjörn Jóhann, f. 22. júní 1962, sambýliskona Elín Bára Karlsdóttir, þau eiga þijú börn. Grétar lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum Bifröst 1958. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við ýmis störf fram yfir 1980 og eftir þann tíma sinnti hann ýmsum verk- efnum fyrir aðra og á eigin vegum. Utför Grétars fór fram í kyrrþey frá Borgarneskirkju 3. febrúar. og sofinn yfír velferð Alþýðuflokks- ins og tók nærri sér þegar honum fannst ómaklega að flokknum og forystu hans vegið. Þegar kosning- ar voru annars vegar dró hann hvergi af sér og var þá vissulega betri en enginn. I aðdraganda einna kosninga höfðum við Gunnar Már Kristófersson, sem þá skipaði annað sæti framboðslistans í kjördæminu, bækistöð á jarðhæðinni hjá þeim Ingu á Böðvarsgötu 1. Þar var ekk- ert talið eftir. „Minnstu ekki á það elskan mín,“ sagði hann ef við vor- um eitthvað að malda í móinn að of mikið væri fyrir okkur haft, en „elskan mín“ var gjaman orðtak hans við þá sem honum stóð ekki alveg á sama um. Síðastliðið sumar heimsótti ég Grétar í Borgarnes. Þá tókum við töm á landsmálunum, en áhuginn og eldmóðurinn var allur á sínum stað þótt líkamlega getan til póli- tískra starfa væri ekki sem áður. Grétar Ingimundarson lagði gjörva hönd á margt um ævina og lauk miklu dagsverki, þótt hann væri héðan kvaddur á sextugasta og fyrsta aldursári og ætti enn mörgu ólokið. Þegar leiðir okkar lágu saman var hann yfirmaður bifreiðaverkstæðis Kaupfélags Borgfírðinga. Síðar stýrði hann verkstæði Ræktunarsambandsins og loks stóð hann fyrir því nýmæli sem var saltfískverkun í Borgar- nesi. Þótt síðastnefnda fyrirtækið gengi að lokum ekki eins og til var ætlast var þar ekki um að kenna atorkuskorti stjórnandans heldur komu þar aðrir hlutir til. Grétar var víkingur til verka sem lét sér enga erfiðleika vaxa í augum. Sem yfir- maður var hann stoð og stytta sinna manna og óþreytandi að leita leiða til að greiða götu þeirra sem lent höfðu í erfiðleikum eða áttu í úti- stöðum við kerfið. Þeir eru margir sem eiga honum þakkarskuld að gjalda. í Borgarnesi sakna ég nú vinar í stað. Þar verður tómlegra um að fara én áður var'. Að leiðarlokum lifir minningin um góðan dreng, sem ekki aðeins studdi hugsjónir jafnaðarstefnunnar, heldur líka lifði eftir þeim, sem er öllu sjaldgæfara. Við Eygló sendum Ingu og börn- um þeirra þremur og þeirra fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Grétars Ingimundarsonar: Eiður Guðnason. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Elsku afí okkar er dáinn. Við söknum þess svo að geta ekki farið í heimsókn til afa og talað við hann. Það var alltaf gott að tala við afa ef eitthvað var að. Hann gerði alltaf gott úr öllu því að hann var svo góður maður. Afi fylgdist alltaf vel með áhugamálum okkar og hvemig okkur gengi í skólanum. Við fórum stundum með ömmu og afa niður að Ökrum til að tína egg eða steina. Þá fórum við með nesti og sátum svo saman og borðuðum og afi sagði okkur frá gömlu dögunum. Eftir að afi veiktist þá fórum við oft að heimsækja afa. Hann átti mikið af steinum sem hann hafði safnað í fjörunni á Ökrum. Þá sát- um við með honum og skoðuðum þá. Og við hjálpuðum afa að flokka frímerki sem hann hafði safnað. Afa fannst svo gott þegar við sátum við rúmið hans og héldum í höndina á honum. Við þökkum afa fyrir allar góðu stundimar og við munum aldrei gleyma honum. Við biðjum guð að láta afa líða vel á himnum. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Afabörnin. FRIÐGEIR SUMARLIÐASON + Friðgeir Sum- arliðason fædd- ist í Kópavogi 10. ágúst 1966. Hann lést í Reykjavík 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs-. kirkju 16. janúar. Daprast lög allra linda, lífsins fagra raust. Nístir næðingur vinda, nú er komið haust. Ægir gránar í geði, grettist hrannarslóð. Svæfir sumarsins gleði síðhaustsins döpru ljóð. Bitur frostin blómum granda, bárur ymur þungt við sanda haustóns harmalag. Fölnuð blöð af björkum detta, brimið skellur upp við kletta og kveður kaldan brag. Myrkra bæta mun bölið birtan frá í vor. Misdjúpt marka í fölið mannanna fótaspor. (Sumarlína Dagbjört) Þegar ég frétti lát míns kæra vinar, F'riðgeirs Sumarliðasonar, fann ég fyrir svipuðum dapurleika innra með mér og kemur fram í ljóðinu hennar ömmu minnar um haustið. Ég dreg í efa að ég eigi eftir að kynnast eins góðum vini eins og hann var. Um ævina kynnist maður mörgu fólki sem hefur mis- mikil og misjöfn áhrif á mann. Sömuleiðis verða sumir samferða- menn eftirminnilegri en aðrir. Ég kynntist Geira í Flataskóla í Garðabæ, þá aðeins sjö ára gamall, og urðum við strax óaðskiljanlegir-vinir. Þær eru marg- ar minningarnar sem ég á frá æsku- árunum og gæti ég skrifað heila bók um strákapör okkar Geira í Garðabænum. Sjómennska heillaði Geira frá unga aldri og fór hann til sjós aðeins sextán ára gamall. Undi Geiri þar hag sínum vel enda með sjómannsblóð í æðum. Það er öllum nauðsynlegt að eiga góðan vin og ég var það heppinn að eiga þó þessi fáu ár með Geira. Minningamar eigum við öll. Þær verða ekki teknar frá okkur. Ég vil votta aðstandendum mína dýpstu samúð og Guð styrki ykkur öll á þessari sorgarstundu. Ólafur Garðarsson. Lokað Vegna jarðarfarar PÉTURS GUÐJÓNSSONAR, rakara, sem fer fram frá Bústaðakirkju mánudag- inn 6. febrúar kl. 10.30, vérða stofur félagsmanna lokaðar frá kl. 10-12. Meistarafélag hárskera. t Alúðarþakkir öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og heiðr- uðu minningu konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FAIMNEYJAR REYKDAL. Einnig þökkum við starfsliði deildar 11 A og B í Landspítalanum fyrir umönnun þeirra í löngum veikindum hennar svo og samsjúkl- ingum hennar þeirra hlut. Vigfús Magnússon, Kristin Vigfúsdóttir, Finnur Ingólfsson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Hafliði Helgason, Ástríður Vigdfs Vigfúsdóttir, Arnar Bjarnason, Fanney Finnsdóttir Ingi Þór Finnsson, Hulda Finnsdóttir, Vigdís Hafliðadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og ú'tför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR SVEINSDÓTTUR, áðurtil heimilis í Krókatúni 15, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Helgi Jónsson, Björg Karlsdóttir, Sveinn Jónsson, María Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Vilhjálmur Þór Guðmundsson, Rósa Jónsdóttir, Óskar Þórðarson, - barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Vegna útfarar PÉTURS GUÐJÓNSSONAR, rakara, verða eftirtalin fyrirtæki lokuð mánudaginn 6. febrúar milli kl. 10 og 12: Árni Höskuldsson, gullsmiður. Blóm og grænmeti. Bólstrun Asgríms. Carl A. Bergmann, úrsmiður. Gull & demantar. Guðmundur Þorsteinsson, Ólafur G. Jósefsson, gullsmiðir. Kornelíus Jónsson, úrsmiður. Kúnígund. Lára, gullsmiður. María Lovísa, fatahönnuður. Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús. Tösku & hanskabúðin. Úrsmiðir Grétar Helgason og Helgi Sigurðsson. Lokað Vegna jarðarfarar EINARS H. HJARTARSONAR verður embættið lokað mánudaginn 6. febrúar 1995 frá kl. 13.00 til 15.00. Embætti ríkisskattstjóra. Lokað Vegna útfarar EINARS H. HJARTARSONAR, rann- sóknarfulltrúa, verður skrifstofa embættisins lokuð frá kl. 13.00-15.30 mánudaginn 6. febrúar nk. Skattrannsóknarstjóri ríkisins. £ FOSSVOGI _ Pegar andlat ber áð höndum Utfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.