Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 33 í DAG BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson „Veik spil spilist varlega" er máltak sem spilarar þekkja vel og vita að á við rök að styðjast. Hér er ann- að, minna þekkt, en ekki síður mikilvægt: „Ný spil stokkist vandlega!“ Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ - V 765432 ♦ ÁG1098 ♦ KD Vestur Austur ♦ Á8765432 ♦ - ♦ - Hllil V ÁKDG1098 ♦ KD 111111 ♦ - ♦ G109 ♦ 765432 Suður ♦ KDG109 ♦ - ♦ 765432 ♦ Á8 Sl. miðvikudagskvöld hófst sveitakeppni hjá Bridsfélagi Reykjavíkur og voru spilin handgefin, aldrei þessu vant. En svo vildi til að stjórn félagsins hafði endurnýjað spilakostinn og sett ný spil í bakkana. Þeg- ar ný spil eru gefín illa stokkuð, getur tvennt gerst: Annaðhvort verður skipt- ingin marflöt eða fjallbrött. I leik Tryggingamiðstöðv- arinnar og Landsbréfa gleymdist hreinlega að gefa tvö spil. Annað þeirrá er spilað að ofan. A báðum borðum var opnað á 4 spöð- um í vestur og síðan upp- hófst mikið fjör. í opna salnum voru Jón Baldursson og Sverrir Ár- mannsson í AV gegn Páli Valdimarssyni og Ragnari Magnússyni í NS: LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í formála minningar- greina um Lórenz Hall- dórsson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu á föstudag var eiginkona Lórenz, Að- alheiður Antontsdóttir, ranglega sögð Halldórs- dóttir. Þetta leiðréttist hér með. Pennavinir FRÁ Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á útivist, bókmenntum, ferðalögum og tónlist: Marian Andoh Kes- son, P.O. Box 922, Oguaa District, Ghana. TVÍTUG Ghanastúlka með áhuga á kvikmynd- um, tónlist og dansi: Jane Quansah, P.O. Box 124, Agona Swedru, Ghana. Vestur Norður Austur Suður J.B. R.M. Si. P.V. 4 spaðar 4 grönd Dobl 5 tíglar Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass 5 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Vörain missteig sig (spðaði ekki upp á stytt- ing) og Sverrir gat aöeins tvo slagi á ÁK í lauí: 850 í AV. í lokaða salnum sátu Bragi L Hauksson og SigtryggurSigurösson í AV gegn Gutaundi P. Amarsyni og Mátd Jónssyni í NS: Vestur Norður Austur Suður S.S. ÞJ. B.LH. G.P.A. 4 spaðar 5 grönd Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Dobl 7 tígiar Dobl Allir pass Sjö tíglar fóru auðvitað einn niður, 100 í AV. Sagnir á báðum borðum bera það með sér að menn eru ekki vanir að eiga við skrímsli af þessu tagi. En af hveiju er svo víst að gleymst hafi að stokka spilið? Raðimar í öllum litum segja sína sögu, en þess fyr- ir utan kom upp annað spil í sama leik sem var nánast alveg eins. Þá átti norður nákvæmlega eins spil og vestur hér að ofan, nema í öðrum litum (KD-G109- eyðu-Á8765432). /\ÁRA afmæli. í dag, Q\j5. febrúar, er sextug- ur Kristján Heimir Lárus- son, framkvæmdastjóri, Kársnesbraut 92, Kópa- vogi. Eiginkona hans er Sigurlaug E. Björgvins- dóttir, hjúkrunarfræð- ingur. Þau hjónin taka á móti gestum í Oddfellow- húsinu milli kl. 16-18 í dag, afmælisdaginn. að hafa einhvern ÞEGAR ég segi brosa, sem þjónar þér þá átt þú að brosa. TM Reg. U.S. Pal. Ötl. — all nghts reservad (c) 1994 Loa Angetes Times Syndicote HÖGNIHREKKVÍSI .. l//£> R'AkUM&r Si/o ’a þessA n'auhga 'A PÚtNBTUMSU " ORÐABÓKIIM Beð - Beður Of oft ber á því í fjöl- miðlum, rituðum sem töluðum, að menn rugla saman orðum og merk- ingum þeirra. Kemur þetta fram í ýmsum myndum, svo sem rangri notkun kynja og tölu orða. Jafnvel þarf ekki alltaf að fara út fyrir það blað, sem þess- ir pistlar birtast í, til þess að finna orðum mínum stað. Er slíkt að vonum óheppilegt, þar sem stærsta og út- breiddasta blað þjóðar- innar nær augum margra, sem gætu hald- ið þetta rétt mál. í þess- um pistli og hinum næstu verða tekin dæmi til sönnunar máli mínu. Ofangreind fyrirsögn höfðar til fréttar, sem birtist í Mbl. 24. jan. sl. og Ijallaði um lát ætt- móður Kennedy-fjöl- skyldunnar. Þar segir svo m.a.: „Við banaðeðid voru fjögur barna Rose...“ Hér hefur blm. ruglað saman hk. no. beð og kk. no. beður, en merking þeirra er geró- lík, svo sem flestir munu enn vita. Því er þessi ruglingur ekki afsakan- legur. Ekki þarf annað en fletta upp í orðabók- um til þess að komast að hinu rétta. Beð er alþekkt um reit í mat- jurta- eða blómagarði, en svo er það sums stað- ar haft um des í hey- garði. Beður er aftur á móti rúm eða ból, og þar af eru dregin orð eins og banabeður og dán- arbeður. Og þau orð áttu heima í ofangreindri frá- sögn. Því hefði átt að standa í téðri frásögn: Við banabeðinn voru fjögur barna Rose. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þótt þú getir verið þver hefur þú góðan skilning á þöifum annarra. Hnítur (21. mars - 19. apríl) Þótt tillögur þfnar fái ekki góðar undirtektir í vinnunni bíður þín aukinn frami. Þú getur gert góð kaup í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú gengur frá lausum endum heima í dag og eyðir efasemd- um sem upp koma milli ást- vina. Vinafundur bfður þín í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20.júní) Þvermóðska getur valdið þér vandræðum í dag. Leiktu þér ekki að eldinum. Nýttu tæki- færi sem gefst til að eignast nýja vini. Krdbbi (21. júní — 22. júlí) Hfí6 Þú átt erfitt með að koma hugmyndum þínum á framfæri í dag. Láttu það ekki á þig fá, því betri tíð er framundan. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Góð samskipti við unglinga í dag opna augu þín fyrir þörf- um þeirra. Hafðu ástvin með í ráðum áður en þú tekur ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. september) <$í$ Ástvinir vinna að því að koma áformum sínum í framkvæmd í dag og leysa smá vandamál saman. Bjóddu heim vinum f kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur auknum skyldum að gegna heima í dag, og með góðri aðstoð fjolskyldunnar tekst þér að leysa þær vel af hendi. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) HjjS Félagi úr vinnunni er eitthvað afundinn í dag og þarfnast skilnings. Láttu ekki fjármálin valda illdeilum í kvöld. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Ef þú ætlast til of mikils af vini getur þú orðið fyrir von- brigðum í dag. En þér tekst að finna góða lausn á vanda- máli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu ekki með óþarfa áhyggj- ur út af vinnunni í dag. Njóttu þeirra tækifæra sem bjóðast til að blanda geði við aðra. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ágreiningur við ættingja getur dregið úr áhuga þínum á sam- kvæmislífinu. En þú ættir að bjóða ástvini út í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ástvinir taka mikilvæga ákvörðun varðandi sameigin- Iega hagsmuni. Þú tekur að þér hlutverk sáttasemjara i deilum ættingja. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staó- reynda. Det Nodvendige Seminarium ■ l)anmnrlri ■ getur enn tekið inn 3 íslenska ■ l/aillllUíKII NEMENDUR HINN 1. SEPT. 1995 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörgum skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asfu. • 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn í Reykjavík laugard. 11. febrúar kl. 16 á Hótel islandi, Ármúla 9,108 Reykjavík. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá eða sendu símbréf og fáðu baekling áður en kynningarfundurinn er haldinn. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg Sími 00 45 43 99 55 44, simbréf 00 45 43 99 59 82. Ódýrir frystigámar til sölu Höfum til sölu nokkra vel með farna 40 feta frystigáma á mjög hagstæðu verði. Einnig 20 feta frystigáma, 20 og 40 feta þurrgáma, einangraða gáma, hálfgáma o.fl. Leigjum einnig út ýmsar gerðir af gámum og vinnuskúrum til lengri eða skemmri tíma. Gámarnir eru tii sýnis á athafnasvæði okkar við suðurhöfnina í Hafnarfirði. HAFNARBAKKI Sími 652733m fax 652735, Hafnarfirði. Framtalsaðstoð - skatttrygging Get bætt við mig einstaklingum með og án reksurs. Innifalið í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging, en hún felst í því að framteljandi hefur með einu gjaldi í upphafi greitt fyrir: 1. Framtalsaðstoð. 2. Skattútreikning. 3. Svör við hvers konar fyrirspurnun frá skattyfirvöldum. 4. Kærur tii skattsjóra og æðri yfirvalda. 5. Munnlegar upplýsingar um skatta- mál viðkomandi allt árið 1995. Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á skrifstofu minni kl. 9-17 alla virka daga. Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratuga reynslu undirritaðs meðan færi gefst. Skattaþjónustan s/f Bergur Guðnason, lidl., Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík, súni 568-2828, fax. 568-2808.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.