Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Erum eins og sökkvandi maður Sænska velferðarkerfíð er gjaldþrota en niður- skurðarhugmyndir jafn- aðarmanna mælast mis- jafnlega fyrir. Svíar standa frammi fyrir áður óþekktum vanda á sama tíma og þeir hefja þátt- töku í Evrópu sambandinu. Sigrún Davíðsdóttir sótti sænska áhrifamenn og sérfræðinga heim, þeirra á meðal Monu Sahlin varaforsætisráðherra. MONA Sahlin er bæði vara- forsætisráðherra og vara- formaður sænska Jafnað- armannaflokksins, auk þess sem hún er jafnréttisráðherra. Hún verður 38 ára innan skamms, er fulltrúi nýrrar kynslóðar innan flokksins og talar meðal annars óhikað um að velferðarkerfinu sé ekki hægt að halda óbreyttu. Skýr málflutningur hennar, skelegg af- staða og látlaus framkoma hefur aflað henni vinsælda. Innan flokks- ins gengur hún næst Ingvari Carls- son forsætisráðherra og flokks- formanni og er iðulega nefnd sem hugsanlegur arftaki hans. Carls- son, sem er sextugur síðan í haust, hefur ekki látið neitt uppi um hve- nær hann hyggist segja af sér, en rætt er um að hann muni láta af flokksforystunni á kjörtímabilinu, ef samstaða næst um eftirmann. Fyrir þingkosningarnar í haust talaði Mona Sahlin óhikað um að gömlu dagarnir, þegar flokkurinn færði kjósendum stöðugar gjafir, væru liðnir. Orð hennar um gjafirn- ar vísuðu til þess að áður fyrr kall- aði flokkurinn sig „Fiokk hinna góðu gjafa“. Boðskapur hennar mæltist misvel fyrir og nú, þegar stjórn jafnaðarmanna hefur lagt fram fjárlagafrumvarp með mikl- um niðurskurði, meðal annars í félagsmálageiranum, hefur flokk- urinn misst nokkurra prósenta fylgi, samkvæmt nýjum skoðana- könnunum. En viðvörunarorð Monu Sahlin eru hlaðin örvænt- ingu. „Það ræðst á næstu þremur til fjórum árum hvort við höldum velferð okkar eða glötum henni.“ En velferðarkerfinu verður að breyta og Sahlin hikaði ekki, þegar fréttaritari Morg- -------------------- unblaðsins hitti hana í gn velferðar Stokkhólmi fyrir skömmu. „Gömlu dag- arnir eru liðnir og þeir koma ekki aftur.“ Nýir ””" tímar eru gengnir í garð og að hluta til einnig innan Jafnaðar- mannaflokksins. MONA Sahlin. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir INGVAR Carlsson forsætisráðherra og Margareta Winberg landbúnaðarráðherra fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu. Mona Sahlin, næstráðandi Carlssons, telur stjórnmálaflokkana í Svíþjóð hafa brugðist er inntak aðildarinnar var kynnt fyrir almenningi. kerfinu verður að breyta en fylgið mest í Stokkhólmi og nágrenni og á Skáni, ungt fólk var meira á móti en eldra fólk, lang- skólamenntað fólk hliðhollara aðild en lítið menntað eða ómenntað fólk. En hvernig túlkar Mona Sahlin nið- urstöðuna? „Það er engin ein skýring á henni, en ef litið er á þjóðarat- kvæðagreiðslur um ESB í öðrum löndum, þá er niðurstaðan.hér hlið- stæð þeim. Hvað Svía varðar þá held ég að mjög sé við okkur jafn- aðarmenn að sakast að ekki tókst að vinna aðild meira fylgi, því við tókum svo seint ákvörðun um að styðja aðild. Talsmenn Hægri- ________ flokksins og önnur íhald- söfl höfðu talað ákaft fyrir aðild, ásamt at- vinnurekendum. ESB- aðild virtist því lengi vel sérstakt áhugamál hægri manna og einkamál þeirra. Sjálf Uppúr 1970 hugleiddi Olof Palme þáverandi leiðtogi jafnaðarmanna inngöngu í Efnahagsbandalagið, en hún þótti þá ósamræmanleg hlut- leysisstefnu Svía. Nú hafa Svíar kosið sig inn í Evrópusambandið með fimm prósenta meirihluta, sem var minni munur en stefndi í fyrir tveimur árum. Og skiptingin var skýr, þannig að dreifbýlið var gegn aðild, andstaðan var mest í norðri, hef ég slæma samvisku vegna sei- nagangs jafnaðarmanna. Það hef- ur tekið of langan tíma að snúa umræðunni frá hægri og vinstri togstreitu. Niðurstaðan í Svíþjóð leiddi í ljós sömu skiptingu og viða annars staðar, þannig að það eru þeir lang- skólagengnu sem styðja aðild, þeir sem kunna tungumál og geta séð fyrir að þeim gagnist þeir mögu- Ieikar, sem ESB býður upp á. Þeim sem búa úti á landsbyggðinni finnst kannski nógu langt til Stokkhólms, hvað þá að þurfa að bera sín mál undir einhveija í Brussel. Þeir voru á móti aðild og sömuleiðis þeir sem hafa litla menntun. Meðal andstæðinga fer saman að þeir hvorki eygja per- sónulegan ábata að aðild, né átta sig á þeim breytingum, sem hafa orðið í heiminum undanfarin ár. Hjá þeim gætti einnig ótta um að Svíar gætu ekki lengur stjórnað velferðarmálum sínum, sem er auð- vitað misskilningur. Um leið og þessi ákvörðun stóð fyrir dyrum, hrönnuðust okkar eigin vandamál upp og voru gjarnan tengd ESB. En slæm efnahagsstaða Svía er okkur sjálfum að kenna, ekki ESB. ESB-aðild, en þó einkum aukin alþjóðleg samskipti, neyða okkur Svía eins og aðrar þjóðir til að halda öðruvísi á málum en áður, því við höfum til dæmis ekki leng- ur sömu stjórn á efnahagsmálum og áður, vegna áhrifa hins alþjóð- lega peningamarkaðar. Það er blekking að halda að við getum viðhaldið óbreyttum aðstæðum, en við getum vonast til að við höldum samkennd með þeim sem minna mega sín. Það þarf fortölur og nýtt innihald í málflutninginn og þessa leitum við í Jafnaðarmanna- flokknum nú, um leið og við reyn- um að verjast þrýstingnum frá markaðnum. Þetta er stórt verk- efni, það stærsta sem Svíar hafa staðið frammi fyrir, og landið hef- ur aldrei verið svo hætt komið.“ Allir ættu að hafa slæma samvisku Hvað áttu vicf með nýju innihaldi og hverjum augum líturþú horfurn- ar í Svíþjóð á næstu árum? „Næstu þijú til fjögur árin ráða einfaldlega úrslitum um hvort okk- ur tekst að halda þeirra velferð, sem við höfum búið við undanfarna áratugi. Það er erfitt að skýra út fyrir almenningi hversu illa stödd við erum. Segja má að við séum eins og sökkvandi maður, þar sem aðeins önnur nösin er enn ________ ofan vatns. Því ríður nú á að ræða hvað mestu máli skiptir að halda í. Við get- um ekki látið eins og ekk- ert hafi í skorist. Fyrir mitt leyti kýs ég að hafa skóla- kerfi, heilbrigðiskerfi og barna- umönnun sem öflugasta, en skera niður í bótakerfinu. Ef þessi þijú svið væru í góðu lagi eftir tíu ár væri ég ánægð. Það er enn of snemmt að segja- um hveijar undirtektir þessi boð- skapur hlýtur meðal almennings, en kosningabaráttan í haust gaf mér tækifæri til að skýra stöðuna og ég trúi ekki öðru en að við náum eyrum fólks. Höfuðmælikvarðinn á frammistöðu stjórnarinnar verður þó hvort okkur tekst að draga úr atvinnuleysinu. Takist það ekki hljótum við jafnaðarmenn harðan dóm.“ / kjölfar þingkosninganna var talað um að Svíar væru haldnir áberandi fortíðarþrá, þrá eftir þeim tíma, þegar þeim gekk allt í hag- inn. En sá tími er væntanlega liðinn fyrir fullt og allt? „Já, hann kemur ekki aftur, bæði af því að Svíþjóð er tengd umheiminum og eins af því velferð- arkerfið er í lægð. Fjármálaráðherr- ann hefur ekki lengur einn tökin á sænskum efnahagsmálum, heldur kannski einhver verðbréfasali í London. Þetta eru staðreyndir nú- tímans og þær geta verið almenn- ingi torskildar. Hvað varðar efnahagsstöðu Svía þá er einfalt mál hvað gerist, þegar einstaklingur hefur keypt yfir sig, lifað og tekið lán um efni fram. Þá er að vinna meira og skera niður útgjöldin. Sama gildir fyrir ríkið, svo við þurfum ekki að taka lán upp á 200 milljarða sænskra króna árlega. Eftir á er auðvelt að sjá að lána- stefnan stóð of lengi yfir. Bæði jafn- aðarmenn og borgaraflokkarnir tóku of lengi of há lán og það hefð- um við átt að sjá fýrr. Allir ættu að hafa slæma samvisku, ekki að- eins stjórnmálamennirnir, heldur einnig atvinnurekendur og launþeg- ar, en allir voru væntanlega jafn vongóðir að brátt rættist úr. Svíþjóð var líka alltaf hátt skrifuð í alþjóð- legu mati á efnahagsmálunum, svo einnig það villti fyrir. Nú höfum við brugðist við og þá með niður- skurði og þá refsa kjósendur okk- ESB: pólitískur mótleikari markaðsaflanna - Hvernig hafa sænskir jafnaðar- menn hugsað sér að nýta ESB- aðildina og hver verða sænsku áhersluatriðin á ríkjaráðstefnunni 1996? „Fyrir tíu árum var atvinnuleysi ekki rætt innan gamla Efnahags- bandalagsins, en nú er það efst á blaði innan Evrópusambandsins eftir að það var sett á oddinn í kjölfar Maastricht-samkomulags- ins. Það segir nokkuð um þá mögu- leika, sem liggja í ESB-samstarf- inu, enda eru margir þeirra, sem voru á sínum tíma tortryggnir á gamla Efnahagsbandalagið, óðir af hrifningu yfir ESB. Það er ekki nóg að treysta á að uppsveiflan ein dragi úr atvinnuleysi. Fleira verður að koma til, en það er best að sjá til eftir tíu ár hvort árangur næst. Fyrst og fremst verður að hafa í huga að atvinnuleysi er dýrt og það getur leitt af sér þjóðfélags- lega sundrung og átök. ESB er svo nýtt umræðuefni fyrir okkur jafnaðarmenn að við erum ekki komin neitt að ráði af stað með umræður um hvernig við æskjum þess að ESB þróist. Mikil- vægast er að reyna að skilja á milli þess sem einstök lönd leysa best sjálf af hendi og svo þess, sem best fer á að leysa í sameiningu. Undir það síðastnefnda falla tví- mælalaust málaflokkar eins og at- vinnuleysi, umhverfismál, jafnrétt- ismál og uppbygging Austur-Evr- ópu. Sterkt þing hefur gjarnan verið álitið tryggja lýðræði innan ESB, en yfirheyrslurnar yfir nýju framkvæmdastjórninni nýlega _________ sýna kannski aðra hlið á þinginu. í stuttu máli má segja að ESB sé vettvangur stjómmála- manna til að koma stefnumálum sínum í Allir ættu að hafa slæma samvisku gegn, stunda stjórnmál og vera þá um leið verðugir mótleikarar fyrir markaðsöflin. Innan Jafnaðarmannaflokksins var töluverður hópur á móti ESB- aðild. Margir þeirra eru nú ekki lengur andstæðingar, heldur gagn- rýnendur og ekki síst af þessum ástæðum er mikilvægt að ræða ESB ofan í kjölinn fyrir ríkjaráðstefnuna 1996. Við sem vorum meðmælt aðild erum heldur ekki svo bláeygð að við álítum allt innan ESB af hinu góða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.