Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 44
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 KJÖRBÓK Landsbanki íslands Banki allra landsmanna MORGUNBLADID, KNNGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Uppeldisstöðvar fiskistofna í Laxá 1 Aðaldal skemmast vegna sandburðar Vilja verja 100 milljónum til að hefta áfok árfélaginu, sem leigir ána af land- eigendum, Landsvirkjunar og bænda frá Laxá neðanveröri hitt- ust til að sameina krafta sína. Vistkerfi árinnar hefur skemmst Sandurinn, sem kemur úr Vatna- jökli, berst í ána úr Kráká, einkum frá Krákárbotnum og hafa sveitar- félög í grenndinni, Landgræðslan, Landsvirkjun og veiðifélögin unnið skipulega að því að stemma stigu við áfokinu frá 1986. Segir Vigfús Jónsson á Laxamýri í Suður-Þing- eyjarsýslu, formaður Veiðifélags Laxár, að tuttugu milljónir á ári þurfi til að ljúka því verki fyrir aldamót. „Fundurinn var haldinn til að sameina kraftana og voru fundarmenn sammála um að halda verkefninu áfram og beijast til sigurs." Sýna eldri mælingar að sandburður í ána er um 30.000 tonn á ári. Vigfús segir vistkerfi árinnar hafa skemmst því sandurinn í ánni hafi fyllt upp í veiðistaði og eyði- lagt hrygningarstöðvar. „Við erum að reyna að taka fyrir þetta og til dæmis er stefnt að því að enda- punkturinn sé sá að hækka stífl- una í Laxárvirkjun. Þannig megi ná tökum á þessu því sandurinn botnfalli og því hægt að dæla hon- um upp til að hreinsa ána.“ Minna náttúruklak „Það er greinilegt að náttúru- klakið er minna fyrir þetta. Við sleppum miklu af sjógönguseiðum sem eru alin upp í stöð og höfum haldið veiðinni uppi með því. Einn- ig höfum við þurft að sleppa aukn- um flölda seiða fyrir það að áin elur ekki eins mikið upp af seiðum og hún gerði og ætti að gera.“ Formaður Alþýðuflokks um aðgerðir vegna kjarasamninga Lækkun á opinberri þjónustu athuguð Meiddist í árekstri lögreglubíla LÖGREGLUMAÐUR slasaðist í árekstri tveggja lögreglubíla í fyrrinótt. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Áreksturinn varð þegar verið var að handtaka unglinga á stolnum bil. Að sögn lögreglu hafði núm- erslausum bíl verið stolið við Bif- reiðaskoðun íslands við Hestháls. Fjórir unglingar voru í bílnum og lauk ökuferðinni þegar ekið var á vegrið við brúna yfir Korpu. Unglingarnir hlupu á brott og lögreglumenn á eftir þeim en lög- reglubíll var þá skammt undan. Annar lögreglubíll var sendur á staðinn til að aðstoða við að hafa upp á fólkinu úr bílnum en öku- maður hans missti vald á honum á svelli þannig að hann rann á lögreglubílinn sem fyrir var á vettvangi. Sá var mannlaus en lögreglu- maður í farþegasæti hins bílsins meiddist á baki. Báðir lögreglu- bílamir skemmdust nokkuð. Lögreglumenn hlupu uppi pilt og stúlku sem verið höfðu á stolna bílnum og gisti pilturinn fangageymslur. JÓN Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði í setning- arræðu á aukaflokksþingi Alþýðu- flokksins í gær, að nýta bæri efna- hagsbatann til kjarajöfnunar og þjóðarbúið hefði a.m.k. 10 milljarða til ráðstöfunar til kjarabóta á þessu ári. Jón Baldvin sagði að vel kæmi til greina að ríkisstjómin setti á laggirnar samstarfsnefnd með aðil- um vinnumarkaðarins til að finna leiðir til að lækka framfærslukostn- að heimilanna samhliða skynsamleg- um kjarasamningum. „Þar kemur einkum til álita að skoða ríkjandi verðmyndun varðandi orkuverð, símakostnað, flutnings- kostnað, fargjöld og trygging- arkostnað. Allt eru þetta svið sem búa við einokun eða fákeppni og halda uppi óhagkvæmum rekstri í skjóli þess. Allir vega þessir út- gjaldaliðir þungt í framfærslu heim- ilanna. Láta mun nærri að þeir vöru- og þjónustuflokkar, sem nú hafa verið nefndir, myndi beint og óbeint um 15% af einkaneyslu venjulegrar fjölskyldu, sem samkvæmt útgjalda- mynstri vísitölufjölskyldunnar mætti meta á 250-300 þúsund krónur á ári. Hvert 1% í lækkun á fyrrgreind- um liðum jafngildir því 2.500-3.000 krónum á ári,“ sagði Jón Baldvin. Þá sagði hann skynsamlegt að samið verði um krónutöluhækkanir í kjarasamningum og að þeir sem hafi laun undir 90 þús. kr. á mán- uði fái sérstaka viðbótarhækkun. Tollfijálsan innflutning kjúklinga og e.t.v. eggja Jón Baldvin sagði að ríkisvaldið gæti haft frumkvæði að aðgerðum til lækkunar framfærsluvísitölu og til álita kæmi að opna fyrir tollfijáls- an innflutning á kjúklingum og e.t.v. eggjum. Ein leið væri að heimila lágmarksinnflutning og ríkjandi markaðsaðgang fyrir unnin matvæli á lágum tollum. „Þess er að vænta að forystumenn launþegasamtakanna beiti sér af alefli gegn áformum landbúnaðar- ráðherra um ofurtolla á matvælainn- flutning, í blóra við tilgang GATT- samningsins. Þessir ofurtollar eru svo háir að verð innfluttrar matarkörfu hjá vísi- tölufjölskyldunni yrði nær þrefalt hærra en innlenda búvöruverðið er nú. Ef Hagkaupskarfan kostar nú 1.000 krónur myndi innflutta matar- karfan kosta 2.690 krónur, á því verði sem hlýst af tillögum landbún- aðarráðherra, það er 169% hærra en innlenda verðið. Velflestar mat- vörur yrðu um þrefalt dýrari,“ sagði Jón Baldvin. Þá sagði hann að stjórnvöld ættu að taka jákvætt undir framkomnar tillögur um breytingu og jafnvel af- nám lánskjaravísitölunnar. UPPELDISSTÖÐVAR fiskistofna í Laxá í Aðaldal hafa skemmst vegna sandburðar úr Kráká og vilja hagsmunaaðilar að varið verði 20 milljónum króna á ári til aldamóta svo hefta megi sand- skrið og áfok á vatnasvæðínu. Óformlegur fundur var haldinn á Akureyri síðastliðið fimmtudags- kvöld þar sem fulltrúar úr Lax- Morgunblaðið/lngvar LÖGREGLUMAÐUR meiddist á baki og var fluttur á slysadeild eftir árekstur lögreglubíla í hálku og éljaveðri á Vesturlandsvegi við Korpu í fyrrinótt. Flugleiðir verða í vor fyrsta reyklausa flugfélag Evrópu Bannað að reykja í Ameríkuflugi FLUGLEIÐIR verða fyrsta reyk- lausa flugfélagið í Evrópu frá og með gildistöku sumaráætlunar 26. mars. Niðurstöður viðhorfs- könnunar hafa leitt í ljós að um 90% farþega eru hlynntir reykinga- banni. Tæpir tveir þriðju hlutar reykingamanna fella sig við bann- ið. Öllum helstu viðskiptalöndum félagsins verður kynnt ákvörðunin á mánudag. Innanlandsflug félagsins hefur verið reyklaust frá árinu 1984 og Evrópuflug félagsins hefur verið reyklaust frá 1993. Reykingabann í flugi milli íslands og Bandaríkj- anna, frá og með 26. mars, er í samræmi við nýútgefna reglugerð samgönguráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að nokkur af stærri flug- félögum í Evrópu fylgi í kjölfar Flugleiða innan skamms. Aukið öryggi og heilsu- samlegt umhverfi Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að ákvörðunin sé í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að stuðla að betra og heilnæm- ara umhverfi fyrir farþega og starfsmenn. Fyrirtækið gekkst fyr- ir viðhorfskönnun um reykingar í vetur. Niðurstöður hennar leiða í ljós að mjög lítill minnihluti far- þega er andvígur reykingabanni í alþjóðaflugi og athygli vekur að hér um bil tveir þriðju reykinga- manna fella sig við bannið. Niður- stöðurnar eru mjög í takt við fyrir skoðanakannanir Flugleiða meðal íslenskra og erlendra farþega fyrir- tækisins. - Wm % mM Reykingar hafa verið bannaðar í styttra innanlandsflugi í Banda- ríkjunum en 6 tíma. Bandarísk þingnefnd hefur samþykkt að leggja fyrir þingið tillögu um að allt farþegaflug til Bandaríkjanna verði reyklaust og ýmis af stærri flugfélögum í Evrópu hafa farið þess á leit að fá að koma slíku banni á fyrir eigið frumkvæði fremur en að sæta opinberri laga- setningu. Allsheijarbann ÞRÓUNIN í alþjóðaflugi hefur verið í átt til reykingabanns und- anfarin ár, að sögn Einars Sig- urðssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða. ICAO, Alþjóðaflugmála- stofnunin, hefur mælsttil þess að allt farþegaflug í heiminum verði reyklaust frá og með júlí 1996. Rökin eru tvíþætt, aukið öryggi og heilsusamlegt umhverfi fyrir þá farþega sem ekki reykja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.