Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 23
22 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 23
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
AFKOMA ríkissjóðs var
betri á síðasta ári en fjár-
lög gerðu ráð fyrir. Það hefur
ekki gerzt síðan árið 1984.
Áætlanir fjárlaga stóðu til 9,6
milljarða króna halla. en hann
varð 7,4 milljarðar eða 2,2
milljörðum minni en í fjárlög-
um.
Batinn í þjóðarbúskapnum
leiddi til 5,5 milljarða króna
hærri ríkissjóðstekna en fjár-
lög gerðu ráð fyrir. Útgjöldin
hækkuðu hins vegar minna en
tekjurnar, eða um 3,2 millj-
arða. Niðurstaðan er sem fyrr
segir skárri en fjárlög stóðu
til - í fyrsta sinni á tíu ára
tímabili. Hrein lánsfjárþörf
ríkissjóðs og tengdra aðila
varð 5 milljörðum króna minni
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra sagði á blaðamanna-
fundi, þar sem hann gerði
grein fyrir afkomu ríkissjóðs á
árinu 1994, að heildarútgjöld
hafi lækkað um 5,5 milljarða
króna að raungildi frá árinu
1991. Sem hlutfall af lands-
framleiðslu voru ríkissjóðsút-
gjöld 27,2% 1993 en 28,4%
árið 1991.
Batinn í þjóðarbúskapnum
segir til sín með ýmsum hætti:
byijandi hagvexti, betri
rekstrarstöðu útflutnings-
greina, hagstæðum viðskipta-
jöfnuði, hærri ríkissjóðstekjum
og niðurgreiðslu erlendra
skulda. Ástæður eru m.a. efna-
hagsbati í umheiminum, auk-
inn afli á fjarmiðum og stöðug-
leikinn í þjóðarbúskapnum, lít-
il sem engin verðbólga, lægri
vextir og lægri skattar á at-
vinnulífið.
Því miður eru þessi bataein-
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
kenni ekki föst í sessi. Og rík-
issjóður er eftir sem áður rek-
inn með miklum halla og til-
heyrandi skuldasöfnun. En
árangur sá, sem náðst hefur í
ríkisbúskapnum með aðhalds-
aðgerðum, hagræðingu og
sparnaði, er mikilvægt skref
til réttrar áttar. Þeim árangri
þarf að fylgja eftir á næstu
árum með því að nýta þennan
efnahagsbata, sem vonandi
verður ekki kæfður í fæðing-
unni, til þess að eyða ríkis-
sjóðshallanum og greiða niður
skuldir ríkisins.
REYNSLA
DANA
NIELS Helveg Petersen,
utanríkisráðherra Dan-
merkur, flutti fróðlegt erindi
um 22 ára reynslu Dana af
aðild að Evrópusambandinu á
fundi VSÍ og Verslunarráðs á
fimmtudag.
Helveg Petersen segir það
vera ljóst að lítil ríki á borð
við Danmörku hafi mikil áhrif
á ákvarðanatöku innan ESB
og að tillit sé tekið til sjónar-
miða þeirra. Það sé ekki stærð
ríkja sem skipti mestu máli
heldur það hversu vel þau
rökstyðja kröfur sínar. Það
væri viðtekin venja innan ESB
að komið væri til móts við
þarfir aðildarríkjanna og reynt
að leysa vandamál er upp
kæmu í samstarfinu. Danir
hefðu til að mynda fengið fjöl-
margar undanþágur frá hinum
sameiginlegu reglum ESB.
Helstu kostir aðildar væru
hins vegar efnahagslegir og
þýddi aðild að hinum innra
markaði „óendanlega mögu-
leika“ fyrir danskan útflutn-
ing.
Danski utanríkisráðherrann
vék' einnig að umræðum um
Evrópumál á íslandi og sagði
marga vera þeirrar skoðunar
að hér giltu önnur rök vegna
þess hve háðir íslendingar
væru sjávarútvegi. „Enn og
aftur er það íslenska þjóðin,
sem verður að vega þetta og
meta. En er það sjálfgefið að
ESB-aðild muni bitna á ís-
lensku fiskistofnunum og fisk-
veiðistefnunni? ... Það var
reynt að setja [sjávarútvegs-
samning Norðmanna við ESB]
þannig fram að Norðmenn
hefðu afsalað sér fiskinum sín-
um og fiskverndar- og fisk-
veiðistefnu vegna þess að hún
yrði hluti af hinni sameigin-
legu sjávarútvegsstefnu. Sú
framsetning stenst hins vegar
ekki.“
Danski utanríkisráðherrann
sagði að samkvæmt hinni sam-
.eiginlegu fiskveiðistefnu væri
veiðiheimildum úthlutað á
grundvelli hefðbundinna og
sögulegra veiða og því hefði
erlendum togurum ekki verið
veittur aðgangur að miðum
sem Norðmenn hefðu áður set-
ið einir að. Helveg Petersen,
sem var einn þeirra er samdi
við Norðmenn fyrir hönd ESB,
sagði einnig að það væri nær
lagi að segja að ESB hefði
orðið að taka upp fiskveiði-
stefnu Norðmanna en öfugt.
Þetta eru athyglisverð sjón-
armið, sem danski utanríkis-
ráðherrann setur þarna fram,
þó að vissulega breyti það ekki
því að íslendihgar hefðu aldrei
getað fallist á sambærilegan
sjávarútvegssamning og Norð-
menn gerðu. Enda varð raunin
sú að Norðmenn höfnuðu sjálf-
ir aðild, ekki síst vegna
óánægju með sjávarútvegs-
samninginn.
Helveg Petersen vildi ekki
tjá sig um það, hverjir mögu-
leikar Islendinga væru á að
ná hagstæðari sjávarútvegs-
samningi í viðræðum við ESB
en Norðmenn. Svar við því
fengist einungis í aðildarvið-
ræðum. Líklega myndi það þó
reynast erfiðara en fyrir Dani
að fá undanþágur vegna sum-
arhúsa á Jótlandi.
BETRIAFKOMA
RÍKISSJÓÐS
1 99 SIEG
X uu »fried
Lenz, þýzki skáld-
sagnahöfundurinn,
færir athyglisverðan
efnivið í listrænan
búning, svo sjaldgæft
sem það er nú á dögum. Sögur
hans hafa orðið mér eftirminnileg-
ar af þeim sökum. Bakhjarl þeirra
er mikill listamaður sem hefur stíl
og andrúm á valdi sínu. Það er
hvað nauðsynlegast þeim sem
hlaða nýjan heim úr hugsunum
okkar og veruleika. Lenz fjallar
um ábyrgð og ekkisízt sekt; og
almenningsálit á háskatímum; en
þó einkum um sök og siðferði.
Kannski einnig réttlæti; en þá
einkum sök andspænis réttlæti.
Almannarómur sem er einhver eft-
irminnilegasta og bezt fléttaða
skáldsaga sem ég hef lesið er áleit-
in umfjöllun um ábyrgð eins manns
andspænis fjölda. Getur það verið
réttlætanlegt í stríði að aðrir séu
drepnir sem gíslar fyrir hefndar-
verk andófsmanns? Á hann að
segja til sín í því skyni að þyrmt
sé lífi saklausra manna? Eða á
hann að taka á samvizku sína og
sektartilfínningu að saklaust fólk
sé drepið einsog flug-
ur í því skyni að
vernda félaga sína í
frelsissveitum? Ég
veit það ekki. En það
sem meira er, Sieg-
fried Lenz gerir ekki
heldur kröfu til að vita það. Þess
vegna m.a. er skáldsaga hans jafn-
sterk, áleitin og eftirminnileg og
raun ber vitni.
í Vitaskipinu er fjallað um aðra
ábyrgð, ekki ómerkari. Ábyrgð
skipstjóra andspænis misyndis-
mönnum sem taka skip á honum.
Það er athyglisvert að sjá hvemig
skipshöfnin og glæpamennimir
verða “allt í einu fangar ástands
sem gerir okkur háða hvor öðr-
um“, einsog skipstjórinn segir við
doktor Caspary, erkibófann. En
orð hins síðarnefnda mættu verða
okkur þónokkurt íhugunarefni á
þeim skinheilögu tímum sem við
nú lifum. “Hver maður, hver ein-
asti maður, getur gengið inní hlut-
verk sakbomings, ríkir sem fátæk-
ir, ekkjur jafnt sem munaðarleys-
ingjar. Takið þér hvem sem er, og
ég skal ábyrgjast yður að það er
unnt að sanna á hann eitthvað sem
hann samkvæmt almennum lögum
ætti að sitja inni fyrir í tvö ár, og
þarf ekki einu sinni strangan dóm
til. Sú staðreynd að heimurinn er
ekki orðinn að einum allsheijar
dómstól liggur í því að dómurum
er íþyngt með óhæfilegri vinnu,
og líka í því að í bráð er ekki um
neinn að ræða sem kærir þá
sjálfa“.
Svo mörg eru þau orð.
Skipstjórinn verður að lokum fyrir
skoti. Við vitum ekki hvort hann
lifir af eða ekki, eigum ekki að
vita það. En hann spyr son sinn
sem er með honum í þessari ferð,
Er allt komið í lag? Allt, svarar
drengurinn. Á því háskalega and-
artaki náðu feðgarnir saman.
Er allt komið í lag? Mig langar að
þakka þýðandanum að hann skyldi
ekki hafa sagt, Er allt í lagi? Þá
hefði hann skilið okkur eftir á flat-
lendi sem hefði eyðilagt lokaáhrif-
in. Það er semsagt ekki sama
hvernig þýtt er. Bogi Ólafsson
varaði nemendur sína við alltílagi
frösum, þegar hann kenndi okkur
íslenzku í enskutímum í MR. Þar
var kennd íslenzka í öllum tímum
— einsog í Bessastaðaskóla.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
IMERKILEGRI RITGERÐ UM
Jón Leifs, sem birtist í tímarit-
inu Andvara árið 1990, segir
Hjálmar H. Ragnarsson, tón-
skáld, m.a.: „Jón leit á líf
mannsins hér á jörðu sem bar-
áttu, og í hans huga var tak-
mark allrar sannrar listar það,
„að gefa mönnum þrek til að þola raunir
lífsins — gera menn sterkari“. Þessi um-
mæli Jóns lýsa karlmennsku, þeirri sömu
karlmennsku, sem einkennir tónlist hans
og sem gerði honum kleift að standa af
sér þær raunir, sem hann varð fyrir á lífs-
leið sinni. Án baráttuviljans og án þeirrar
auðmýktar, sem hann bar fyrir hinum
æðri lögmálum listar sinnar, hefði Jón
aldrei fyllt það stóra hlutverk, sem hann
ungur að árum ætlaði sér í þessum heimi.
Síðast en ekki sízt var hann sannur í list
sinni og hann bar gæfu til þess að lúta
sjálfur þeim innri röddum listamannsins,
sem er uppspretta köllunar hans og hug-
sjóna. Nú er það verk okkar íslendinga
að sanna, að við höfum verið þess verðir
að hafa átt listamann eins og Jón Leifs.“
Enginn íslendingur hefur lagt jafn mik-
ið af mörkum til þess að færa sönnur á
það og Hjálmar H. Ragnarsson sjálfur.
Hann skrifaði ítarlega ritgerð til meistara-
prófs við Cornellháskóla í Bandaríkjunum
um Jón Leifs, ævi hans og verk. Á þeim
tíma var lítið til af heimildum um Jón
Leifs en ritgerð Hjálmars H. Ragnarssonar
var síðan dreift til helztu tónlistarstofnana
og safna. Einn þeirra sem kynntist verkum
Jóns Leifs fyrir milligöngu Hjálmars H.
Ragnarssonar var sænski tónlistargagn-
rýnandinn Carl-Gunnar Áhlen, sem síðar
skrifaði ítarlega grein um Jón Leifs í
sænskt tónlistartímarit, sem Morgunblaðið
birti í heild í Lesbók blaðsins á árinu 1990.
Þetta ræktunarstarf Hjálmars H. Ragn-
arssonar hefur nú skilað þeim árangri, að
Jón Leifs er að komast á blað, sem eitt
af helztu tónskáldum í Evrópu á þessari
öld. Sænski útgefandinn Robert von Bahr,
sem hefur tekið sér fyrir hendur að gefa
öll verk Jóns Leifs út á diskum, telur Jón
Leifs standa jafnfætis tónskáldum á borð
við Sibelius og Bela Bartók.
Innan skamms verður fullgerð kvik-
myndin „Tár úr steini", en kvikmyndin er
skáldverk, sem byggt er á þáttum úr ævi
Jóns Leifs á fjórða og fimmta áratugnum.
Handritið er skrifað af Hjálmari H. Ragn-
arssyni, Hilmari Oddssyni og Sveinbimi
I. Baldvinssyni og er Hilmar leikstjóri en
Hjálmar tónlistarstjóri myndarinnar.
Þeir sem nú eru á miðjum aldri minnast
þess, að Jón Leifs var ekki í hávegum
hafður fyrir tæplega hálfri öld manna á
meðal. Yfírleitt var talað um tónlist hans
í háðskum tón. Kannski er það hlutskipti
mikilla listamanna að vera misskildir af
samtíma sínum og er það þó ekki einhlítt.
Hitt fór ekki á milli mála, að flutningur
Sinfóníuhljómsveitar æskunnar á Baldri
eftir Jón Leifs var ekki bara upplifun held-
ur opinberun fyrir þá, sem á hlýddu. Nú
eru komnir út tveir diskar með tónverkum
Jóns Leifs, sem unun er á að hlýða.
í ritgerð sinni í Andvara rifjar Hjálmar
H. Ragnarsson upp, að Jón Leifs hafi árið
1922 birt grein í Skírni, sem hann nefndi
„íslenzkt tónlistareðli“ og fjallar um ís-
lenzku þjóðlögin, eðli þeirra og einkenni.
í ritgerð þessari segir Jón Leifs m.a.: „Eðli-
lega hefur andi íslenzkra þjóðlaga mótast
af náttúru landsins og hörmungum þeim,
sem á þjóðinni dundu. Djúpa alvöru flytja
lögin og hrikaleik og harðneskju meiri en
nokkur önnur þjóðlög. Það er oft sem bit-
ið sé á jaxl og tönnum gníst gegn örlögun-
um. Gleðskapar verður einnig vart, en þá
lendir oft í harðgerðum (groteskum) gáska
og köldum hlátri. Ríkir þar rammíslenzkur
andi og sá norrænasti. Trúarauðmýkt og
þokuþunglyndi má einnig finna, en oftast
býr þar undir hulin harðneskja. Fagurt
tákn þess, að örlögin fá ekki bugað Islend-
inga.“
Er til betri lýsing á tónverkum Jóns
Leifs sjálfs? Það er eins og landið sjálft,
hrikaleg en falleg náttúra þess og örlög
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 4. febrúar
fólksins, sem hefur byggt það í þúsund
ár bijótist fram með einhveijum óskiljan-
legum frumkrafti í verkum þessa manns.
Enda sagði hann í samtali við Matthías
Johannessen hér í Morgunblaðinu árið
1959: „Það er reisn yfir landinu. Það er
stolt í þessum línum. Hándel á þessa reisn
stundum. Hann hefur norrænt yfírbragð.
Ég er þjóðernissinni. Ég álít að ísland
hafí hlutverki að gegna í listinni."
Ákafur
þjóðernis-
sinni
ATHYGLISVERÐ-
ur kafli er í And-
varagrein Hjálmars
H. Ragnarssonar
um Jón Leifs, sem
lýsir stöðu hans og
verka hans á fjórða áratugnum, áratug
mikilla umbrota og örlaga í Evrópu. Þar
segir Hjálmar m.a.: „Á fyrri hluta fjórða
áratugarins voru tónsmíðar Jóns fluttar
opinberlega víðs vegar um meginlandið og
sumar þeirra margsinnis. Jón ferðaðist á
milli útvarpsstöðva til að kynna tónlist sína
og hún barst á öldum ljósvakans til fjar-
lægra landa. Fréttir birtust reglulega í
íslenzkum blöðum um þá velgengni, sem
Jón átti að fagna á erlendum vettvangi,
en það var honum sérstakt kappsmál að
sanna fyrir löndum sínum heima, að frami
hans í útlöndum væri raunverulegur en
ékki raup eitt. . . Það varð fremur til þess
að ýta undir velgengni Jóns í Þýzkalandi
en hitt, að kenningar hans um þjóðlegar
rætur listanna féllu í góðan jarðveg hjá
ýmsum hugmyndafræðingum þjóðernis-
sósíalismans, þó svo að skilningur þeirra
á þeim ætti sér aðrar forsendur en þær,
sem Jón byggði kenningarnar á. Jón var
ákafur þjóðernissinni, eins og tónsmíðar
og skrif hans um listir og menningarmál
bera greinilega vott um, og þjóðernistil-
finningin átti sér djúpar rætur í hjarta
hans — gegnsýrði alla hans hugsun: „Ég
ólst upp á tíma hörðustu baráttunnar um
sjálfstæði íslands og teygaði í mig ættjarð-
arástina — ef svo má að orði komast —
og ættjarðarstefnuna, svo að hún var, frá
því að ég fyrst man eftir mér, mín sterk-
asta tilfínning — eins og nokkurs konar
frumstætt náttúruafl, sem óx við áhrif
umhverfisins.“
Jón taldi íslendinga ennþá vera kúgaða
af oki hinnar dönsku herraþjóðar og hann
sakaði þá um hjáleigumennsku og ræfíl-
skap til bæði andlegra og líkamlegra
starfa. Hann dáði fornmenningu íslend-
inga, sem hann taldi hafa verið keyrða í
dróma á 13. öld vegna kúgunar erlendra
þjóða og hann vildi endurreisn þeirrar
menningar. Þá endurreisn taldi hann vera
helztu von Evrópuþjóða um menningarlega
viðreisn á tímum ríkjandi niðurlægingar.
Það má ætla, að kúltúrkenningar Jóns
hafi að ýmsu leyti samrýmst kenningum
nazista um endurreisn norrænnar menn-
ingar og yfirburði hins norræna kynstofns
fram yfir aðra en þó var svo ekki. Hug-
myndir Jóns byggðust á rétti smáþjóða til
sjálfstæðis og menningarlegrar reisnar en
nazistar stefndu að heimsyfírráðum og
drottnun hins aríska kynstofns yfír öðrum.
Hvergi hafa fundist neinar heimildir um,
að Jón hafi gengið erinda hinna þýzku
valdhafa og söguburður um, að hann hafí
verið nazisti, hefur margsinnis verið hrak-
inn. Þessi söguburður var ekki sízt ósann-
gjarn fyrir þá sök, að í æðum konu hans
og tveggja dætra rann gyðingablóð og var
því hans nánasta fjölskylda í stöðugum
lífsháska vegna ofsókna hinna blóðþyrstu
valdhafa Þriðja ríkisins. Að sögn Jóns
bönnuðu nazistar opinberan flutning á
verkum hans árið 1937 en þó fengust
undanþágur frá þessu banni tvisvar eða
þrisvar til ársins 1941.“
Tónverk
Jóns Leifs
I ANDVARA-
greininni fjallar
Hjálmar H. Ragn-
arsson töluvert um
tónverk Jóns Leifs.
Hann segir m.a.: „Tónverk Jóns frá árun-
um 1920 til 1935 eru um margt áhuga-
verðari en mörg síðari verk hans; þau eru
fjölbreyttari hvað varðar efnivið og efni-
stök en þau verk, sem hann skrifaði síðar
og þau bera með sér kraft og hömluleysi
hins leitandi listamanns, sem enn hefur
ekki fundið sér fastmótaðan stíl eða kom-
ið sér upp tónsmíðalegum venjum. Enn-
fremur má finna í þessum verkum flest
þau tónfræðilegu atriði og flestar þær tón-
smíðaaðferðir, sem Jón notaði í síðari verk-
um sínum.“
Hjálmar H. Ragnarsson segir, að Kon-
sert fyrir orgel og hljómsveit op. 7 sé „eitt
magnaðasta tónverk Jóns“ en það var flutt
í Berlín árið 1941. Kristján Albertsson var
á tónleikunum og lýsir þeim m.a. svo: „Ég
sat á svölum og sá ekki niður í salinn, sá
ekki að fólk var að ganga út allan tímann
meðan verkið var leikið, svo að örfáir voru
eftir í lokin ... Ég hitti Jón Leifs á eftir
í herbergi hans að sviðsbaki. Inn kom liðs-
foringi í einkennisbúningi, teinréttur og
hvatlegur, rétti tónskáldinu nafnspjald sitt
og sagði: „Má ég þakka yður. Ég skamm-
ast mín fyrir landa mína í kvöld“ — hneigði
sig og fór.“
Og enn segir Hjálmar H. Ragnarsson
um tónsmíðar Jóns Leifs: „Á árinu 1939
lauk hann við smíði stærsta verks síns til
þess tíma, Eddu I, Oratorium — Sköpun
heimsins op. 20 fyrir tvo einsöngvara,
blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit. Þetta
verk er í þrettán þáttum og voru tveir
þeirra fluttir á hljómleikum í Kaupmanna-
höfn 1952. Áheyrendur á hljómleikunum
í Kaupmannahöfn brugðust við tónlist Jóns
með flissi og hlátrasköllum ...“
Hjálmar H. Ragnarsson segir að Sögu-
sinfónían op. 26 sé stærsta verk Jóns Leifs
frá stríðsárunum. Hún var frumflutt í
Helsinki árið 1950. Um verkið sagði tón-
listargagnrýnandi Aftenposten í Ósló: „Það
er sá versti djöfulgangur (jævligste spek-
takkel), sem ég fyrir mitt leyti hef nokk-
unr tíma heyrt eina hljómsveit framleiða
í einu, formleg uppbygging verksins var
eins dauð og storkið hraun.“
Jón Leifs missti aðra dóttur sína á árinu
1947. Hjálmar segir í Andvaragreininni:
„Jón fékk útrás fyrir harm sinn yfir dauða
Lífar í tónsmíðunum. Hann samdi þijú
undurfögur verk í minningu hennar, Requi-
em (sálumessu) op. 33 fyrir blandaðan
kór, Erfiljóð — In memoriam op. 35, fyrir
karlakór og strengjakvartettinn Vita et
mors op. 36. Þessi verk lýsa öll stirnaðri
sorg og djúpum sársauka en um leið
kveikja þau von hjá áheyrandanum um
eilíft líf og birtu. Kvartettinn er í þremur
þáttum (Bernska, Æska og Sálumessa —
Eilífð), en hið kyrrláta Requiem, sem sam-
ið er við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og
við brot úr þjóðvísum, er ein óslitin hljóma-
dýrð, Þessi hljómadýrð líður áfram í hægu
hljóðfalli, sem í senn minnir á öldufall sjáv-
arins og á hreyfingu barnsvöggunnar."
Fleiri dæmi mætti rekja úr Andvararit-
gerð Hjálmars um verk Jóns Leifs en hér
verður látið staðar numið.
100 ár
A ARINU 1999
verða eitt hundrað
ár liðin frá fæðingu
Jóns Leifs. Á því
ári er ástæða til að íslenzka þjóðin sýni
þessum merka listamanni þann sóma og
þá virðingu, sem hann varð ekki aðnjót-
andi í lifanda lífi. Við eigum að stuðla að
því, að hinum stórhuga sænska útgefanda
takist að hrinda í framkvæmd þeim áform-
um að gefa öll tónverk Jóns Leifs út á
diskum.
Jafnframt er ástæða til að hefja undir-
búning að því að helztu tónverk hans verði
flutt hér á íslandi á því ári. Til þess þarf
mikinn undirbúning og ekki seinna vænna
að hefjast handa um hann. Til viðbótar
er ástæða til að stuðla að kynningu þeirra
í útlöndum eins og kostur er.
Loks er fyllsta ástæða til að hafizt verði
handa um ritun ævisögu Jóns Leifs og að
því stefnt að hún komi út á árinu 1999.
Ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Hér
er um viðameira verkefni að ræða en svo,
að einstaklingar rísi undir því. Þess vegna
er eðlilegt að menntamálaráðuneytið hafí
forystu um að samræma þennan undirbún-
ing.
„Áárinu 1999
verða eitt hundr-
að ár liðin frá
fæðingu Jóns
Leifs. Á því ári er
ástæða til að ís-
lenzka þjóðin sýni
þessum merka
listamanni þann
sóma og þá virð-
ingu, sem hann
varð ekki aðnjót-
andiílifandalífi.“
t