Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 29 Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 5.-12. febrúar: Þriðjudagur 7. febrúar. Á vegum rannsóknarstofu í kvennafræðum talar Guðný Guð- björnsdóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræðum, um athugun sína á kynferði og stjórnun mennta- mála í kvennafræðilegu ljósi. Árna- garður, stofa 422, kl. 12-13. Allir velkomnir. Miðvikudagur 8. febrúar. Bjarnheiður Guðmundsdóttir flyt- ur fyrirlestur á Líffræðistofnun Há- skólans sem nefnist: Samanburður á próteinkljúfum í seyti mismunandi stofna fisksýkilsins Aeromonas salmonicida. Stofa G6, Grensásvegi 12, kl. 12.15. Föstudagur 10. febrúar. Á vegum málstofu efnafræðiskor- ar talar Gísli Hólmar Jóhannesson um fjölljóseindajónur halógenhald- andi efna og um greiningu samsætu- sameinda. VR II, stofa 158, kl. 12.10. Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar Háskólans í Tæknigarði, 6.-7. febrúar kl. 8.30- 12.30. Unix fyrir almenna notendur - námskeið í tveimur sjálf- stæðum hlutum. Síðari hiuti verður haldinn 13. og 14. febrúar. Leiðbein- andi: Helgi Þorbergsson, tölvunar- fræðingur hjá Ríkisspítölum. í Tæknigarði 7.-8. febrúar kl. 8.30- 16. Vörustjórnun - tækifæri til að auka arðsemi í rekstri. Leið- beinendur: Ingvar Kristinsson og Óskar B. Hauksson, verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun íslands. í Tæknigarði, 7., 8. og 10. febr- úar kl. 8.30-12.30. Uppsetning TCP/IP-neta og tenginga við Inter- netið. Leiðbeinendur: Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur, og Sveinn Ólafsson, tæknifræðingur, báðir hjá Plúsplús hf. í Tæknigarði 7. febrúar kl. 16.30- 19. Ný löggjöf um hlutafélög. Leiðbeinandi: Jón Ögmundur Þor- móðsson, skrifstofustjóri viðskipta- ráðuneytis. í Odda 7. febrúar - 11. apríl kl. 20-22. Hávamál, Völsungasaga og hetjukvæði. Leiðbeinandi: Jón Böðv- arsson, cand.mag. í íslenskum fræð- um. í Tæknigarði 7. febrúar - 11. apríl kl. 20.15-22.15. Evrópsk skáldsagnalist frá 16. öld til sam- tímans - meginverk og bakgrunnur. Umsjón: Bókmenntafræðingarnir Ástráður Eysteinsson og Halldór Guðmundsson. í Odda 8. febrúar -12. apríl kl. 20-22. Hávamál, Völsungasaga og hetjukvæði. Leiðbeinandi: Jón Böðv- arsson cand.mag. í íslenskum fræðum. í Tæknigarði 8. febrúar - 5. apríl kl. 20.15-22.15. Heimur óperunnar og söngstjörnur. Leiðbeinandi: Ing- ólfur Guðbrandsson, tónlistarmaður og forstjóri. í Tæknigarði 8. febrúar - 12. apríl kl. 20.15-22.15. Hátíðir og merkisdagar um ársins hring. Leið- beinandi: Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur. í Tæknigarði 9. febrúar kl. 13-17 og 10. febrúar kl. 8.30-12.30. Gerð kostnaðaráætlana. Leiðbeinandi: Örn Steinar Sigurðsson, verkfræð- ingur hjá VST hf. I Tæknigarði 10. febrúar kl. 13-16. Kynning á nýjum lögum um bókhald og gerð ársreikninga. Leið- beinendur: Guðmundur Guðbjarna- son, viðskiptafræðingur, og Alex- ander Eðvarðsson, löggiltur endur- skoðandi. í Verslunaskóla íslands 10., 17. og 24. febrúar kl. 16-20. Notkun Excel 5,0 við fjármálastjóm. Leið- beinendur: Páll Jensson prófessor við HÍ og Guðmundur Ólafsson, hag- fræðingur, kennari við HÍ. ------♦ ♦ ♦ Tónleikar á 22 DÚETTARNIR Jibbið og Geimharð- ur og Heiena halda tónleika í kvöld, sunnudaginn 5. febrúar, á veitinga- húsinu 22. Báðar sveitimar eru óþekktar hér í borg en hins vegar gamalgrónar í tónlistarflóru Húsavíkur. Tónleikarn- ir hefjast milli kl. 21 og 22 og aðg- nagur er ókeypis og öllum heimill. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf ÁRMÚLA 13 ■ SÍMI 568 1200 Renault hátíð um helgina á nýjum heimaslóðum! Við hjá Bifreiðum & landbúnaðarvélum hf. erum stolt yfir því að geta nú boðið viðskipavinum okkar hina frábæru Renault bíla. Renault er einn elsti bílaframleiðandi heimsins og enn í dag í hópi þeirra stærstu. íslendingar kynntust Renault bílum fyrir alvöru með „hagamúsinni” 1946. Síðan hefur landinn kunnað vel að meta Renault. Gæði og aksturseiginleikar þessara frönsku eðalvagna eru vel kunnir öllum þeim sem áhuga hafa á bílum. Fjölmörg alþjóðleg verðlaun og sigrar í aksturskeppnum bera þess glöggt vitni. Renault línan er svo fjölbreytt og spennandi að allir geta fundið sér bíl við hæfi. Við gerum þér svo kaupin auðveld og þægileg. Opnunartilboð: Fyrstu 10 Renault bílunum sem B &L selurjylgir gangur af vetrardekkjum,fullur bensíntankur og mottur. Síðustu sjálfskiptu Renault bílamir af árgerð 1994 á sérstöku tilboðsverði. Verið velkomin í sýningarsal okkar að Ármúla 13 um helgina og kynnist betur hinum stórskemmtilega Renault. Farcus, January 1, Plate: Cyan David Waisglass Gordon Coulthart var la,yi<5... -fasiu bcucc. [/aríepCL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.