Morgunblaðið - 05.02.1995, Page 24
24 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR GRÉTAR
INGIMUNDARSON,
Hrafnakletti 2,
Borgarnesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 27. janúar
síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Borgar-
fjarðar.
Ingigerður Jónsdóttir,
Margrét Grétarsdóttir, Bjarni Guðjónsson,
Ingimundur Einar Grétarsson, Björk Ágústsdóttir,
Sigurbjörn Jóhann Grétarsson, Elfn Bára Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR H. HJARTARSON
rannsóknarfulltrúi,
Einholti 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 6. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Landssamband hjartasjúklinga.
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Hjörtur Jóhannsson Guðmundfna Guðmundsdóttir,
Margrét G. Einarsdóttir, Baldur Þ. Jónasson,
Guðrún ína Einarsdóttir, Rúnar H. Hermannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GOTTSKÁLK GUÐMUNDSSON,
sem andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði
þann 31. janúar, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar
kl. 15.00.
Ingigerður Gottskálksdóttir, Bragi Jónsson,
Aðalsteinn Gottskálksson, Frfða Björk Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær og elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, afi og tengdafaðir,
GUNNAR GUÐLAUGSSON,
Hjallavegi 33,
Reykjavík,
lést á heimili sínu aðfaranótt 25. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Hafdfs Magnúsdóttir,
Magnús Gunnarsson, Jóhanna Friðbjörg Sigurjónsdóttir,
Dagný Gunnarsdóttir,
Sígríður Gunnarsdóttir,
Gabrfela Jónsdóttir.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
KOLBEINS GÍSLASONAR
Eyhildarholti.
Systkinin og systkinabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
PÉTUR GUÐJÓNSSON
rakari,
Grundarlandi 10,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 6. febrúar kl. 10.30.
Hjördfs Ágústsdóttir.
Anna Sigrfður Pétursdóttir, Magnús Ólafsson,
G. Ágúst Pétursson, Hulda Björg Sigurðardóttir,
Sturla Pétursson, Rósa Þorvaldsdóttir,
Bryndfs Pétursdóttir,
Pétur Pétursson
og barnabörn.
PÉTUR
GUÐJÓNSSON
+ Pétur Guðjóns-
son fæddist í
Reykjavík 23. ágúst
1924. Hann Iést á
gjörgæsludeild
Landspitalans
þriðjudaginn 31.
janúar sl. Foreldrar
hans voru Guðjón
Jónsson, fisksali, og
Þuríður Guðfinna
Sigurðardóttir, hús-
móðir. Systkini Pét-
urs sammæðra voru
Erlingur og Kjartan
Ólafssynir, alsystk-
ini Siguijón, látinn,
Anton og Rósa. Hinn 13. októ-
ber 1951 kvæntist Pétur Hjör-
disi Agústsdóttur og eignuðust
þau fimm börn. Þau eru: 1)
Anna Sigríður, gift Magnúsi
Ólafssyni og eiga þau þijú
börn. 2) G. Ágúst, kvæntur
Huldu Björgu Sigurðardóttur
og eiga þau þijú börn. 3) Sturla,
kvæntur Rósu Þor-
valdsdóttur og eiga
þau þijú börn. 4)
Bryndís, ógift. 5)
Pétur, ógiftur.
Pétur hóf rekst-
ur rakarastofu árið
1951 á Skólavörðu-
stíg 10 og starf-
rækti til dauða-
dags. Hann var
jafnframt um ára-
bil umboðsmaður
margra lands-
kunnra skemmti-
krafta og hljóm-
sveita. Hann var
lengi formaður Meistarafélags
hárskera og var heiðursfélagi
þess. Hann starfaði jafnframt í
Lions-hreyfingunni og frímúr-
arareglunni og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum á vegum
þeirra.
Útför Péturs fer fram frá
Bústaðakirkju á morgun.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morpi til kvelds.
(MJoch.)
Enginn veit hvað hann hefur átt
fyrr en misst hefur. Elsku afí minn,
ég á svo margar góðar minningar
um þig og allar þær stundir sem ég
átti með þér voru góðar. Þú varst
oftast svo glaðlyndur og góður við
mig. Við fórum saman ásamt ömmu
og Bryndísi til Benidorm en þar
kynntist ég þér en betur og varst
þú mér frekar eins og vinur en afí.
Þar stunduðum við minigolf af kappi
og var ómögulegt að vinna þig. Þú
varst duglegur að hreyfa þig og
gekkst á hveijum morgni og rölti
ég stundum með þér.
Það var erfiður dagur 18. janúar
sl. þegar mamma sagði mér að þú
hefðir lent í alvarlegu slysi og værir
mjög mikið slasaður. Ég vildi ekki
trúa því að þér myndi ekki batna.
Þú fórst án þess að kveðja því þú
komst aldrei til meðvitundar.
Ég held að þý hafir þurft að sinna
mikilvægari verkefnum. Kannski er
það eins og litla systir mín sagði:
„Það vantar góðan rakara í himna-
ríki.“ Ég kveð þig afi minn og óska
þér góðrar heimkomu.
Petra Dís.
Það er margt sem myrkrið veit,
minn er hugur þungur.
Oft ég svartan sandinn leit
svíða grænan engireit.
I jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fijótt
meðan hallar degi skjótt,
að mennimir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Sipijónsson.)
Til minningar um hann afa minn,
en hann söng þetta fallega ljóð svo
oft fyrir mig þegar ég var lítil og
vil ég minnast hans með þessum
erindum. Þú varst mér alltaf svo
góður afi. Ég gleymi þér aldrei
meðan minningin í hjarta mínu lifir
og þakka þér fyrir samveruna. Það
er heimska að rækta ekki það sem
maður á meðan tfmi er nógur því
enginn veit hvenær síðasta kallið
kemur og það eina sem eftir er, eru
minningamar. Elsku amma, ég bið
algóðan guð að styrkja þig í þinni
sorg. Ég kveð afa minn með virð-
ingu og þakklæti fyrir allt.
Ólafur Pétur.
Hjartans þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem hafa sýnt okkur
samúð, vináttu og hlýhug við fráfall okkar ástkæru mæðgna,
BELLU VESTFJÖRÐ
og
PETREU VESTFJÖRÐ.
Hlýhugur ykkar, stuðningur og hjálpsemi hefur verið okkur
ómetanleg.
Guð blessi ykkur öll.
Wieslawa Lupinska,
Tomasz Lupinski.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar, dótt-
ur, systur og tengdamóður,
BJARKAR THOMSEN,
Tunguvegi 20.
Auðun Sæmundsson,
Arndís Hulda Auðunsdóttir,
Dögg Baldursdóttir,
Laufey Sigurðardóttir,
Lfsa Thomsen,
Bragi Björnsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGUNNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Engihlíð 12,
Svanhildur Ólafsdóttir, Haraldur Jónasson,
Guðrún Ólafsdóttir,
Guðmundur Jóhann Ólafsson, Brynja Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðja frá íbúum við
Grundarland 16
Á morgun verður kvaddur hinstu
kveðju Pétur Guðjónsson rakari,
Grundarlandi 10. í raun þekkti ég
Pétur Guðjónsson ekki mikið, en
kannast þó vel við hann allt frá
minni bamæsku. í mínum huga var
Pétur Guðjónsson heiðursmaður.
rakari og Valsari.
í umhverfinu í kringum mig hafa
orðið breytingar. Gatan mín er orðin
snauðari, því skyndilega er vegferð
góðra granna lokið, þeir voru Pétur
Guðjónsson, Grundarlandi 10, og
Pétur Gíslason, Grundarlandi 9, þeir
hurfu svo snögglega með þriggja
mánaða millibili. Því sannast enn,
að enginn ræður sínum næturstað.
Sumir samtíðarmenn seija meiri
svip á umhverfí sitt en aðrir, þannig
var um þessa heiðursmenn. Þeir
voru frumbyggjar í hverfinu mínu
og voru nokkurs konar „verndarar"
og „búálfar“ götunnar. Gæddu hana
lífi og sál, þeir rótuðu í moldinni og
mótuðu umhverfið, breyttu minnsta
fræi í fegurstu blóm og runna. I
þessu fallega umhverfi hittust ná-
grannamir og ræddu m.a. um lífsins
amstur og fótbolta og litu eftir vor-
komunni og hækkandi sól. Um leið
og ég þakka þeim nöfnum ánægju-
lega samfylgd, votta ég fjölskyldum
þeirra samúð mína.
Nú andar næturblær um bláa voga.
Við bleikan himin daprar stjömur loga.
Og þar, sem forðum vor í sefi söng,
nú svífúr vetramóttin dimm og iöng.
Og innan skamms við yfirgefum leikinn.
Nú æska gengur, sigurdjörf og hreykin,
af sömu blekking blind, í okkar spor.
Og brátt er gleymt við áttum líka vor.
(Tómas Guðmundsson.)
Grundarlandið prúðir prýddu,
Pétur á 9 og Pétur á 10.
Arni Njálsson.
Okkur langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að kveðja vin, sem
okkur var kær.
Pétur Guðjónsson var hárskeri af
lífi og sál. Hann sýndi okkur það
með því að koma upp í Iðnskóla til
okkar og miðla af þekkingu sinni
með gestakennslu, þá einkum í
rakstri sem hann var snillingur f.
Pétur hafði ávallt frá mörgu að segja
og var hafsjór af fróðleik og
skemmtilegum sögum. Hann bar
sterkar taugar til hársnyrtifélagsins
og vildi veg þess sem mestan. Pétur
var skemmtilegur persónuleiki og
setti svip á borgina með rakarastofu
sinni.
Nú hefur þessi mikli meistari ver-
ið kvaddur yfir á annað tilverustig.
Við kveðjum hann með þakklæti og
miklum söknuði.
Við vottum ættingjum hans okkar
dýpstu samúð.
Kennarar við hársnyrtideild
Iðnskólans í Reykjavík.