Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu ■kjarni málsins! TÓNLEIKAR málmblásara og slagverksmanna Sinfóníuhljómsveitar Islands og félaga í Langholtskirkju sunnudaginn 5. febrúarkl. 17.00. Einleikari: Raija Kerppo. Stjómandi: Osmo Vdnska. Tilkynning til þeirra, sem eiga að skila skattafram- taii til Bandaríkjanna Fulltrúi frá bandarískum skattayfirvöldum (Internal Revenue Service), Davis Morris, verður til við- tals í Sendiráði Bandaríkjanna, Laufásvegi 21, 13. og 14. febrúar 1995. Fulltrúinn mun veita svör við spurningum varð- andi bandarísku skattalöggjöfina. Ef óskað er við- tals, þá vinsamlega pantið tíma í sfma 91-629100. Notice tol U.S. citizens and resident aliens To provide assistance in matters to U.S. Federal tax laws, the U.S. Internal Revenue Service will send to Reykjavík Mr. David Morris, Taxpayer Assistance Specialist. Mr. Morris will be availaþle to answer questions regarding U.S. Federal Income Taxes on 13th and 14th of February, 1995 at the American Embassy, Laufásvegur 21, Reykjavík. Please call 91-629100 to make an appointment for assistance. BrúðkaupC Höfnm sali fyrir minni og stœrri brúðkaup. Látíð okkur sjá um brúðkaupsveisluna HÚTEL j/jsLAND sími 687111 „Grennri fyrir kvöldið“ INSTRUCTOR'S choice SOKKABUXURNAR SEM GERA 'FÆTURNA SVO FALLEGA. STÆRÐIR S-M-L-XL-XXL ÆFINGASTUDEO SÍMI 92-14828. SENDUM íPÓSTKRÖFU HEILDSALA - SMÁSALA Helstu útsölustaðir: Plexiglas, Borgarkringlunni Mondó, Laugavegi Ræktin, Frostaskjóli Kóda, Keflavík Nína, Akranesi Toppmenn og sport, Akureyri Flamingo, Vestmannaeyjum Sirrý, Grindavík Esar, Húsavfk Skóbúðin Borg, Borgarnesi ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Erfiðar götur í Kópavogi REIÐ kona í Kópavogi hringdi og sagðist vera orðin langþreytt á ástandi gatna í Kópavogi. Hún býr við Hjallabrekku og segir að gatan sé allt að því ófær og mikil slysahætta sé á þessum stað. Ekki flnnst henni starfsmenn bæjarins standa sig í stykkinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar að Jútandi. A mörgum svæðum er illfært vegna klakabúkka og hálku og bæjaryfirvöld virðast ekkert aðhafast í málinu. Gleymum ekki drengskap Færeyinga FÆREYINGAR 'og sókn þeirra á íslensk fískimið eru nú á dagskrá þjóð- málaumræðu. Ég vonast til þess að íslendingar muni þátttöku Færeyinga í því að færa afla af ís- lenskum fiskimiðum á land. Þeir komu hingað hundruðum saman þegar íslenskur verkalýður var önnum kafínn í hermangs- vinnu og þótti ekki fýsilegt að sækja sjóinn. Þá brugð- ust færeyskir sjómenn drengilega við, þeir flykkt- ust hingað hundruðum saman og reyndust hinir vöskustu drengir á íslen- skumskipum, hvort sem það voru mótorbátar eða togarar. Heill sé þeim og þökk fyrir dengskap þeirra og erfiði á þessum árum. Þeir hafa unnið sér sið- ferðilegan rétt sem er ótví- ræður og má ekki gleym- ast. Pétur Pétursson Óánægður með Póst og síma SIGTRYGGUR Helgason í Brimborg hringdi til að lýsa óánægju sinni með þjónustu Pósts og síma. Beðið hafði verið um að símum þeirra yrði lokað á númer sem byrja á 99 þar sem skera átti niður kostn- að. Á símareikningum koma fram yfir 2000 skref yfír svokallað símatorg. Símanum var ekki lokað vegna þess að þeir eru með eigin símstöð og þar þarf að loka fýrir en því var ekki sinnt. Einnig þykir honum furðulegt að hver sem er skuli geta sett upp símanúmer fýrir eitthvert forvitnilegt efni sem byija á 99 og allir skuli hafa aðgang að því. Réttara væri að fólk óskaði eftir að fá aðgang að þeim svo það þyrfti ekki að kaupa lokun á símann. Tapað/fundið Veski tapaðist LÍTIL svört budda með axlaról tapaðist föstudags- kvöldið 13. janúar sl. í miðbænum. Innihaldið var eingöngu skilríki eiganda og lyklar. Skilvís finnandi er beðinn að hringja í síma 512557 eða 620118. Einn- ig getur finnandi komið skilríkjunum til óskila- munadeildar lögreglunnar. „Flugmannshúfa“ tapaðist BRÚN flugmannahúfa úr lambsskinni var tekin í misgripum úr fatahengi Tónmenntaskólans við Lindargötu fímmtudaginn 2. febrúar. Sá sem veit um húfuna er vinsamleg beð- inn að hringja í síma 10563. Trygg vantar heimili NÍU mánaða gamall góður collie-hundur af góðu smalahundakyni, vantar gott heimili. Uppl. í síma 78422. Köttur í heimilisleit TÆPLEGA tveggja ára svartur fressköttur fæst gefíns vegna óvæntra að- stæðna. Hann er geldur, eyrnamerktur og spraut- aður. Einstaklega ljúfur og fallegur köttur. Upplýs- ingar í síma 625061. SKÁK Umsjðn Margcir Pétursson EINN efnilegasti skákmaður Englendinga um þessar mundir er 16 ára gömul stúlka, Harriet Hunt að nafni. Hún náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli karla í Hastings um áramót- in. Hér hefur Harriet Hunt (2.265) hvítt og á leik gegn landa sínum Tyson A. Mordue (2.230) á móti í Bridgend í Englandi í janúar. stöðumynd 16. Hxf6! - gxf6, 17. Rd5 - Dxc2 (Engu betra var 17. - Dd8, 18. Bb6 - Dd7, 19. Rxf6 - De6, 20. Dh4 og vinnur) 18. Dh4 - Dxe2, 19. Dxf6+ - Kg8, 20. Bh6 - Dg4, 21. Dxd6 og svartur gafst upp. Auk þess sem hvítur hótar máti með 22. Dxf8 er önnur hótun að vinna svörtu drottninguna með 22, Rxf6+. Hraðskákmót Reykja- víkur 1995 fer fram í félags- heimili Taflfélags Reykjavík- ur, Faxafeni 12, kl. 14 í dag, sunnudaginn 5. febrúar. Öllum er heimi! þátttaka. COSPER C05PER, Hann verður að taka þátt í þessu blessaður, til að eiga fyrir sköttum af lífeyrinum. Víkveiji > UTGJÖLD heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins námu 48 milljörðum króna árið 1993. Lang stærstu gjaldaliðir þess eru tTyggingakerfið 28,5 milljarður króna og heilbrigðiskerfið, sjúkrahús tæpir 17 milljarðar og heilsugæzlan tæpir 2 milljarðar. Ríkisspítalar spanna rúmlega 7 milljarða króna útgjöld árið 1993. Rekstrargjöld umfram sértekjur hækkuðu um 5% á árinu. Það verð- ur að teljast vel sloppið með hlið- sjón af því að launagjöld stofnunar- innar hækkuðu um 4% milli ára, önnur rekstrargjöld um 7,1% og mikil hækkun varð einnig á Iækn- ingavörum og rannsóknarstofu- efni. Aðrir liðir lækkuðu, eins og matvæli og vaxtakostnaður. í um- sögn Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisspítalar hafa með útboðum náð góðum árangri við að lækka útgjöid vegna ýmissa kostnaðarl- iða.“ Þetta á ekki sízt við um eld- hús Ríkisspítala. Víkveija er kunnugt um að ströngu útgjaldaaðhaldi var beitt í rekstri Ríkispítala, sem m.a. hef- ur komið fram í tímabundnum, og á stundum umdeildum lokunum deilda, og því miður, einnig ónógu viðhaldi tækjakosts. „Þar sem Ríkisspítalar velta jafn stórum fjárhæðum og raun ber vitni er sérstök ástæða til að bók- hald og eftirlit með fjármálum sé skrifar... í föstum skorðum," segir Ríkis- endurskoðun. „Sú er einnig raunin. Þannig uppfylla fylgiskjöl í bók- haldi yfirleitt allar formkröfur." Skýrsla Ríkisendurskoður.ar geymir góða umsögn um Ríkisspít- ala. xxx VILÍKUR fólks eru trúlega bezti mælikvarðinn á gæði hvers samfélags. Engin þjóð skák- ar íslendingum í ævilengd. Á þann mælikvarða metið telzt íslenzkt þjóðfélag í hæsta gæðaflokki. En það er önnur hlið á þessu gæðaeinkenni, „fjölgun" hinna öldruðu, sem Víkveiji hyggur að ekki sé nægur gaumur gefinn. Gjörbreytt samfélag að þessu leyti kallar á ört vaxandi öldrunarþjón- ustu, einkum félagslega og heilsuf- arslega. Ýmsir telja að samfélagið hafi ekki aðlagað sig nægilega að þessu breytta aldursmunstri þjóðarinnar. Víkveiji minnir á orð þess virta frömuðar á svið öldrunarmála, Ásgeirs Jóhannessonar: „Aldraðir eru viðskiptamenn en ekki hráefni fyrir stofnanir. Þeir eiga rétt á og sækjast eftir þjón- ustu við hæfi, líkt og maður sem kemur inn í verzlun og velur sér vöru og þarf að vera ánægður með hana, og í framtíðinni munu aldraðir þurfa að greiða fyrir þjón- ustuna, ýmist með fyrirfram- greiðslu, í formi skattgreiðslu til samfélagsins á starfsárum, eða þegar þjónustan er veitt eftir eðli og aðstæðum...“ xxx ASGEIR segir í grein um mál- efni aldraðra að trúlega náizt beztur árangur „með því að hinir öldruðu taki í einhveijum mæli beinan þátt í greiðslu kostnaðar við þegna þjónustu. Það gjald á þó að vera svo hóflegt að flestir eða allir hafi efni á að veita sér þá þjónustu sem þeim hentar og vilja fá, „það er svo misjafnt sem mennirnir leita að og misjafn til- gangurinn sem fyrir þeim vakir“, eins og þjóðskáldið Tómas Guð- mundsson hefur orðað svo ágæt- lega.“ Ásgeir segir að enginn megi skilja orð sín svo að fjárhagur aldr- aðra eigi að ráða því, hvaða þjón- usta er veitt. Öðru nær. Hugmynd- ir hans „auki á jöfnuð manna og aðgengi að þjónustu sem virkilega skiptir hina öldruðu verulegu máli og þeir velji hana sjálfir". Ef ein- hver þjónusta er hins vegar í boði, „sem hinir öldruðu telja það þýð- ingarlitla fyrir sig að fáir eða eng- ir vilji greiða henni atkvæði með eigin fjárframlagi — litlu lág- marksgjaldi — þá hlýtur sú þjón- usta að mega hverfa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.