Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 19 Fyrirtæki sem nota ofangreind tölvupóstskerfi geta tengst isgátt, sem sér um allar umbreytingar milli kerfa. Hægt er að tengjast tölvupósti Internets, fyrirtækjum erlendis með X.400 og skipum úti á sjó með Inmarsat gervihnattakerfinu. SKlMA, „Ekki virðist hvarfla að ráðamönnum að banna hinu opinbera að fara út í samkeppn- isrekstur fyrr en aðskilnaður hef ur átt sér stað. Þvert á móti virðist afstaðan vera sú að leyfa þessum aðilum að byggja upp sam- keppnisrekstur í þægilegu samlífi við vernd- uðu starfsemina og skilja síðan á mili þegar uppbyggingu er loksð, áhægttan að baki og einkaaðilar liggja jafnvel ívalnum.M rafmagnsverfræðinni greip ég tækifærið,“ segir hún. „Síðan fór ég í University of Minnesota og lauk mastemámi þaðan. í fram- haldsnáminu lagði ég einkum áherslu á tölvusamskipti." Að námi loknu kom hún heim og réðst fjótlega til IBM á íslandi þar sem hún starfaði við tölvusam- skipti. „Starfið fólst í að setja upp kerfi og veita fyrirtækjum ráðgjöf í tölvutengingum, sem voru að byggjast upp á þessum tíma. Eitt verkefnið var til dæmis að byggja upp alþjóðanet IBM hér á landi. Sá bakgrunnur kemur því að mikl- um notum við það sem ég er að fást við núna.“ Tölvupóstur á milli fyrirtækja Algengt er að fyrirtæki notist við tölvupóst innanhúss, en ísgátt framlengir tölvupóstkerfið út úr húsinu og veitir áfram til annarra fyrirtækja. Að sögn Dagnýjar kemst enginn til að lesa textann þegar hann flyst á milli fyrirtækja nema þeir sem sitja við skjáina hvor sínu megin. „Það tekur skeyti aðeins örskots- stund að fara í gegnum tækin.“ - Textinn verður sem sagt ekki að skrá sem geymist í ísgátt? „Nei, ekki nema þegar um er að ræða aðgang að pósthólfi. Þeg- ar tölvupóstskerfi tengjast ísgátt kemur skeyti inn og fer strax út aftur.“ Dagný segir að tölvupóstskerfi hafi verið að byggjast upp hægt og rólega og margir séu farnir að reiða sig á þessa tegund boðmiðl- unar vegna hagræðingar sem í henni felist. „Þetta kemur að hluta í staðinn fyrir fax, símtöl eða bréf- póst,“ segir hún. Næsta skref að sögn Dagnýjar verður að bjóða upp á aukna þjón- ustu þannig að hægt verði að senda fax og telex í gegnum póstkerfíð. Hún bendir jafnframt á að þægi- legra geti verið að fá upplýsingar beint inn á tölvu, því ekki þurfi að slá þær inn á nýjan leik ef vinna eigi frekar með þær. ísgáttin fór af stað í mars í fyrra og hefur markaðssetning og kynn- ing þess verið stærsta verkefni Skímu á árinu. „Þegar ísgáttin byijaði buðum við aðgang fyrir tvö útbreiddustu tölvupóstskerfin. Nú getum við veitt aðgang að jsgátt- inni fyrir sjö tegundir af tölvupóstskerfum, sem eru svotil öll kerfi sem eru í notkun. Við bjóðum einnig fyrirtækjum að leggja upplýsingar inn í Isgátt- ina þannig að önnur fyrirtæki geti notfært sér upplýsingarnar. Geta notendur til dæmis sótt gengis- skráningu Seðlabankans eða skattatöflu ríkisskattstjóra þegar þeim hentar. Notendum gefst einn- ig kostur á að vera í áskrift að upplýsingum eins og þessum og eru breytingar sendar með tölvu- pósti um leið og þær gerast.“ Tölvupóstur til togara Grunnuppbygging Isgáttar er X.400 kerfi sem er alþjóðlegur staðall fyrir tölvupóstsamskipti. Er fyrirtækið tengt erlendum X.400-kerfum, þar sem fyrirtæki bjóða sams konar þjónustu. Auk þess tengist ísgátt Interneti og Inmarsat gervihnattakerfinu sem samskipti skipa fara í gegnum. „Þannig geta fyrirtæki á sjó og landi verið í tölvupóstsamskiptum. Fram að þessu hafa Inmarsat-sam- skipti við skip ekki gengið með íslensku eins og þeir vita sem til þekkja. Um þessar mundir leitum við leiða til að koma íslenskum stöfum inn og erum bjartsýn á að það takist. Verður þessi breyting til mikilla bóta fyrir þá sem nota þessa samskiptaleið." Tenging tölvupóstsnotenda Is- gáttar við Internetið takmarkast við tölvupóstssamskipti, enda telur Dagný það einna eftirsóknarverð- ast fyrir fyrirtæki. „Samt hefur verið mikil vakning fyrir öðru sem er á netinu og mikil forvitni að finna út hvað þar er að finna. Við bjóðum ekki almenna þjónustu ennþá en við erum að undirbúa að opna almennan Internetaðgang og þá til að byija með fyrir þá sem eru í póstkerfunum,“ segir hún. í samkeppni við Skýrr og P&S Þau fyrirtæki sem bjóða upp á póstmiðlun eru auk Skímu, Skýrr og Póstur og sími. Aðspurð um hvernig litlu einkafyrirtæki hefði dottið í hug að fara í samkeppni við þessa tvo risa, svararði Dagný að því væri öfugt farið og hin fyrir- tækin hafi farið í samkeppni við Skímu. „Þegar ísgátt opnaði í mars buðu hvorki Póstur og sími né Skýrr upp á þessa þjónustu," segir hún og bætir við að bæði fyrirtækin hafi boðið upp á annars konar þjónustu. „P&S bauð til dæmis upp á þjónustu eins og póst- hólf og X.400, en fyrirtækin urðu sjálf að koma sér upp dýrum teng- ingum sem umbreyta skeytum, á staðlað form eins og t.d. X.400.“ Dagný bendir á að tölvusam- skipti, hugbúnaðargerð og önnur tölvuþjónusta byggist núorðið mun meira á þekkingu og góðum hug- myndum en stærð og fjármagni. Þá skipti máli að hafa hæfileika og vilja til að hlusta á viðskiptavin- inn og vera reiðubúinn að aðlaga þjónustuna að þörfum hans. „Lítil einkafyrirtæki eru oft nær mark- aðnum og viðskiptavinum en stóru ríkisfyrirtækin. Þau eru sveigjan- legri, bregðast hraðar við og eru þjónustusinnaðri. Á meðan sam- keppnin við risana tvo er háð á þessum forsendum hef ég alls enga ástæðu til að óttast. En það sem ég óttast er að þeir haldi verð- skránni óeðlilega lágri vegna þess að þeir geta notað tekjur af vernd- aðri starfsemi eða noti búnað og starfsfólk grunnþjónustunnar í samkeppnisþjónustunni.“ Mikil blaðaskrif urðu í ágúst síðastliðnum milli Skýrr og Skímu í kjölfar þess að Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja og Skima höfðu hvort. um sig sent Sam- keppnisstofnun erindi vegna erf- iðrar samkepnisstöðu gagnvart Skýrr. í úrskurði Samkeppnisráðs í ágúst sl. mælti ráðið fyrir um fjái'hagslegan aðskilnað á milli samkeppnisþjónustu Skýrr og ann- ars reksturs félagsins. - Hafíð þið fundið breytingar á markaðnum eftir að úrskurðurinn var birtur? „Það hefur komið fram að Skýrr er að undirbúa breytingu á rekstri fyrirtækisins í hlutafélag. Það er ágætt í sjálfu sér, því þá greiða þeir sömu opinberu gjöld og fyrir- tækin almennt, en það er ekki svar við skipuninni um aðskilnað." Hið opinbera fylgi reglum Dagný kveðst vonast til að Sam- keppnisstofnun fylgi úrskurðinum eftir, svo og ráðuneytin sjálf. Henni fínnst súrt í broti að ráðuneytin sýni ekki opinberum stofnunum og fyrirtækjum aðhald að fyrra bragðiJVIálinu sé ekki sinnt.fyrr en það sé komið á borð Samkeppn- isstofnunar. „Opinber fyrirtæki eiga sjálf að haga sér í samræmi við lögin og ráðuneytin að gæta þess að starfsemin sé innan eðli- legra marka.“ Dagný bætir við að því miður gerist það of oft að ráðherrar og starfsmenn ráðuneyta verði tals- menn þeirra stofnana og fyrir- tækja sem undir þá heyra í stað þess að vera málsvarar almennings og einkframtaksins. „Það ætti flestum forstjórum ríkisstofnana og -fyrirtækja, ráðherrum og starfsmönnum ráðuneyta að vera orðið ljóst að núverandi samkeppn- isráð tekur hart á málum og vill íjárhagslegan eða jafnvel algjöran aðskilnað milli verndaðrar starf- semi og þeirrar sem rekin er í sam- keppni við einkaaðila. Samt þráast menn við. Ekki virðist hvarfla að ráðamönnum að banna hinu opin- bera að fara út í samkeppnisrekst- ur fyrr en aðskilnaður hefur átt sér stað. Þvert á móti virðist af- staðan vera sú að leyfa þessum aðilum að byggja upp samkeppnis- rekstur í þægilegu samlífí við vernduðu starfsemina og skilja síð- an á milli þegar uppbyggingu er lokið, áhættan að baki og einkaað- ilar liggja jafnvel í valnum." P&S og Skýrr útverðir Dagný bendir jafnframt á at- hyglisverðan þátt í samkeppni á íslenska upplýsingamarkaðinum. „Póstur og sími og Skýrr eru út- verðir þessa markaðar. Til dæmis situr P&S að öllu símkerfinu sem tölvusamskiptin byggja á. Skýrslu- vélar eru á hinum endanum með öll opinber gögn á sinni könnu. Þarna á milli er í raun það svigrúm sem einkaaðilar hafa til að bjóða upplýsingaþjónustu á sviði tölvus- amskipta. P&S og Skýrr líta hins vegar svo á að það sé eðlileg út- víkkun á grunnþjónustu þeirra að sækja inn á þetta svið og hafa þegar seilst ansi langt.“ Dagný segir að einkaaðilar á upplýsingamarkaðnum þurfi ekki aðeins að glíma við P&S og Skýrr sem keppinauta heldur þurfí þeir einnig á þjónustu þeirra að halda. „Ef við fáum til dæmis hugmynd sem tengist gagnaflutningsnetinu X.25 eða háhraðaneti P&S verðum við að ráðfæra okkur við samkepn- isaðila okkar hjá P&S. Á sama hátt reka Skýrr kerfi fyrir opin- bera aðila sem ég hef hug á að bjóða notendum Isgáttar aðgang að. Þar sem þeir eru rekstraraðili kerfisins fer málið strax í farveg til Skýrr. Af þessum ástæðum er mjög erfitt að athafna sig nema að ákveðnu marki án þess að þeir fylgist mjög vel með því sem við erum að gera.“ Dagný tekur annað fyrirtæki sem dæmi, NAT, en það hyggst fara út í GSM-farsímaþjónustu. „Það, ásamt fýrirtækjum sem vilja veita virðisaukandi netþjónustu eða upplýsingamiðlun, stendur frammi fyrir því að þurfa að byggja upp sitt kerfi í samvinnu og sam- keppni við Póst og síma um allt land. Aðstöðumunurinn vegna grunnþjónustunnar er alveg greini- legur. Með aðskilnaði væri þetta úr sögunni.“ Dagný kveðst þó ekki hafa veru- legar áhyggjur af samskiptum sín- um við þessi tvö fyrirtæki einmitt núna, því að mörgu öðru sé að hyggja. „Það er ótrúlegur vöxtur í tölvusamskiptum og margt spennandi að gerast. Tækifærin leynast víða og það sem gildir er að kunna að grípa þau.“ Páskatilboð Heimsferða t fra 39.900 W.—or. mc 1 pr. mann Bókaðu a tilboðsverðinu meðanenner\au ^||t a$ fy||aSt UIT1 páskaiia Tryggðu þér frábæran aðbúnað í friinu og njóttu þess að dvelja á nýjum gististöðum Heimsferða í sól og hita um páskana. Nú eru páskaferðirnar að seljast upp. Tryggðu þér því sæti meðan enn er laust. Kanarí Brottför 5. apríl - 17 dagar Kr. 55.900 pr. mann, m.v. hjón me& 2 börn, 2ja-14 ára. Kr. 69.700 pr. mann, m.v. 2 í stúdió, Green Sea. Frábær a&búnabur á Kanarí Benidorm Brottför 11. apríl - 12 dagar • Kr. 39.900 pr mann m.v. hjón me& 2 börn, 2ja-l 1 ára. Kr. 49.900 pr. mann, m.v. 2 í íbú&, El Faro íbúðarhóteli&. Clæsilegur nýr glstista&ur, El Faro Þjónusta: • Líkamsrækt. Farþegar Heimsferöa fá frítt tvisvar í viku. • Sjónvarp og sími. • Gufubab. • Veitingasta&ur. • Bar. • Móttaka er opin allan sólarhringinn. • Kvöldskemmtanir öll kvöld. • Þvottahús HEIMSFERÐIR Flugvallaskattar og forfallagjöld: Kr. 3.660 fyrir fullorðin, kr. 2.405 fyrir barn, e kki innifalin I veröi ferðar Austurstræti 17, 2. hæö, sími 562 4600 Þjónusta: • Stor sundlaug. • Tennisvöllur. • Móttaka opin allan sólarhringinn • Leiktæki fyrir börnin. • Veitingastaöur. • Bar. • Skemmtidagskrá á kvöldin. • Þvottahús. • Verslun. Sumarbæklingurinn kemur 12. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.