Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Cavaco Silva boðar afsögn eftir áratug við stjórnvölinn Pólitískt tóma- rúm í Portúgal Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Port- úgals, hefur boðað afsögn síðar á árinu eftir að hafa gegnt embættinu í áratug. Þar með lýkur tímabili í stjómmálasögu Portúgals sem einkenndist í fyrstu af mikilli bjartsýni en síðan af æ meiri vonbrigðum vegna hægari umbóta en stefnt hafði verið að. CAVACO Silva ákvað að segja af sér sem leiðtogi Sósíaldemókrataflokks- ins (PSD) síðar í mán- uðinum og verða ekki forsætisráð- herraefni hans í þingkosningun- um í október. Flokkurinn er mið- og hægriflokkur og hefur verið við stjómvölinn í Portúgal í fimmtán ár. Undir forystu Cavaco Silva náði flokkurinn meirihluta á þinginu í tvennum kosningum, árin 1987 og 1991. Cavaco Silva skilur eftir sig tómarúm, sem erfitt verður að fylla. Óvissa ríkir um eftirmann hans innan PSD og helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Sósíalista- flokkurinn, þykir ekki líklegur til stórræða. Ljóst þykir að það taki Portúg- ali nokkra mánuði að ná áttum og erfítt verði fyrir nýjan leiðtoga að blása landsmönnum í bijóst bjartsýninni sem stuðlaði að stór- sigrum Cavacos Silva í síðustu kosningum. Leiðtogi á uppgangsskeiði Cavaco Silva er hagfræðingur frá York-háskóla í Bretlandi og síðastur nokkurra leiðtoga Port- úgals sem eiga það sameiginlegt að hafa komist til valda á tíma- mótum í sögu landsins og ríkt á breytingaskeiðum en misst smám saman tökin á rás atburðanna. Hann varð forsætisráðherra þremur mánuðum fyrir inngöngu Portúgals í Evrópusambandið (ESB) árið 1986, sem markaði endalok pólitískrar og efnahags- legrar ringulreiðar eftir byitingu vinstrimanna árið 1974. Efnahag- urinn var á uppleið og Portúgalir sáu fram á þjóðfélagsbreytingar og hagsæld með hjálp fjármagns frá Evrópusambandinu. Efnahagslíf Portúgals tók stakkaskiptum á tíu ára valdatíma Cavacos Silva. Verðbólgan er komin niður í rúm 5% en var meira en 19% þegar hann komst til valda. Atvinnuleysið hefur að vísu aukist jafnt og þétt en er tiltölulega lítið á evrópskan mæli- kvarða, um 7,1%. Verg þjóðarframleiðsla á mann hefur aukist úr 51,4% í 64% af meðaltalinu innan Evrópusam- bandsins. Hinir nýríku blésu nýju lífí í efnahaginn á mestu upp- gangsárunum en féllu í ónáð hjá almenningi þegar harðna fór á dalnum fyrir rúmum tveim árum. 1.200 milljarðar frá ESB Áætlað er að Evrópusambandið hafi dælt jafnvirði 1.200 milljarða króna í efnahag Portúgals síðustu níu árin til að fjármagna ýmsar framkvæmdir, svo sem 1.300 km vegi. Andstæðingar Cavaco segja þetta reyndar einu varanlegu af- rek Cavacos Silva. Forsætisráðherrann beitti sér fyrir auknu ftjálsræði í fjölmiðlun og einkareknar sjónvarps- og út- varpsstöðvar og óháð dagblöð keppast nú við að afhjúpa meinta spillingu og vanhæfni ráðherra og forystumanna stjórnarflokks- ins. Cavaco Silva verður þó einnig minnst fyrir ýmsar stjómkerfis- umbætur, sem þóttu löngu tíma- bærar, og metnaðarfulla áætlun um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Tilraunir hans til að færa mennta-, heilbrigðis- og dóm- skerfið til nútímahorfs hafa þó ekki reynst eins árangursríkar. Kosningum flýtt? Þegar til skemmri tíma er litið ber þó hæst pólitíska tómarúmið sem Cavaco Silva skílur eftir sig. „Það væri hól en ofmat að segja að pólitíski og efnahagslegi stöð- ugleikinn standi og falli með mér,“ sagði Cavaco Silva. Valdabarátta innan stjórnarflokksins og hik fjárfesta vegna óvissunnar um úrslit kosninganna gæti þó orðið til þess að hann yrði að sætta sig við hólið. Stjómarandstæðingar knýja nú á sósíalistann Mario Soares for- seta um að binda enda á óvissuna sem fyrst með því að flýta kosn- ingunum. Ef gengið verður að kjörborði í maí eða júní yrði það sósíalistum í hag og ný forysta sósíaldemókrata fengi skamman tíma til að undirbúa kosningabar- áttuna. Slíkt gæti ennfremur grafið undan mikilvægum einka- væðingaráformum, svo sem um að bjóða erlendum fyrirtækjum hlut í portúgalska símafyrirtæk- inu. Líklegur í forsetaframboð Sósíaldemókratar eiga nú undir högg að sækja vegna spillingar- mála og ólíklegt þykir að flokkur- inn fái meirihluta þingsæta í þriðju kosningunum í röð. Frétta- skýrendur segja ákvörðun Cavaco Silva til marks um að hann þekki sinn vitjunartíma. Með því að víkja með reisn sé hann í ákjósanlegri stöðu sem forsetaframbjóðandi þegar eftirmaður Soares forseta verður kjörinn snemma á næsta ári. „Margir kjósendur vilja sjá sterkan mann eins og Cavaco Silva sem forseta, einkum þar sem þingkosningarnar kunna að leiða til veikrar minnihluta- eða sam- steypustjórnar," sagði bankastjóri í Lissabon. Nýjustu skoðanakann- anir benda hins vegar til þess að sósíalistinn Jorge Sampaio, borg- arstjóri Lissabon, myndi bera sig- urorð af Cavaco Silva í forseta- kosningum. Heimild: The Financial Times. CAVACO Silva fagnar sigri í þingkosningunum í Portúgal árið 1991, þegar flokkur hans náði meirihluta á þinginu í annað sinn. V-Evrópuríki vilja nýjan samning við Bandaríkin NATO-ríkin teng- ist nánari bönd- um efnahagslega Leggja til víðtæk- ari samvinnu á sviði öryggismála STJÓRNVÖLD í Þýskalandi, Bret- landi og Frakklandi hafa lagt til að stefnt verði að nýjum samningi við Bandaríkin og Kanada, sem fæli í sér . að Atlantshafsbandalagið (NATO) fengi aukið hlutverk. NATO yrði þá vettvangur samvinnu á sviði efnahagsmála og á sama tíma yrði öryggismálasamstarf aðildarríkj- anna aukið, þannig að það næði ekki aðeins til Evrópu, heldur því sem næst alls heimsins. Þetta er djarfasta tillagan sem fram hefur komið til þessa í umræð- unni um hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins eftir endalok kalda stríðsins. Hugmyndin hefur ekki verið útlistuð í smáatriðum en varnarmála- og utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands vöktu máls á hénni í ræðum sínum á árleg- um öryggismálafundi í Munchen um síðustu helgi. Volker Riihe, varnarmálaráðherra Þýskalands, lagði til að gengið yrði frá „nýjum og víðtækari Atlants- hafssamningi" sem kvæði á um sam- vinnu á sviði hernaðar-, efnahags- og stjórnmála með það að markmiði að veija markaðshagkerfi og lýðræð- isleg gildi væstrænu lýðræðisríkj- anna. Evrópuríkin ekki nógu öflug Bandarískir embættismenn hafa brugðist varfærnislega við hug- myndinni um nýjan samning. Nokkr- ir bandarískir fulltrúar á fundinum í Miinchen sögðu þó að hugmyndin kynni að fá góðan hljómgrunn hjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta, þar sem hann gæti notfært sér hana í baráttunni við einangrunarsinna á þinginu. Bosníustríðið er sagt hafa fært evrópsku ráðamönnunum heim sanninn um að Evrópuríkin geti ekki gert sér vonir. um að geta leyst alvar- leg hernaðarvandamál án fulltingis Bandaríkjanna - að minnsta kosti ekki næsta áratuginn. Að sögn emb- ættismanna hrýs mönnum einnig hugur við hinum nýja hernaðaranda í Moskvu. Af þeim sökum leggja Evrópurík- in nú meiri áherslu á að halda tengsl- unum við Bandaríkin og minna ber á hugmyndum um að Vestur-Evr- ópusambandið taki smám saman við hlutverki NATO, en þær voru mjög áberandi fyrir aðeins ári. Samkeppnisandinn hættulegur Frumlegasti þáttur tillögu Evr- ópuríkjanna er hugmyndin um að skapa vettvang til að samhæfa að- gerðir í viðskipta- og efnahagsmál- um. Embættismenn segja að aukin samkeppni milli fyrirtækja á heims- markaði og vaxandi þjóðernishyggja í efnahagsmálum kunni að ógna samstöðu lýðræðisríkjanna og skapa jafn mikla hættu og vígbúnaðar- kapphlaupið á sínum tíma. Þýski varnarmálaráðherrann sagði að Þjóðveijar væru reiðubúnir að taka fullan þátt aukinni samvinnu NATO-ríkjanna og gaf til kynna að þeir léðu máls á þátttöku þýska hers- ins í hugsanlegum hernaðaraðgerð- um bandalagsins. Ennfremur vakti það mikla at- hygli að Alain Juppe, utanríkisráð- herra Frakka, sem hafa lagt áherslu á aukin áhrif Evrópuríkjanna innan NATO, kvaðst í ræðu sinni hlynntur hugmyndinni um aukna samvinnu við Norður-Ameríkuríkin. „Ég tel þetta mikilvæga og ef til vill sögulega ræðu og hún er til marks um nýtt hugarfar hjá frönsku stjórninni,“ sagði vestrænn embætt- ismaður. Heimild: International Herald Tribune. Norrænar mannréttindaskrifstofur Tsjetsjníjuför er ákveðin FULLTRÚAR norrænna mannrétt- indaskrifstofa, sem voru nýlega á ferð í Moskvu til að ræða mannrétt- indamál í Rússlandi, hyggjast fara til Tsjetsjníju þar sem ætlunin er m.a. að kanna umfang pyntinga. Munu stofnanirnar reyna að fá með í för lækna frá endurhæfingarstofn- un fyrir fórnarlömb pyntinga, sem starfrækt er í Danmörku. Ástæða ferðar mannréttindafull- trúanna var stríðið í Tsjetsjníju en Rússar hafa verið sakaðir um gróf mannréttindabrot þar í landi. Ræddu fulltrúarnir mannréttindamál og hjálparstarf við ýmis rússnesk sam- tök og ríkisstofnanir. Var ætlunin að kanna með hvaða hætti Norður- lönd gætu stutt starf rússneskra mannréttindasamtaka í Tsjetsjníju. í Moskvu voru mannréttindafull- trúarnir hvattir til þess að veita rúss- neskum blaðamönnum og þing- mönnum stuðning og kennslu í mannréttindamálum og mannrétt- indalöggjöf. Ýmis mannréttindasam- tök á Norðurlöndum búa yfir svip- aðri reynslu hvað varðar t.d. Suður- Afríku og lönd í Austur-Evrópu. í skýrslu sinni um Moskvu-förina leggja norrænu mannréttindafulltrú- arnir áherslu á að eftirlit með her og lögreglu verði hert í Rússlandi til að koma á stöðugleika og ör- yggi, enda hafi Rússar skuldbundið sig til þess á fundi ríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í des- ember sl. í Búdapest. í ályktun mannréttindafulltrú- anna um ástandið í Tsjetsjníju er lögð áhersla á að alþjóðastofnanir, t.d. Alþjóða Rauði krossinn, geti fylgst með stöðu mála. Mikilvægt sé að um vopnahlé semjist hið fyrsta svo að unnt verði að grafa hina látnu, veita særðum læknisaðstoð og gefa almennum borgurum tækifæri á að komast í öruggt skjól. Gera verði stríðsaðilum grein fyrir ábyrgð sinni, sérstaklega hvað varðar mannrétt- indi og að allir þeir sem fremji mann- réttindabrot verði færðir fyrir rétt. Fulltrúi íslands i ferð norrænu fulltrúanna til Moskvu var Ágúst Þór Árnason, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.