Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 11 „Mér finnst nauðsynlegt að hér verði hugarfars- breyting og fólk geri áætlanir um hvernig það vilji eyða elliárunum." Það gerist ekkert í málunum, ef aldraðir ætla alltaf að láta sig hafa það að lenda á biðlistum og láta planta sér hingað og þangað," seg- ir hún og er farin að kveða nokkuð fast að. Hún heldur því fram að nánast engir valmöguleikar séu fyrir aldr- aða sem þurfi á hjúkrunarþjónustu að halda. Fólk geti ekki valið sér elliheimili, því alls staðar sé yfir- fullt og langir biðlistar. Losni pláss sé það ef til vill í öðrum bæjar- hluta, sem geti skapað vandamál. „Margir þeirra sem búa heima verða að sætta sig við að fá fjölda manns inn á heimilið daglega. Einn kemur með mat, annar sér um þrif, sá þriðji um innkaup og kannski sá fjórði um heimahjúkrun. Þrátt fyrir að þetta bjargi því að viðkom- andi liggur ekki einn og yfirgefinn finnst okkur þetta ekki nægilega manneskjulegt fyrirkomulag. Þegar vitjanir eru komnir upp í ákveðinn fjölda er það einnig dýrara fyrir- komulag en að vera á elliheimili," segir hún. Lóðin við Efstaleiti I framhaldi af þessari undirbún- ingsvinnu hefur hópurinn haft sam- band við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra og kynnt henni hugmyndina. „Við báðum um ákveðna lóð, sem er á horninu hjá útvarpshúsinu við Efstaleiti. Það er að ósk aldraðra sjálfra, því marg- ir þeirra búa þarna í kring. Sú til- hugsun að flytja í hverfi langt í burtu skelfír marga. Öldruðum fínnst jafnvel að verið sé að flytja þá búferlaflutningum á milli hreppa og óttast að ættingjar heimsæki þá ekki. Arkitektinn hefur bent okkur á að við hönnun íbúðarhverfa gleym- ist oftast að gera ráð fyrir öldruðum og þörfum þeirra í hverfinu, þar meðal talið elliheimili. Hann hefur einnig bent á að jafnvel ætti að vera grafreitur í hvetju hverfí líkt og kirkjur." Jafnvel Kjalarnes Sigríður segir að komi til þess að lóðinni við Efstaleiti verði ekki úthlutað til þessarar starfsemi komi til greina að byggja slíkt heimili á Kjalarnesi. Reykjavíkurborg sé orð- in það þéttbýl að fáar lóðir séu lausar sem henti starfseminni. „Það liggur fyrir hjá Kjalarneshreppi að byggja einhvers konar umönnunar- heimili. Forystumenn þar eru hrifn- ir af hugmynd okkar og nóg er þar af góðum lóðum. Ekki er víst að Reykvíkingar séu tilbúnir að fara þangað uppeftir en þá gæti fólk úr úr nálægum sveitum keypt sig þar inn.“ — Verði þessi hugmynd fram- kvæmd víðar að nokkrum árum liðn- um sérðu þá fyrir þér að láglauna- hópar fari inn á elliheimili og hát- stéttarhópar á umönnunarheimili? „Ég veit ekki hvort rétt sé að líta á málið þannig. í lögum eru fyrirmæli um samhjálp, því þjóðfé- lagið er jöfnunarþjóðfélag. Við vilj- um jafna kjörin og möguleika fólks til samneyslunnar. En þar með er ekki sagt að borga eigi allt fyrir alla ef viðkomandi hefur bolmagn til að standa undir því sjálfur. Þar kemur vitleysan inn í kerfið. í könnun sem Jóhanna Sigurðar- dóttir, þáverandi félagsmálaráð- herra, lét gera á árunum 1990-91 kom í ljós, að 65 ára og eldri í Reykjavík og á Reykjanesi áttu samanlagt 75 milljarða króna í eignum og verðmætum. Við hugs- um okkur að fjármunir og eignir þessa fólks nýtist í uppbyggingu fyrir það sjálft og til framfærslu þeirra sjálfra meðan þeir eru á lífi. Með þessu fyrirkomulag er verið að slá tvær flugur í einu höggi. I fyrsta lagi er hinum aldraða tryggt sjálfstæði á öruggum áningarstað og í öðru Iagi leiðir þetta til sparnað- ar hjá ríkinu. Þannig vil ég sjá það.“ Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrapflugvelli og Rábhústorginu JltorgitstiMfiMfc -kjarni málsins! A r® Develqp 10” Lykill að fallegum nöglum \ 1. Fyrir neglur sem klofna og brotna. 2. Fyrir neglur sem bogna. 3. Mjög gott undir- og yfirlakk. Develop 10 er lakkað yfir neglur á hverju kvöliii í vikutíma. Nota má litad naglalakk eftir fyrsta skiptið afDevelop 10 ogá það að Imldast alla vikuna. Þá er allt hreinsað afog byrjað upp á nýtt. Rannveig Stefánsdóttir, snyrtifrœdingur, sími 653479. Sumarferðin y -g með Heimsferðum alœgmvet * en í fyrra ■ði 55umar ferðaskrifstofur bjóða þjóðar- sátt um sumarleyfisferðir sumarsins, með 10 - 30% verðhækkun milli ára en Heimsferðir bjóða þér lægra verð en í íyrra og frábæra nýja gististaði. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17 • 101 Reykjavík Simi 562 4600 • Fax 562 4601 Kanarí í alhsumar r,,. 39.9< ________Mv. hjón með 2 böm Benidorm M.v. hjón með 2 böm Í3 vikur París Cancun íbeinuleiguflugi Beint leiguflug íparadís Bókaðufyrir 10. mars og kyggöuþéitii- boösveið ísumai: y ~ r ^ v ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.