Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 9 Notkun mannbrodda þyrfti að vera meiri FJÖLMÖRG slys urði í hálkunni í vikunni er að líða. Mjög dró þó úr komum á slysadeild Borgar- spitalans er leið á vikuna, en mikið álag var á deildinni um síð- ustu helgi. Enn koma inn nokkur tilfelli á degi hverjum. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og sjúkravakt Borgar- spítalans, segir ekki nógu algengt að gamla fólkið noti mannbrodda. „Eg hugsa að þessum slysum myndi fækka mikið ef fleiri not- uðu þá. Svo er gamalt húsráð að líma stamt límband á skósóla eða heftiplástur, þótt það sé ekki eins gott og broddarnir. Besta ráðið er svo að vera bara sem minnst á ferli í hálkunni," sagði Jón. Brotfyrir ofan úlnlið algengust Ágúst Kárason, læknir á Borg- arspítaia, sérfræðingur í bæklun- arskurðlækningum, tekur undir þetta og mælir eindregið með notkun mannbrodda. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að enginn hinna fjölmörgu, sem komu um síðustu helgi eftir að hafa dottið í hálku, hafi verið á mannbrodd- um. Hann sagði algengustu hálku- slysaáverkana vera brot rétt fyr- ir ofan úlnlið vegna þess að fólk bæri fyrir sig höndina þegar það dytti. FRÉTTIR Brotin en hafa ótrauð sinnt störfum sínuni ÓLAFUR Laufdal veitingamaður, Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í íjármálaráðuneytinu, og Helga Gunnarsdóttir arkitekt eru á meðal fjölmargra fómarlamba hálkunnar. Ólafur og Indriði eru fótbrotnir en Helga ökklabrotin. Þau eru í gipsi en hafa sinnt störf- um sínum eftir bestu getu. Indriði datt á fímmtudaginn í síðustu viku í Ingólfsstrætinu. Hann tognaði illa um ökklaliðinn og önnur pípan í fótleggnum brotn- aði. Hann fór í aðgerð og þurfti að vera á sjúkrahúsi í tvær nætur. „Ég hef komið til vinnu hluta dags og sinnt því sem ég tel hafa verið mest aðkallandi. Ég reyni að halda sem mest kyrru fyrir og sinni því minna þeim þáttum sem krefj- ast þess að maður sé á ferðinni." En hann er ekki laus við fundar- setur því hann á sæti í samninga- nefnd ríkisins og hún er þessa dagana að reyna að ná samningum við kennara. „Það er nú einmitt það sem maður hefur látið ganga fyrir,“ sagði Indriði. Hefur komið ýmsu í verk Ólafur Laufdal datt fyrir rúmri viku að kvöldlagi. Hann vissi ekki að hann væri fótbrotinn, hélt að hann myndi jafna sig, og fór til útlanda morguninn eftir. „Ég haltraði því um í fjóra daga án þess að fara til læknis, studdi mig bara við regnhlíf og harkaði Morgunblaðið/Kristinn INDRIÐI H. Þorláksson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, fótbrotinn og í gipsi. af mér. Menn trúðu því ekki þegar í ljós kom að ég var brotinn.“ Hann segir að þetta trufli sig í raun sáralítið þótt óneitanlega sé bagalegt að verða fyrir svona óhappi. Hann segist gera allt sem hann þurfi heima, fólk hringi í hann þangað. Þá segist hann vera að vinna upp ýmislegt sem hann hafi ekki komið í verk áður. Allt gengur hægar Helga Gunnarsdóttir arkitekt datt á svelli 17. janúar. Hún var að stytta sér leið yfir fáfarið svæði og átti erfitt með að gera vart við sig. En hún var svo heppin að kona nokkur labbaði fram á hana. „Það var alveg stórkostlegt að hún skyldi finna mig, bara nokkr- um mínútum eftir að ég datt. Hún ætlaði ekkert að eiga leið þama um en ákvað allt í einu að breyta til að labbaði fram á mig. Ég er óskaplega þakklát því það var ekki fýsilegt, með ökklann úr liði og margbrotinn, að þurfa að skríða í snjónum," segir Helga. Helga þurfti að vera eina nótt á spítala og var síðan rúmliggjandi í nokkra daga en hún má ekki stíga í fótinn í tvo mánuði. „Ég er búin að vera á fótum mestallan tímann og hef komið mér upp vinnuað- stöðu heima. Ég reyni að sinna verkefnum þaðan, nota mikið síma og tölvu en það gengur allt hægar en venjulega. Það er erfitt að sitja við borð vegna þess að fótleggur- inn þarf alltaf að vera beinn og ég þreytist fljótt. Ég hef ekkert farið á vinnustofuna en sem betur fer hafa viðskiptavinirnir verið mjög skilningsríkir, annars gengi þetta ekki.“ Helga segir að fjölskyldan og vinir stjani við sig, álagið á þá hafi verið mikið en hún hafi ekki fengið neina utanaðkomandi hjálp. MANNBRODDAR af þeirri gerð sem sett er undir skóinn og hægt er að smella af og á eftir þörfum. Mannbroddar Seldi 50 pör á einum degi GISLI Ferdinandsson skósmiður seg- ir að kippur hafí komið í mann- broddasölu eftir að sagt var frá því að fólk væri að brotna í hálkunni. Gísli seldi t.d. 50 pör á mánudeginum af einni tegund af þremur sem hann selur mest. „Það er sérstaklega eldra fólkið sem er innstillt inn á mannbrodda. Sumum finnst þetta ekki fallegt en ég hef nú bent þeim á að það er ennþá ljótara að vera með gipsklump á fótunum. Þá er þetta ekki dýrt, þeir kosta frá 750 krónum parið,“ segir Gísli. Gísli segir að yngra fólkið komi eftir að það brotnar. „Þá er það til- búið. Það er með það í huga að það hendi ekki það sjálft af því að það sé ungt og frískt en það geta allir dottið í hálkunni. Svo hefur maður orðið var við að ömmur og mæður hafa verið að kaupa mannbrodda handa unglingum og krökkum niður í 11, 12 ára.“ Heilsugæslustöð Kópavogs Athugasemd vegna fréttar um þjónustugjöld MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Birni Guðmundssyni lækni, fulltrúa starfsfólks í stjórn Heilsugæslu- stöðvar Kópavogs. „I lítilli frétt í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. er fjallað um inn- heimtu þjónustugjalda á Heilsu- gæslustöð Kópavogs. Þegar komu- gjöld voru tekin upp í ársbyijun 1992 var samþykkt í stjórn stöðv- arinnar að starfsfólk og makar þess auk barna innan 16 ára þyrftu ekki að greiða þetta komugjald. Var þetta hugsað sem smá upp- bót fyrir starsfólkið ekki síst þar sem svipað er uppi á teningnum hjá öðrum opinberum fyrirtækjum. Má þar nefna að starfsfólk Ríkisút- varpsins greiðir ekki afnotagjöld, starfsfólk Pósts og síma fær frítt fastagjald eftir ákveðinn starfsald- ur og starfsfólk Ríkisspítala greið- ir ekki fyrir læknaþjónustu. Þannig töldum við að fordæmið væri fyrir hendi. Með þessu væri líka tryggt að starfsfólkið fengi eðlilega þjónustu, þ.e. bókaði sér tíma og þannig væri komið í veg fyrir svokallaðar „gangalækning- ar“ þegar samstarfsfólkið er að bera vandamál sín upp á hlaupum. Starfsfólk stöðvarinnar er um 50 og komur þess og úölskyldna á árinu 1993 voru um 200 meðan heildarkomufjöldi til heilsugæslu- læknanna var um 24.000. Sl. haust gerði Ríkisendurskoð- un athugasemd við þessa niðurfell- ingu komugjalda og taldi hana óheimila. Þarna væri stjórnin að ráðskast með allt að 120.000 kr. Fyrirmæli komu því frá heilbrigðis- ráðuneyti að þessu skyldi breytt hið snarasta. Var þá sent bréf til ráðherra þar sem farið var fram á að þetta yrði heimilað. Eins og kom fram í áðurnefndri frétt var þessu hafnað á þeirri forsendu að þetta hefði fordæmisgildi! Starfsfólk heilsugæslustöðvar- innar hefur ekki tekið þessari ákvörðun ráðherra fagnandi. Það er leitt til þess að vita að ekki sé hægt að umbuna starfsfólkinu lítil- lega fyrir vel unnin störf en það er oft undir miklu álagi.“ Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum Höfum tekið ...ef þú stundar Itkamsþjálfun. í notkun Ijósabekk. Sjö-bekkja æfingakerfið hentar mjög vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað líkamsþjálfun lengi. Einnig þeim sem ekki geta iðkað almenna leikfimi af ýmsum ástæðum s.s. vöðvabólgu. Það liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til \ vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. x Ath! Ókcijpis kynningartími. Afsláttar tilboð á tímabilinu 13.-27. feb. 8 tímar 4.400, með afsl. 4.000. 12 tímar 6.000, með afsl. 5.400. 25 tímar 11.600, með afsl. 9.800. Mánud.-fimmtud. kl. 8.10-12.00 og 15.00-21.00. Föstud. kl. 8.10-13.00 og laugard. kl. 10.00-13.00. Lokað þriðjud. eftir hádegi. betfi ma j ÆFINGABEKKJUM LÆKJARGÖTU 34a - 0 653034 HAFNARFIRÐI SKRIFSTyFAN í AUSTURSTRÆTI 17, 4. HÆÐ OPI\ IDAG KL. 14-16 SÉRKYNNING: , uy OG BÆTT ÍHrf, KARIBAHAFIÐ OG THAILAND VND KYNNING MEÐ MYNDASÝNINGU Á ÆVINTÝRAFERÐINNI 2.U6. MARS AUSTURSTRÆTi 17,4. hæö 101 REYKJAVÍK«SÍMI 620400»FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.