Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR X 995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EFTIR nokkra daga hefst víð- tækt kennaraverkfall verði engin breyting á stöðunni í við- ræðum þeirra og ríkisvaldsins um kjaramál. Reynslan af kennara- verkföllum er slæm. Þau standa yfirleitt lengi og það er vel hugs- anlegt, að þetta kennaraverkfall verði mjög langt. Þau eru óvinsæl meðal almennings vegna þess, að þau valda mikilli truflun á heimilum. Börn og unglingar eru heima við og hafa lítið við að vera. Foreldrar eru í flestum til- vikum útivinnandi og eiga erfitt með að fylgjast með börnum sín- um en geta heldur ekki látið þau afskiptalaus. Þess vegna valda kennaraverkföll líka truflun á öðrum vinnustöðum. Starfsfólk getur ekki mætt til vinnu eða þarf að hlaupa úr vinnu til þess að sinna börnunum. Við höfum líka reynslu af því hvaða áhrif kennaraverkföll hafa á nemendurna sjálfa. Skólastarf- ið og námið er fasti punkturinn í lífi þeirra yfir vetrarmánuðina. Það kemst mikið rót á nemend- ur, þegar starf skólanna leggst niður á þessum árstíma. Þeir nemendur, sem eru að ljúka lykil- prófum á borð við stúdentspróf, eiga undir högg að sækja. Mögu- leikar til framhaldsnáms í há- skóla byggjast mjög á einkunn- um og námsárangri. Langt kenn- araverkfall leiðir til þess að möguleikar nemenda á að skila góðum námsárangri í vor tak- markast mjög og þar með tæki- færin til háskólanáms eða annars framhaldsnáms. Þess vegna eru Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. nemendur fórnarlömb kennara- verkfalla, sem háð eru á þessum árstíma. Það skal ekki dregið í efa, að kennarar búa við léleg launakjör. Svo er um flesta starfshópa í þjóðfélaginu en vissulega ekki alla. Kreppa undanfarinna ára hefur farið illa með fjárhag fólks. Af þeim sökum hefur gripið um sig bæði reiði og vonleysi hjá þeim, sem lakast eru settir. Á hinn bóginn höfum við lært mikið um samhengið í efnahags- lífinu á undanförnum árum. Miklar kauphækkanir fyrri ára leiddu til mikilla verðhækkana. Kjarabæturnar hurfu á skömm- um tíma vegna þess, að enginn raunverulegur grundvöllur var fyrir umsömdum kauphækkun- um. Eftir að lánskjaravísitalan kom til sögunnar leiddu miklar verðhækkanir til mikillar hækk- unar lánskjaravísitölu. Eitt árið á sl. áratug hækkaði lánskjara- vísitalan um 80% á 12 mánuðum. Það þýddi, að allar lánaskuld- bindingar fólks hækkuðu um 80%! Eftir breytingar, sem gerð- ar voru á lánskjaravísitölunni fyrir nokkrum árum í því skyni að létta greiðslubyrði launþega og annarra skuldara vega launa- hækkanir enn þyngra í lánskjara- vísitölunni. Miklar launahækkan- ir í kjarasamningum nú hverfa nánast samstundis vegna mikill- ar hækkunar lánskjaravísitölu, sem hefur áhrif á fjárhagsstöðu flestra heimila í landinu. Það fer ekkert á milli mála, að forystumönnum almennu verkalýðsfélaganna er þetta samhengi í efnahagslífinu jafn ljóst og forsvarsmönnum at- vinnufyrirtækja. Það er hins veg- ar álitamál, hvort forystumenn ýmissa hópa opinberra starfs- manna eru reiðubúnir til þess áð horfast í augu við þennan veru- leika. Því nær sem menn eru veruleika atvinnulífsins þeim mun betur skilja þeir á hveiju lífskjörin byggjast. Fólkið sem byggir sjávarplássin skilur þetta bezt. Um leið og komið er á höf- uðborgarsvæðið er þessi skiln- ingur minni. Opinberir starfs- pienn eru fjær veruleika atvinnu- lífsins en flestir aðrir. Það er kannski skýringin á því, að verr hefur gengið að skera niður út- gjöld hins opinbera en hjá einka- fyrirtækjum. Starfsfólk einka- fyrirtækja verður strax vart við það, þegar verr gengur. Opinber- ir starfsmenn starfa í skjóli ríkis- kerfisins og skynja því síður hvað um er að ræða. Þetta er hugsanlega ástæðan fyrir þvi, að svo virðist, sem for- ystumenn bæði kennara og ann- arra starfshópa opinberra starfs- manna hafi minni skilning á stöðu mála nú en foringjar hinna alniennu verkalýðsfélaga. Og það er þá væntanlega ástæðan fyrir því, að kennarar eru tilbúnir til þess að leggja út í langt verk- fall, sem hugsanlega getur staðið fram yfir þingkosningar. Eitt er alveg ljóst: við búum yfir svo mikilli vitneskju um gangverk efnahagslífsins að þjóðinni allri verður ljóst, að verði samið við kennara um launa- hækkanir umfram það, sem at- vinnulífið getur staðið undir, breiðast þær launahækkanir út til annarra launþega og þar með út í verðlagið. Kaupið hækkar en verðlag hækkar í kjölfarið og síðan lánskjaravísitalan og greiðslubyrði lánanna. Stöðug- leikinn í efnahagslífinu hverfur með öllu, sem því fylgir. Þetta veit þjóðin öll að mun gerast, ef samið verður við kennara og síð- an aðra starfshópa umfram það, sem atvinnulífið þolir. Ef illa fer getur enginn haldið því fram, að við höfum ekki vitað hvað við vorum að gera. Þjóðin hefur þá gengið sjálfviljug fram af brúninni. UPPNÁM Á VINNUMARKAÐI? ■J OO MÖRG A^-iO.vanda- málaleikrit nútímans eru með því marki brennd að maður fær litla sem enga samúð með persónunum. Þær velq'a einungis með manni hrylling, eða skelfingu. En þrátt fyrir allt hefur maður samúð með Hamlet; jafnvel móður hans í kalig- úlskri spillingunni miðri, svo ég taki gilda nútímatúlkun á raunveru- legum forsendum harmleiksins, þótt Kaligúla hafi tæplega verið Shakespeare ofarlega í huga þegar hann setti verkið saman. Um þetta innskot í Iðnó-sýningunni má að sjálfsögðu deila, einsog margt ann- að, enda er efniviðurinn ekki sóttur í Plútark né önnur rit um spillta yfirstétt. Ég fékk jafnvel samúð með konungsræflinum þegar hann iðraðist eitt andartak og til þess þurfti innlifaðan leik. Upp flaug mitt orð, en andinn niðri beið; án anda villist bæn af himins leið segir kóngur við samvizku sína. Þannig breytist hryllingurinn í skelfíngu og það er úr henni sem samúðin sprettur, vorkunnsemin. Okkur stendur nákvæmlega á sama um persónurnar í hryllingsmyndum vegna þess þær koma aldrei við kvikuna. Hasarinn verður skemmt- un en ekki upplifun sem veldur við- brögðum. Stundum fáum við við- bjóð á því sem við sjáum, það er allt og sumt. En okkur dettur aldr- ei í hug að leikarinn finni til líkam- legs eða andlegs sárs- auka. Þetta er sem- sagt blekking. Þannig hef ég upp- lifað flest vandamála- leikrit sem ég hef séð undanfarið; með sjók- öldu hlutleysi. Þau hafa ekki vakið með mér neina samúð, jafnvelþótt þau séu vel skrifuð. Stundum jafn- vel því minni sem þau eru í betri umbúðum. Mann hryllir einungis við þessu samvizkulausa hyski sem úm er fjallað. Ég tala nú ekki um þegar það er misjafnlega leikið, en ekki upplifað. Það er afar sjaldgæft maður sjái persónur leiknar inn- anfrá, ef svo mætti segja; að leikar- inn breytist t.a.m. í Lottu. En það gerðist í Þjóðleikhúsinu þegar Stór og smár stóð undir því að vera stórt. Þá kom í Ijós að Botho Strauss hugsar og finnur til einsog ljóð- skáld. Hann tekur okkur með sér í ferðalag og viðkomustaðimir eru minnisverð tíðindi úr ferð með einni hugsun til annarrar. Reynslan af slíkum skáldskap minnir okkur á að veruleiki endurminningar er áþreifanlegri en flest annað sem við upplifum í umhverfi okkar og sjáum við þetta hvergi betur en í frönsku kvikmyndinni Rauður sem ég sá eftir að ég hafði fjallað um endurtekningu endurminningarinn- ar fyrr í þessum þáttum. Ljóð sem lýsa upp mikið landslag eru mikils- verður vitnisburður um slíka reynslu. Við skulum svo ekki gleyma því, heldur rifja það upp sem Aristóteles segir í riti sínu Um skáldskaparlist- ina, að þeir séu íjarri harmleiknum sem vekja hrylling fremuren skelf- ingu. Allt minnir þetta á frásögn Arist- ótelesar um styttu Mítýasar í Argos sem drap banamann hans “með því að detta ofan á hann, þarsem hann var að horfa á kappleik". Það getur hefnt sín grimmilega að vera ekki trúr skáldskap sínum. Það hefur orðið mörgum skeinuhætt að standa undir styttu listar sinnar á fjölm- iðlakappleik samtímans. Það gerir William Kennedy ekki þegar hann semur kvikmyndahandrit úr Járngresi; það er ekki leikrit, heldur skáldsaga um róna og útigangsfólk í Albany, New York-fylki; óvenju- listrænt verk um ólistrænt efni; stíll sögunnar Ijóðrænn og hlýr; vekur samúð; snertir mann. Og svo koma Meryl Streep í hlutverki söngkon- unnar og fyllibyttunnar Helenu og Jack Nicholson í gervi homabolta- stjörnunnar Francis sem velkist í ræsinu. Stundum finnst mér Nichol- son eini kvikmyndaleikarinn sem hægt er að nefna í sömu andrá og Peter Sellers; stundum ekki. Þegar ég las sögu Kennedys datt mér aldr- ei í hug hægt væri að setja hana á svið; hvaðþá að fullnægja skálskap- arkröfum Aristótelesar. En það er gert - ekkisízt vegna innlifunar og einstakrar túlkunar Nicholsons í þessu annars vonlausa hlutverki. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall + Fatt hefur vakið meiri athygli síðustu daga en þær breytingar, sem óvænt hafa orðið á eignaraðild að Fijálsri fjölmiðlun hf., útgáfufé- lagi DV. Sl. fimmtudag skýrði blaðið frá því, að Hörður Einarsson, hæstaréttarlögmaður, sem átt hefur nánast öll hlutabréf í Reykja- prenti hf., sem aftur hefur átt 50% í Fijálsri fjölmiðlun hf., hefði selt Sveini R. Eyjólfs- syni, stjórnarformanni útgáfufélags DV, sem verið hefur eigandi að stærstum hluta hlutabréfa í Dagblaðinu hf., hlut sinn. Segja má, að þessi viðskipti á milli aðaleig- enda Dagblaðsins Vísis, hafi komið jafn mikið á óvart og sú ákvörðun þeirra fyrir ijórtán árum að sameina síðdegisblöðin tvö, Vísi og Dagblaðið, í eitt blað. Og eins og fyrri daginn er fátt um skýringar af þeirra hálfu. Þó verður að ganga út frá því sem vísu, að meginskýringin á sameiningu blaðanna fyrir tæpum einum og hálfum áratug hafi einfaldlega verið sú, að eigendur þeirra beggja hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að útgáfa tveggja síðdegisblaða ætti sér takmarkaða möguleika og þess vegna væri skynsamlegt að sameina kraftana á nýjan leik. Það kom hins vegar ekki á óvart, að Sveinn R. Eyjólfsson skyldi leita að nýjum meðeigendum í stað Harðar Einarssonar. Útgáfa. dagblaðs er flókin, viðamikil og kostnaðarsöm og þess vegna eðlilegt, að stjórnarformaður DV hafi viljað breikka grundvöllinn undir fyrirtækinu. Víða erlendis eru strangar reglur um gagnkvæma eignaraðild sjónvarpsstöðva og dagblaða. Á sumum svæðum í Banda- ríkjunum hefur einn helzti blaðakóngur heims, Rupert Murdoch, t.d. orðið að selja dagblöð, sem hann átti til þess að fá leyfi til að kaupa sjónvarpsstöðvar. Fyrir nokkr- um árum seldi hann t.d. blöð í Chicago og Boston til þess að greiða fyrir leyfi til að kaupa sjónvarpsstöðvar á þessum svæð- um. Ýmsar reglur gilda einnig um þetta í Evrópuríkjum. Kaup íslenzka útvarpsfé- lagsins hf. á stórum hlut í Fijálsri fjölmiðl- un hf. gefa tæpast tilefni til hugleiðinga um slíkar starfsreglur hér. Öðru máli gegndi ef fyrirtækið keypti meirihluta hlutabréfa eða öll hlutabréf í Fijálsri fjöl- miðlun hf. Þá mundu vafalaust skapast slíkar umræður hér. Fjölmiðlamarkaðurinn á íslandi hefur breytzt gífurlega á tveimur áratugum. Þá voru gefin út 6 dagblöð hér á landi. Þau höfðu að vísu mismunandi mikla út- breiðslu og fjárhagslegur styrkur þeirra var einnig misjafn eins og gengur en skoð- anaskipti landsmanna fóru fyrst og fremst fram á síðum þeirra. Nú eru að vísu gefin út fjögur dagblöð (fimm ef Dagur er með- talinn) en útbreiðsla Alþýðublaðsins og Tímans er svo lítil, að fyrst og fremst er um að ræða tvö dagblöð, sem eftir standa, Morgunblaðið og DV. Þessi framvinda á dagblaðamarkaðinum þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart. Þetta er svipuð þróun og orðið hefur víða um lönd. Ef engin önnur breyting hefði orðið á fjölmiðlamarkaðnum væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari fækkun blaða. En á móti hafa komið aukin umsvif í út- varps- og sjónvarpsrekstri. Hugmynd Jóns Óttars Ragnarssonar er orðin að umsvifa- miklu fyrirtæki á því sviði. Til viðbótar eru starfsræktar nokkrar aðrar útvarps- stöðvar, auk ríkisútvarps og ríkissjón- varps. Þess vegna er engin hætta á, að einokun sé að skapast á fjölmiðlamarkaðn- um. Bæði hérlendis og erlendis eru miklar umræður um nýjungar í fjölmiðlun. Dag- blöð leita leiða til þess að nýta sér tækni- nýjungar á sviði upplýsingamiðlunar og útvarps- og sjónvarpsstöðvar sömuleiðis. Ríkisútvarpið hefur tekið upp svonefnt textavarp, sem virðist ekki hafa náð mik- illi notkun hér. Fyrirtæki á sviði fjölmiðlun- ar hafa reynt fyrir sér í þeim efnum hátt á annan áratug með misjöfnum árangri. Þó má gera ráð fyrir, að ungt fólk nýti sér þessa tækni í ríkara mæli en eldra fólk. íslenzka útvarpsfélagið hóf fyrir nokkr- um misserum sölu á áskrift að svonefndu Fjölvarpi, þ.e. sjónvarpssendingum um gervihnött. Fjölvarpið virðist ekki hafa náð nokkurri útbreiðslu að ráði og hið sama má segja um gervihnattadiska. Þeir hafa ekki breiðst út um öll hverfi eins og kannski mátti búast við miðað við nýjunga- girni íslendinga. Þó verður að telja líklegt að við munum í vaxandi mæli nýta okkur möguleika á að fylgjast með erlendum sjónvarpsstöðvum. Hingað til hefur efni þeirra hins vegar ekki þótt ýkja áhugavert. Morgunblaðið hefur á undanfömum misseram tekið forystu á þremur sviðum nýrrar tækni. í fyrsta lagi hóf blaðið sölu á áskrift að gagnasafni blaðsins á 80 ára afmæli þess. I gagnasafni Morgunblaðsins er að finna nánast allt efni þess frá miðju ári 1986 auk upplýsinga um ákveðna efnis- þætti lengra aftur í tímann. Notkunin á gagnasafninu eykst jafnt og þétt enda er þar að finna mjög verðmætar upplýsingar fyrir fjölmarga aðila í þjóðfélaginu, fyrir- tæki, stofnanir og ekki sízt skóla. í öðra lagi geta blindir nú notfært sér nýja tækni til þess að lesa Morgunblaðið og liggur þar að baki töluverður undirbún- ingur af hálfu samtaka blindra og blaðs- ins. Það er Morgunblaðinu sérstakt fagn- aðarefni að hafa verið þátttakandi í því starfí. I þriðja lagi er nú hægt að gerast áskrif- andi að Morgunblaðinu á hinu svokallaða Interneti. Sú tölvutækni gerir íslendingum hvar sem er í heiminum kleift að lesa Morgunblaðið samdægurs. Viðbrögð við þeirri ákvörðun blaðsins í samvinnu við Streng hf. að setja allt efni þess á Intemet- ið hafa verið gífurleg og eru þá ekki notuð of stór orð! Þótt fjölmargir íslendingar séu áskrifendur að blaðinu í útlöndum tekur það alltaf einhveija daga að komast á áfangastað auk þess, sem flutningskostn- aður er mikill, raunar alltof mikill. Þannig fer ekki á milli mála, að íslenzk- ir fjölmiðlar þreifa fyrir sér um nýjungar á sviði fjölmiðlunar, þótt jafnljóst sé að tekjumöguleikar á þeim sviðum era tak- markaðir enn sem komið er, hvað sem síð- ar verður. Samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum hér hefur verið hörð og hún á eftir að harðna. Þannig á það líka að vera. Að sumu leyti má líkja fjölmiðlum við mikla einstaklings- hyggjumenn. Þeim er lítt gefíð um sam- starf en meira um samkeppni. Þess vegna verður fróðlegt að sjá, hvemig sambúðin gengur á milli tveggja fjölmiðlafyrirtækja á vettvangi annars þeirra. Hefur tæki- færinu verið gloprað niður? ÞORVALDUR Gylfason, prófess- or, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, laugardag, m.a.: „Kæfandi faðmlag hags- munahópanna hef- ur kreist allan mátt úr efnahagslífínu og skert lífskjör fólksins í landinu með því móti. Þess vegna höldum við áfram að dragast efnahagslega aftur úr öðrum þjóð- um. Núverandi ríkisstjórn bar skylda til að taka á þessum vanda til að búa í hag- inn fyrir framtíðina. Það hefur hún ekki gert ... Dýrmætur tími og tækifæri hafa áður farið til spillis á íslandi. En þegar framfarasóknin úti í heimi síðastliðin 4-5 ár - ekki sízt í Austur-Evrópu, þar sem gríðarleg umskipti hafa átt sér stað í efna- hagslífi og hugsunarhætti - er borin sam- an við aðgerðarleysið og ábyrgðarleysið hér heima, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir úr ýmsum áttum, þá virðist mér augljóst, að einstæðu tækifæri til að leiða Island út úr ógöngum liðinna ára hefur verið gloprað niður.“ Sumt af þessu er rétt. Annað er of- sagt. Það er áreiðanlega rétt, að hags- munasamtökin era orðin of sterk og áhrifa- mikil. Menn hafa talað af nokkurri fyrir- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. febrúar Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson litningu um þá háttsemi hagsmunasam- taka í Bandaríkjunum að hafa sérstakar skrifstofur í Washington DC með fjöl- mennt starfslið til þess að beijast fyrir framgangi ákveðinna mála á Bandaríkja- þingi eða koma í veg fyrir að ákveðin mál nái þar fram að ganga. Það er ekki mikill munur á þeirri starf- semi og starfsháttum hagsmunasamtaka hér nú orðið. Þau hafa líka starfsfólk á fullum launum til þess að beijast fyrir hagsmunamálum sinna félagsmanna, gagnvart Alþingi og öðram stjómvöldum og ekki síður til þess að hafa áhrif á það hvað kemur í fjölmiðlum. Það er mikið til í því hjá Þorvaldi Gylfasyni, að faðmlag þessara hagsmunasamtaka er að verða kæfandi fyrir þjóðfélagsheildina. Stjórn- málamenn þora ekki að rísa upp gegn hagsmunasamtökunum og óhóflegum kröfum þeirra og fjölmiðlarnir telja sér að sjálfsögðu skylt að skapa þeim vett- vang fyrir málflutning sinn. Þegar þetta tvennt kemur saman ásamt miklu fjár- hagslegu bolmagni þessara samtaka er kannski ekki við góðu að búast. Gagnrýni Þorvaldar Gylfasonar á nú- verandi ríkisstjóm er hins vegar á margan hátt óréttmæt. Hagfræðiprófessorinn get- ur ekki litið fram hjá þeirri staðreynd, að núverandi ríkisstjórn hefur þurft að kljást við einn alvarlegasta efnahagsvanda, sem þjóðin hefur átt við að etja á þessari öld. Það er erfítt að gera hvoru tveggja í senn, að sigla þjóðarskútunni upp úr þeim öldu- dal og skapa skilyrði fyrir róttækum um- bótum í þjóðfélaginu, sem augljóslega er þörf á á fjölmörgum sviðum. Þótt margt megi finna að núverandi ríkisstjórn verður því ekki á móti mælt að við lok þessa kjörtímabils er að birta til. Erlend skuldaaukning hefur stöðvast. Sjávarútvegurinn er að rétta við, þótt þor- skaflinn fari enn minnkandi á íslandsmið- um. Atvinnufyrirtækin hafa hreinsað til hjá sér og standa nú betur að vígi en oft áður. Almenningur hefur dregið saman umframeyðslu og sniðið sér stakk eftir vexti. Það hefur náðst viss árangur í að skera niður útgjöld hins opinbera, þótt sá árangur sé ekki nægilegur. Ný ríkisstjóm tekur við betra búi, en sú, sem lætur af völdum í aprílmánuði nk. Það er einfaldlega óraunsætt að gera kröfu til þess að hvoru tveggja gerist í senn, róttækar umbætur af því tagi, sem Þorvaldur Gylfason boðar og Morgunblaðið er honum að mörgu leyti sammála um, og átök við eina mestu efnahagslægð' á þessari öld. Að óbreyttu er hins vegar hægt að gera þá kröfu til nýrrar ríkis- stjórnar að hún byggi á þeim grundvelli, sem Iagður hefur verið á þessu kjörtíma- bili. í því sambandi er ástæða til að vekja athygli á nokkram þeim efnisatriðum, sem Þorvaldur Gylfason gerir að umtalsefni í grein sinni: „Við búum enn við umfangsmikinn ríkis- bankarekstur. Stjórnmálamenn halda áfram að ráðskast með sparifé landsmanna og skipa sjálfa sig og hveijir aðra í banka- stjórnir og bankaráð ... Við búum enn við óhagkvæma og óréttláta fiskveiðistefnu, sem hefur ekki dugað til að draga úr of- vexti fiskiskipaflotans ... Við búum enn við óhagkvæmustu landbúnaðarstefnu í allri Evrópu ... Við búifrn enn við miðstýr- ingu kauplags á vinnumarkaði...“ Þetta eru allt réttmætar athugasemdir en um leið ljóst, að öflug hagsmunasamtök standa vörð um hvern einasta þátt, sem Þorvaldur Gylfason nefnir. Hvers er óskað? BJÖRN BJARNA- son, alþingismaður og formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, ítrekaði í umræðum í þinginu fyrir nokkram dögum þá kröfu, sem hann hefur áður sett fram á þeim vettvangi, að Alþýðubandalagið geri upp við fortíð sína vegna samskipta við kommúnistaflokkana í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu á undanförnum áratug- um. Viðbrögð þingmanna Alþýðubanda- lagsins vora þau, að þeir komu hver á fætur öðrum í ræðustól og dembdu stóryrð- um og stundum fúkyrðum yfir Björn Bjarnason og raunar aðra einnig. Þessi viðbrögð þingmanna Alþýðu- bandalagsins benda til þess, að þeir hafi ekki áttað sig á kjarna málsins. Ástæðan fyrir því, að krafan um uppgjör Alþýðu- bandalagsins við fortíðina hefur ítrekað komið fram, bæði á Alþingi og einnig af hálfu Morgunblaðsins, er einfaldlega sú, að enginn aðili býr yfír meiri vitneskju en Alþýðubandalagið sjálft um þessi sam- skipti. Hvort sem núverandi forystumönnum Alþýðubandalagsins líkar betur eða verr er staðreyndin sú, að Alþýðubandalagið sem stjórnmálaflokkur er beint framhald af Kommúnistaflokki íslands og Samein- ingarflokki alþýðu - Sósíalistaflokki. Inn- an þess era enn starfandi menn, sem búa yfir þekkingu um liðna tíð. Það er betra, að þær upplýsingar komi fram frá íslend- ingum en að við fáum þær úr erlendum skjalasöfnum á næstu árum m.a. vegna þess, að hinar erlendu upplýsingar eru óhjákvæmilega mótaðar af sýn erlendra manna á menn og málefni á íslandi. Er til of mikils mælzt? „Samkeppni á fj ölmiðlamark- aðnum hér hefur verið hörð og hún á eftir að harðna. Þannig á það líka að vera. Að sumu leyti má líkja fjöl- miðlum við mikla einstaklings- hyggjumenn. Þeim er lítt gefið um samstarf en meira um sam- keppni. Þess vegna verður fróðlegt að sjá, hvernig sambúðin gengur á milli tveggja fjölmiðla- fyrirtækja á vett- vangi annars þeirra.“ vf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.