Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nonni ætlar að verða einn í heiminum... Samvinnuferðir-Landsýn kynna sumaráætlun sína í dag Verðið stendur í stað þegar á heildina er litið „VIÐ erum stoltir af því verði sem við höfum samið um og ætlum að kynna viðskiptavinum okkar,“ sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar sem kynnir nýjan ferðabækling fyrir sumarið og haustið 1995 á sölustöðum sínum í dag, 12. febrúar, frá kl. 13-16. Helgi sagðist aimennt geta fullyrt að verð standi í stað á heildina litið. Það lækki í mörgum tilvikum og hækki mest um 6% á stöku ferðum, einkum til sólarstaða í ágúst. 240 komast til útlanda á 7.900 krónur Helgi sagði að seldar verði 240 utanlandsferðir á sérstöku tilboðs- verði, 7.900 kr. á mann að sköttum viðbættum. Sala hefst á þeim á mánudagsmorgun. Þeir sem ekki geta komist þá geta fyllt út umsókn- arseðil og sent inn fyrir 17. febr- úar. Dregnar verða út 85 ferðir þann 27. febrúar. „Þetta eru flug- ferðir og gistinótt á farfuglaheimili er innifalin," sagði Helgi. Ferðir til Rímini Nefna má að nú verða á ný ferð- ir til Rímini á Ítalíu. Helgi sagði að ferðaskrifstofan hefði í boði mjög glæsilega gististaði þar. Tvær ferðir verða í sumarhús í Longleat, skammt frá Bristol. Þetta er glæ- nýtt sumarhúsahverfi. Kjartan Páls- son, fararstjóri SL til margra ára, og Jón Gíslason, körfuboltakappi úr Keflavík, munu taka á móti ís- lensku gestunum. Tveggja vikna dvöl með flugi kostar frá 35 þús. krónum. Þá eru sem fyrr sumarhús í Hollandi og er hækkun þar mest um 3% en lækkar sums staðar um 4%. Túnis og Benidorm Ferðir til Túnis verða áfram í boði en að sögn Helga hafa þær vakið mikla ánægju viðskiptavina. Flogið er til Lúxemborgar einu sinni í viku og áfram til Tunis og dvalið í Sousse. Tveggja vikna dvöi kostar frá 58 þús. krónum. Á Benidorm hafa bæst við gististaðir og Majorka er sem fyrr á dagskránni. Fimm brottfarir verða til þessara staða í júní og er á þeim 6-8% lækkun mið- að við í fyrra. Leiguflug verður til ýmissa borga í Evrópu, s.s. Þrándheims og Ziirich, Oslóar og Kaupmannahafnar og eru Hafnarferðir vikulega. Leiguflugs- ferð er til Prag í september. Kaupi menn flugið eitt kostar það um 29.900 en taki þeir gistingu á Fjög- urra stjömu hóteli með í pakkanum kostar ferðin samtals 58.900 krón- ur._ í byijun ágúst verður leiguflug til Sviss á HM íslenskra hesta og er þá dvalið í viku. Siglingar með skemmtiferðaskip- um hafa notið vaxandi vinsælda síð- ustu ár og eru á áætlun SL. Þá eru ferðir til Hawaii og San Fransisco. Golfferðaklúbburinn á fimm ára af- mæli um þessar mundir. Sérstök afmælisferð verður á La Manga- golfvöllinn skammt frá Benidorm en einnig eru golfferðir til Banda- ríkjanna og til fieiri staða. Kátir dagar - kátt fólk Innan Samvinnuferða-Landsýnar starfar klúbburinn Kátir dagar - kátt fólk og verða famar ýmsar ferðir undir leiðsögn Ásthildar Pét- ursdóttur þ. á m. Madeiraferð, siglingar um síki Hollands, Majorka, Túnis að ógleymdri haustferð til Dublin. A síðustu stundu AÐ VENJU voru margir sem skiluðu skattskýrslunni á síðasta degi sem var á föstudag. Sumir komu ekki fyrr en líða tók á kvöldið, en þá var þessi mynd tekin í Hafnarfirði. Djáknanám er nýtt hér á landi Opnuðust alveg nýir heimar Guðfræðideild Há- skóla íslands út- skrifaði fyrstu djáknana fyrir skömmu, en nám fyrir djákna hófst haustið 1993. Sex manns, fimm konur og einn karl- maður mynda fyrsta út- skriftarhópinn og taka fimm þeirra vígslu í dag. Þessi hópur er með ólíka menntun að baki, því þrír em hjúkrunarfræðingar að mennt, tveir kennarar og einn er með BA-próf frá heimspekideild. Rósa Kristjánsdóttir er starfandi hjúkrunarfræðingur og er ein úr fyrsta útskriftar- hópnum. - / hvetju er djákna- starfíð fólgið? „Djákninn er samstarfs- maður prests í kirkjunni. Þetta er eitt vígslustig innan kirkjunnar, en vígslustigin eru þijú, það er djáknavígsla, prestsvígsla og bisk- upsvigsla. Þetta er því eitt af embættum kirkjunnar. Djákninn sinnir einkum fræðslu- og líknar- störfum. Við sem höfum unnið á sjúkrastofnunum munum vinna við sálgæslu innan stofnunarinnar í samstarfi við sjúkrahúspresta og presta í sóknunum, þar sem ekki eru sjúkrahúsprestar. Verkefni þeirra djákna sem starfa innan ídrkjunnar er bama- starf, fræðslustörf fyrir ferming- arböm í samstarfi við sóknarprest og unglingastarf. Djáknar hafa einnig víða séð um heimsóknar- þjónustu sem er mjög áhugaverð og margir söfnuðir eru mjög spenntir fyrir að fá djákna til þeirra starfa. Starfið felst í því að halda utan um sjálfboðastarf sem fólk úr söfnuðinum vinnur og felst í því að heimsækja einangr- aða einstaklinga í söfnuðinum, sem hafa ekki tök eða vilja til að sækja það sem kirkjan hefur upp á að bjóða. - Getur djákni séð um kirkju- legar athafnir? „Djákni er samstarfsmaður prests, en hann er ekki aðstoðar- prestur. Margir halda að djákni sé sama og aðstoðarprestur en það er alls ekki. Djákni má ekki ganga í störf prests og ekki sinna neinum kirkjulegum athöfnum nema hann má kistuleggja og getur séð um ýmislegt helgihald. Síðan aðstoðar djákninn við útdeilingu sakra- mentis þegar gengið er til altaris. Hins vegar gildir það sama um djákna og presta að það þarf að kalla þá til starfa til _________ að þeir geti tekið vígslu." - Er þetta þá vel þekkt embætti erlend- is? Rósa Kristjánsdóttir ►Rósa Kristjánsdóttir er fædd 14. nóvember 1955 og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Islands árið 1977. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Barna- deild Hringsins, Vífilsstaðaspít- ala og slysadeild Borgarspítala. Hún hefur verið kölluð til starfa á Landspítalanum og mun starfa þar að sálgæslu í sam- starfi við presta sjúkrahússins. Rósa er gift Benedikt Kristjáns- syni og eiga þau þrjú börn. Áhugavert að kynnast þess- um fræðum „Já, ég var svo heppin að fá að fara á ráðstefnu djákna frá Evrópu og Afríku úti í Skotlandi í fyrrasumar. Þar opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Við þekkjum þetta starf svo lítið hér á íslandi, en þetta er geysilega mikið og þróað starf víða í öðrum löndum. Eg hafði sérstakan áhuga á störf- um djákna á sjúkrahúsum og kynntist einum sem starfar á sjúkrahúsi í Edinborg. Það eru 22 stöður djákna á þessu sjúkrahúsi. Þeir starfa í samstarfi við sjúkra- húspresta eins og við myndum gera hér.“ - Og þú sérð mikla þörf fyrir djáknastarfið hér á landi? „Já alveg tvímælalaust. Það er mikill vilji til að auka starfsemi í kirkjunum og það sjá allir að presturinn getur ekki einn séð um það. Kirkjurnar eru með sunnu- dagaskóla og víða er sérstakt starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, auk þess sem einhveijar kirkjur eru með starf fyrir 8-10 ára börn. Síðan eru æskulýðsfélög fyrir unglinga sem búið er að ferma, þannig að ég held að það sé löngu orðið tímabært að huga meira að þessu fræðslu- og útbreiðslustarfi. Það getur enginn prestur bæði séð um allt sem er á hans sér- sviði, auk þess sem hægt er að gera i viðbót, eins og til dæmis að halda utan um þessa heim- sóknaþjónustu. Margir söfnuðir eru orðnir svo stórir að það er enginn vegur fyrir einn prest að hugsa um allt þetta.“ - / hverju er námið fólgið og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem hefja nám? „Námið er þijátíu einingar og samanstendur af því námsefni guðfræðideildar sem talið er henta starfí djáknans. Sérstök námskeið voru ekki sett upp fyrir okkur heldur sátum við þau námskeið sem tekin voru út úr námsefni guðfræðinema. Námið var sér- staklega hugsað sem framhalds- nám fyrir nokkrar starfsstéttir _________ sem eiga mikil sam- skipti við fólk, eins og hjúkrunarfræðinga, kennara, fóstrur eða félagsráðgjafa. Síðan 1 er einnig hægt að taka 90 eininga djáknanám til BA- prófs og í það nám fer fólk strax eftir stúdentspróf. Einn þáttur í náminu er átta vikna starfsþjálfun innan kirkj- unnar. Þá tókum við þátt í öllu starfi þess safnaðar sem við vorum send til. Það var sérstaklega áhugavert að kynnast þessum fræðum. Það eru mjög skemmtilegir og góðir kennarar við deildina og það opn- ast alveg nýir heimar þegar maður fær svona leiðsögn við að lesa Biblíuna og velta fyrir sér lífínu og tilgangi þess. Þetta er náttúr- lega allt kristið fólk sem er að ræða lífið og tilveruna frá sínum sjónarhóli. Eftir að ég kláraði og sérstak- lega eftir að ég kynntist þessum djáknum úti í Skotlandi sé ég að ég get komið að heilmiklu gagni sem hjúkrunarfræðingur og djákni inni á sjúkrahúsi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.