Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR OLYMPIULEIKARNIR I ATLANTA / STYRKVEITINGAR 1 GOLF HANDKNATTLEIKUR Tvenn brons- verðlaun ÍSLENSKA landsliðið í Tae Kwon Do náði í tvenn bronsverðlaun á opnu móti í Noregi á dögunum en kepp- endur voru um 90 talsins. Óláfur Bjöm Bjömsson, sem keppti í -83 kg flokki tapaði naumlega í undanúr- slitum en var öruggur um bronsið og í_ +83 kg flokki varð Magnús Öm Úlfarsson í þriðja sæti eftir tvær harðar viðureignir. Hlynur Öm Giss- urarson, sem keppti í -70 kg flokki, tapaði fyrir keppenda sem varð í örðu sæti í hans flokki. MmmÆmg/MD FOLK Ólympíusamhjálpin styrkir sjö íslendinga NÚ er Ijóst að Ólympíusam- hjálpin styrkir sjö íslenska íþróttamenn til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Magnús Már Ólafs- son, sundmaður úr Ægi, er sá síðasti sem hlýtur styrk — en ekki er enn Ijóst hvert hann heidur til æfinga. Olympíusamhjálpin stendur fyrir svokölluðu Atlantaverkefni, og þeir sem valdir eru í það — m.a. umræddir sjö íslendingar — fá greiddan ferðakostnað til og frá æfmgastað, allan þjálfunar- æf- inga- og lækniskostnað, húsnæði og uppihald og dagpeninga að auki. „Þetta kom skemmtilega á óvart — ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Magnús Már við Morgunblað- ið. Hann sagði svo stutt síðan ljóst hefði orðið að hann hlyti styrk, að ekki væri ljóst hvar hann færi til æfinga. Tveir staðir kæmu helst til greina, Barcelona á Spáni eða Flórída í Bandaríkjunum. Sjö íslenskir íþróttamenn eru nú styrkþegar Ólympíusamhjálparinn- ar; auk Magnúsar Más eru það júdó- maðurinn Vernharð Þorleifsson úr KA, og fijálsíþróttafólkið Martha Emstsdóttir í IR, Ármenningarnir Pétur Guðmundsson og Sigurður Einarsson og Vésteinn Hafsteins- son úr HSK. Reyndar afturkallaði Ólympíusamhjálpin styrkinn til þeirra þriggja síðast nefndu en þeirri ákvörðun var síðan breytt og þeir vom allir samþykktir. Sjá sjö- undi er Ingi Valur Þorgeirsson, lyft- ingamaður úr Borgamesi. Hann er reyndar meiddur eins og er, en for- ráðamenn Samhjálparinnar vildu, að sögn Júlíusar Hafstein, for- manns Ólympíunefndar íslands, halda honum inni, í þeirri von að Ingi Valur næði sér góðum af meiðslunum. „Að fá sjö menn inní Atlanta- verkefnið er mikill stuðningur við Ólympíunefnd íslands og mjög gott mál fyrir okkur,“ sagði Júlíus Haf- stein við Morgunblaðið. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson er í 251. sæti af 280 leikmönnum, sem vom teknir út í þýsku úrvalsdeildinni í gæðaflokkun hjá íþróttablaðinu Kic- ker. Þórður fær 57,1 í meðalein- kunn, en efstur á blaði er Matthias Sammer hjá Dortmund með 94,5. Þá kemur Andreas Köpke, Frank- furt með 89,9, Lothar Matthaus, Bayem Miinchen, með 86,5 og í fjórða til fimmta sæti em tveir leik- menn frá Dortmund með 86,1 — Stephane Chapuisat og Andreas Möller. ■ ARNAR MÁR Ólafsson mun að öllum líkindum sjá um golfkennslu hjá Keili í Hafnarfirði á komandi sumri. Amar hefur verið kennari hjá klúbbnum síðustu ár en lauk sín- um samningi sl. haust. Keilir aug- lýsti nýlega stöðuna lausa og sóttu þrír um starfið. ■ GOLFKLÚBBUR Setbergs gekk nýlega í Golfsambandið. Klúb- burinn hefur níu holna völl í Set- bergslandi í Hafnarfirði til umráða sem vígður var sl. haust. Völlurinn er 5.545 metrar af almennum klúbb- teigum en 4.703 metrar af kvenna- teigum sé miðað við átján holur. Klúbbar innan GSÍ em nú orðnir 47 talsins. ■ BIRGIR LEIFUR Hafþórsson úr Leyni er forgjafarlægsti kylfingur landsins. Birgir er með +1,3 í reikn- aðri forgjöf. Björn Knútsson úr Keili er með +0,7 og Þórður Emil Ólafsson úr Leyni með +0,6. Björn og Þórður hafa leikið vel upp á síðk- astið, þeir leika golf með háskólaliði Louisiana í Bandarikjunum. Karen Sævarsdóttir er lægst í kvenna- flokki með -2,4 og Ragnhildur Sig- urðardóttir hefur -2,5. Morgunblaðið/Bjami Bikarmeistarar KA KA-MENN urðu bikarmelstarar í handknattlelk um síðustu helgl, er þelr slgruðu Valsmenn f tvífram- lengdum lelk, 27:26. Melstararnir eru á myndinnl, aftarl röA frá vlnstrl: Svelnn Rafnsson, stjórnar- maAur, QuAmundur B. GuAmundsson, gjaldkerl handknattlelksdelldar, Sverrir BJörnsson, Þorvald- ur Þorvaldsson, AlfreA Gíslason, Patrekur Jóhannesson, Erllngur Krlstjánsson, Helgl Arason, Leó Örn Þorlelfsson, Erlendur Stefánsson og Þoryaldur I. Þorvaldsson, formaður handknattlelksdelld- ar. Fremrl röA frá vlnstrl: Valur Arnarson, Árnl J. Stefánsson, IIAsstjórl, EinvarAur Jóhannsson, Slgmar Þröstur Óskarsson, ungur stuönlngsmaöur, Björn BJörnsson, Jóhann G. Jóhannsson og Atll Þór Samúelsson. Á gólflnu fyrlr framan llggur Valdlmar Grímsson. MARTHA Ernstsdóttir er eina íslenska íþróttakonan sem fær styrk frá Ólympíusamhjálpinnl vegna Ólympíuleikanna I Atl- anta á næsta árl. TAE KWON DO Úlfarvar fimm yfir pari ytra Íslendingamar þrír, Jón Karls- son, Siguijón Arnarsson og Úlf- ar Jónsson, sem keppa í Tommy Armour mótaröðinni í golfi í Or- lando í Bandaríkjunum luku í gær sínu fyrsta móti. Leikið var á Wedgefield sem er 6.100 metra langur og par 72 (SSS72). Ulfar var á pari fyrsta daginn einn yfir daginn eftir og síðasta hringinn lék hann á 76 og endaði því á 221 höggi sem dugði í 26. sæti. Jón lék á 75-75-81 eða alls 231 höggi og Siguijón á 79-74-83, alls 236 höggum. Að sögn Úlfars var vitlaust veður síðasta daginn, bijálað rok og hiti rétt yfir frostmarki. Úlfar lék mjög jafnt, fékk 16 pör fyrsta hringinn og þann næsta einnig en 14 pör síðasta hringinn, en aðeins tvo fugla allt mótið. Þeir félagar taka þátt í næsta móti í næstu viku. KNATTSPYRNA JónOtti í Fjölni Jón Otti Jónsson markvörður hefur ákveðið að leika með Pjölni í sumar. Fjölnir var alveg við að komast upp úr þriðju deild- inni í fyrra og eru menn þar á bæ ákveðnir í að fara alla leið í sum- ar. Jón Otti er við nám í Bandaríkj- unum en kemur til landsins í lok apríl og stendur í marki Pjölnis á komandi tímabili. Hann lék áður með Stjömunni í Garðabæ. Andri Marteinsson var ráðinn þjálfari liðsins s.l. haust og mun hann einnig leika með liðinu en hann hefur verið með FH-ingum í 1. deildinni undanfarin ár. Morgunblaðið/Bjami Bikarmeistarar Fram FRAM varA blkarmelstarl í handknattlelk kvenna í 11. sklptl um síAustu helgl, eftlr sigur á Stjörnunnl í úrslltalelk. Meistararnlr eru á myndlnnl, ásamt nokkrum aAdáendum. Aftasta röA frá vlnstri: GuAmundur B. Ólafsson, formaAur handknattleiksdelldar, GuAríAur GuAjónsdóttlr þjálfarl, Bergllnd Ómarsdóttlr, Díana GuAJónsdóttir, Hanna Katrín FrlAriksen, Þórunn GarAarsdóttlr, Steinunn Tómas- dóttlr, Krlstfn Hjaltested, RagnhelAur Elíasdóttlr, Ólaffa Kvaran, SlgurAur Ingl Tómasson formaAur melstaraflokksráAs kvenna og GuAmundur Kolbelnsson IIAsstjóri. MIAröA frá vlnstrl: Hafdís GuAJónsdóttir, Arna Stelnsen, Hugrún Þorstelnsdóttlr, Zéljka Toslc, Kolbrún Jóhannsdóttlr, Hrafnhildur Sævarsdóttlr. í fremsta röA er svo aAdáendahópurlnn, frá vinstri: Sigga Gurrýjardóttir, Vala Hafdísardóttir, Andrl og Örn Rúnar Örnusynlr, Dea Zelkudóttir, Arna Kolbrúnardóttlr og Elva Hrafnhlldarsystlr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.