Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 43 Á SÍÐUSTU árum hafa margir vísindamenn rannsakað býfluguna og afurðir hennar og sam- dóma álit er að nánast allt sem frá henni kemur er meinhollt. Afurðir býflugunnar hafa um aldir veríð tengdar læknisfræði og lækningnm. Sumir eru þess full- vissir að þær séu allra meina bót eins og fram kemur í samtölum Steingerðar Steinarsdóttur við fólk, sem telur sig tala af reynslu. 80 áringen ga arken! AÍSLANDI er hópur fólks sem á það eitt sameiginlegt að hafa ódrepandi áhuga og trú á afurðum býflugunnar. Frumkvöðlarnir hafa sökkt sér í þessi fræði í 12 ár og telja sig öll eiga býflugunni að þakka betra líf og heilsu. Þar ber fyrstan að telja Gissur Guðmundsson, húsasmíða- meistara, en hann teiknaði og byggði flest hús á Súgandafirði og eins og hann segir sjálfur var ekki verið að tylla undir menn í þá daga. „Eg var á hlaupum upp og niður stiga og það fór illa með fæturna. Þegar ég var 69 ára gamall var svo illa komið fyrir mér að bijósk- ið í hnjáliðunum var nánast búið. Eg gat ekki staðið uppréttur nema með aðstoð spelkna sem bundnar yoru utan um hnén og svo gekk ég við staf. í þessu voru stöðugar þrautir og vanlíðan svo það voru ekki bara erfiðleikarnir við að kom- ast um sem ég átti við að eiga. Það var engin von um bata og mér þótti það súrt í broti að vera farlama gamalmenni ekki eldri en ég yar. A þessum tíma var ég meðlimur i Heilsuhringnum og í gegnum starf mitt þar kynntist ég Ævari Jóhannssyni og skrifum hans um blómafijókornin. Ég ákvað að prófa þetta og var frá upphafi ákveðinn í að reyna til þrautar. í þijá mánuði fikraði ég mig áfram. Bytjaði á einu korni en jók skammtinn þar til ég var kominn upp í 20 g á dag og þá var líka eins og við manninn mælt, allt í einu var allur verkur horfinn og ég gat staðið og gengið án hjálpar- tækja. Batinn reyndist varanlegur því í dag eftir 12 ár fer ég allra minna ferða gangandi og nota aldrei strætisvagna. Ég geng tíu kílómetra á dag að jafnaði mér til heilsubótar þess utan. Ég bjó til skamms tíma í Hátúni lOb og hafði reiknað út að fimm kílómetrar væru frá blokkinni minni og niður á Lækjartorg og þangað gekk ég og aftur heim. Það eru aðeins örfá skipti sem ég hef ekki getað hald- ið þessari venju minni. Göngur í hreinu lofti gera manni ótrúlega gott.“ Engin lyf, engin meðferð til „Þegar ég byijaði að taka fijó- kornin var ég ekki á neinum meðul- um né í neinni meðferð enda eiga læknavísindin engin úrræði við slitgigt,“ heldur Gissur áfram. „Læknarnir mínir hrista höfuðið í dag þegar ég þakka fijókomunum Gíssur Gudmundwon, ár. tmiBcr iKkr spcslallal stol ieugrr for á komroe r opp. N4 *r stokk op sparkrmAl! S0 driogcn bar (lafl slíias gikl i nrsten 30 ár- nU hao frisk <>K líár 10 kiloi t*r livrr morgetl - Herot llkheten er Hr* roll* ÚRKLIPPA úr norska blaðinu Verdens Gang þar sem greint er frá þeim undraáhrifum sem afurðir býflugunnar höfðu á Gissur Guðmundsson. batann og segja: „Já, jú. Það er gott að hafa trú á einhveiju.“ En þeir geta ekki litið framhjá né ve- fengt að allt annað ástand er á liðum mínum í dag en var fyrir tólf árum. Almennt hef ég skömm á meðulum og reyni að forðast þau, fijókornin eru hins vegar nátt- úrulegt efni sem líkaminn spr sjálfur um að melta. Áður var ég líka mjög kvefsækinn en nú fæ ég aldrei kvef. Nýlega heyrði ég sagt frá könnun sem næringarefnafræðingur í Bandaríkjunum gerði og staðfesti hún að þetta væri besta fæðubótarefni sem völ er á í dag. í frystikistunni minni eru ævinlega blómafijókorn. En ekki er sama hvar blómin eru ræktuð. Jarðvegurinn þarf að vera auðugur af næringarefnum og um- hverfið laust við mengun. Þetta sem ég tek kemur af hásléttum Arizona. Ég vona að ísland sé enn það lítið mengað að ræktun sem þessi henti hér. Helst sé ég slík blóma- og býflugnabú fyrir mér á hásléttunni fyrir ofan Fljótsdalshérað." Hárið þykknar í stað þess að detta af Sigurður Ólafsson og Guðrún Guðjónsdóttir eru í hópi þeirra sem býflugan hefur náð að stinga. Sig- urður byijaði að taka inn blóm- afijókorn fyrir 11 árum og hefur það að hans sögn haldið niðri bólg- um í blöðruhálskirtli sem hann var orðinn mjög slæmur af. „Ég þurfti orðið að fara og láta tappa af mér af og til en síðan ég byijaði að taka fijókornin hefur það aldrei reynst nauðsynlegt. En ef ég tek ekki fijókomin í nokkra daga finn ég strax fyrir óþægind- um. Þetta eru ekki einu áhrif fijó- kornanna, ég var farinn að fá skalla en hann hefur ekkert aukist í 11 ár, þvert á móti hefur hárið í hnakkanum og í hliðunum þykkn- að. Þessu tók rakarinn eftir sem klippir mig og benti mér á. Ég tek fijókornin og hef líka prufað aðra afurð sem heitir propolis en það er kvoða af tijám og laufum sem býflugan safnar og notar til að byggja upp kúpuna. Það er bakter- íudrepandi efni og virðist vinna mjög vel með fijókomunum.“ En er Guðrún jafn trúuð á mátt fijókornanna og Sigurður? „Ég tek þau inn og finnst þau gera mér gott. Ég þarf þó ekki á H \ þeim að halda eins og Sigurður. Hann tekur eina teskeið af þeim á dag en ég ekki nema hálfa. Frá því ég fór að taka þau inn fæ ég ekki kvef. Fyrir utan það veit ég ekki hvað vöðvabólga og sárir vöðvar eru þó ég pijóni mikið. Vin- konur mínar kvarta undan að geta aldrei sest með pijóna án þess að verða aumar og stirðar en þetta þekki ég ekki. Ég þarf líka minna að sofa og vakna vel hress á morgnana." Hátt í fimm hundruð verðlaunapeningar Ólafur Guðmundsson á Selfossi kynntist fijókornunum fyrir fimm árum, þá um tvítugt, svo hann er nýgræðingur miðað við þau hin. Hann þjáðist af sama sjúkdómi í blöðruhálskirtli og Sigurður og var ráðlagt að prófa fijókornin. „Læknirinn minn taldi að það væri til einskis að reyna fijókornin en ég gerði það samt. Til að byija með var ég jafnframt á bólgueyð- andi lyfjum frá honum en síðan hef ég ekki þurft á þeim að halda. Ég hef frá barnsaldri verið mikið í íþróttum og er ekki frá því að eitthvað hafi fijókornin hjálpað þar líka.“ Ólafur stundar aðallega fijálsar íþróttir en er liðtækur i blaki og körfubolta. Hann á í dag hátt í fimm hundruð verðlaunapeninga og nokkra bikara að auki sem hann hefur unnið fyrir íþróttir sín- ar. „Ég finn fyrir sjúkdómnum af og til en hef ekki þurft á læknis- meðferð að halda aftur og það þakka ég fijókornunum. Þau hafa a.m.k. ekki skaðað því þau hafa almennt góð áhrif á heilsuna." Gömul saga Afurðir býflugunnar hafa um aldir verið tengdar læknisfræði og lækningum. Þannig er vitað að Hippókrates notaði hunang sem áburð á sár og langt frameftir öld- um var það gefið við hvers konar innanmeinum. Á síðustu árum hafa margir vísindamenn rannsakað býfluguna og afurðir hennar og samdóma álit er að nánast allt sem frá henni kemur er meinhollt. Þannig lýstu vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna því yfir að blómafrjókorn væru ein besta fæða sem völ væri á kæmi til allsheijar- hungursneyðar vegna góðs geymsluþols og hversu mörg nauð- synleg næringarefni þau innihalda. Þetta eru býflugnavinimir hér að ofan sammála um. Höfundur er sjálfstætt starfnndi blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.