Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 13 LISTIR Menntaskólinn við Hamrahlíð Tónleikar til styrktar fötluðum nemendum TÓNLEIKAR til styrktar fötluðum nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð verða haldnir í hátíðar- sal skólans miðvikudaginn 15. febr- úar kl. 20.30. í tengslum við tón- leikana hefur farið fram söfnun á vegum nemendafélags skólans og námsráðgjafar fatlaðra í Mennta- skólanum. Allir sem að átakinu koma hafa gefið vinnu sína. Ætlunin er að safna fyrir tækjabúnaði handa fötl- uðum nemendum. Fjölmargir listamenn leggja hönd á plóginn. Meðal annars kemur Spilverk þjóðanna saman að þessu tilefni eftir margra ára hlé. Aðrir listamenn eru Diddú, unun, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Páll Óskar og milljónamæringamir. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfír. Miðar verða seldir í skól- anum á þriðjudag og miðvikudag. -----♦-------- Rannveig Fríða Bragadóttir Sinfóíníuhljóm" sveit Islands Rannveig Fríða syngur á tónleikum RANNVEIG Fríða Bragadóttir söngkona, sem um tveggja vikna skeið hefur dvalið hér á landi, mun koma fram & tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói næstkomandi þriðjudag, 14. febr- úar. Í kynningu segir: „Síðasta verk- efni hennar erlendis var þátttaka í óperunni „Der Reigen“ eftir Philippe Boesmans í uppfærslu leik- stjórans og handritahöfundarins Luc Bondy. Sýningar vom níu alls, sex í Bmssel og þrjár í París, en í París var sýnt í Theatre de Chatel- et. Meðal söngvara sem tóku þátt í uppfærslunni var sópransöngkon- an Francoise Pollet og bassasöngv- arinn Dale Duesing, en hann var kosinn söngvari ársins 1994 af tímaritinu Opernwelt. Á tónleikunum með Sinfóníu- hljómsveitinni mun rætast lang- þráður draumur Rannveigar Fríðu, en þá mun hún syngja í verki breska tónskáldsins Edward Elgars, Sjáv- armyndir, en það hefur um langan tíma verið eitt af hennar eftirlætis- verkum." HLJ ÓMS VEITIN Kósý. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Kósý og Café Kolbert CAFE Kolbert eru sjö vel klæddir þjónar sem sérhæfa sig í persónu- legri þjónustu kryddaðri með óút- reiknanlegum uppátækjum og fár- anlegum uppákomum. í kynningu segir: „Þeir em alltaf kurteisir og tillitssamir við gestina um leið og þeir reyna að gera þeim kvöldið ógleymanlegt. Þessir óvenjulegir þjónar verða gestir Listaklúbbsins á mánudagskvöldið. Þeir þjóna gestum á milli þess sem hljómsveitin Kósý skemmtir þeim. Þjónarnir frá Café Kolbert koma hingað til lands í tengslum við Sólstafi, norræna menningarhátíð sem stendur yfir í Reykjavík frá 11. febrúar. Hljómsveitin Kósý er ný í skemmt- analífi Reykjavíkurborgar. Hljóm- sveitina skipa nokkrir nemendur við Menntaskólann í Reykjavík, þeir Magnús Ragnarsson, Markús Þór Andrésson, Ulfur Eldjárn og Ragnar Kjartansson. Kósý kom fyrst fram á hátíðartónleikum í Ráðhúsinu í október sl. en það var í Kaffíleikhús- inu í Hiaðvarpanum sem þeir vöktu fyrst athygli." Dagskráin á mánudagskvöldið hefst að venju um kl. 20.30 en hús- ið verður opnað kl. 20. Taktu markvissa stefnu i spamabi 1995 Sýndu fyrirhyggju og sparaðu reglubundið Fjölbreyttir möguleikar í sparnaöi á Sparileiöum Islandsbanka Megineinkermi Sparileiöa íslandsbanka er að ávcxtun eykst eftir því sem sparifé stendur lengur óhreyft. Sparifjáreigendum bjóöast fjölbreyttir val- kostir. _ Verötryggöar Sparileiöir Hœgi er aö velja um Sparileiöir fyrir sparnaö sem geturstaöiö óhreyföurí 12, 24 eöa 48 mánuöi, allt eftir því hvaö hentar hverjum og einum. Langtíma- sparnaöur nýtur þess öryggis sem verötrygging veitir. Óbundnar Sparileiöir Fyrir þá sem kjósa aö hafa greiöan aögang aö sparifé sínu bjóöast einnig óbundnar Sparileiöir. Þœr henta vel fyrir sparnaö sem standa á skemur en eitt ár. Reglubundinn sparnaöur kemur sér vel Til þess aö láta drauma sína rœtast eöa til aö eiga fyrir óvœntum útgjöldum er nauösynlegt aö sýna fyrirhyggju og spara reglubundiö. - í takt viö nýja tíma! Ef þú gerir samning um reglubundinn sparnaö á Sparileiöum 12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupp- hceöin laus aö loknum binditíma reikningsins. Öll upphæöin nýtur verötryggingar óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi á reikningnum. Ánœgjuleg „útgjöld" Þaö ánœgjulega viö reglubundinn sparnaö er aö jafnvel smáar upphœöir eru fljótar aö vaxa efþœr eru lagöar reglulega til hliöar. Þaö hefur því reynst fólki vel aö gera sparnaöinn aö föstum, ófrávíkjan- legum hluta af „útgjöldum" hvers mánaöar. Þaö er auöveldara en margur heldur. Nú er rétti tíminn til aö taka markvissa stefnu í sparnaöi. ÍSLAN DSBAN Kl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.