Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 15 Háir skattar leiða til und- anskota og þó skattarnir lækki aftur, eins og gerð- ist hér í Svíþjóð fyrir fjór- um árum, er ekki þar með sagt að dragi úr undan- skotunum. Skaðinn er skeður að því leyti að fólk hefur þegar komist upp á lag með að skjóta undan ir eru fyrst og fremst félagsverur. Norðurlandabúar trúa á þá goð- sögn að velferðarkerfi þeirra sé mun betra en tíðkast í öðrum lönd- um. Áttatíu prósent Svía trúa því að þeir búi við besta kerfi í heimi. En nú er kannski kominn tími til að fara á undan með góðu for- dæmi og gera kerfíð skilvirkara og skapa okkur forskot á þann hátt. Eg heyrði um daginn um sænskt fyrirtæki, sem keypti ít- alskt fyrirtæki, en rak sig síðan á að það er mun erfiðara að segja uppi starfsfólki á Ítalíu en hér. Að þessu leyti er sænska kerfíð sveigjanlegra og þetta er dæmi um forskot, sem við eigum að nýta okkur. Sænskt skólakerfi var til fyrir- myndar á sjötta og sjöunda ára- tugnum, en hefur síðan dregist aftur úr. Andinn í velferðarkerfinu hefur ekki verið laus við að enginn væri öðrum betri og það hefur haft áhrif innan skólakerfísins, sem tvímælalaust er svið, er má bæta. Sjálfur ólst ég upp á sjötta ára- tugnum, þegar þjóðfélagið var hlaðið gildum. Maður gerði það sem manni var sagt fyrir mömmu eða fyrir prestinn. Það var ósiður að koma of seint og karlmenn gengu með hálsbindi. Eg man eft- ir að þegar ég var í skóla fengum við þriggja kortéra fyrirlestur um að ekki mætti henda rusli á göt- urnar. Okkur var sagt að ef við sæjum einhvern gera slíkt, ættum við að hlaupa að viðkomandi, hnippa í ermi hans og segja: Fyrir- gefðu en þú misstir eitthvað ... Þetta er spaugilegt nú, en þetta er dæmi um vel skipulagt þjóðfé- lag. Og líka dæmi um siðferði, sem er ekki hægt að setja undir eftir- lit, heldur verður að koma frá hveijum og einum. Kannski var samfélagið ekki eins skemmtilegt, en það skilaði af sér. Það er erfítt að meta þessi menningarlegu gildi og því leiða hagfræðingar þau yfírleitt hjá sér. Eitt af því sem ég hef áhyggjur af að séu áhrif velferðarkerfisins Það leiðir af sér siðferð- isbrest að fá peninga án þess að hafa unnið fyrir þeim og þennan brest eiur velferðarkerfið upp ífólki er að það leiði til aukins ábyrgðar- leysis hvers og eins, því alltaf sé búist við að aðrir leysi vandann. Um leið hverfur líka hvatinn að því að til dæmis eftirlaunaþegar leysi af hendi sjálfboðavinnu, eins og algengt er í Bandaríkjunum. Háir skattar leiða til undanskota og þó skattarnir lækki aftur, eins og gerðist hér í Svíþjóð fyrir fjór- um árum, er ekki þar með sagt að dragi úr undanskotunum. Skað- inn er skeður að því leyti að fólk hefur þegar komist upp á lag með að skjóta undan. Ef rétt er að ábyrgðarleysi og siðferðisleg upp- lausn séu fylgifiskar velferðar- kerfisins, þá eru þetta kannski umfangsmestu áhrif þess.“ Hvernig fólk nær kjörþyngd og viðheldur henni. Hvað er NUPO-létt? Nupo-létt er hitaeiningalítið næringarduft (very low calorie diet), sem hefur verið rannsakað af sér- fræðingum i offiturannsóknum við Hvidovre spítala í Danmörku. Nupo er eina megrunarduftið sem er læknisfræðilega rannsakað. NUPO stendur sem skammstöfun fyrir „nutrician powder". Þarf ég að nota Nupo-létt til þess að fara í megrun, get ég ekki alveg eins notað venjulegan mat ? Auðvitað, við segjum aðeins að Nupo-létt sé næst besti megrunarkúrinn, sá besti sé að breyta um lífsstíl og borða færri hitaeiningar en áður. Hollan en næringarríkan mat. Það reynist bara svo mörgum ofviða. Þeir þurfa aðstoð til þess að koma sér af stað. Þess vegna bendum við þeim á að notfæra sér að Nupo er fullkomin næring í 5/6 glösum á dag. Það er hrist útí köldu vatni. Dagskammturinn inniheldur aðeins 489 hitaeiningar, sem er mjög lágt hitaeiningalega séð. Svo fullkomna fæðu frá næringarfæðilegu sjónarmiði séð er algjörlega ómögulegt að setja saman úr svo fáum hitaeiningum, ef nota á almennan mat. Það er varla gerlegt nema með 1200 hitaeiningum. Ef notað er Nupo-létt er hægt að borða mat með, en fara ekki upp fyrir 1100 hitaeiningar á dag. Hvað tákna litlu rauðu, bláu og grænu teningarnir, sem er vitnað í alls staðar? Þetta eru tákn fyrir einingarnar, en auk Nupo-létt duftsins hefur verið byggt upp einingakerfið, en þar er blár litur tákn fyrir próteinin, grænn fyrir kolvetnin og rauður fyrir sætt, feitt og áfenga drykki. Hver eining er tákn fyrir 62,5 hitaeiningar. Þannig er einingakerfið til þess að byggja upp þekkingu fólks á matnum sem það borðar.Það má því segja að Nupo-létt sé tvíþætt: annars vegar alhliða næringar- duft, hins vegar uppbyggilegt fræðslukerfi um mat - einingakerfið. Kynntu þér NUPO-létt. Nú er hafin vigtun og aðhald fyrir þá sem vilja fara í megrun. Fólk hittist að Garðaflöt 16-18, Garðabæ milli kl 18-19 alla þriðjudaga. Öllum er heimil þátttaka, hvort sem ætlunin er að missa fleiri eða færri kíló. Þátttaka ókeypis. Verið velkomin. Upplýsingar í síma 565 7479 LYFHF. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.