Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 27
I r/pr MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 27 MINNINGAR OLGA P. SOPHUSDÓTTIR + 01ga Sophus- dóttir fæddist á Þinghóli í Glæsi- bæjarhreppi 15. október 1919. Hún lést á Hrafnistu i Reylqavík hinn 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- jana Jóhannsdóttir frá Flatey á Skjálf- anda og Sigurgeir Sophus Gissurar- son frá Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi. Systkini Olgu voru: Hulda, Guðrún, Jóhanna, María, Sigríður og Jón. Þau eru öll látin. Olga átti eina dóttur með Hauki Bogasyni, ökukenn- ara í Reykjavík, Ragnheiði Erlu, f. 3. 10. 1938. Erla var gift Birni Sigurðssyni, f. 22.8. 1932, d. 11.9. 1980, og átti með TT+ Krossar l vióarlit og makxy. Mismunandi mynslur, vönduð vinna. Sliwl 91-35929 oq 35735 við öll tækifærí Pcrsónuleg þjónusta. Fákafeni 11, sími 689120. 4rBí-n-n"íi"frw-n--ntnm"H"írTrTrTi" honum sex börn. Þau eru: Jóhanna Olga, Sigurður Kristján, Örn, Krisijana, Björn og Ingibjörg. Barna- barnabörnin eru 16 og barnabarna- barnabarnið eitt. Árið 1953 giftist Olga Sigurði Guð- jónssyni frá Hrygg í Hraungerðis- hreppi, f. 27. apríl 1916, d. 10. septem- ber 1988. Olga hóf störf á Kristneshæli 1939, en veiktist fljótlega af berklum og dvaldi eftir það á Kristneshæli og síðar á Reykjalundi. Hún starfaði á Klejppsspítala frá 1965 til 1987. Utför Olgu fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 10. febrúar. ELSKU amma mín. Þótt við vitum öll að ferð okkar hér í heimi hefur bæði upphaf og endi, kemur endir- inn okkur ætíð jafn mikið á óvart. Þegar einhver hverfur á brott úr þessum heimi þá syrgjum við. En minningamar eigum við alltaf eftir og þær verða ekki frá okkur teknar. Minningamar um þig, bæði frá barnæsku minni og frá síðustu árum, á ég nú ein. Þær minningar eru mér huggun í sorg minni í dag. Ég veit að nú líður þér vel í hinu eilífa sæluríki og ég gleðst með þér í hjarta mínu. Elsku amma, hvíl í friði og meg- ir þú hljóta góða heimkomu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rðtt, nú sæil er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Kristjana. Við kveðjum nú okkar kæru ömmu, ömmu sem við gátum alltaf leitað til. Amma var okkur kær og hún var alltaf til staðar fyrir okk- ur. í hvert skipti sem við komum í heimsókn var það besta borið á borð. í dag nístir söknuður hjörtu okkar, en huggun okkar er sú að amma hefur nú hitt afa og aðra ástvini. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við ömmu og óskum henni guðs blessunar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurður, Örn, Björn og Ingibjörg. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar. Sem lítil stúlka dvaldi ég oft á heimili hennar og afa. Afi og amma áttu engin böm og þar sem mamma ólst ekki upp þjá ömmu vegna veik- inda hennar, urðum við bamabömin þeim mjög kær. Þegar litið er til baka er margs að minnast og af mörgu að taka. Faðmur ömmu og afa var mér ætíð opinn og oft dvaldi ég næturlangt hjá þeim. Þá var dekrað við mig á alla lund og morg- unmatinn fékk ég í rúmið. Það voru ljúfar stundir. Þegar bömin mín fæddust urðu þau þeim jafnkær. Ég mun ætíð minnast ömmu með þakklæti í hjarta fyrir allt sem hún hefur gefið mér. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa og ég veit að þér líður vel. Guð blessi minningu þína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. -Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna Olga. Lítill drengur iófa strýkur létt um vota móðurkinn, - áugun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kolUnn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR, Norðurbrún 30. Sérstakar þakkir til deildar 3-B, Landakoti, og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Þórunn Ragnarsdóttir, Hrafn Sturluson, Sturla Bjarki Hrafnsson, Ólöf Kolbrún Hrafnsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við fráfall og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS GUÐJÓNSSONAR rakara, Grundarlandi 10. Hjördís Ágústsdóttir, Anna Sigríður Pétursdóttir, Magnús Ólafsson, G. Ágúst Pétursson, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sturla Pétursson, Rósa Þorvaldsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Pétur Pétursson og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GOTTSKÁLKS GUÐMUNDSSONAR. Ingigerður Gottskálksdóttir, Bragi Jónsson, Aðalsteinn Gottskálksson, Fríða Björk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug, við frá- fall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og systur, ÖLDU MAGNÚSDÓTTUR, Hálsaseli 41, Gunnar Borg, Emil Borg, Þórir Borg, Agnes Hauksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Svava Magnúsdóttir, Bergur Magnússon. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, HENRÝ KR. MATTHÍASSON símsmiður, Efstasundi 71, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. febrúar kl. 15.00. Samaporn Pradablert, Andri Henrýsson, Cecilia Heinesen, Jakob Matthiasson, Matthildur Ágústsdóttir, Henný Matthfasdóttir, Þórir Matthfasson, Olga Sigurðardóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Wilfried Bullerjahn, Helgi Matthfasson, Birgitte Bay og frændsystkin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓHANNESSONAR, Lágholti 11, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við Lionsklúbbi Mosfellsbæjar, karlakórnum Stefni, Stefnunum, kærum vinkonum og öllum þeim ættingjum og vinum, sem heiðr- uðu minningu hans. Guð blessi ykkur öll. rV Anna Jóna Ragnarsdóttir og fjölskylda. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem á svo margvíslegan hátt hafa heiðr- að minningu elskulegs eiginmanns míns, sonar okkar, föður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS H. HJARTARSONAR rannsóknarfulltrúa, og vottað okkur samúð, hlýhug qg ein- staka vináttu. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hjörtur Jóhannsson Guðmundína Guðmundsdóttir, Margrét G. Einarsdóttir, Baldur Þ. Jónasson, Guörún ína Einarsdóttir, Rúnar H. Hermannsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS STEFÁNSSONAR, Laufásvegi 25. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 32A á Landspítala. Halla Jónatansdóttir, Stefán Einarsson, Louisa Einarsdóttir, Vilhjálmur Guðjónsson, Ásgeir S. Einarsson, Oddný Gunnarsdóttir, Þórdfs K. Einarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför EVU MARÝ GUNNARSDÓTTUR, Ljósabergi 28, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra sem studdu okkur í veikindum hennar. Gunnar Ingibergsson, Gréta Jónsdóttir, Ásdís Fjóla Gunnarsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Sigurður Jón Sveinsson, Elfnbjört Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.