Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Móðir mín, systir og móðursystir, GUÐJÓNA LOFTSDÓTTIR, áður Víðimel 47, Reykjavík, lést í Hafnarbúðum mánudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Loftur Þór Sigurjónsson, Lovísa Þórunn Loftsdóttir, Þórunn Edda Sigurjónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, JÓN STEINSEN lést í Landspítalanum 9. febrúar. Brynja Sigurðardóttir, Rakel Steinsen, Steinunn Steinsen, Eggert Steinsen. t Sonur minn, bróðir, sambýlismaður, faðir og afi, LUNDBERG ÞORKELSSON, andaðist að morgni 7. febrúar. Jarðar- förin fer fram frá Borgarneskirkju mið- vikudaginn 15. febrúar kl. 14.00. Sigurást Friðgeirsdóttir og börn, Ólöf Finnbogadóttir, Linda Lundbergsdóttir, Ásta Lundbergsdóttir, Laufey Lundbergsdóttir, Sunneva Lindudóttir, Alexander Agnarsson. t Ástkær dóttir okkar og systir, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Rofabæ 23, er lést á heimili sínu 5. febrúar sl., verð- ur jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 14. febrúar nk. kl. 13.30. Margrét M. Guðmundsdóttir, Jón Þór Þorbergsson, Guðmundur Jónsson, Guðlaug Þóra Jónsdóttir, Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Þorbergur Bjarni Jónsson. t Minningarathöfn um ástkæra vinkonu mína, móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÖNNU HJARTARDÓTTUR, Aðalstræti 19, ísafirði, verður í Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Gunnar J. Guðbjörnsson, Hjörtur A. Sigurðsson, Pétur S. Sigurðsson, Kristin Böðvarsdóttir, Gunnar Þ. Sigurðsson, Sigurður og Sveinbjörn Péturssynir. t Hjartkær bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR MAGNÚSSON verkstjóri, Hjallavegi 30, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 13. febrúar kl. 13.30. Ásdfs Magnúsdóttir, Óskar B. Pétursson, Þórhildur Magnúsdóttir, Gústaf Lárusson, Áslaug Magnúsdóttir, Karl Sigurðsson, Jóna G. Sigurðardóttir, Hulda Magnúsdóttir, Gylfi Magnússon, Gísli Magnússon, Helga H. Guðmundsdóttir og systkinabörn. SIGURÐUR MAGNÚSSON + Sigurður Magn- ússon var fædd- ur á Miðhúsum í Biskupstungum 5. september 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 1. febrúar siðastlið- inn. Hann var næ- stelstur af sjö björnum hjónanna Magnúsar Gíslason- ar frá Efstadal í Laugardal og konu hans Guðrúnar Ragnheiðar Brynj- ólfsdóttur frá Mið- húsum. Systkini hans eru Ás- dís, f. 1915, maki Óskar B. Pét- ursson; Þórhildur, f. 1917, maki Gústaf Lárusson; Áslaug, f. 1919, maki Karl Sigurðs- son; Brynjólfur, f. 1920, d. 1994, maki Jóna G. Sigurðar- dóttir; Hulda, f. 1926, maki Gylfi Magnússon; Gísli, f. 1929, maki Helga H. Guðmundsdóttir. Sigurður hóf störf hjá Reykjavík- urborg árið 1942 og vann þar sem verk- stjóri til ársins 1988 er hann lauk starf- sævi sinni. Útför hans fer fram frá Áskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. GÓÐUR frændi er látinn. Fréttin um lát Sigga föðurbróður míns kom mér mjög á óvart, hann sem var alltaf svo lífsglaður og ljúf- ur. Fyrstu minningar mínar tengdar honum eru frá árunum sem hann og amnia héldu heimili saman. Á hverjum sunnudegi hittist fjölskyld- . an á heimili þeirra, þar sem þau í sameiningu tóku á móti systkinun- um, mökum og bömum þeirra með glæstu veisluborði. í minningunni eru það stórar tertur og glaðværð fólksins sem er eftirminnilegast. Eftir lát ömmu hélt Siggi þeirri hefð að fá systkinahópinn í kaffi og tertur. Var hann óneitanlega hlekkurinn í fjölskyldukeðjunni sem treysti böndin. Seinna voru það kirkjuferðirnar, þegar þeir bræðumir, pabbi og Siggi, fóru til messu páskadags- morgna og ég fékk að fara með. Þetta var hefð, sem þeir bræðurnir héldu alla tíð. Siggi átti mjög gott með að umgangast fólk á öllum aldri. Kom þessi eiginleiki hans hvað best í ljós þegar hann deildi herbergi með syni mínum, þá 16 ára, í sumarleyf- isferð í Búlgaríu. Þar var ekkert sem hét kynslóðabil og urðu þeir strax mestu mátar. Siggi var mjög trygglyndur sem glögglega kom í ljós þegar bróðir hans, Binni, lá fársjúkur á spítala. Þá gerði Siggi allt sem í hans valdi stóð til að létta undir með Binna og vakti yfir honum daga og nætur. Stórt skarð hefur verið höggvið í þennan samrýnda systkinahóp þar sem ekki em liðnir nema tíu mánuð- ir síðan Binni frændi minn dó. Siggi hafði alltaf nóg fyrir stafni og fyrir nokkrum árum keypti hann sér sumarbústaðarland í Miðengjalandi í Grímsnesi og byggði þar bústað. Þar átti hann sér unaðsreit. Hann gat varla beðið eftir vorinu svo hann gæti haldið áfram ræktunar- starfínu og notið stundanna þar með góðu fólki. Við erum öll næturgestir í ókunnum stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð. (H, Iaxness) Blessuð sé minning Sigurðar Magnússonar. Ásdís Gísladóttir og fjölskylda. Sigurður móðurbróður minn kvaddi þennan heim í sama anda og hann lifði; hljóðlega, með hóg- værð, einn, án alls tilstands og skyndilega. Allt hans líf var eins og ekkert væri sjálfsagðara en að hlutimir væru einmitt svona. Hann var ætíð veitandinn með þeim hætti að auðvelt var að vera þiggjandinn. Siggi var mikill fjölskyldumaður þó að hann sjálfur eignaðist ekki sína eigin fjölskyldu í þröngum skilningi þess orðs. Hann giftist ekki en hélt heimili með móður sinni þar til hún lést. í björtum minning- um bérnsku minnar lék heimili þeirra þeirra ömmu minnar og Sigga frænda stórt hlutverk. Ógleymanlegir em allir þeir sunnu- dagar og stórhátíðir þegar fjöl- skyldan hittist öll við hlaðið kaffi- borð af kræsingum, sem amma og Siggi veittu af miklum rausnar- skap. Þá var kátt á hjalla, mikið hlegið, skrafað og sungið. Frá þeim tíma á ég mínar bestu minningar um Sigga frænda og þá hlýju sem einkenndi allt hans prúða og hóg- væra fas. Við bömin í fjölskyldunni áttum hauk í homi þar sem Siggi var. Ávalt fann hann upp á einhvetju til að gleðja okkur og skemmta, einhvem leik eða spil. I honum fundum við glettni og hlýju sem böm eru svo næm á og ósvikinn áhuga á þeim viðfangsefnum sem áttu hug okkar þá stundina. Eftir lát ömmu minnar hélt Siggi þeim sið áfram að standa fyrir kaffíboðum flesta sunnudaga og aðra hátíðisdaga. í tæp tuttugu ár svignuðu borðin undan glæsilegum kræsingum, sem hann naut að veita fjölskyldu sinni af. Þessi hlýja og umhyggja fyrir öðrum var kannski það aðdáunar- verðasta í fari Sigga. Hún kom fram í umgengni hans við ömmu sem hann annaðist af kostgæfni til dán- ardægurs hennar. Hún kom fram í nánu sambandi hans við öll systkini sín og þeim áhuga sem hann sýndi okkur frændsystkinum sínum. Hún kom fram þegar hann hjúkraði Binna bróður sínum á banabeði fyr- ir tæpu ári síðan. Siggi bjó einnig yfir bjartsýni og framtakssemi sem ekki er öllum gefín. Kominn töluvert á áttræðis- aldur tók hann upp á því að láta gamlan draum sinn rætast. Undan- farin þrjú sumur var hann upptek- inn af því að koma sér upp vegleg- um sumarbústað með smá ræktur í fallegu umhverfí. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, OLGA P. SOPHUSDÓTTIR, Skipasundi 39, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, 3. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hlífarsjóð SÍBS. Ragnheiður Erla Hauksdóttir, Þórður Júlíusson, Jóhanna, Sigurður, Örn, Kristjana, Björn og Ingibjörg Björnsbörn. Þó að hann fái ekki að njóta þeirra verka sinna lengur er gott til þess að hugsa að hann lét draum- inn rætast. Einhverjir kynnu kannski að halda að til lítils hafí verið unnið fyrst hann nú er fallinn frá. En gleðin við að byggja bústað- inn var kannski mesta gleðin. Það er oft að ferðin sjálf er ekki síður mikilvæg en áfangastaðurinn. Ég el þá von í brjósti að áfanga- staður Sigga frænda míns jafnist á við hans eigin vegferð hér með okkur. Þá þarf hann engu að kvíða. Margrét Gústafsdóttir. Mágur og vinur er fallinn frá og eftir situr visst tóm sem erfítt er að fylla. Lífshlaup Sigurðar er orð- ið hartnær átta tugir ára, svo margt hefur drifíð á hans daga, bæði í starfí og leik. Siggi Magg, eins og hann var oftast kallaður, átti sína lengstu starfsævi í þágu Reykjavík- urborgar. Hann vann þar ýmis störf, m.a. sem bormaður og stjórn- andi vélskóflu, sem var vandasamt og ábyrgðarmikið verk, því að oft þurfti að varast vatnslagnir, raf- magnsstrengi og símastrengi og fleira sem í jörðu var. Síðustu tvo til þijá áratugina vann hann við verkstjóm og fórst honum það vel úr hendi, því samviskusamur og nákvæmur var hann með afbrigð- um. Það em liðnir fjórir og hálfur áratugur síðan við kynntumst. Þá hélt hann heimili með móður sinni, Guðrúnu, en faðir hans var látinn fyrir nokkmm ámm. Meðan tengdamóðir mín lifði var sá siður á þeirra heimli að fjölskyld- an kæmi saman í kaffi á eftirmið- daginn á sunnudögum og stórhátíð- um, þeim sið hélt Siggi eftir að tengdamóðir mín dó. Víst er að þetta tengdi systkinahópinn saman og ætíð fannst mér Siggi vera kjöl- festan og höfuð ættarinnar. Siggi var mikill náttúraunnandi og hafði mikið yndi af gróðri og ræktun og alla tíð var hann með kartöflugarð og uppskar ávallt langt umfram sínar þarfír. Þegar Siggi var kominn á aldur og hættur að vinna keypti hann sér land undir sumarbústað í landi Mið- engis í Grímsnesi, var þeta gert að fmmkvæði bróður hans, Brynjólfs, sem átti land þar fyrir. Brynjólfur lést fyrir tæpu ári síðan og blessuð sé minning hans. Siggi lét þau orð falla að ekki þýddi að eiga land en engan bú- stað, svo hann dreif í því að koma upp vönduðum og fallegum bústað á landinu. Oft gantaðist hann með það eftir á, að þetta væru nú bara elliglöp hjá sér. Síðan var byijað og gróðursetja tré, rækta tún og gera stóran kartöflugarð og veitti þetta allt honum ómælda ánægju. Með óþreyju beið hann eftir að vet- urinn liði og vorið kæmi, svo hægt væri að fara austur í Kerengi og halda áfam, þar sem frá var horfið um haustið. Leitt var að hann skyldi ekki geta notið verka sinna lengur. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Sigurði samfylgdina og alla tryggð og vináttu er hann sýndi okkur og bömum okkar. Megi guð vera með honum. Blessuð sé minning hans. Gylfi Magnússon. FOSSVOGI _ Pegar ancllái ber ció höndum Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi Sfmi 551 1266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.