Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sérfræðingafélag íslenskra lækna og samningur við Tryggingastofnun ríkisins 92% félags- manna hafa sagt upp UM 92% af sérfræðingum sem starfa á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa sagt upp samningi við Tryggingastofnun ríkisins til að mót- væla tilvísanaskyldunni sem gildi tekur á mánudaginn. í sumum sérfræðigreinum hafa allir læknar sagt samningnum upp. Meirihluti á móti tilvísunum Fjöldi 15 af 15 4af4 11 af11 7 af 7 21 af 21 7 af 7 8 af 8 56 af 59 11 af 12 25 af 28 14 af 16 25 af 29 6 af 7 17 af 20 3 af 4 14 af 19 Uppsagnir sérfræðilækna á Stór-Rey kjavíkursvæðinu Háls-, nef- og eyrnalæknar Heila- og taugaskurðlæknar Húðlæknar Krabbameinslæknar Kvensjúkdómalæknar Lýtalæknar Þvagfæraskurðlæknar Lyflæknar Taugalæknar Svæfingalæknar Skurðlæknar Geðlæknar Oldrunarlæknar Barnalæknar Endurhæfingarlæknar Bæklunarlæknar Hlutfall 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 94,9% 91,7% 89,3% 87,5% | 86,2% 85,7% 85,0% | 75,0% 173,7% í þeim hópi eru háls, nef- og eymalæknar, heila- og taugaskurð- læknar, húðlæknar, krabbameins- læknar, kvensjúkdómalæknar, lýta- læknar og þvagfæraskurðlæknar eins og segir í frétt frá Sérfræð- ingafélagi íslenskra lækna. Þar seg- ir ennfremur að stjóm félagsins mótmæli harðlega „þeim blekking- um heilbrigðisyfírvalda að tekið verði við þeim sjúklingum sem hafa verið hjá sérfræðilæknum á göngu- deildum sjúkrahúsanna" enda séu þær yfírfullar. Helmingur uppsagna gildur 1. maí . Sérfræðingafélag íslenskra lækna efnir til almenns fundar um afleiðingar tilvísunarskyldu með sérfræðilæknum á sunnudagskvöld klukkan 20:30 í húsnæði læknafé- laganna við Hlíðarsmára í Kópa- vogi. Ásta R. Jóhannesdóttir deildar- stjóri félagsmáladeildar Trygginga- stofnunar segir að helmingur sér- fræðinga sem starfað hafí sam- kvæmt samningi við stofnunina á síðasta ári verði enn með samning þegar kerfíð tekur gildi 1. maí að loknum aðlögunartíma. Þeirra á meðal eru allir augnlæknar, rann- sóknarlæknar og röntgenlæknar. Segir Ásta aðspurð um fullyrðingu Sérfræðingafélagsins að uppsagnir lækna séu enn að berast og muni þær taka gildi 1. júní. Eins og segir í frétt frá stofnuninni mun meirihluti bæklunar-, endurhæf- inga-, geð-, skurð- og taugalækna verða með samning við stofnunina eftir 1. maí. Fram kemur að þeir lýtalæknar sem átt hafí viðskipti við Tryggingastofnun hafí sent inn uppsagnir en í öðrum greinum verði 22-45% lækna með samning eftir 1. maí. 66,3% AÐSPURÐRA í skoðana- könnun DV sem tóku afstöðu eru andvígir tilvísunum frá heimilis- læknum til sérfræðinga. 33,7% aðspurðra sem tóku afstöðu voru hlynntir tilvísanakerfinu. Urtakið í könnuninni var 600 manns. Skoð- anakönnunin var birt í D V í gær. Skoðanakönnunin leiddi í ljós að fleiri konur eru andvigar tilvís- anakerfinu en karlar. Af þeim sem tóku afstöðu voru 77% kvenna andvígar tilvísanakerfinu en 23% fylgjandi. 54% karla voru andvígir en 46% fylgjandi. Meira en fjórðungur aðspurðra, 26%, tók ekki afstöðu og 2% svar- aði ekki. 47% af öllu úrtakinu var andvigpr tilvísanakerfinu en 25% fylgjandi. 2,5 millj. skattur ekki end- urgreiddur Deilt um minning- arsjóð Heklu hf. HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm, að Hekla hf. fái ekki endurgreiddan tekjuskatt, sem fyr- irtækið taldi sig hafa ofgreitt, vegna stofnunar minningarsjóðs sem ætlað er að stuðla að aukinni verkmenntun starfsmanna Heklu. Óheimilt að draga framlag til sjóðsins frá tekjum Ágreiningurinn í málinu snerist um hvort Heklu hefði verið heimilt að draga frá tekjum sínum á árinu 1988 fímm milljón króna framlag sitt til minningarsjóðsíns. Einn að- altilgangur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá hans var að stuðla að aukinni verkmenntun starfs- manna Heklu hf. Hæstiréttur taldi að þessi liður skipulagsskrár gæti ekki fallið und- ir ákvæði laga um frádrátt vegna gjafa til menningarmála o.fl. Þá hafí skipulagsskráin verið þannig úr garði gerð að engin skylda hefði hvílt á stjóm sjóðsins að úthluta úr honum til þeirra málaflokka, sem tilgreindir voru í öðrum liðum og taldi Hæstiréttur þegar af þeirri ástæðu að sýkna bæri stefnda, fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, af kröfum Heklu hf. um endur- greiðslu á 2,5 milljóna tekjuskatti. í sumar eru 50 ár síðan kjamorkusprengju var varpað á Hiroshima Andlát í HEIMSKÓRNUM eru félagar víða af landinu og margir þurfa því að leggja mikið á sig til að geta tekið þátt í starfí hans. Þingmenn þungorðir um launamun Réttinda- og lögbrot fyrir allra augum Heimskór- inn tii Hi- roshima HEIMSKÓRINN mun 5. ágúst í sumar flytja sálumessu Verdis í Hiroshima í Japan í tilefni að því að þá verða 50 ár liðin frá því að kjamorkusprengju var varpað á borgina. Meðal þeirra sem syngja í kómum verða söngvarar frá ís- landi, og ítalski stórsöngvarinn Pa- varotti. Ákvörðun hefur verið tekin um að heimskórinn syngi á listahá- tíð í Reykjavík í sumar. Flutningur Heimskórsins á sálu- messu Verdis er hluti af minningar- athöfn um þá sem féllu þegar kjam- orkusprengjunni var varpað á Hiros- hima. Hafdís Magnúsdóttir, sem er í forsvari fyrir Islandsdeild Heim- skórsins, sagði að Iíkast til muni vel á annað þúsund söngvara víðsvegar að úr heiminum taka þátt í flutn- ingi sálumessunar. Hún sagði að hver deild kórsins fengi nótur og leiðbeiningar frá stjómandanum Zubin Mehta, sem er heimsþekktur kórstjómandi. Deildimar æfðu sig hver í sínu heimalandi og kæmu síðan saman í Japan í byijun ágúst til sameiginlegra æfinga undir stjóm Mehta. Um 70 félagar eru í íslandsdeild Heimskórsins. Hafdís sagði að kór- inn æfði einu sinni til tvisvar í mán- uði. Stjómandi er Ferenc Utassy og undirleikari er Elías Davíðsson. Syngur á listahátíð í sumar Næsta stórverkefni Heimskórsins eru tónleikar á Iistahátíð í Reykja- vík í sumar. Til stendur að með kómum syngi heimsþekktir stór- söngvarar. Hafdís sagðist hafa orðið vör við mikinn áhuga á ferð til ís- lands meðal kórfélaga. „Það urðu mikil fanganaðalæti í kómum þegar fréttir bárust af því að leiðin lægi til íslands. Norðurlandabúamir hafa alltaf verið mjög spentir fyrir því að koma hingað." ÞINGMENN sögðu á Alþingi í gær að lög- og mannréttindabrot, sem fælust í kynbundnum launamun, væru framin fyrir allra augum í fyrir- tækjum og ríkisstofnunum. Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags gerði könn- un Félagsvísindastofnunar HÍ um laun karla og kvenna að umtalsefni utan dagskrár og sagði skýrsluna færa sönnur á að lögbrot væru fram- in við nefíð á almenningi. Grunnlaun of lág Ingibjörg Pálmadóttir þingmaður Framsóknarflokks sagði skýrsluna sýna að verið væri að fremja mann- réttindabrot en það kæmi engum á óvart því það hefði viðgengist lengi og ástandið hefði sennilega ekki ver- ið verra í 50 ár. Kristín Ástgeirsdóttir og fleiri þingmenn Kvennalistans sögðu að þeir flokkar sem hefðu verið í ríkis- stjómum undanfarinna ára hefðu ekki haft neinn áhuga á að bæta úr launamuni kynjanna. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra sagði að launakönnun- in væri liður í samtarfsáætlun jafn- réttisráðherra Norðurlanda. Rann- veig sagði að umræður um skýrsluna sýna að nú væru loks að skapast aðstæður til að ráðast að rótum vand- ans, sem fyrst og fremst fælist í því að opinbera launakerfi væri gengið sér til húðar og lágum grunnlaunum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að vandamálið fælist í verka- og hlutverkaskiptingu kynj- anna, ekki síst inni á heimilunum, þangað sem lögin næðu ekki til. Stofnun gefi sig fram í könnuninni var leitað til nokk- urra fyrirtækja og fram kom að ein opinber stofnun neitaði að gefa upp- lýsingar. Steingrímur J. krafðist þess að félagsmálaráðherra upþlýsti hvaða stofnun væri um að ræða en ráðherra sagðist ekki geta orðið við því. ÞÓRARINN GUÐNASON ÞÓRARINN Guðnason læknir lést í Reykjavík aðfaranótt 17. febrúar. Þórarinn fæddist 8. maí 1914 í Gerðum í Landeyjum en foreldr- ar hans voru Guðni Gíslason bóndi og Helga María Þorbergs- dóttir. Þórarinn hlaut almennt lækningaleyfí 10. desember 1941 og varð sérfræðingur í handlækningum 3. október 1953. Hann starfaði sem læknir á Siglufírði og var jafnframt aðstoðar- læknir við sjúkrahúsið þar 1945-46. Hann starfaði sem læknir í Reykja- vík frá 1. janúar 1949 og var jafn- framt á handlækningadeild Landspít- alans til 1950. Þórarinn starfaði að handlækningum á Hvítabandinu frá 1951 og á sjúkrahúsinu Sólheimum frá 1954. Hann var jafn- framt í stjórn Skurð- Iæknafélags íslands og átti sæti sem varafulltrúi í borgarstjóm Reykja- víkur 1958-1962. Þórarinn starfaði síð- an við Borgarspítalann frá stofnun hans, allt þar til hann lét af störfum 72 ára að aldri. Eftir það vann hann einkum að ritstörfum en hann þýddi fjölda bóka um ævina. Hinn 30. desember 1944 kvæntist Þórarinn Sig- ríði Theodórsdóttur en hún fæddist 25. apríl 1921. Böm þeirra eru Edda, Freyr, Kristín, Bjarki, Helga og Nanna. Síðustu árin skrifaði Þórar- inn að staðaldri pistla um Iæknis- fræði í sunnudagsblað Morgunblaðs- ins, og þakkar blaðið það samstarf að leiðarlokum. GÍSLIÓLAFSON GÍSLI Ólafson stjóm- arformaður Trygging- amiðstöðvarinnar hf. lést á heimili sínu í Reykjavík í gær. Gísli fæddist 1. maí 1927 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Jó- hanna K.B. Ólafson kennari og Páll J. Ólaf- son tannlæknir í Winnipeg í Kanada. Gísli lauk verslunar- prófí frá Verslun- arskóla íslands árið 1945 og var skrifstofu- maður og síðar framkvæmdastjóri hjá Carl D. Tulinius & Co. fh. frá 1945-1953. Hann var forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. 1956-1991 og starfandi stjómar- formaður fyrirtækisins frá 1991. Gísli gegndi fjölmörgum störfum að auki og var meðal annars í stjórn ÍSÍ 1953—1959, í stjóm Sambands íslenskra tryggingafélaga frá 1960-1991 ogformaður í þijú ár. Auk þess var hann í stjóm Sparisjóðs vélstjóra 1963-1978 og framkvæmdastjóm Vinnuveitendasambands Islands 1974-1987 svo dæmi séu tekin. Hann hlaut riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu 1988 og þjónustumerki ISI úr gulli. Fyrri kona Gísla var Þuríður Ein- arsdóttir húsmóðir, fædd 9. október 1927, dáin 12. júní 1962, og eignuð- ust þau bömin Maríu, Pál, Einar og Jóhann. Síðari kona hans er Ingveld- ur Þorbjörg Viggósdóttir húsmóðir, fædd 16. júní 1933, en börn þeirra em Erla, Gunnar og Ásgerður Hall- dórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.