Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 9 SKÍÐASVÆÐIINI VIÐTAL BLAFJOLL Veðurhorfur: Horfur í dag: Austan- átt, líklega hvassvirði með skafrenn- ingi og ef til vill snjókomu framan af degi. Hægari norðaustanátt þeg- ar líður á daginn og styttir upp. Frost 2-5 stig. Skíðafæri: Gott skíðafæri og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag Á þriö., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111 (les- ið er inn á simsvarann kl. 8 alla dagana, og síðan eins og þurfa þykir). Skíðakennsia er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'U klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmundar Jónssonar sjá um daglegar ferðir þegar skíðasvæðin eru opin sam- kvæmt ákveðinni áætlun með við- komustöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSÍ í sími 22300. HENGILSSVÆÐI Veðurhorfur: í dag verður austan- átt, nokkuð hvöss og líklega skaf- renningur framan af degi en úr- komulaust að mestu. Norðaustlæg- ari þegar líður á daginn. Frost 3-6 stig. Skfðafæri: Gott skiðafæri. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: ( dag er austanátt, nokkuð hvöss og líklega skafrenn- ingur framan af degi en úrkomu- laust að mestu. Norðaustlægari þegar líður á daginn. Frost 3-6 stig. Skíðafæri: Nægur snjór og ágætt færi. Opið: Kl. 10-18 mán., fös., laug. og sunnudag. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: i sima 91-801111. Skfðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'U klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: I dag er norðaustan- kaldi eða stinningskaldi líklega úr- komulaust og jafnvel nokkuð bjart veður. Frost 4-7 stig. Skiðalyftur verða teknar í notkun um næstu helgi ef aðstæður leyfa. Ath. gönguskfðabrautir eru troðn- ar. AKUREYRI Veðurhorfur: ( dag er fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt og bjart veður að mestu. Heldur vax- andi austanátt þegar líður á daginn. Frost 3-6 stig. Ski'ðafæri: Gott skíðafæri og nægur snjór. Opið: Kl. 10-17 laugardag og sunnudag. Upplýsingar i síma 96-22930 (sím- svari), 22280 og 23379. Ski'ðakennsla: Boðið er upp á skíöa- kennslu um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síð- asta ferð kl. 19. Sendiherra Kanada hjá Atlantshafsbandalaginu Olíkar skoðanir en eining um meginatriði AÐILD ARÞJ ÓÐIR Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, hafa ólíkar skoðanir á ýmsum málum en það ríkir eining um grundvallaratriðin, að veija skuli og tryggja lýðræði og frelsi og jafnframt að samstarfinu skuli haldið áfram þrátt fyrir hrun kommún- ismans, að sögn John R. Andersons, sendi- herra Kanada hjá bandalaginu. Ágreiningur Vestur- Evrópuríkja og Bandaríkjanna í Bosníumálunum sé að baki og fulltrúar stjórnvalda í Washington leggi áherslu á gildi samstarfsins. „Það er ljóst að í Washington er mikið rætt um NATO-samstarfið, mikilvægi þess fyrir Bandaríkin, en þegar ég hlýði á bandaríska starfs- bræður mína í Brussel láta þeir í ljós mjög öflugan stuðning við bandalagið. Ég hlýt sem sendiherra að taka mest mark á því“, sagði Anderson. Hann sagðist telja að umræður af þessu tagi risu og hnigju öðru hveiju, eftir aðstæðum hveiju sinni. „Mestu skiptir að við höfum frá upphafí ávallt getað rætt öll deilu- mál og náð að lokum samstöðu, það munum við gera áfram.“ Anderson var spurður hvort skorturinn á sann- færandi fjandmanni gæti ekki valdið vanda. „Það er fullkomlega eðlilegt að spyija varnarbandalag, hveijum það ætli að veij- ast. Ég vil nálgast málið frá öðrum sjónarhóli og kanna hvað NATO hefur staðið fyrir og gerir enn. Það voru gildi á borð við eindrægni og lýðræði, sannfæring um að rétt væri að vera ávallt reiðubúinn að veija sig ef á þyrfti að halda. Það var markmið okkar að breiða út áðumefnd gildi og treysta þannig öryggi á álfunni.“ Sendiherrann sagði aðspurður að hvergi hefði verið útilokað að Rúss- land gæti einhvern tíma orðið aðild- arríki NATO en taldi að langur tími myndi líða þar til málið yrði rætt í alvöru. Ekki mætti gleyma að þing allra ríkjanna yrðu að samþykkja ný aðildarríki. Islam og NATO - Framvæmdastjóri NATO, Willy Claes, hefur hlotið ádrepu fyrir að segja að öfgafullir múslim- ar geti ógnað NATO-þjóðum á sama hátt og kommúnistar áður. Hvers vegna? „Framkvæmdastjórinn sagði fyr- ir nokkrum vikum álit sitt á bók- stafstrúarhópum islams, þessar skoðanir voru alls ekki í samræmi við sameiginlegt viðhorf aðildarríkj- anna 16. Eg tel reyndar að fjölmiðl- ar hafi ekki greint nógu vel frá því hvaða samhengi hann setti þessi mál í en hann túlkaði ekki álit bandalagsins. Það hefur náðst samkomulag um að bandalagið skuli taka mjög var- færin skref í átt til viðræðna við sum ríki á suðurlandamærum NATO, við Miðjarðarhaf. Þetta hefur á hinn bóginn aldrei verið tengt hættunni frá bókstafstrúarmönnum múslima." Nýtt frá Frakklandi Tvískiptir og heilir kjólar Verð frá kr. 17.900,- TESS v 1,1 neðst við Dunhaga, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugarduga kl. 10-14. Morgunblaðið/Þorkell John R. Anderson, sendiherra Kanada hjá NATO. j áV' 1 ^ ' ! ♦* » * i . ’ * t , T ‘ 1 h '>H Opiö hús hjá SCANIA í tilefni þess aö Hekla hf. hefur tekiö við umboði fyrir SCANIA bifreiðar á íslandi verður opið hús helgina 18.-19. febrúar. Opið verður kl. 12:00-16:00 báða dagana. Verið velkomin og kynnið ykkur þjónustuna. Véladeild Heklu mun sjá um alla þjónustu við SCANIA eigendur. Símanúmer véladeildar eru eftirfarandi: • Söludeild 569 5710 • Verkstæði 569 5740 • Varahlutir 569 5750 • Fax 569 5788 SGANIA Veitingar í boði Vífílfells. HEKLA -////et//ci 6e&t/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.