Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjóvá-Almennar kynna nýtt af- sláttarfyrirkomulag á tryggingum Tjónlausir geta fengið endurgreitt SJÓVÁ-Almennar hafa ákveðið að lækka verulega iðgjöld félagsins sam- kvæmt gjaldskrá sem tekur gildi næstkomandi mánudag og er þar um að ræða lækkun á iðgjaldaskrám félagsins fyrir fjölskyldur og einstakl- inga. Einnig hefur félagið kynnt nýtt samheiti vátrygginga, STOFN, sem veitir viðskiptavinum afslátt sem er mismikill eftir fjölda trygginga og nýtt afsláttarfyrirkomulag gerir ráð fýrir að hópur viðskiptavina fái endur- greiðslu eftir tjónlaust ár. Fyrstu endurgreiðslur munu koma til viðskipta- vina félagsins 1. maí næstkomandi vegna viðskipta á árinu 1994 og er þá gert ráð fyrir að afslættir og endurgreiðslur nemi á annað hundrað milljónum króna. Að sögn Einars Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Sjóvá-Almennra, er með þessu verið að koma til móts við óskir sem borist hafa frá við- skiptavinum félagsins og jafnframt að láta þá njóta batnandi afkomu félagsins. Samkvæmt sex mánaða uppgjöri á síðasta ári nam hagnaður Sjóvá- Almennra 103 milljónum króna og segir Einar afkomuna síðari hluta ársins hafa verið á sömu nótum, en endanlegt uppgjör ársins liggur enn ekki fýrir. 100 milljóna króna iðgjaldalækkun Að sögn Einars nemur iðgjalda- lækkunin hjá Sjóvá-Almennum í heild um 100 milljónum króna, en lækkunin kemur til góða öllum ein- staklingum og fjölskyldum sem eru í viðskiptum við félagið. Breytingar á iðgjöldum einstakra trygginga eru þær að í Fjölskyldu- tryggingfu fellur niður sérstakt 1.000 kr. iðgjald vegna slysatryggingar í frítíma, iðgjöld fasteignatiygginga lækka að meðaltali um 10%, iðgjöld slysatryggingar ökumanns og eig- anda á einkabílum lækkar um 5% ef bónus ábyrgðartryggingar er 50% eða hærri og iðgjald á kaskótrygg- ingum einkabíla lækkar um 11%, auk þess sem eigin áhætta er lækkuð. Til þess að komast í svokallaðan STOFN-viðskiptamannahóp hjá Sjóvá-Almennum þarf viðkomandi að vera með fjölskyldutryggingu og tvær svokallaðar grunntryggingar, en þær eru fasteignatrygging, öku- tækjatrygging einkabifreiða, sumar- húsatrygging, almenn slysatrygging, sjúkra- og slysatrygging og líftrygg- ing. Til þess að öðlast rétt á endur- greiðslu, sem getur numið allt að 10% af iðgjöldum síðasta almanaksárs, þarf viðskiptavinurinn hins vegar að vera með fjölskyldutryggingu og þijár grunntryggingar, vera skilvís viðskiptavinur og tjónlaus eða með lægra tjón en nemur reiknaðri endur- greiðslu. Aðild að STOFNI veitir þó ekki aðeins aukinn afslátt af iðgjöldum og möguleika á endurgreiðslu, því viðskiptavinurinn fær að auki marg- víslega þjónust, t.d. aukna bónus- vemd í ábyrgðartryggingum einka- bifreiða, frían bílaleigubíl vegna ka- skótjóna og lægri kostnað af bílalán- um Sjóvá-Almennra. Tíu þúsund uppfylla sett skilyrði Að sögn Einars Sveinssonar eru þeir viðskiptavinir félagsins sem í dag uppfylla öll skilyrði til að vera STOFN-viðskiptavinir tæplega tíu þúsund talsins, en mörg þúsund til viðbótar segir hann vera á þröskuld- inum við að uppfylla sett skilyrði. „Fyrsta endurgreiðslan kemur til framkvæmda 1. maí næstkomandi, en þar sem þessa dagana er verið að vinna úr upplýsingum fýrir árið 1994 liggur á þessari stundu ekki fyrir hve margir fá endurgreitt þá. Hvað varðar iðgjaldalækkunina hjá þeim viðskiptavinum okkar, sem fengið hafa senda endurnýjun trygg- inga miðað við gjalddaga 1. mars næstkomandi, þá mun félagið leið- rétta þau iðgjöld sjálfkrafa í sam- ræmi við þá lækkun sem hefur verið ákveðin,“ sagði Einar. VIÐSKIPTI REKSTRARYFIRLIT 1.253 FYRIRTÆKJA Upphæðir í milljónum kr. 1993 1994 Rekstrartekjur 293.368,9 308.917,6 Rekstrargjöld 282.977,8 293.293,4 Hagnaður f. vexti og verðbr.færslu 10.391,2 15.624,2 Hagnaður af reglulegri starfsemi -2.998,0 -64,9 Tekju- og eignarskattur 1.957,0 2.151,4 Veltufjármunir 359.239,5 386.061,8 Fastafjármunir 316.771,3 330.718,5 Skuldir 488.043,7 522.807,8 Eigið fé 187.967,0 193.972,4 Veltufjárhlutfall 1,06 1,08 Eiginfjárhlutfall 27,8% 27,1% ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur gefið út ritið Ársreikningar fyrirtækja 1992- 1993. Þar er að finna niðurstöður úr ársreikningum 1.253 fyrirtækja fyrir þessi tvö ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækjanna sem hlutfall af tekjum hækkaði á árinu 1993 frá árinu áður. Þá er átt við hagnað fyrir tekju- og eignarskatta og jafnframt eru óreglulegar tekjur og gjöld undan- skilin. Hagnaðarhlutfallið hækkar úr -1,0% í 0,0%. í skýrslu Þjóðhags- stofnunar kemur fram að betri afkomu árið 1993 megi rekja til minni launakostnaðar sem hlutfall af tekjum, en iaun, eigin laun og tengd gjöld sem hlutfall af tekjum fóru úr 23,1 % í 21,9%. Velta fyrirtækjanna er um 309 milljarðar króna á árinu 1993 og jókst um 5,3% frá fyrra ári. Á sama tíma hækkaði vísitala vöru og þjónustu um 4,9% og byggingarvísitalan um 2,2%. Breyting á veltu er því heldur meiri en almennar verðbreytingar. Á að hætta skrán- ingu krónunnar? „ALMENNT má segja að verðbréfa- markaður hér á landi mundi þjóna hlut- verki sínu betur, ef við hefðum annan gjaldmiðil en ís- lensku krónuna og sá gjaldmiðill tengdist öðru stærra mynt- svæði,“ sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaupþings í ræðu á ráðstefnu Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Ráðstefnan bar heitið íslenskur fjár- málamarkaður árið 2000 og fjallaði ræða Guðmundar um valkosti á verðbréfamarkaði árið 2000. í ræðunni minntist Guðmund- ur á ástæður þess að erlendir fjárfestar hefðu lítinn áhuga á að fjárfesta á íslenskum verð- bréfamarkaði og sagði m.a. að íslenska krónan væri þeim erfið- ur þröskuldur enda væri í þeirra huga töluverð geng- isáhætta fólgin í fjár- festingum á Islandi. Guðmundur sagði að við að tengja ís- lenskan gjaldmiðil öðru og stærra mynt- svæði myndu allir kostir sem stór og öflugur verðbréfa- markaður byggi yfir fljótlega nýtast ís- lenskum aðilum. „Að sjálfsögðu fylgja því ýmsir ókostir að stjórna ekki sjálfir skrán- ingu þeirrar myntar __ sem efnahagslífið byggir á. Ég er ekki að leggja hér til að þetta skref verði stig- ið nú. En það er full ástæða til að átta sig á þeim kostum og göllum sem því fylgir að tilheyra stærra myntsvæði og ég mundi ekki hafna þeim möguleika fyr- irfram að skráningu íslensku krónunnar yrði hætt,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hauksson Hrávara * Ovissu- vikaá málm- markaði London. Reuter. NOKKRAR mikilvægir málmtegund- ir seldust á lægsta verði það sem af er árinu í vikunni, en staðan batnaði í vikulok þegar sala glæddist. Aðeins kopar hélt velli þegar verð- ið lækkaði á þriðjudaginn og það styrkti stöðu annarra málma. Ýmsir sérfræðingar búast þó við annarri lækkun. Óvissan jókst vegna vísbendinga um minni byggingar í Bandaríkjun- um en talið hafði verið. Það þykir renna stoðum undir það álit að vaxta- hækkanir kunni að hægja á efna- hagsbatanum í heiminum og draga úr eftirspurn eftir hráefnum. Nánar um stöðuna í vikunni: KOPAR lækkaði um aðeins 0.8% á þriðjudag í 2,830 dollara tonnið. Það var um 8% lækkun síðan kopar hækkaði mest í 3,081 dollar tonnið um miðjan janúar. Á föstudag hækk- aði verðið í um 2,875 dollara. ÁL lækkaði í 1,840 dollara tonnið, lægsta verð á nýbyijuðu ári. Um 16% lægra verð en um miðjan janúar þegar það var 2,195 dollarar, hið hæsta frá því samdrættinum lauk. Hækkaði í um 1,910 dollara á föstu- dag. NIKKEL lækkaði í 7,950 dollara tonnið á þriðjudag, lægsta verð á árinu, úr 10,500 dollurum i janúar. Sala glæddist síðan og verðið hækk- aði í um_ 8,550 dollara á föstudag. HRÁOLÍA Hæsta heimsmarkaðs- verð 1995. Aprílverð á Norðursjáva- rolíu í 17.57 dollara, en lækkaði. GULL seldist á bilinu 374-377 doll- arar únsan. KAFFI seldist enn á um 30% lægra verði en þegar það náði hámarki 1994. Kaffibirgðir minnkuðu í Bandaríkjunum, en ekki eins mikið og gert hafði verið ráð fyrir. KAKÓ seldist á því sem næst hæsta verði í sex mánuði, 1,043 pund, um miðja vikuna. Ástæða: uggur um birgðaskort í marz. Á föstudag hafði verðð lækkað um hér um bil 20 pund. SYKUR seldist á svipuðu verði og fýrr. HVEITI. Minnstu birgðir síðan 1982 vöktu ugg þar sem uppskeruhorfur 1995 eru misjafnar að sögn FAO. JURTAOLÍA. Verðið hækkaði í vikubyijun, en lækkaði þegar fregnir um góðar söluhorfur í Pakistan og á Indlandi reyndust orðum auknar. . v s 1 a tl ú n - b n Sjúkraþjálfari leiákeinir um val á dýnum í dag Góð kvílJ er mikilvægari íyrir keilsuna en ílest annað. Gæði dýnunnar geta kaft úrslitaákrif á kvort svefninn er vær og endurnærandi. I verslun Lystadúns-Snælands mun sjúkra[)jálfari leiðkeina og fræða viðskiptavini og segja frá kvaða kostum góð dýna [>arf aá vera kúin til að svefnsins verði notið sem kest. Dýnuúrvalið kjá Lystadún-Snæland er fjölkreytt; fjaðradýnur — kæði einfa ldar og tvöfaldar latexdýnur, svampdýnur, yfirdýnur, eggjatakkadýnui og heilsukoddar. $ Opiá í dag kl. 10:00—16:00. ^'SJÚKRAÞJÁLFUN REYKJAVÍKUR SNÆLANDhf SUútuvogi 11 • Sími 581-4655 ogf 568-5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.