Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR + Karl Þórólfur Berndsen var fæddur í Karlsskála á Skagaströnd 12. október 1933. Hann lést á Akureyri 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Lauf- ey Helgadóttir og Ernst Georg Berndsen er lengst af bjuggu á Karls- skála á Skaga- strönd. Systkini Karls eru: Helga Guðrún, sem búsett er í Reykjavík, hennar maður er Gunnlaugur Árnason, og Adolf Jakob sem búsettur er á Skagaströnd, eiginkona hans er Hjördís Sigurðardóttir. Karl Þórólfur giftist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ingi- björgu Fríðu Hafsteinsdóttur, 25. desember 1957. Þau eignuð- ust þrjú börn og þau eru: 1) ÞAÐ TEKUR nokkurn tíma að átta sig þegar manni berst frétt eins og sú er mér barst síðastliðinn sunnudagsmorgun um að Karl Bemdsen hefði orðið bráðkvaddur um nóttina. Mér hafði alltaf fund- ist hann líklegur til að verða allra karla elstur, reglusamur, grann- vaxinn, útivistar- og íþróttamaður. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Eg kynntist Karli fyrst að ráði þegar við störfuðum saman í fyrstu stjóm Skagstrendings hf. Þar kynntist ég hinum geysilega dugn- aði og ódrepandi áhuga, sem hann bjó yfir þegar atvinnu- og hags- munamál Skagstrendinga vora til umræðu. Það var mikið happ fyrir Skagstrendinga að Karl valdist til forastu fyrir félagið því kappsam- ari maður eða úrræðabetri fannst vart. Vakinn og sofinn var hann sífellt á höttunum eftir nýjum tækifæram til þess að auka við starfsemina og bæta reksturinn. Ég þakka Karli þann tíma sem við áttum samleið og bið Guð að blessa eftirlifandi eiginkonu og börn. Missir þeirra er mikill. Sveinn S. Ingólfsson. Kalli frændi er dáinn. Snöggt og ótímabært fráfall hans kom eins og reiðarslag. í hugann koma margar minningar. Efst í huga er minningin um dugnað og áræði. Í þessum manni bjó slíkur kraftur að eftir var tekið. Að hlífa sér var ekki til í hans huga. í vinnunni gekk hann ávallt fremstur. Þar þjónaði hann m.a. skipum okkar Karl hárgreiðslu- meistari, búsettur í Reykjavík. 2) Lauf- ey, sem gift er Ág- ústi Jónssyni, þau eiga þrjú börn: Mikael Karl, Jón Ernst og Friðu Món- iku og eru þau bú- sett í Reykjavík. 3) Ernst vélfræðingur, kona hans er Þór- unn Óladóttir, þau eiga einn son, Frið- vin Inga. Áður átti Ernst soninn Eyþór Orn. Ernst og Þór- unn búa á Skagaströnd. Karl Þórólfur var lærður vélvirkja- meistarí og vann alla tið við þá iðn sína. Hann rak vélaverk- stæði á Skagaströnd um langt árabil. Útför hans fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd laug- ardaginn 18. febúar og hefst athöfnin kl. 14. af alúð með starfsmönnum sínum. Áhugi hang á atvinnumálum og uppbyggingu þorpsins okkar var mikill. Hann var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun Skagstrend- ings hf. árið 1968. Gegndi hann einu af lykilhlutverkum í uppbygg- ingu félagsins til fjölda ára. Sat hann í stjórn félagsins frá stofnun þess til ársins 1989, þar af sem stjómarformaður í 15 ár. Á síðustu áram fór stór hluti frítíma Kalla og Fríðu í uppbygg- ingu golfvallar á Skagaströnd. Þar nýttust hæfileikar Kalla vel, dugn- aður og útsjónarsemi hans leystu mörg vandamálin. Það er ekki of mikið sagt að segja að starf þeirra hjóna fyrir Golfklúbbinn hafi lagt granninn að þeim góða velli og aðstöðu sem nú er orðin til. Oft á tíðum þótti okkur yngra fólkinu Kalli vilja fara of geyst í fram- kvæmdum við völlinn. Þá var svar- ið oftar en ekki „hvaða væl er þetta, við drífum í þessu“. Þessi orð lýsa Kalla vel. Það að fá að kynnast og læra af Kalla hefur gefið mér mikið. Minninguna mun ég varðveita vel. Kalli og Fríða vora alla tíð ein- staklega samrýnd hjón. Missir Fríðu og fjölskyldunnar er mikill. Bið ég Guð að styrkja þau og hugga á erfiðum tímum. Adolf H. Berndsen. Að kveðja þá lífsdansinn stendur sem hæst, er mjög, mjög erfitt. Þá spyr maður: Af hveiju svona fljótt? Mátti ekki ljúka við dansinn? Það var nóg þrek til þess og jafn- vel fyrir þann næsta. En minning- in lifir fersk, falleg og góð um all- ar ánægjulegu stundimar sem fengu svo skjótan endi. Þannig er minningin um Karl Þórólf Berndsen, eiginmann Fríðu systur minnar, en Karl lést 12. febrúar sl. á dansleik á Akureyri í hópi góðra kunningja. Fréttin sló mann sem elding. Þetta gat ekki verið rétt, Kalli dáinn. Jú, eldingunni verður ekki snúið af leið. Kalli Berndsen, eins og hann var yfirleitt kallaður, var sérlega ljúf og lifandi persóna sem mátti ekk- ert aumt sjá. Hann var svo bóngóð- ur að enginn fann fyrir því að leita til hans, enda var það óspart gert. Það var sama hvort einhver átti í basli við veður, færð, bilanir af ýmsu tagi, eða ferðir til læknis, þá kom Kalli alltaf fyrstur upp í huga fólks. Hann var verklaginn og svo fljótur að bregðast við ósk- um þeirra sem leituðu til hans, að yfírleitt var hann lagður af stað áður en síðasta orðið var sagt. Eins og oft vill verða með slíka menn, fékk hann yfirleitt lítið þakklæti og enga greiðslu fyrir, þótt hann hætti bæði heilsu og tækjum í slík hjálparstörf, enda heyrðist aldrei á honum að slíkt skipti máli. Heimili Kalla og Fríðu hefur ætíð verið mannmargt af gestum og gangandi. Gestrisni og glaðværð þeirra beggja laðaði að fólk og margt barnið, frá nokkurra vikna aldri til nokkurra ára var fóstrað hjá þeim, á meðan foreldr- ar fóru til höfuðborgarinnar eða til útlanda. Þá sá maður Kalla oft með fósturbörnin á hnjám sér, þegar hann var ekki að vinna, og þá mataði hann þau í matartímun- um. Hann var mjög barngóður og fátt sem hann hefði neitað sér um að gera fyrir barnabömin sín fimm. Allt lífsgæðakapphlaup var langt frá því að vera kappsmál hans, en hann bjó vel að fjölskyldu sinni, eiginkonunni og bömunum þremur. Kalli átti mörg áhugamál. Ollum þeim sinnti hann af svo mikilli glaðværð og ferskleika að oft var líf hans ævintýri líkast. Hann stundaði íþróttir á yngri áram og hafði mikla ánægju af dansi, veiði- ferðum og skemmtiferðum. Hann bjó yfir það mikilli lífsgleði að hann þurfti aldrei að nota örvandi efni til að vera hrókur alls fagnaðar. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur, vann hann af svo brennandi áhuga að þreyta náði sjaldan tök- um á honum. Var þá sama hvort um var að ræða atvinnurekstur hans, vélaverkstæðið, eða störf hans að félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Skagstrendings hf. og í stjórn þess fyrirtækis í tugi ára. Hann var auk þess einn af stofnendum Golf- KARL ÞÓRÓLFUR BERNDSEN KARIG UNNARSSON + Kári Gunnars- son fæddist á ísafirði 9. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 17. febrúar. ÉG KVEÐ tengdaföður minn, Kára Gunnars- son, með söknuði. í tuttugu ár hef ég notið félagsskapar Kára. Daglega leit hann inn eða hringdi. Staldr- starfið einfalt í hans augum. Ef eitthvað var bilað þá varð að laga það og ef eitthvað vantaði á varð að útvega það. Hann var praktískt þenkjandi bjartsýnismaður og ávallt til þjónustu reiðu- búinn. Kári var eirðarlaus maður og það var eins og hann væri alltaf að leita að einhverju sem hann vissi kannski ekki sjálfur hvað var og án þess að vænta neinnar útkomu. Hann fann sinn lífsstíl í gegnum sem bílstjóri. Á sífelldri hreyf- aði oftast stutt við og sagði sjaldan margt. Drakk bolla af kaffi og farinn og ekki var þörf á hátíðlegum kveðjum því hans var að vænta aftur von bráðar og þá eins og hann hefði ekkert farið. Fjölskyldan var honum allt og hann fór á milli heimila bama sinna og athugaði hvort að allir hlutir væru ekki í lagi og hvort einhvem vantaði eitthvað. Allt var þetta svo ingu frá morgni til kvölds, eigandi samskipti við ólíklegasta fólk við all- ar mögulegar aðstæður. En öryggi og hvíld sótti hann til sinnar fjöl- skyldu sem hann helst vildi hafa alla, eiginkonu, böm, tengdaböm og bamaböm, undir einu og sama þaki. Þar sem allir nytu lífsins í sátt og samlyndi. Nú kveður fjölskyldan góðan mann sem skiiur eftir skarð sem enginn fyllir. Eg kveð þig sem vin, því vinur varst þú í raun. Ég hefði viljað kynn- ast þér enn betur. Ég hefði líka vilj- að reynast þér betur. En ég fæ engu breytt nú, en vona að ég geti orðið öðrum það sem þú varst mér og mínu fólki. Martin. Elsku afi minn er dáinn. Ég veit að honum líður vel hjá Guði því hann var hjartahlýr og góður við alla. Minningar mínar um afa Kára eru allar yndislegar og ég mun geyma þær í hjarta mlnu. Af hjartans rót ég þakka þér hið þunga strið til frelsis mér og dapran krossins dauða þinn þú dýrsti’ og besti vinur minn. Þín heilög elska höndli mig og haldi mér svo fast við sig svo eigi ég um eilífð þig. (B.H.) Ég kveð elsku afa minn með söknuði. Linda Camilla. klúbbs Skagastrandar og vann ómælt að uppbyggingu þar ásamt konu sinni, en þau hafa bæði verið miklir áhugamenn um golf. Að sjá verk sín blómstra var honum meira virði en auður. Það var aðeins eitt sem mér fannst hrjá hann. Hann unni sjón- um, en gat aldrei yfírannið þá vondu grýlu, sjóveikina. Ég og fjölskylda mín þökkum það ríkidæmi að hafa átt þau Karl og Fríðu að nánum vinum. Guð blessi sál hans, elsku Fríðu mína, bömin þeirra og bamabömin. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. Vinur og mágur er genginn. Elskulegur ljúfur í alla staði. Ég er búin að þekkja hann frá því ég man eftir mér fyrir um það bil fimmtíu árum. Hann varð strax áberandi á staðnum og ég var ekki gömul þegar ég söng fyrir hann og fékk greitt fyrir það fimm aura, ofar en einu sinni. Svo komst hann á fermingaraldur, fallegur, ljós- hærður, með miklar dökkar auga- brúnir, svo dökkar að við héldum að þær væra litaðar. En ég átti líka fallega systur sem átti hug hans. Og þau liðu saman hægt í dansinn og létust falla arm í arm, alveg eins og þegar kallið kom, að þau skyldu einmitt vera að dansa. Það var þá upphafíð og endirinn. Fyrir utan dansinn áttu þau annað sameiginlegt áhugamál, en það var golf, og þar vora þau hjón einnig samtaka. Þau vora ein- mitt stödd á ráðstefnu um golf þegar kallið kom. Elsku Fríða systir mín, þú sem varst svo dugleg og vannst ferð til Potúgals og þið ætluðuð að fara eftir mánuð. Þetta finnst mér ósanngjamt, en það er ekki spurt að því. Karl mágur minn var einstakur, hann vildi allt fyrir alla gera og taldi ekkert eftir sér. Hann var hrókur alls fagnaðar. Allt hjá Kalla var ekkert mál. Þau eignuðust þijú yndisleg böm, hvemig á annað að vera eins og þau vora hjónin. Elst er Laufey sem á Adda sinn og þijú börn, Mikael Karl, Jón Emst og litlu Fríðu Moniku. Ernst á Tótu sína og tvo syni, Eyþór og Friðvin, Karl er yngstur og kemur frá Þýskalandi til að fylgja elskulegum föður. Guð styrki þau í þeirra miklu sorg. Fríða mín, Guð á himnum geymi Kalla þinn þar til þið líðið saman í dans á ný. Áslaug Hafsteinsdóttir. Með örfáum orðum vil ég minn- ast Karls Þ. Berndsens fomvinar míns og vinnustaðarins þar sem leiðir okkar lágu saman fyrir lið- lega 42 áram. Það var í Landsmiðj- unni á áranum 1953-57, en þar voram við báðir lærlingar í vél- virkjun. Þetta var á þeim árum þegar Landsmiðjan var í tölu stærstu og öflugustu vélsmiðja á landinu; starfsmenn hátt í 200 tals- ins, þar af á vélvirkjadeildinni milli 30 og 40 manns. Verkefni vél- virkjadeildarinnar vora íjölþætt. Þar má nefna viðgerðir skipa í eigu ríkisins, viðgerðir véla og búnaðar í fiskiskipum og viðhald á vélum og tækjum sem fyrirtækið hafði umboð fyrir. Einnig var talsvert um nýsmíði. Á þessum tíma höfðu Fríða og Kalli, eins og við vinnufélagamir kölluðum hann alltaf, tekið saman og bjuggu í leiguíbúð á Öldugötu 54. Hún vann í Nýju skóverksmiðj- unni og var í rauninni fyrirvinna heimilisins því lærlingskaupið hrökk skammt til framfærslu á þessum tíma. Fyrir mig einhleypan sveitamanninn var ekki amalegt að geta á þessum áram litið inn hjá þeim Kalla og Fríðu á Öldugöt- unni. Sem aðkomufólk í Reykjavík höfðum við að mörgu leyti svipuð viðhorf til lífsins og tilverannar og í vinnunni voram við Kalli eins og samgrónir. Þetta skynjaði verk- stjóri okkar fljótt og lét okkur gjarnan vera í sama vinnuflokki. Það er ekki ofmælt að segja að Kalli hafi verið frábær starfsmað- ur. Hann var allt í senn, laginn, útsjónarsamur og afkastamikill. Og ég held að það gildi um okkur alla, fyrrverandi vinnufélaga hans í Landsmiðjunni, að við minnumst hans fyrst og fremst sem góðs og skemmtilegs vinnufélaga. Með veganesti sitt og þekkingu frá störfunum í Landsmiðjunni hélt Kalli ásamt Fríðu til starfa heima í Höfðakaupstað strax að loknu sveinsprófí. Ég hygg að það hafi verið snemmsumars 1957. Á Skagaströnd hóf hann fyrst störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins en seinna stofnaði hann vélaverkstæði sem hann, framan af, rak ásamt Þórarni Bjömssyni. Hér var byijað smátt en umsvifin aukin eftir því sem fjárhagsleg geta leyfði. Áður en leið á löngu hafði hann komið upp eigin verkstæðishúsi. En Kalli lét sig meira varða en rekstur eig- in verkstæðis. Sem dæmi má nefna að hann var einn af stofnendum hlutafélagsins Skagstrendings og átti sæti í stjórn þess fyrirtækis í tvo áratugi. Eftir að leiðir skildu hér syðra og fjölga tók í heimili hjá báðum var gaman að renna við á Skaga- strönd hjá Kalla og Fríðu þegar við hjónin fóram norðurleiðina austur á Hérað. Við eigum góðar minningar frá þeim heimsóknum og hlýjum móttökum á Strandgötu 10. Nú að leiðarlokum sendum við hjónin Fríðu, bömunum og að- standendum öllum hlýjar samúðar- kveðjur. Gunnar Guttormsson. Elsku pabbi minn, að kveðja þig er erfiðara en orð fá lýst. Tárin hrynja niður kinnarnar. Minning- amar koma og koma. Það var alltaf svo gott að vera litla stelpan hans pabba. Ég var ekki há í loftinu þegar ég ákvað, að þegar ég yrði stór, ætlaði ég að eignast mann sem væri eins og pabbi, blíður og góður. Það er svo stutt síðan þú og mamma voruð hjá okkur um jólin, geislandi af lífi og kátínu - þú að dansa við smáfuglana þína og leika við Fríðu litlu. Elsku pabbi minn, öll skiptin sem þú hringdir til að spyija hvern- ig litlu smáfuglamir þínir hefðu það geymi ég í hjarta mínu. Betri afa gat ekkert bam átt. „Sæl, hjartað mitt,“ vora orð sem þú sagðir svo oft og það er svo sárt að heyra þau ekki oftar frá þér. Litlu strákamir okkar og Fríða litla Mónika eiga eftir að sakna þín mikið. Þau geta ekki skilið af hveiju Guð tók afa frá þeim og þau hafa áhyggjur af því að nú verði amma ein. Það er skrýt- ið hvernig lífíð getur verið gott, en samt svo miskunnarlaust. Elsku pabbi, ég veit að amma Guðrún og Ensi afi hafa tekið vel á móti þér. Ég veit að fyrir mömmu mun minningin um yndislegan eig- inmann og góðan vin hjálpa henni að halda áfram. Minningarnar um þig munum við Addi geyma og varðveita með bömunum okkar. Guð geymi þig, pabbi minn. Góða nótt, elskan. Þín, Laufey. Kveðja frá barnabörnum Elsku afí okkar, Fái ég ekki að faðma þig, fógnuð þann ég missi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. (SI) Góði Jesú fylgi þér, með öllum sínum englaher. Mikael Karl, Jón Ernst, Fríða Mónika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.