Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 33 I I I I : I ;i I I :: I ð ■f EINAR SIGBJÖRNSSON + Einar Sig- björnsson, bóndi í Ekkjufellsseli, andaðist á Sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 8. febrúar. Hann fæddist á Breiðavaði 2. des- ember 1901. For- eldrar hans voru Sigbjörn Björnsson bóndi og kona hans, Margrét Sigurðar- dóttir frá Breiða- vaði. Systkini Ein- ars voru Guðbjörg, Sigríður, Sigurður, Aðalbjörg, Kristín, Brynjólfur, Þórunn, Sigrún, Sig- urbjörg, Baldur og Sveinn. Þau eru öll látin. Eiginkona Einars var Jóna Jónsdóttir frá Fossvöll- um, f. 21. október 1903. Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg, f. 20. ágúst 1927, hús- mæðrakennari Reykjavík, maki Ey- þór Ólafsson (lát- inn), synir þeirra eru Arnbjörn og Einar Jón. 2) Mar- grét, f. 12. október, húsmóðir á Þórs- höfn, maki Magnús Þorsteinsson, dóttir þeirra er Jóna Guðný. 3) Guðrún, f. 23. desember 1932 (látin), hennar son- ur, Einar Ólafsson, ólst upp hjá Einari og Jónu. 4) Baldur, tæknifræðingur, f. 26. ágúst 1938, maki Svala Eggertsdóttir, Reykjavík. 5) Bryndís, búsett á Egilsstöðum. Utför Einars fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. EINAR ólst upp í foreldrahúsum á Ekkjufelli við öll almenn sveita- störf. Heimilið var í þjóðbraut og rómað fyrir rausn og gestrisni. Ekkjufellshúsið, sem byggt var 1912, var lengi hið stærsta í Fellum og þjónaði sveitinni sem fundar- og samkomuhús til 1934, en þá var félagsheimilið á Rauðalæk tekið í notkun. Símstöð sveitarinnar var einnig á Ekkjufelli. Sigbjöm bóndi rak um tíma verzlun á staðnum. En 1912 setti verzlunin Framtíðin á Seyðisfirði upp útibú í landi Ekkjufells, við enda Lagarfljóts- brúar og hætti Sigbjöm þá verzl- unarrekstri. Framtíðin hafði nátt- haga við brúna og safnaði þar slát- urfé til rekstrar á Seyðisfjörð. Á fyrstu búskaparárum Sig- bjöms var Lagarfljótið brúað, en fram að þeim tíma var Lagarfljóts- feijunni þjónað af Ekkjufellsmönn- um, svo sögur fóra af. Vegagerð ríkisins vistaðist í landi Ekkjufells með þjónustustöð fyrir Héraðið. í Ekkjufellsseli var bréfhirðing og áningarstaður landpóstanna. Þar geymdi Björn póstur hesta sína að vetrinum í umsjá bónda, til þess að hafa þá í efra þegar Fjarðar- heiði varð ófær hestum. Jökuldæl- ingar og Hlíðarmenn áðu þar í kaupstaðarferðum og gistu þar og hvíldu hesta sína og íjárrekstra. Var þá oft margt gesta, sem þágu beina og önnun hesta án þess að greiðslu væri krafist. Á þessum athafna og umbóta- tímum óx Einar úr grasi í glöðum og tápmiklum systkinahópi og tók í æsku þátt í margháttuðum leikj- um og störfum. Hann gætti kvía- ánna og hélt þeim til beitar við Ekkjuvatn, annaðist hesta ferða- manna, vitjaði silunganetanna, vann að mótekju og varð fljótt full- fær til allra verka. Snemma fór orð af honum sem afburða fjármanni. Árið 1928 keypti Einar Ekkju- fellssel af föður sínum og hóf þar búskap. Tíð ábúendaskipti höfðu átt sér stað fram að þeim tíma, vegna lélegrar afkomu. Guðmund- ur Björnsson hafði byggt rúmgott, panelþiljað, steinsteypt íbúðarhús 1914. I búskapartíð Einars hafa nýir búskaparhættir vélaaldar breytt kotum í vildaijarðir og höfuðbólum í kot. Túnið gaf af sér 30 hestburði þegar Einar tók við jörðinni en 1.000 hestburði þegar hann hætti búskap. Einar endur- bætti íbúðarhúsið og bjó það nú- tíma þægindum. Hann byggði rúmgott fjós, mjólkurhús, haughús og 500 hestburða hlöðu með súg- þurrkun og fjárhús fyrir 120 ær, ásamt 300 hestburða hlöðu. Árið 1943 lagði hann akveg frá þjóðvegi heim á hlað. Auk 22 ha túns rækt- aði hann kartöflur á 3,5 ha akri °g bygg á heimaakri og á 8 ha félagsakri í landi Urriðavatns. Árið 1952 varð hann að farga sauðfénu vegna garnaveiki, en fjölgaði þá nautgripum og jók garð- ræktina. Þannig fékk hann búi sínu borgið. Þegar-aðstæður leyfðu hóf hann aftur sauðfjárbúskap og stóð þá styrkari en áður, þar sem stuðst var við fleiri búgreinar. Einar bar heiðurstitilinn „bóndi“ með sóma. Hann var sístarfandi og vann jafnan mikið utan búsins við vegagerð og annað sem til féll. Var vinnudagur bóndans oft að byija, þegar haldið var heim eftir tíu stunda vinnu við vegagerðina. Listfengur var hann og heyrði ég oft talað um hvert snilldarhand- bragð var á dýram og fuglum, sem hann tálgaði úr tré og ýsubeini handa börnum sínum og börnum nágrannanna. Einar var hár vexti, beinvaxinn, vel limaður, vel að manni, léttur í spori, fríður og bjartur yfírlitum, glaðlegur og skemmtinn. Hann var fróður, stálminnugur og hélt minni sínu til hinstu stundar. Gestrisni Einars og Jónu var einstök, gestum alltaf vel fagnað og veitingum húsfreyjunnar viðbragðið. í dag verður Einar jarð- settur við hlið konu sinnar í ættar- grafreitnum heima á Ekkjufelli. Um leið og við kveðjum góðan dreng, vottum við systkinin og fjöl- skyldur okkar aðstandendum inni- lega samúð okkar. Einar Jón Vilhjálmsson. Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett, að bjargast af sínum búum, og breyta í öllu rétt. (Davíð Stefánsson) Þegar ég að leiðarlokum kveð kæran vin minn, Einar Sigbjöms- son í Ekkjufellsseli, er vissulega margs að minnast, sem ekki verður mögulegt að telja allt í þessum fátæklegu kveðjuorðum. Ótal minningar frá liðinni tíð líða um hugann, allar eru þær góðar og skemmtilegar og fylla hugann djúpu þakklæti fyrir samfylgdina, sem er orðin nokkuð löng eða ná- lægt fímmtíu árum. Mér finnst Fljótsdalshéraðið ekki það sama og áður eftir fráfall Ein- ars, það verður eitthvað sem vantar næst þegar ég heimsæki æsku- stöðvarnar, jafnvel þó Lagarfljótið streymi tiltölulega lyngt og tært til sjávar og Snæfellið blasi við sjónum í suðvestri, fagurt og tigu- legt og fjallahringurinn standi vörð um Héraðið eins og alltaf áður, þá er eins og stérkur hlekkur sem tengdi fortíð við nútíð hafi brostið. En ræturnar liggja áfram austur á Héraði þar sem forfeður mínir og hins látna byggðu sín bú, lifðu á gjöfum náttúrannar, þar sem hver þúfa og holt átti sitt sérnafn. Einn af hornsteinum hamingju- ríks lífs er heimilið. Einar átti því láni að fagna að vera alinn upp í föðurhúsum á grónu menningar- og myndarheimili. Ekkjufells- heimilið var þekkt fyrir gestrisni MIIVININGAR og höfðingsskap, það má segja að það hafí verið reist um þjóðbraut þvera. Margir áttu þar leið um og erindi við Sigbjörn og Margréti, foreldra Einars, og börnin þeirra tólf, svo ætla má að ærin umsvif hafi verið á heimilinu. Móðir mín, Anna Ólafsdóttir, minntist oft á þann ánægjulega tíma er hún var í bamaskóla á Ekkjufelli, hún var fermingarsystir Einars og Þórannar, systur hans. Hún sagði að oft hefði dvöl gesta þar lengst við spjall og umræður um þau mál sem efst vora á baugi í það og það sinn og oft hafí verið gripið i spil, en alltaf hafí Margrét haft veitingar á reiðum höndum og eins svefnpláss, ef á þurfti að halda og ekki talið eftir sér aukna fyrirhöfn. Einar hóf búskap 1928 í Ekkju- fellsseli með konu sinni, Jónu Jóns- dóttur, og þar stóð heimili hans í 57 ár eða þar til hann flutti á Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöð- um. Það er óhætt að segja að heim- ili þeirra Ekkjufellssels-hjóna var ekki síður en bernskuheimili Einars þekkt fyrir rausnarskap, greiðvikni og gestrisni eins og hún best getur orðið. Því álykta ég að hann hafi verið hamingjusamur maður þrátt fyrir misvinda lífsins sem öllum mæta einhvern tlmann á lífsleið- inni. Hann fékk hamingjuna í heim- anmund, þegar hann kvæntist Jónu konu sinni, hún var bæði vitur og mikil mannkosta- og gæðakona, sem engum datt til hugar að hall- mæla, en allir virtu. Einar var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, hann var skemmtilegur svo af bar en aldrei á annarra kostnað. Heilsteyptur persónuleiki var hann og góður viðmælandi. Ég á margar góðar minningar og mér ákaflega dýrmætar frá öll- um kynnum mínum við hann. Þau gáfu mér innsýn í dálítið óvenjulegt jafhaðargeð og hugrekki, ásamt glaðlyndi, jafnvel þó á móti blési og líkamskraftar færu þverrandi. í návist fárra hefur mér liðið betur en þeirra Ekkjufellssels-hjóna og íjolskyldu þeirra. Frá þeim streymdi kærleikur og umhyggja til samferðamannanna. Þessi glað- værð og glettni sem var Einari eðlislæg laðaði að honum jafnt unga sem gamla, hann umgekkst sér yngra fólk sem félaga og jafn- ingja. Hann sparaði bæði umvand- anir og yfírráðasemi í framkomu sinni við unglinga og börn og þess vegna náði hann að gerast vinur þeirra og eftirsóttur í þeirra hópi. Einar hlaut menntun sína í föðurgarði og í skóla lífsins, um aðra menntun var vart að tala á þeim tíma sem hann var að alast upp. Fljótt kom í ljós að hann var áhugasamur og liðtækur við bú- skapinn og vann hann heimili for- eldra sinna vel. Einar var góður bóndi, hann var vakinn og sofínn við að hugsa um skepnuhöld og bæta jörð sína eftir kröfum sam- tímans. Hann sá að öllu leyti vel um fjölskyldu sína og hlutverk hans sem eiginmaður og faðir var vel af höndum leyst. Hann hefur skilað góðu og happadijúgu dagsverki fyrir þjóðfélagið. Hann hefur komið til þroska fimm börnum þeirra hjóna og alið upp eitt barnabarn. Börn hans eru, talin í aldursröð: Sigurbjörg húsmæðrakennari, maður hennar var Eyþór Ólafsson verslunarmaður sem látinn er fyrir mörgum árum, synir þeirra eru Arnbjörn og Einar Jón; Margrét húsmóðir, gift Magnúsi Þórðarsyni endurskoðanda og bókara, dóttir þeirra er Jóna Guðný; Guðrún tækniteiknari látin 1967, sonur hennar er Einar Ólafsson sem er uppeldissonur Einars og Jónu; Baldur byggingatæknifræðingur, kvæntur Svölu Eggertsdóttur gjaldkera, og Bryndís starfsstúlka. Ein'ar var gjörvilegur maður á velli, vel meðalmaður á hæð þrek- lega vaxinn en samsvaraði sér vel. Hann var fríður maður sýnum, kvikur í hreyfingum og þétt óg traust var handtakið hans. Ég kynntist Einari fyrst þegar ég kom með Sigurbjörgu dóttur hans í helgarfrí úr Eiðaskóla. Allt- af eftir þessa fyrstu heimsókn í Ekkjufellssel var talið sjálfsagt að ég kæmi með þeim systram eða jafnvel þótt ég væri ein á ferð í skóla eða sumarfríum og dveldi þar í góðu yfírlæti eins lengi og mér hentaði, eins og ég væri eitt af börnum þeirra hjóna. Hefur vin- skapur minn við fjölskylduna hald- ist þó að oft hafi verið vík milli vina enda fannst mér alltaf að hún væri mín önnur fjölskylda. Til Einars, vinar míns, kom kall dauðans sem langþráð líkn þó að lífið væri honum löngum kært. Nú er hann genginn, þessi hjartahlýi öðlingur, og endanlega kominn heim í Ékkjufell. Þar verður hann jarðsettur í dag við hlið konu sinnar. Ég kveð Einar með söknuði og þakklæti í huga fyrir að hafa átt vináttu hans allt frá viðkvæmum unglingsáram og fram á þennan dag. Bömum hans og öllum að- standendum votta ég dýpstu sam- úð. Ég bið honum blessunar og velfamaðar í bjartari heimum. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir. Það er ekkert líf án dauða og öll eram við minnt á það með einum eða öðram hætti. Nú hefir dauðinn veitt afa mínum og nafna viðtöku. Ekki er nokkur vafí í huga mér að afí hefur fengið þar góðar móttökur því hann var hvers manns hugljúfi. Afí var aldamótabam og eins og margir af hans kynslóð yrkti hann jörðina sér og sínum til lífsviður- væris. Hann keypti jörð af föður sínum, Sigbirni Bjömssyni á Ekkju- felli í Fellahreppi í Fljótsdalshéraði og kallaði Ekkjufellssel. Þar bjó hann ásamt konu sinni Jónu Jóns- dóttur í meira en hálfa öld og varð þeim fímm barna auðið. Strax þriggja mánaða gamall varð ég þeirrar auðnu aðnjótandi að fá að koma á heimili þeirra og vera síðan í sveit hjá þeim á sumr- in fram að fimmtán ára aldri, auk þess að vera ’njá þeim tvo vetur. Þaðan á ég margar góðar og ómet- anlegar minningar og verð ég ævin- " lega forsjóninni þakklátur að fá að verða hlýju þeirra og kærleiks að- njótandi. Það er skarð fyrir skildi þegar maður eins og afi er fallinn frá. Það er eins og slokknað hafi sólar- geisli. Afi var þannig maður að það var ekki hægt annað en vera í góðu skapi í nærvera hans. Hann var húmoristi af guðs náð og óforbetr- anlegur stríðnispúki. Þær era marg- ar minningamar úr bemskunni sem tengjast honum og þau era ófá prakkarastrikin sem ég veit upp á ^ mig skömmina gagnvart honum en öllu slíku tók hann með stöku jafn- aðargeði og býður mér í hug að hann hafí haft lúmskt gaman af. Þó svo að sextíu ár hafí aðskilið okkur í aldri skynjaði ég afa minn sem vin og félaga og sem slíkur mun hann ævinlega eiga sinn stað í hjarta mér. Við fráfall ömmu missti afí meir en hægt er að gera sér grein fyrir. Meira en hálfrar aldar kærleiksrík- ur hjúskapur hafði bundið þau sterkari böndum sem ristu dýpra heldur en er á færi okkar sem yngri eram að skilja. Eftir það fór aldur- inn að segja æ meira til sín og er ég smeykur um að síðustu árin hafí verið honum erfíð þó alltaf hafi hann borið sig vel og reytt af sér brandarana. í hjarta mér gleðst ég yfir end- urnýjuðum samfundum afa og ömmu og því að vita þennan góða mann lausan úr þeim fjötram sem líkaminn var orðinn honum. Ég samhryggist og öllum þeim sem hann þekktu vegna sorgar þeirra og saknaðar. Einar Jón. SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigríður Guðjónsdóttir var fædd á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöllum hinn 26. júlí 1910. Hún lést á heimili sínu á Svalbarðseyri hinn 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon og Þorbjörg Jónsdóttir. Systur Sigríðar urðu tíu. Eftirlifandi eru Sigurbjörg Guðleif og Bjarný. Eiginmaður Sigríðar var Hallvarður Sigurðsson. Hann lést sumarið 1968. Þau eignuð- ust sex börn. Elst er Guðbjörg, ógift; Sigurður, kvæntur Mál- hildi Þóru Angantýsdóttur; Ingibjörg, gift HaUdóri Val Þorsteinssyni; Ásta, gift Jóni Stefánssyni; drengur, andvana fæddur; Hrefna, gift Tryggva Geir Haraldssyni. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin 21. Útför Sigríðar fer fram frá Landakirkju í dag. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (D.St.) Með örfáum orðum viljum við kveðja þig, elsku amma Silla. Öll- eigum við dýrmætar minningar um þig sem við geymum sem skínandi perlur. Amma var dugmikil og góð kona. Þrátt fyrir veikindi sín vora það ófáir sokkamir og vettlingarnir sem hún pijónaði og gaf okkur. Alla afmælisdaga okkar mundi hún, þó að fjölskyldan væri stór. Guð blessi þig, elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja. Barnabörn og fjölskyldur þeirra. Skilafrestur vegna minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrann- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.