Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KENIMARAVERKFALLIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg VERKFALLSSTJÓRN kennara fundaði fyrir há- degi í gær bak við glerhurðir I húsi Kennarasam- bands Islands við Hringbraut. Á sama tíma voru verkfallsverðirnir Helga Konráðsdóttir, Hrefna Arnaldsdóttir og Pálmi Magnússon að bera saman bækur sínar utan við húsið áður en þau færu I Annir í verkfalli verkfallsvörslu í skólum. Verkfallið lætur skóla- starf í Tjarnarskóla hins vegar ósnortið og þar héldu nemendur í 8. ST áfram að lesa Hrafnkels sögu Freysgoða, undir leiðsögn kennara síns, Sig- ríðar Thorsteinsson. Nemendur Verslunarskólans héldu á hinn bóginn áfram starfij»rátt fyrir verk- fallið og þar sjá Sveinn Kristinn Ogmundsson út- varpsstjóri, Þórhallur Helgason og Runólfur Þór Astþórsson um útsendingar Útvarps Verzló. Mannlausir skól- ar og kennarar í verkfallsvörslu Útifundur vegna verkfalls VERKFALL kennara hófst á miðnætti á föstudag og hefur það áhrif á nám 60 þúsund nemenda, sem enga kennslu fá. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu inn í Verslunarskólann fyrir hádegi í gær var varla hræðu að sjá. Ein skýringin á því var sú, að hátt í 150 manna hópur nemenda hafði lagt af stað í skíðaferð til Akur- eyrar um morguninn, auk þess sem ræðulið skólans tók þátt í mælsku- keppni norðan heiða. Ekki var þó alveg mannlaust í skólanum, því auk skólastjóra og starfsliðs á skrif- stofu voru þar nemendur sem starf- rækja Útvarp Verzló. Að sögn útvarpsstjórans, Sveins Kristins Ogmundssonar, er útvarpið rekið til að lífga upp á dauflegan tíma nemenda í verkfalli, auk þess sem fluttar verða fréttir af samn- ingamálum. Sent er út á FM 89,3 allan sólarhringinn. Sveinn Kristinn sagði að einnig væri í undirbúningi hjá nemendum að koma á fót náms- hópum, ef verkfallið drægist á lang- inn, þar sem yngri nemendur nytu leiðsagnar þeirra eldri. í Verslunar- skólanum hafa nemendur einnig skipulagt verkfallsdagskrá, þar sem meðal annars er boðið upp á eró- bikk, námskeið í grafískri hönnun, skyndihjálp, innanhússhönnun og matreiðslu. í Tjamarskóla voru nemendur hins vegar önnum kafnir við námið, enda skólinn einkarekinn og verk- fall hefur ekki áhrif á starfið þar. Krakkamir í 8.ST héldu því fram að þau væri öfundarefni félaga sinna í öðrum skólum, en sú yfírlýs- ing þeirra var að vísu ekki sett fram á sannfærandi hátt. Verkfallsvarsla Verkfallsstjórn kennara er til húsa í gamla kennaraskólanum við Laufásveg. Þegar fulltrúa Morgun- blaðsins bar að garði sat verkfalls- stjómin á fundi og skipulagði starf- ið framundan. Sigrún Ágústsdóttir, formaður verkfallsstjómar, sagði að verkefni stjórnarinnar væri fyrst LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli héldu útifund á Ingólfstorgi í gær. Að loknu ávarpi Unnar Halldórsdóttur, formanns sam- takanna, var gengið að Alþingis- húsinu, og afhent áskorun til ENGAR ákvarðanir hafa verið tekn- ar í menntamálaráðuneyti varðandi viðbrögð við verkfalli kennara. Hrólf- ur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir ráðu- neytið vonast til að samningar tak- ist. Viðbrögð ráðuneytisins ráðist m.a. af lengd verkfallsins. 1989 fór HÍK í verkfall í 42 daga. Þar sem verkfallið leystist ekki fyrr en í lok skólaárs var það lagt skól- unum í vald hvort samræmd próf yrðu Iögð fyrir nemendur eða að hve miklu leyti þau væru notuð við út- reikning á lokaeinkunn. í framhaldsskólum voru nemendur fjármála- og menntamálaráð- herra. Þar er skorað á stjórnvöld og kennarasamtök að gera allt til að ná samningum, svo hægt verði að hefja kennslu á mánu- dag. víða útskrifaðir án þess að próf væru lögð fyrir í öllum fögum. Í sumum tilfellum lagði kennari mat á frammi- stöðu þeirra, en í öðrum tiifellum fóru nemendur í_próf að undangeng- inni upprifjun. I Stöku tilviki fóru próf fram um sumarið. Hrólfur sagði menntamálaráðu- neytið ekki geta svarað því nú hvem- ig brugðist yrði við ef verkfallið dræg- ist. Ráðuneytið vonaðist enn eftir því að deilan leystist án verulegrar röskv- unar á skólastarfi. Viðbrögð ráðu- neytis, að loknu verkfalli 1989, gæfu ekki vísbendingar um viðbrögð við hugsanlegu verkfalli kennara nú. og fremst að sinna ýmsum fyrir- spumum kennara og skólastjóra um hvaða starf megi fara fram í skólun- um. Hún sagði fjölmargar fyrir- spurnir hafa borist sem tengdust þátttöku sveitarstjóma í rekstri skólanna, því þar gætu myndast grá svæði. megináhersla væri lögð á að ekki færi fram kennsla í grunn- og framhaldsskólum og ekki væri leyfilegt að færa þær kennslustund- ir, sem stundakennarar utan kenn- arafélaganna sinntu. Hún sagði að verkfallsstjórn væri nú að kanna fregnir frá Suður- nesjum, þar sem íþróttahús væm nýtt á þeim tímum, sem skólarnir hefðu haft þau til umráða. Verkfall- stjórnin teldi, að ekki ætti að fara fram starfsemi í skólunum þegar skólamir gætu ekki hýtt þau þar sem íþróttakennsla félli niður. Gæsla í heilsdagsskóla óbreytt eða felld niður Sigrún sagði aðspurð, að sam- komulag hefði tekist við Skólaskrif- stofu Reykjavíkur um að böm, sem vom í gæslu í heilsdagsskóla, verði það áfram, en aðeins á sama tíma og áður og ekki hefði verið leyfilegt að bæta bömum í hópinn eftir að verkfall var boðað. í Kópavogi hefðu bæjaryfírvöld hins vegar ákveðið að fella gæslu í heilsdags- skóla niður. Sigrún sagði að hluti þeirra, sem störfuðu við heilsdags- skólann, væm félagar í kennarafé- lögunum og mjög hæpið væri ef gæslan yrði aukin svo hún næði einnig til skólatíma. Þrír kennarar voru að búa sig undir að fara á milli skóla og sinna verkfallsvörslu, þau Helga Kon- ráðsdóttir, Hrefna Arnaldsdóttir og Pálmi Magnússon. Þau höfðu feng- ið úthlutað verkefnum hjá verkfalls- stjórn og sögðu að trúnaðarmenn kennara í hveijum skóla myndu leiðbeina þeim við verkfallsvörsl- una. „Við mætum ekkert með box- hanskana í dag, en það má búast við að meiri harka færist í verkfalls- vörsluna ef verkfallið dregst á lang- inn,“ sögðu þau. HÍK stefnir ráðherra HÍK hefur ákveðið að stefna fjármálaráðherra fyrir héraðs- dóm til þess að fá viðurkenn- ingu á því, að ákvæði reglu- gerðar um veikindaforföll opin- berra starfsmanna gildi meðan á vinnustöðvun félagsins stend- ur fyrir þá félagsmenn sem eru óvinnufærir vegna veikinda og slysa. Félagið óskar eftir því að málið fái flýtimeðferð. Var viðurkennt Veikindaréttur starfsmanna ríkisins er ákveðinn með lögum frá 1954 og nánari útfærslu er að fínna í reglugerð frá 1989. í frétt frá HÍK segir að skv. reglugerðinni eigi starfsmaður rétt til launa í veikindum án skilyrða um hvort stéttarfélag viðkomandi er í verkfalli. Ágreiningur kom upp um þetta atriði 1989 og lauk með yfirlýsingu fjármálaráðuneytis um að félagsmenn BHMR ættu rétt til launa í veikindum í verk- falli. Fjármálaráðuneytið ve- fengir nú þennan rétt. Nemar styðja kennara NEMAR í KHÍ hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við verkfall kennara í KÍ og HÍK. Þar segir að stjórnvöld hafi um langan tíma skellt skollaeyrum við kröfum kennara um bætt kjör að engan undri þótt lang- lundargeð kennara sé þrotið. Kröfur kennara séu jafnframt kröfur um betri aðstæður fyrir íslenska skólaæsku. Afdrif skólastarfs í óvissu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.