Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D STOFNAÐ 1913 41.TBL.83.ARG. LAUGARDAGUR18. FEBRUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spyrja Rússa um kjarna- kljúfana NORSK stjórnvöld reyndu í gær að komast að því hvað hæft væri í orð- rómi um að Rússar hygðust geyma kjamakljúfa úr 200 úreltum kafbát- um í leynilegum berggöngum undir Araflóa á Kolaskaga, aðeins um 160 km frá norsku landamærunum. Ingvard Havnen, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Ósló, sagði í samtali við Aftenposten að haft hefði verið samband við héraðsyfirvöld í Múrmansk og varnarmálaráðuneytið í Moskvu. Norðmönnum hefði verið tjáð að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum og ekkert vit- að hvenær hún yrði tekin. Að sögn blaðsins hefur verið deilt um það árum saman hvernig leysa eigi geymsluvandann. Fredric Hauge, leiðtogi norsku umhverfisverndarsamtakanna Bell- ona, sem komust yfir upplýsingar um málið hjá rússneskum embættis- mönnum, sagði ólíklegt að rússnesk stjórnvöld myndu staðfesta opinber- lega að áætlanirnar hefðu verið gerðar. ? ? ?----------- Taka á ný upp dauða- refsingu New York. The Daily Telegraph. DAUÐAREFSING verður tekin upp aftur í New York-ríki í næsta mán- uði, 33 árum eftir að síðasta aftakan fór fram í Gamla gneista eins og rafmagnsstóllinn var kallaður. Sam- kvæmt nýjum lögum verður opinber aftaka að fara fram með banvænni sprautun. Báðar deildir þingsins í New York og ríkisstjórinn hafa náð samkomu- lagi um frumvarp um endurupptöku dauðarefsingar og gætj það orðið að lögum 1. mars nk. Á hverju ári eru framin 2.300 morð í New York og telja lögfróðir menn, að dauða- refsing geti átt við í 20% tilfellanna. í frumvarpinu segir, að dauðarefs- ing geti komið til álita í sumum morðmálum, til dæmis tengdum hryðjuverkastarfsemi og fjöldamorð- um; þegar lögreglumaður er myrtur og þegar morð er framið að undan- gengnum pyntingum. Ekki er þó búist við, að dauðarefsingu verði beitt næsta áratuginn vegna þess, að andstæðingar hennar ætla að áfrýja ákvörðuninni á öllum stigum dómskerfisins. Dauðarefsing í 38 ríkjum New York verður 38. ríki Banda- ríkjanna til að taka upp dauðarefs- ingu síðan Hæstiréttur úrskurðaði 1976 að hún bryti ekki í bága við stjórnarskrána. Tveir ríkisstjórar demókrata, Hugh Carey og Mario Cuomo, beittu neitunarvaldi gegn endurupptöku hennar í 18 ár, en það var eitt af kosningaloforðum núver- andi ríkisstjóra repúblikana, George Patakis, að leiða hana í lög. Mandela telur að stríð sé hafið gegn stjórnleysisöflum í Suður-Afríku Segir ábyrgð fylgja frelsi HoTðaborg. Reuter. NELSON Mandela, forseti S-Afríku, setti þingið í gær með harðorðri ræðu og hótaði að taka herskáa blökkumenn og hvíta öfgamenn, sem andvígir eru afnámi aðskilnaðarstefnunnar, engum vettlingatökum. Sagði hann, að sumir þeirra hefðu misskilið frelsið og teldu, að í skjóli þess væri allt leyfilegt. NELSON Mandela við þingsetninguna ásamt frænku sinni, Zanenai Mandela Dlamini. Reuter „Látum engan velkjast í vafa um, að stríðið gegn stjórnleysisöflunum er hafið," sagði Mandela í ræðu sinni og lagði áherslu á, að stöðugleiki yrði að ríkja, jafnt í efnahags- sem þjóðfélagsmálum. Sagði hann, að ekki væri til fé til að verða við óskum allra fórnarlamba aðskilnaðarstefn- unnar áður fyrr. „Við verðum að losa okkur við þá firru, að ríkisstjórnin liggi á gullinu eins og ormur. Mótmæli og aðrar slík- ar aðgerðir munu engu bæta við þjóðarauðinn," sagði Mandela en til- kynnti jafnframt, að gripið yrði til raunhæfra aðgerða í atvinnu-, hús-, næðis- og heilbrigðismálum síðar á árinu. Bitlingahefðin Margir blökkumenn eru óánægðir með, að hagur þeirra skuli ekki hafa vænkast meira en raun ber vitni þrátt fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar og kenna Mandela um. Hann sagði aftur í ræðu sinni, að það tæki sinn tíma að leysa úr þeim miklu vandamálum, sem við blöstu í Suður-Afríku. Mandela gerði líka að umtalsefhi „bitlingahefðina" meðal blökkumanna og sagði, að spillingin yrði upprætt hvenær sem hennar yrði vart. Rúmenskur prestur ofurölvi Jarðsöng í stað þess að gifta Búkarest. Reuter. RÚMENSK brúðhjón réð- ust nýlega á prestinn, sem ætlaði að fara að gefa þau saman, og lúskruðu dug- lega á honum. Var ástæðan sú, að hann var útúrdrukk- inn og fór með vitlausan texta,,jarðsöng" unga fólkið í stað þess að blessa samneyti þess fyrir guði og mönnum. Rúmenska fréttastofan Rompres skýrði frá þessu og sagði, að presturinn, sem býr í þorpinu Tisau, hefði áður orðið sér til skammar með drykkju- skap og látum. Var söfnuð- urinn orðinn langþreyttur á prestinum sínum en - hjónavígslan, sem snerist upp í jarðarför, var kornið, sem fyllti mælinn. Voru fréttamenn þá kallaðir til og þeim sagt a .111 af létta um framferði guðsmanns- ins. Þrælahald afnumið Jackson, Mississippi. Reuter. ÞING Mississippi samþykkti í vikunni samhljóða að banna þræláhald með því að sam- þykkja staðfestingu á 13. grein bandarísku stjórnar- skrárinnar, 130 árum eftir að greinin tók gildi. Atkvæðagreiðslan er að- eins táknræn en öldunga- deildarþingmaðurinn Hillman Frazier sagði hana engu að síður mikilvæga. Nauðsynlegt væri að sýna umheiminum að Mississippi-ríki hefði sagt skilið við fortíðina. Mississippi var eitt af síð- ustu ríkjunum til að fella úr gildi lög sem kváðu á um aðskilnað kynþátta en það var gert á sjöunda áratugnum. Þá hefur ríkið oftlega verið sýnt sem heimahagar Ku Klux Klan-samtakanna í bók- um og kvikmyndum. Vopnahléð fram- lengt í Tsjetsjníju Lagt að Clinton að hætta við leiðtogafund í Moskvu Sleptsovsk, Washíngton. Reuter. YFIRMENN herja Tsjetsjena og Rússa samþykktu í gær að fram- lengja vopnahléð í Tsjetsjníju þar til á morgun, sunnudag. Oánægja er meðal bandarískra þingmanna með hernaðaraðgerðir Rússa í uppreisn- arhéraðinu og þeir leggja nú að Bill Clinton Bandaríkjaforseta að hætta við fyrirhugaða Moskvu-ferð sína. Fundur yfirmannanna stóð í fjórar klukkustundir og þeir náðu ekki samkomulagi um að skiptast á föng- um og líkum fallinna í dag eins og stefnt var að. Þess í stað sömdu þeir um að skiptast á listum yfir fanga í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. „Þetta er sigur" „Nú hefur liðið annar dagur án bardaga og blóðsúthellinga. Þetta er sigur," sagði Shamíl Basajev, yfir- maður tsjetsjenska hersins. Ummæli Basajevs voru í mótsögn við frétt frá rússnesku fréttastofunni Interfax um að komið hefði til bardaga milli stór- skotaliðssveita á svæði sunnan við höfuðstaðinn í fyrrinótt. Yfirmenn herjanna höfðu áður samið um vopnahlé sem féll úr gildi í gærkvöldi. Sam- komulag náðist um að framlengja það til klukkan 15 á morgun. Óánægja í Bandaríkjunum Reuter Stefnuræðu Borísar Jeltsíns Rússlandsfor- seta á þinginu í fyrra- dag var misjafnlega tekið á Vesturlöndum. í ræðunni boðaði Jeltsín uppstokkun í hernum og gagnrýndi yfirstjórnina en varði hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníju. Hann fordæmdi leiðtoga uppreisnar- manna og líkti þeim við eiturlyfja- baróna í Kólumbíu. Bandarískir embættismenn létu í ljós óánægju, sögðu að Bandaríkja- stjórn hefði vonast til þess að Jeltsín sleppti því að veitast að leiðtogum RUSSNESK kona, sem býr í Grosní, höfuð- stað Tsjelsjrnju, sýnir rússneskt vegabréf sitt og grátbiður embættísmenn um aðstoð. uppreisnarhéraðsins og legði þess í stað áherslu á friðsámlega lausn deilunnar og sættir. Bandarískir þingmenn gagnrýndu einnig ræðuna og hvðttu Clinton forseta til að taka harðari afstöðu gegn hemaðaraðgerðunum, hætta jafnvel við fyrirhugaðan fund með Jeltsín í Moskvu í maí nema rúss- neski forsetinn reyndi að leysa deil- una með viðræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.