Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 35 HALLMANN AGUST LÁRUSSON + Hallmann Ág- úst Lárusson fæddist í Kálfsham- arsvík í Austur- Húnavatnssýslu hinn 16. ágúst 1930. Hann lést á Garð- vangi í Garði 12. febrúar sl. Foreldrar hans voru Þórey Una Frímannsdóttur og Lárus Guðmunds- son. Þau eru bæði látin. Systkini Hall- manns voru tíu tals- ins, ein systir er lát- in. Hallmann eignaðist eina dóttur, Petreu Láru, f. 5.1. 1951. Maki hennar er Egill Þórólfsson. Börn þeirra eru: Sigurður Hallmann, f. 4.7.1974, og Þórólfur, f. 23.7. 1975. Útför Hallmanns fer fram frá Hvalsneskirkju 18. febrúar og hefst athöfnin kl. 14. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur Haddi verið viðloðandi heimili pabba og mömmu, hér áður fyrr með heimsóknum og nú síðar ár sem sitt heimili. Nú er erfiðri göngu lokið og Haddi minn sofnaður. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín 'veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, • mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Haddi minn, við þökkum fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til Petreu og fjölskyldu, systkina og annarra aðstandenda. Hafdís, Sigtryggur, Dóra og Kolbrún Osk. MEÐ FÁEINUM orðum langar mig að minnast bróður míns sem lést 12. febrúar. Snemma þann morgun var ég kvödd að dánarbeði hans. Ég lagði af stað frá Reykjavík meðan enn var næturkyrrð og þeg- ar ljós borgarinnar voru að baki sáust stjömurnar svo vel. Mér fannst eins og þær væru sendar til að lýsa mér leiðina á erfiðri stundu. Þegar ég var lítil trúði ég því að hver maður ætti sína stjörnu og þegar stjömuhrap varð þá væri ein- hver að deyja. Samkvæmt þessu mundi nú hrapa stór stjarna. Hann Haddi var einn af stóra bræðranum mínum og var nú að kveðja þessa jarðvist. Hann var búin að ganga í gegn um mikil og erfið veikindi sl. 2 ár og þjáningin hafði rist sínar rúnir. Hvíldin er því kærkomin þó aldrei sé maður tilbú- in að sleppa ástvini og sætta sig við vald dauðans. Haddi var dulur og orðfár um eigin hagi. Hann var hörkuduglegur og ósérhlífínn og lét aldrei bilbug á sér fínna. í mörg ár hefur hann verið heimilisfastur hjá bróður okk- ar og hans fjölskyldu í Sandgerði og átt þar gott atlæti. Haddi kvæntist aldrei en eignað- ist eina dóttur, Petreu Lára, og hefur dvalið mörgum stundum á hennar heimili, en hún býr norður í Eyjafirði. Þar átti hann tvo dóttur- syni, sem voru honum mjög kærir. í ágúst sl. fór hann þangað síðast á seiglunni því varla var hann ferða- fær. Hann hugsaði sér að fara aft- ur um jólin en þá hafði heilsunni enn hrakað. Minningar frá æskuslóðunum fyrir norðan yljuðu honum ætíð og hann var mjög glaður þegar gömlu félagamir þaðan heimsóttu hann í veikindunum. Vorið 1994 vistaðist Haddi á Garðvangi í Garði. Þar fékk hann þá umönnun sem að- standendur hans gleyma ekki, hlý- hug og elskulegheit. Bestu þakkir fá allir sem þar starfa. Nú er komið að leiðarlokum. Annað skarð höggvið í stóran systk- inahóp. Haddi er annar sem kveður af tíu systkinum. í desember sl. misstum við systur okkar. Blessuð sé minning þeirra beggja og þakka þér bróðir minn fyrir samfylgdina. Guð geymi þig. Sólborg Lárusdóttir. Kær frændi hefur kvatt þetta jarðlíf, langri sjúkdómsþraut er lok- ið. Á hinstu kveðjustund lítum við um farinn veg, skoðum gullið í safni minninganna: Lítill drengur kemur líkt og bjartur sólargeisli inn í þenn- an heim. Leið hans liggur fyrst af fæðingardeildinni, á heimili afa og ömmu en þar dvelur þá -þessi kæri frændi sem nú er kvaddur. Hann er orðinn sjúkur og farsælum degi á sjó og landi er lokið. En hlýja hans og góðvild er heil og sönn sem fyrr. Litli drengurinn, sólargeislinn laðar frænda að sér, frændi á mörg spor að vöggu hans og nýtur þeirra samverastunda. Á hátíð ljóssins berst drengnUm falleg gjöf frá frænda, gjöf sem gleður barnshjart- að. í hvert skipti sem drengurinn kemur að sjúkrabeði frænda á frændi alltaf eitthvað gott til að leggja í lítinn lófa, hugurinn er allt- af hinn sami, að gleðja. Nú að leið- arlokum færam við hjartans þakkir fyrir hugljúf kynni, þau era geymd, björt og hlý í minningunni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hjördís og Sindri. Með þessum fáu orðum ætla ég að minnast bróður míns, Hallmanns Lárussonar eða Hadda eins og hann var oft kallaður. Hann kvaddi þennan heim 12. febrúar síðastliðinn eftir tveggja ára heilsuleysi. Hann gekk undir stóran uppskurð en náði sér aldrei eftir það og fór helsu hans hrak- andi dag frá degi upp frá því. Síð- ustu mánuðina dvaldi hann á Garð- vangi í Garði og fékk þar bestu umönnun sem hægt var að hugsa sér þó ekki dygði það til að hann næði heilsu á ný. Haddi var alltaf bjartsýnn á bata þó síðustu vikurnar væra honum erfiðar. Alltaf þegar ég kom til hans spurði hann um aflabrögð hjá bátunum, hvemig krakkarnir mínir Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hve- nær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. MINNINGAR hefðu það og hvað þessi eða hinn væri að vinna við. Hann var mjög bamgóður og hafði gaman af þegar ég kom með bamabörnin mín til hans, þá átti hann súkkulaði í skúff- unni sem hann stakk í litla munna. Þau þekktu hann sem Hadda frænda og er sex ára dótturdóttir mín vissi að hann var dáinn sagði hún við mig ég ætla að teikna mynd handa honum og setja á gröf- ina hans. Haddi var mikið náttúrabam og var alltaf með hugann í sveitinni þar sem við ólumst upp. Þangað fór hann oft og hélt góðum kunnings- skap við fólkið se.m þar býr enn og var "vinir okkar og leikfélagar í æsku. Einnig hélt hann kunnings- skap við þá sem fluttir voru burtu þaðan. Það rify'ast upp við þessi leið- arlok minningar frá æsku okkar sem of langt er að skrifa um. Haddi giftist aldrei en átti eina dóttur og tvo afastráka og bar annar þeirra nafn hans. Dóttir hans býr norður í Eyjafirði og dvaldi hann oft á sumrin hjá þeim. Þá var hann í sveitinni þar sem hugurinn ætíð var og þar leið honum vel. Hann kom þaðan alltaf kátur og hress. Haddi stundaði sjó lengst af, en vann þó víða í landi líka. Hann var vinnusamur og gekk rösklega til verks hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Það er oft stutt stórra högga á milli því aðeins eru tveir mánuðir síðan ég fylgdi systur okkar Lilju síðasta spölinn á lífsleiðinni. Nú hittast þau aftur eftir stuttan að- skilnað á björtum og betri stað. Mörg síðustu árin var Haddi til heimilis hjá bróður okkar Kristni og konu hans í Sandgerði. Reynd- ust þau og böm þeirra honum ein- staklega vel og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir. Ég vil að lokum færa öllu starfs- fólki á Garðvangi kærar þakkir fyr- ir allan þann hlýhug og frábæra umönnun sem það veitti honum í veikindum hans. Elsku bróðir, þakka þér samver- una hér á jörð, megi ljósið lýsa þér alla leið yfir móðuna miklu. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Þín systir, Guðbjörg. ELISABET KRISTINSDÓTTIR _j_ Elísabet Stein- þóra Kristins- dóttir fæddist 22. febrúar 1909 í Syðri-Tungu á Tjörnesi, S.-Þing. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 10. febrúar sl. For- eldrar hennar voru Kristinn Guðmund- ur Tómasson, f. 1859, d. 1958, og Guðbjörg Indíana Þorláksdóttir, f. 1872, d. 1954. El- ísabet átti þrjú systkini, Sigurð, Guðrúnu og Ingunni, sem lifir systkini sín. Elísabet giftist árið 1933 Jóni Kristni Pálssyni frá Eyrar- bakka, hann lést árið 1984. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Fyrir átti hún son sem ólst upp hjá afa sinum og ömrnu á Húsavík. Útför Elísabetar fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardag, kl. 14. í dag, Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæD er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er fri (V. Briem) Guð blessi minningu þína. Elísabet Metta, Kristín, Sonja og Sara. ELSKU AMMA mín, nú er komið að kveðjustund, og mér er tregt um tungu, en mig langar að minnast þín með nokkram fátæklegum saknaðarorðum. Alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til þín og afa að Skúmstöðum á Eyrarbakka, en afi minn dó fyrir 11 áram og var það auðvitað áfall fyrir þig, amma mín, en alltaf ríkti sama gestrisnin á þínu heimili. Reyndar var líka oft BIRNA BJÖRNSDÓTTIR + Birna Björns- dóttir fæddist í Ólafsfirði 14. febr- úar 1910. Hún lést á Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði, 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Björn Þorkelsson og Ra- kel Jónsdóttir. Birna var elst systkina sinna sem voru í aldursröð: Sigrún (látin), Þór- unn Hanna (látin), Jón (látinn), Sigríður og Jenný (látin). Eiginmaður Birnu var Kristbjörn Gísla- son sjómaður, d. 1993. Dætur Birnu og Kristbjörns eru: 1) Borghildur, f. 1936, maki Magnús Ólason. 2) Gígja Kristín, f. 1940, maki Arngrimur Jónsson. 3) Rakel Jónina, f. 1945, maki Hreinn Bern- harðsson. Barna- börnin eru níu og barnabarnabörn sjö. Birna verður jarðsungin frá Ólafsfjarðar- kirkju í dag. ÞAKKA ÞÉR, frænka mín, fyrir allt sem þið Bjössi gerðuð fyrir mig og mína. Þið voruð öllum góð og heimili ykkar griðastaður. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki, er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn. Þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. mannmargt hjá ykkur en heimsins bestu marmarakökur bakað- ir þú amma mín og þeim gleymi ég aldrei. Ekki gleymi ég heldur þegar fyölskyldan fór í sunnudagsbfltúr, þá var auðvitað farið nið- ur á Bakka og að sjálf- sögðu til ömmu, annað kom ekki til greina. Elsku amma, ég er fegin að þú þurfír ekki að þjást lengur, en ég _______veit að afi minn er búinn að taka þig í sinn faðm, þar sem engar þjáningar era, eingöngu friður og ró. Með þessum orðum langar mig að kveðja þig elsku amma mín og óska þér guðs blessunar í landi ljóss og friðar. 011 hittumst við einhvem tíma aftur í ríki guðs. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umiiðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð, við kveðjum þig vina sem fórst okkur frá og framar á jarðriki megum ei sjl (Ágúst Jónsson) Þín, Sifya Arnarsdóttir. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, Elísabetar Kristinsdóttur, Skúmsstöðum, Eyrarbakka. Þegar komið er að kveðjustund koma minningamar fram í hugann um ömmu sem allt- af var til staðar. Hún var fastur punktur f okkar daglega lífi. ekki leið sá dagur að ekki væri komið að Skúmsstöðum. Alltaf átti amma eitthvað gott, allir í fjölskyldunni muna eftir ómótstæðilegu marm- arakökunni hennar ömmu. Amma átti meira en góðar kökur, um- hyggja hennar fyrir fyölskyldu sinni bar alltaf hæst. Ávallt var fyrsta spurning hennar þegar komið var til hennar: „Er ekki allt í lagi?“ Amma dvaldi síðustu 2 árin á DvaJarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Þar leið henni vel og var ánægð. Við viljum færa sfyóm, starfsfólki og heimilismönnum okkar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Við þökkum þér fyrir samverana. Við vitum að þér líður vel núna. Góði Guð, viltu geyma hana og veita okkur öllum sem eftir lifum styrk og huggun í sorg okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans.dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Loftur, Erla og fjölskylda. Af alhuga færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk. Heilsaðu fóður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn, enn að komast í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Bjömsson) Innilegar samúðarkveðjur til dætra og fyölskyldna þeirra. Brynja Guðmundsdóttir. SÍTÍneðingar í l)lóniuslvi'«‘y(iiiu.'iiin ii«) öll (u'kifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaílastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.