Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 45 Þjóðvaki — Mann gildið í öndvegi Heimur stjómmála- o g embættismanna Frá Lúðvíg Thorberg: ÞANN 27. nóvember 1994 kom úr burðarliðnum nýr stjómmálaflokkur, Þjóðvaki, eftir áfallalausan og ánægjulegan meðgöngutíma. Þessi flokkur var stofnaður þrátt fyrir til- vist þeirra fimm stjórnmálaflokka sem fyrir eru, en jafnframt og ekki síður vegna sívaxandi til- vistarkreppu þessara sömu flokka. Má því færa til þess nokkur rök, að fimmflokkamir séu með óbeinum hætti einskonar foreldrar þessa nýja stjómmálaafls. En af augljósum ástæðum verður uppeldi þess og þroski í annarra faðmi og á þeirra ábyrgð. Skipuleggjendur Þjóðvaka hafa átt Frá Þór Jakobssyni: 17. FEBRÚAR 1995 eru liðin 395 ár frá lífláti mikils hugsuðar, Ital- ans Gíordanós Brúnós. Hann var fjölhæfur og hugrakkur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann er talinn helsti heimspekingur end- urreisnartímans, þegar áhugi vakn- aði á forngrískri menningararfleifð og djarfir menn tóku að athuga náttúruna á ný af óslökkvandi fróð- leiksfýsn. Brúnó var jafnaldri Dan- ans Tycho Brahe sem lagði með stjörnuathugunum sínum á eyjunni Hveðn gmndvöll að skilningi manna á gangi reikistjama og lögmálum um gang þeirra umhverfis sólu. Brúnó hafði með skrifum sínum áhrif á seinni tíma heimspekinga á borð við Leibniz og Spínósa. Gíordanó Brúnó aðhylltist nýjar, byltingarkenndar kenningar Kóp- ernikusar um gang jarðar um sólu og hugmyndina um sólkerfi með sól í miðju, sem jörð og reikistjörnur hringsnerust um. Brúnó ályktaði djarfmannlega og hélt því fram að tindrandi ljósdeplar himinhvolfsins, stjörnurnar, væm fjarlægar sólir. Hann giskaði ennfremur á, að þær sólir hlytu að vera miðjur sólkerfa, m.ö.o. umhverfis sólirnar hlytu að reika hnettir á borð við jörðina. Brúnó lét ekki staðar numið í ályktunum; á þessum jörðum í sól- kerfum alheims hlytu grös að spretta, dýr að lifa — og menn. Brúnó sprengdi í kenningum sínum öll ytri mörk alheims, sem hann kvað óendanlegan, ríki guðs óend- anlegt og guð sjálfan óendanlegan. Gíordanó Brúnó var sókndjarfur og fór svo að ráðamönnum þótti nóg um, tóku hann fastan og dæmdu til dauða fyrir guðlast. Helstu æviatriði Gíordanos Brún- ós eru sem hér segir: Árið 1548: Fæddur í Nola á ítal- íu, nálægt Napólí. Árið 1562: Hélt til Napólí til í óformlegum könnunarviðræðum við forystumenn stjómarandstöðuflokk- anna um samstarf og samstöðu í einhverri mynd varðandi næstu al- þingiskosningar, en þar á bæjum hafa mönnum vafist tungur um tenn- ur of lengi, sem m.a. birtist í undan- genginni og yfírstandandi úlfúð og óeiningu vegna prófkjörsmála og uppstillingaævintýra. Sérkennilegust vom viðbrögðin í forystu Kvennalist- ans, en þar var nánast fyrirfram sleg- ið á framrétta samstarfshönd. Hing- að til hefur Kvennalistinn verið karl- mannslaus, en nú er svo komið, að hann er líka að verða kvenmanns- laus. Framsóknarleiðtogar virðast enn halda fast í sína fornu jájá-nei- nei hugsjón og em galopnir í báða enda sem fyrr. Helst var að finna í forystusveit Alþýðubandalagsins áhugavott um samstarf, en fljótlega kom í Ijós að hugmyndir foringjanna um samstöðu vom flestar í skötu- líki. En Þjóðvakavagninn er kominn náms í klassískum fræðum, rök- fræði o.fl. Árið 1565: Gekk í Dómíníkönsku regluna í Napólí. Árið 1572: Vígður prestur. Árið 1575: Lauk framhaldsnámi í guðfræði. Árið 1576: Flýði í febrúar til Rómar vegna skoðana sinna, flýði í apríl sama ár frá Róm til Norður- Ítalíu. Gekk úr Dómíníkönsku regl- unni. Árið 1578: Settist að í Genf í Sviss. Rekinn þaðan fyrir gagnrýni á kirkju mótmælenda. Árið 1581: Fluttist til Parísar í Frakklandi. Árið 1583: Fluttist til Lundúna í Englandi. Árið 1584: Boðið tíl Oxford. Byij- aði á ritsafni sínu „ítölsku samræð- unum“. Árið 1585: Fluttist í október til baka til Parísar. Árið 1586: Hrökklaðist vegna deilna frá París til Þýskalands. Var þar við ýmsa háskóla næstu ár. Árið 1589: Rekinn úr lútersku kirkjunni fyrir kenningar sínar. Árið 1590: Fór til Frankfurt. Dvalarbeiðni þar hafnað. Árið 1591: Boðið til Feneyja heima á Ítalíu til að halda fýrir- lestra og stunda fræðistörf; reynd- ist jgabb. Arið 1592: Svikinn, gripinn og dæmdur í maí af rannsóknarrétti Feneyja. Árið 1593: Rannsóknarrétturinn í Róm heimtar Brúnó til sín. Stung- ið í fangelsi rómversku hallarinnar. Haldið þar til dauðadags. Árið 1600: Páfinn, Klemens 8., fyrirskipar dóm fýrir villutrú, dæmdur til dauða 8. febrúar. Brenndur á báli með tungu í hafti 17. febrúar. á ferð og mun auka hraðann á næstu vikum og mánuðum. Flokkar hafa unnið hver gegn öðrum Það er hryggileg staðreynd, að vinstri- og miðflokkar á íslandi hafa um langt árabil staðið í deilum og stundum stríði hver gegn öðrum, þrátt fyrir svipaðar grundvallarskoð- anir á fjölmörgum sviðum. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn fitnað eins og púki á fjósbita. Enn er mönn- um í fersku minni hvað gerðist og hvernig fór fyrir fjósbitapúkanum í Reykjavík sl. vor í borgarstjórnar- kosningunum. Þá urðu söguleg og pólitísk kaflaskil, sem íslensku al- þýðufólki er hollt að hafa bakvið bæði eyru og á milli þeirra. Sá hræðsluskjálfti sem nú þegar hefur gert vart við sig í fremstu röð- um fimmflokkanna vegna stofnunar Þjóðvaka er síður en svo ástæðulaus. Hér er mætt til starfa nýtt stjóm- málaafl með gjörbreyttar áherslur í eldri sem yngri málaflokkum, breið- fylking fólks með manneskjulegra gildismat en tíðkast hefur til þessa, hafandi manngildið að leiðarljósi ofar öðra. Litblinda og lygar Pólitískt litróf íslenskra stjóm- málaflokka og forystumanna þeirra hefur alltof lengi borið í sér einkenni litblindu og lyga. Of lengi hefur of mörgum stjórnmálamönnum liðist að ljúga sig frá sannleikanum, oft með hörmulegum og jafnvel hættulegum afleiðingum. Þessu vill og ætlar Þjóð- vaki að breyta. Kjósendur ættu að hafa í huga, þegar næst verður gengið til alþing- iskosninga, að oft hefur lítil þúfa velt þungu hlassi. Og þessi samlík- ingarþúfa, Þjóðvaki, er bráðþroska og hefur nú þegar öll helstu einkenni fjöldahreyfingar. Frá Albert Jensen: EF ísland væri stjórnmála- og embættislega á sömu siðferðisnót- um og flest viðskiptalönd okkar, væri búsældarlegra um að litast á þeim stöðum sem skipa heildina. Nokkrum einstaklingum hefur tek- ist að leika þjóðina svo grátt, að með ólíkindum er. Þeim hefur tek- ist að gera allan almenning að fyr- irvinnu sinni með þeim hætti að næst er þrælahaldi. Þegar fólki er boðið að vinna of mikið fyrir nán- ast ekkert, eða fá enga vinnu, morknar það niður andlega og lík- amlega. Ef menn eru of þreyttir til að hugsa, eða finnst þeir einskis nýtir, hefur auðhyggjan náð völd- um og gleðin rikir þar sem síst skyldi. Þegar einhver er kosinn á þing, á hinn almenni þegn að geta treyst því, að þar fari maður sem ætli að vinna þjóð sinni gagn. Sjái um að þjóðhagsleg verkefni hafi forgang fyrir öllu. Líka þó þau felist í til- lögu andstæðings. En er það svo? Nei, eitthvað sem hinn almenni borgari ekki skilur, fær margan þingmanninn til að gera ótrúlega margt, í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar. Sumir eru skaðlausir, eru alla sína þingsetu að hugsa um að gera eitthvað og eru svo allt í einu komnir út í kuldann og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Nokkrir vinna fyrir kaupinu sínu. Fáir teljast góðir. Stjórnmálamann, sem lítur í kringum sig og fínnst allt með sæmilegasta móti, er ekki hægt að taka alvarlega. Það eitt, að tala meiningarlaust um hið sví- virðilega launamisrétti, setur þá á bekk með undirmálsmönnum. Ef auðsafnarar álíta skjól í ábyrgðarlausum vaðli manna á borð við Hannes Hólmstein, eru þeir í villu. Þeir eru ekki hátt metn- ir sem kynda undir misréttinu. Betra væri hinum sprenglærða Hannesi að nýta menntun sína á betri veg. Vonandi hefur hann til þess skynsemi. Umhverfisspjöll Stórkostleg umhverfisspjöll í sjó og á landi virðast koma þingmönn- um spánskt fyrir sjónir. Það er hægt að tala mikið um lítið og láta hendur standa fram úr ermum við ekkert. Það þarf ekki að vera svo. Ef þingmaður sér þörf aðgerða en þorir ekki, er hann verri en gagnslaus. Verstir eru þeir sem vinna þjóðinni tjón. Þeir hamast móti vistvænum veiðum smábáta á sama tíma og úthafstogurum er leyft að rótast á hrygningarstöðv- um með fyrirsjáanlegum eyðilegg- ingarmætti. Kokhraustir stjómmálamenn era á hveiju strái, en enginn sem kann að skammast sín. Hið sérstæða val í tvíhöfðanefnd var á sínum tíma eins og sett til höfuðs skynsamlegri nýtingu sjáv- ar. Bráðum kemur að kosningum og þarf fólk því að læra að stroka hina sérgóðu af listum, svo hægt sé að kjósa. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur, Espigerði 2, Reykjavík. DOIVIU5 IVIEDICA Egilsgötu 3 160 fm húsnæði til sölu í Domus Medica á besta stað í húsinu. Gengið er inn frá Egilsgötu. Mikil lofthæð, 2,70 m. Hentar til margskonar reksturs. Upplýsingar hjá Armúla 21, s. 568-5009. □an V.S. Wiium, lögg. fast. LÚÐVÍG THORBERG, verkamaður á Tálknafirði. ítalinn Brúnó og líf í alheimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.