Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 43
FRÉTTIR
SPURT OG SVARAÐ
Seltjarnarneskirkja.
Konudagurinn í
Selljamameskirkju
KONUDAGURINN hefur verið
haldinn hátíðlegur í Seltjamarnes-
kirkju nú í nokkur ár. Kvenfélagið
Seltjöm á Seltjarnarnesi hefur þann
dag tekið sérsakan þátt í messu
dagsins með því að lesa ritningar-
lestra og aðstoða við altarisgöngu.
Auk þess hafa konumar valið sálm
og umræðuefni dagsins.
Eftir messuna hafa kvenfélags-
konurnar boðið kirkjugestum upp á
hádegisverð og kynnt félagið og
Dagskráí minn-
ingn Olafs
Ólafssonar
kristniboða
BIBLÍUDAGUR-
INN er nk.
sunnudag. Að
venju hefst hann
með guðsþjón-
ustu á vegum
Hins íslenska
Biblíufélags, sem
að þessu sinni
verður í Digra-
neskirkju í Kópavogi og hefst kl.
11. Prestur er séra Þorbergur Krist-
jánsson. Ársfundur Hins íslenska
Biblíufélags hefst í safnaðarsal Di-
graneskirkju kl. 15.30 og kl. 17 og
hefst dagskrá helguð minningu
Ólafs Ólafssonar kristniboða.
Á þessu ári em liðin 100 ár frá
fæðingu Ólafs Ólafssonar kristni-
boða, sem starfaði í Kína í 14 ár.
starfsemi þess. Nú ber konudaginn
upp á sunnudaginn 19. febrúar, sem
er auk þess Biblíudagurinn. Efni
messunnar hefur oft verið tileinkað
því efni sem Sameinuðu þjóðimar
hafa gert að sérstöku íhugunarefni
ár hvert en nú er ár umburðarlyndis.
Messan hefst kl. 11 f.h. og mun
sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir, þjóna fyrir altari
og predika og organisti er Hákon
Leifsson.
Eftir heimkomuna vann hann ötul-
lega að margvíslegu kristilegu
starfi. Meðal annars lét hann starf
Hins íslenska Biblíufélags sig miklu
varða, sat í stjóm þess og var fyrsti
starfsmaður Guðbrandsstofu, að-
seturs Hins íslenska Biblíufélags í
Hallgrímskirkju.
Samstarfsaðilar Hins íslenska
Biblíufélags á vettvangi Sameinuðu
Biblíufélaganna hafa undanfarin ár
unnið ötullega að því að styðja við
útgáfu og dreifingu Biblíunnar i
Kína. Af þeim sökum var ákveðið
að hefja á þessum Biblíudegi fjáröfl-
unarátak til styrktar þessu verkefni
ogtengja það minningu Ólafs Ólafs-
sonar.
Á dagskránni, sem hefst í Digra-
neskirkju kl. 17 á Biblíudaginn,
verður Ólafs kristniboða minnst
sérstaklega, og söfnunarátakið
kynnt. Biskup íslands, Ólafur
Skúlason, flytur ávarp, Sigurbjörn
biskup Einarssonar minnist Ólafs
og samstarfs við hann á vettvangi
Bibliufélagsins, Salóme Þorkels-
dóttir forseti Alþingis segir frá för
sinni til Kína, Astrid Hannesson
kristniboði rifjar upp minningar frá
Kína og að lokum verður sýnt
myndband um starf Ólafs Ólafsson-
ar og Herborgar konu hans í Kína.
Dagskráin er öllum opin.
------» ■»■■■♦---
Mannréttindi
kvenna
KVENNAKIRKJAN heldur messu
í Seltjarnameskirkju sunudaginn
19. febrúar kl. 20.30. Yfirskrift
messunnar er: Mannréttindi
kvenna.
Sr. Yrsa Þórðardóttir, fræðslu-
fulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austur-
landi, predikar. Ánna Pálína Árna-
dóttir sýngur einsöng við undirleik
Gunnars Gunnarssonar. Bjarney
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir stjórnar
almennum söng. Kaffi á eftir í safn-
aðarheimilinu.
♦ ♦ ♦------
■ ALÞÝÐUSÖNGVARARNIR
Ágúst Atlason, Helgi Pétursson
og Ólafur Þórðarson ætla að
draga fram sparifötin og mæta í
Súlnasal alla laugardaga fram í
maí. Þar munu þeir rifja upp það
besta frá hinum ýmsu Ríótimabilum
og er framsýning í kvöld, laugar-
daginn 18. febrúar.
Kvöldið hefst með því Szymon
Kuran og Reynir Jónasson leika
undir borðhaldi og síðan hefst
skemmtidagskráin þar sem Ríó
Tríó fer í gengum ferilinn í 30 ár.
Leik- og söngkonan Ólafía Hrönn
Jónsdóttir slæst í hópinn, tekur
lagið og slær á létta strengi.
Að skemmtidagskráinni lokinni
leikur hljómsveitin Saga Klass fyr-
ir dansi ásamt söngvuranum Guð-
rúnu Gunnarsdóttur og Reyni
Guðmundssyni.
Björn G. Björnsson hefur svið-
sett sýninguna og hljómsveitarstjóri
er Björn Thoroddsen.
■ HINIR guðdómlegu Neander-
dalsmenn leika sunnudaginn 19.
febrúar á Kaffi Reykjavík. Strák-
arnir byija að spila kl. 23 og stend-
ur yfir til kl. 1. Hinir guðdómlegu
hafa áður leikið á ýmsum stöðum,
s.s. Tveimur vinum og Kaffi flug.
■ GUÐRÚN J. Halldórsdóttir,
þingkona, segir frá ástandi í Kína
en hún var þar á ferð í síðasta
mánuði í laugardagskaffi
Kvennalistans 18. febrúar nk.
Kaffið er sem fyrr á Laugavegi
17, 2. hæð og hefst kl. 11.
Fulltrúar í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu
svara spurningum lesenda um tilvísunarkerfið
Lesendur Morgunblaðsins geta
beint spurningum um nýja til-
vísunarkerfið til blaðsins og
hefur heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið fallist á að
svara þeim, svo og Sérfræð-
ingafélag íslenzkra lækna.
Lesendur geta komið spurn-
Barnalæknar
Elín Jóhannsdóttir spyr:
Mig langar til þess að varpa
fram þeirri fyrirspum hvað verði
um þjónustu bamalæknanna í
Austurbæjarapóteki, verði tilvís-
unarkerfínu komið á. Bamalækn-
amir þar hafa þann háttinn á að
hægt er að panta tíma hjá þeim
samdægurs. Foreldrar ungra
barna þekkja efíaust fíestir að
bömin geta orðið það lasin að þau
þurfí að komast til læknis án mik-
ils fyrirvara. Ég á nokkur böm
sjálf og hef oft notað þessa þjón-
ustu töluvert. Ég hef einnig notað
vaktþjónustu heilsugæslunnar
undir sömu kringumstæðum.
Læknamir þar em einnig mjög
færir en álagið er svo mikið að
oft hef ég þurft að bíða með sárlas-
ið barn í nokkra klukkutíma. Það
er sjaldan hægt að fá tíma hjá
heimilislækninum samdægurs, oft-
ast er nokkurra daga bið og það
gengur ekki þegar hágrátandi
eynabólgubam á í hlut.
Svar heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis:
Ef leitað er til bamalækna án
tilvísunar greiðir aðstandandi allan
kostnað við viðtalið svo og rann-
sóknir. Á öllum heilsugæslustöðv-
um og hjá sjálfstætt starfandi
heimilislæknum er tekið við bráða-
tilfellum samdægurs. Eftir lokun
er veitt læknisþjónusta sjúkum
bömum hjá Læknavaktinni í
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur en
þar er opin móttaka auk vitjana í
heimahús. Á Landspítala og
Landakoti era starfræktar bráð-
amóttökur fyrir böm sem eru
ávallt opnar.
Óvissutímar
framundan
Svar Sérfræðingafélags ísl.
lækna:
Heilbrigðisráðherra hefur ein-
hliða sett á tilvísunarskyldu til
ingum sínum á framfæri í síma
691100 milli kl. 10 og 11 árdeg-
is frá mánudegi til föstudags.
Spurningum er hægt að beina
til annars hvors aðilans eða
beggja allt eftir eðli spurning-
arinnar. Nöfn og heimilisföng
þurfa að fylgja.
sérfræðilækna frá og með tuttug-
asta febrúar nk. Sjúklingar sem
þurfa að heimsækja sérfræðing
þurfa að hafa meðferðis tilvísun
frá heimilislækni. Sjúklingar geta
þó eftir sem áður leitað til sér-
fræðinga án tilvísunar til 1. maí.
Þetta hefur í för með sér að þú
getur eftir sem áður leitað til
barnalæknanna samdægurs, en
verður að greiða fullt verð fyrir
heimsóknina eftir 1. maí hefir þú
ekki tilvísun frá heimilislækni.
Því miður mun þessi kerfis-
breyting hafa í för með sér að
biðin eftir tíma hjá heimilislækni
verður enn lengri en hún er í
dag. Þetta leiðir til þess að marg-
ir sem era í þinni stöðu kjósa að
leita beint til sérfræðinga sem
fyrr og afsala sér þannig al-
mannatryggingarétti sínum og
greiða fullt gjald. Þessu fylgir ein-
hver sparnaður fyrir ríkið á þinn
kostnað, enda er það tilgangurinn
með þessari breytingu.
Þá má einnig benda á að flest-
ir sérfræðilæknar hafa sagt sig
af samningi við Tryggingastofnun
ríkisins til að mótmæla einhliða
ákvörðun heilbrigðisráðherra um
tilvísanaskyldu. Mér er ekki kunn-
ugt um hvort barnalæknarnir í
Austurbæjarapóteki eru meðal
þeirra. Þegar þetta er ritað hafa
17 af 20 bamalæknum sem starfa
sjálfstætt utan sjúkrahúsa sagt
sig af samningi við Trygginga-
stofnun. Sama gildir um 92% ann-
arra sérfræðilækna. Þetta hefur
í för með sér að hjá flestum sér-
fræðilæknum verður ekki tekið á
móti tilvísunum. Sjúklingarnir
verða að greiða fullt gjald hvort
sem þeir hafa tilvísun eða ekki.
Það mun síðan reyna á hversu
sterk almannatryggingalögin era
hvort Tryggingastofnun kemur
síðan til með að endurgreiða sjúkl-
ingum ákveðinn hluta gjaldsins.
Framundan eru, því miður, miklir
óvissutímar fyrir sjúklinga.
Vertu áfram í öruggustu verðbrefunum.
Notaðu daginn í dag til að innleysa spariskírteinin þín
og tryggja þér 5,3% verðtryggða vexti á spariskírteinum ríkissjóðs
eða 8,5% gengistryggða vexti á ECU-tengdum spariskírteinum.
Ráðgjafar okkar eru þér til halds og trausts,
gefa þér góð ráð og veita nánari upplýsingar.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 562 6040