Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Jónas Rannveig
Tónleikar
Jónasar
og Rann-
veigar
RANNVEIG Fríða Bragadótt-
ir óperusöngkona og Jónas
Ingimundarson píanóleikari
halda tvenna tónleika á Norð-
urlandi í næstu viku.
Fyrri tónleikamir verða í
Miðgarði, Varmahlíð, þriðju-
dagskvöldið 21. febrúar kl.
21.00 en þeir síðari miðviku-
daginn 22. febrúar í Safnað- ,
arheimili Akureyrarkirkju kl.
20.30.
Úr skólanum í fisk-
vinnslu í verkfallinu
VERULEGUR hópur framhaldsskólanema hef-
ur spurst fyrir um vinnu á frystihúsi Utgerðar-
félags Akureyringa eftir að verkfall kennara
hófst. Félagið hefur keypt flokkaða loðnu frá
Austfjörðum og var fyrsti farmurinn væntan-
legur í nótt en loðnan verður fryst. Verði fram-
hald á loðnukaupum að austan gæti skapast
svigrúm til að ráða skólafólk til starfa í frysti-
húsinu.
Gunnar Aspar yfirverkstjóri í frystihúsi ÚA
sagði að margir hefðu látið vitað af sér. „Það
er verulega stór hópur tilbúinn að koma í fisk-
vinnu í verkfallinu,“ sagði hann. Enn væri ekki
ljóst hvort framhaldsskólanemar yrðu ráðnir til
starfa, það færi eftir hráefni og aðstæðum
næstu daga. Þá sagði hann að aðeins vant fólk
fengi vinnu, þeir sem áður hefðu starfað í
frystihúsi ÚA eða í öðrum frystihúsum.
I næstu viku eru þrír togarar væntanlegir
með afla til ÚA, Árbakur kemur á mándag og
Kaldbakur á miðvikudag. Næg vinna hefur
verið í frystihúsinu að undanfömu og fátítt að
falli niður vinna sökum hráefnisskorts. „Við
þurfum ekki að kvarta, það hefur verið stöðug
vinna hjá okkur. Það fellur í mesta lagi niður
vinna í einhveija klukkutíma," sagði Gunnar.
Aflinn er blandaður, mest karfi og þá ýsa og
eitthvað af þorski.
35-40 tonn af loðnu flutt að austan til
frystingar nyrðra
Á dögunum fóm starfsmenn ÚA austur á
firði þar sem möguleikar vom kannaðir á að
kaupa loðnu til frystingar, frá þeim sem flokka
hana, en víða væri frystigeta ekki næg. Tveir
bílar voru sendir austur í gær og vom væntan-
legir til Akureyrar í nótt eða undir morgun.
Gera má ráð fyrir að magnið sé á bilinu 35 til
40 tonn. Gefist loðnufrystingin vel, en hún er
unnin á öllum tímum sólarhrings, skapast
möguleiki á að taka skólanema inn í frystihúsið
í stað þess fólks sem ynni að loðnufrysting-
unni. „Þetta er nýtt fyrir okkur og við eigum
eftir að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði
Gunnar.
Meðal annars þarf að skoða hvort loðnan
þolir flutninginn, en Akureyri er utan hefðbund-
innar siglingaleiðar loðnuskipanna, hvað loðnu--
flokkunina varðar, en með bættu vegasam-
bandi sagði Gunnar að möguleiki ætti að skap-
ast til loðnufrystingar. Ekki væri meira en 6-7
tíma akstur frá flestum Austfjarðahöfnum og
til Akureyrar. Það væri ekki lengri tími en ef
geyma þyrfti loðnuna í kæli þegar frystirýmið
væri búið. „Ef vel er að öllu staðið ætti þetta
ekki að koma illa út,“ sagði Gunnar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fara heim í verkfallinu
NEMAR í framhaldsskólunum sem búsettir eru
í nágrannabyggðarlögum Akureyrar voru á
faraldsfæti í gær, eftir að verkfall kennara
skall á. Greinilegt var að margir hugsuðu sér
gott til glóðarinnar að geta farið til síns heima
og eytt helginni í faðmi fjölskyldunnar í stað
þess að kúra yfir námsbókunum. Víða mátti
sjá nemana á ferð með dótið sitt í gærdag, í
veg fyrir rútur eða flugvélar, eins og þessar
ungu stúlkur sem urðu á vegi ljósmyndarans
í göngugötunni í Hafnarstræti.
Messur
Tónleikar með
nýstárlegu sniði
Þau Rannveig og Jónas
hafa að undanförnu haldið
tónleika með nýstárlegu sniði
hér á landi, lögin eru kynnt
jafnóðum og spjallar Jónas
við tónleikagesti eins og hon-
um einum er lagið. Rannveig
Fríða er hér á landi um þess-
ar mundir til að syngja með
Sinfóníuhljómsveit Islands, en
hún var ráðin að Ríkisóper-
unni í Vínarborg, þar sem hún
lauk námi. Hún tekur nú að
sér verkefni víðs vegar um
Evrópu og hefur haslað sér
völl meðal fremstu söngvara
vorra tíma.
Jónas stundaði einnig nám
í Vínarborg og er einn ötul-
asti og mikilhæfasti tónlistar-
maður Islendinga.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagakóli á
morgun kl. 11.00. Kirkjubílar verða í
förum. Allir velkomnir. Messað verður
í Akureyrarkirkju kl. 14.00. Biblíudagur-
inn. Barnakór Akureyrarkirkju syngur í
messunni undirstjórn Hólmfríðar Bene-
diktsdóttur. Tekið verður á móti sam-
skotum til Hins íslenska biblíufélags.
Messað verður á Hlíð kl. 16.00. Barna-
kór Akureyrarkirkju syngur. Messað
verður á Seli kl. 17.00. Fundur verður
í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl.
17.00. Biblíulestur verður í safnaðar-
heimilinu mánudagskvöld kl. 20.30.
GLERÁRKiRKJA: Biblíulestur og
bænastund fellur niður vegna Leik-
mannaskóla kirkjunnar. Barnasamkoma
verður í kirkjunni kl. 11.00 á morgun.
Foreldrar eru hvattir til að koma með
börnum sínum. Messað verður i kirkj-
unni kl. 14.00 Karlakór Glerárkirkju
syngur. Fundur æskulýðsfélagsins
veröur kl. 18.00 og eru fermingarbörn
hvött til að mæta. Skráning verður á
væntanlegt æskulýðsmót.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bibliulestur í
dag kl. 14.00 og 17.00 og á morgun kl.
11.00. Sunnudagaskóli kl. 13.30 á
sunnudag. Vakningarsamkoma kl. 20.00
á sunnudag. Söngvarinn og predikarinn
Jan Öystein Knedal og Daníel Óskarsson
tala og stjórna á samkomum helgarinn-
ar. Heimilasamband fyrir konur á mánu-
dag kl. 16.00. KK krakkaklúbb
á miðvikudag. Biblíulestur kl. 20.30 á
fimmtudag. Flóamarkaður kl. 10-17 á
föstudag og kl. 18.00 11+.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í
umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30.
Brauðsbrotning kl. 11.00 á morgun,
sunnudag. Skírnarsamkoma kl. 15.30.
Biblíulestur kl. 20.00 á miðvikudag.
KKSH, föstudag kl. 17.15. Bænasam-
koma kl. 20.30 á föstudag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Eyrarlands-
vegi 26. Messa í dag, laugardag, kl.
18.00 og á morgun, sunnudag, kl. 11.00
Býrð þú í hurðarlausu?
Þýsku Moralt innihurðirnar eru
glæsilegar og á góSu verSi.
Einfaldar í uppsetningu.
HafiS samband og fáiS
sendan nýja glæsilega Moralt
innihurSabæklinginn okkar.
Söluaðili í Reykjavík: Innflytjandi:
Harðviðarval,
Krókhálsi 4,
sími 91-671010.
Sími, 96-30320
BYGGINGAVORUR
ímyndaðan sjúkling í börum og
þá var fagmennskan í fyrirrúmi
i handflökun sem var á meðal
keppnisgreina.
Flakað af
fagmennsku
ÞAÐ var handagangur í öskjunni
þegar háskólanemar á Akurejrri
héldu hið árlega íþróttasprellmót
í Skemmunni í gærdag. Á meðal
keppnisgreina í mótinu sem Fé-
lag stúdenta við Háskólann á
Akureyri stendur fyrir var Ijós-
myndakeppni, limbó, sjógalla-
hlaup, reiptog fleira. Nemar
spreyttu sig líka á að hlaupa með
(0J)
Sfjárn GalfRlúbbs Akureyrar
auglýsir eftirfarandi störf laus tíl
umsnknar:
Starf framkvæmdastióra:
Ráðningartími frá 1. apríl til 30. sept. 1995.
Starfið felst í daglegri stjórnun á skrifstofu og
félagsheimili GA.
Umsækjandi þarf að geta starfað sjálfstætt.
Góð tungumálakunnátta og bókhaldsþekking
nauðsynleg.
Starf vallarstióra (Head greenkeeper)
Ráðningartími frá 1. apríl til 30. sept. 1995.
Vallarstjóri skal hafa yfirumsjón með öllum
framkvæmdum við völlinn. Hann annast
ráðningu starfsfólks við völlinn í samráði við
vallarnefnd og formann stjórnar GA.
Umsóknum um ofanrituð störf skal skila til
Golfklúbbs Akureyrar, Jaðri, 600 Akureyri,
eigi síðar en 28. febrúar nk.
Allar frekari upplýsingar veitir formaður GA,
Friðrik Sigþórsson,
í síma GA 22974 eftir kl. 18 og heimasíma 24781.