Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónsmiðja. í Gerðubergi -klassík fyrir börn- MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðu- bergi er með í undirbúningi að hefja klassískan tónlistarflutning fyrir börn á aldrinum þriggja ti! tíu ára. Guðni Franzson, klarinettuleikari, stendur fyrir fyrstu fjórum uppfærslunum sem verða í Gerðubergi í febrúar og mars. í kynningu segir: „Tónsmiðjan hefur starf- semi sína sunnudaginn 19. febrúar kl. 15 og kemur Guðni fram í gervi tón- smiðsins Hermesar sem á leikrænan hátt leiðir bömin inn í undraveröld tónanna. Hermes verður ekki einn síns liðs því með honum verða kunnir tónlistarmenn ásamt nokkrum upprennandi hljóðfæraleik- , urum úr tónlistarskólum borgarinnar og aðrir gestir. Gestur Hermesar 19. febrúar verður Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari. Tónsmiðjan hefur að hugsjón að glæða áhuga bama á tónlist og hljóð- færum, virkja þau til að greina tóna og veita áhrifum þeirra eftirtekt. Það var einmitt tónsmiðurinn Hermes sem fyrstur allra er sagður hafa komist að því að hægt er að útbúa hljóðfæri úr nánast hverju sem er; að pottlokum og kökuboxum má breyta í trommur; trjá- greinum, göfflum og öðr- um eldhúsáhöldum í kjuða o.s.frv., o.s.frv. Sagan seg- ir ennfremur að eftir að Hermes náði valdi á tónun- um og fór að spila uppgötv- aði hann að hljóðfæraleikur býr yfir þeim töframætti að hrífa með sér og breyta hugarástandi þess sem hlustar. Hermes varð þess áskynja að leikur hans gat komið öðrum í gott skap, fólk gat fyllst angurværð, jafnvel brostið í grát eða hlegið, ýmist blíðkast eða reiðst, dansað eða fallið í djúpan svefn.“ í Tónsmiðjunni gefst krökkum nú kostur á að upplifa töframátt Herm- esar og félaga hans á næstu vikum og stendur dagskráin að jafnaði í u.þ.b. 45 mínútur. Hermes Æfingabúðir í Foldaskóla FORELDRAFÉLAG Skóla- hljómsveitar Grafarvogs stendur fyrir æfingabúðum í Foldaskóla nú um helgina. Þátttakendur eru um 170 ungmenni úr skólahljómsveit- um af suðvesturhorninu. Þau munu æfa í fjórum hópum til hádegis á sunnudag, undir leiðsögn hljómsveitarstjóra. Æfingabúðunum lýkur með blásaraveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn kl. 15 en þangað eru allir vel- komnir. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 784. þáttur Helgi Ormsson í Reykjavík sendir mér langt bréf og efnis- mikið. Reyni ég að gera því nokkur skil, en sumt af efni þess ræð ég ekki við. 1. Ég þakka bréfritara vin- samleg orð um þessa pistla og vísumar í þeim. 2. Bréfritari gagnrýnir, sem margur annar, einhæfni í orða- vali manna, fátæklegt mál, þar sem hver étur eftir ððrum („tugg- ur“). Dæmi: „út í hróahött" (= rugl og vitleysa), „vísa á bug“ (= telja ósatt), „og þessi sífellda opinskjalda, þegar allir koma öllum í opna skjöldu (= koma að óvörum). Það er eins og vanti tilfmnanlega orðaforða“. [Inn- skot umsjónarmanns: Eitthvert sinn var kveðið: Úti í Firði í fjósinu köldu átti Finnur að mjólka með Öldu, en hann gerði ekki gap, var með gaspur og rap og gekk bara fram fyrir Skjöldu.] 3. Bréfritari minnir með réttu á vitleysuna „ekki ósjaldan" sem á að merkja oft. En með hinni tvöföldu neitun snýst merkingin við. Ósjaldan merkir hins vegar oft, eins og ljóst má vera. Bréf- ritari bætir því við, að allir eigi - leiðréttingu mismæla sinna, en hitt sé óþolandi, ef fólk strákast upp í vitleysunni. 4. Helgi Ormsson er á móti orðum eins og niðurtekning og inntekning. Hann vill heldur nið- urtekt og inntaka, svo sem nið- urtekt mannvirkja og inntaka nýrra félaga, eða inntaka lýsis og annarra heilsumeðala. Um- sjónarmaður tekur undir þetta síðasta og yrðu það þá líklega undirtektir, fremur en *undir- taka eða *undirtekning. 5. Bréfritari leggur til að „lenda í skilnaði og ná sér í nýjan maka geti heitið að skipta sköpum". Umsjónarmanni finnst þessi orðaleikur kominn út á tæpasta vað, og verður nú horf- ið með þökkum frá bréfi Helga Ormssonar. ★ Vilfríður vestan kvað: Bjössi og Lína þar lágu út á teigi og sér léku í ilmandi heyi og heys um ból himinbjört sól skein yfir landi sínu á sumarvegi. ★ Ingimar er fornnorrænt nafn, þar sem fyrri hlutinn táknar eitt- hvað guðlegt eða konunglegt, en seinni hlutinn merkir frægur eða ágætur. Ekki fínnast fom dæmi um nafnið hérlendis, en það var notað um alla Skandin- avíu. Elsta dæmi, mér kunnugt, er Ingimar Marísson, 8 ára bóndasonur í Útkoti í Hvamms- sókn í Norðurárdal 1845. Ekki þarf lengi að leita skýringa á nafngiftinni. Foreldrar sveinsins hétu Ingveldur og Marís. Ingimars-nafn þótti gott, sem von var og maklegt. Voru menn þessa nafns orðnir 77 árið 1910, þar af 14 fæddir í Eyja- fjarðarsýslu. Síðan hefur fjölgað talsvert, og eru nú í þjóðskrá um 260. ★ Inn kemur hvít eins og ijúpa, sýnist mér. Seinna mun hún seyðið af því súpa, sýnist mér. (Afbrýðisamur maður á stríðsárunum um konu sem hann hafði misst í ástandið.) ★ Orðabókarispa Að vera ekki með öllum mjalla merkir að vera ekki and- lega heilbrigður, ekki með fullu viti. Bágt er að vita hvemig þetta er hugsað í upphafí. Mjalli hefur breytilega merkingu, t.d. skynsemd, heilbrigt sálarlíf, hreinleiki, það að vera hvítur. Ekki virðist með öllu fráleitt að þetta sé skylt orðinu mjöll = nýfallinn snjór (laus í sér). Stytt- ist þá leiðin yfir í mjöl og þá sjókindategund sem nefnist mjaldur. Sá er hvítur. Mjaldur er einnig hvítur fressköttur. Sögnin að injalla merkir að snjóa. Ætli mjalli hafí fengið merkinguna „heilbrigt andlegt ástand“ út frá hvítleikamerking- unni? Klár er tökuorð úr latínu clarus = bjartur, skír. Menn eru svo „klárir í kollinum“, ef allt er þar í góðu lagi. Þetta eru þó aðeins vangaveltur, engin vissa er fyrir því, hvemig orðtakið að vera ekki með öllum mjalla er hugsað og komið til. ★ Smálki 1. Plús: í kvöldfréttum út- varps laugardaginn 11. þ.m. leiðrétti fréttaþulur (kona) „ungabarn" og breytti í ung- bam. 2. Mínus: Sama kvöld sagði önnur kona, er fréttir las: „um- hverfisvænir ásar“. Ljótt er sír- atið. Ég hélt svipsinnis að þetta væru kynlegar fréttir af brids- mótinu. En „ásamir“ reyndust vera æsir úr norrænni goða- fræði, væntanlega árgæsku- eða frjósemdargoð. 3. Mínus: Blessuð sólin var „orsakavaldur" slysanna, sagði viðmælandi fréttamanns á Rás tvö. Meira um þetta vonda orð síðar. Eitthvað veldur slysum fremur en orsökum, en svo eru auðvitað til orsakir slysanna. 4. Plús: Umsjónarmaður hrósar enn Heklu fyrir gott málfar, þegar bílar eru auglýstir. 5. í hvaða heimsálfu er Akur- eyri? í svæðisútvarpinu átti að sigla milli Akureyrar og Evrópu. Auk þess er beðist velvirðing- ar á prentvillu í síðasta þætti í vísu: „knjár“ fyrir kijár (= kröf- ur). Uppi hefur Kjartan krjár o.s.frv. ★ Sigfríður sunnan kvað: Kötturinn Karólína var krúttlegust velflestra trýna, en átti til klór (ef út í það fór) við aumingja högnana sína. Geometrískt I i I ar og Svavars Guðnasonar eru áber- andi sterkustu verkin á veggjunum. MYNPUST M okka SILKIÞRYKK PETER HALLEY Opiðtil l.mars. Aðgangur ókeypis. EITT sterkasta einkenni á listþró- un þessarar aldar er hin geysilega mikla kenningasmíð, sem hefur fylgt allri nýsköpun á myndlistarsviðinu. Þetta á jafnt við tilhneigingu fræði- manna og listafólks til að greina og flokka það sem þegar hefur verið gert (og reyna þannig að skilja betur hvað fólst í viðkomandi list eða af hveiju áhrif hennar stöfuðu) og vax- andi tilurð ýmissa forskriftarkenn- inga, þ.e. lýsinga á hvemig myndlist- in ætti að vera, áður en nokkuð er gert. Fútúristamir voru dijúgir á þessu sviði með sínum nær fjórum tugum stefnuskráa í upphafi aldar- innar, og menn eru enn að. Síðustu áratugi hefur þessi árátta snúið ekki síður að endurmati fyrri kenninga, og afraksturinn er að finna í sívaxandi flóði hátimbraðra rit- smíða, sem fjalla í raun um sama efni og áður hefur verið tekið til skoðunar. Til að aðgreina hina nýja umferð frá því sem áður gekk yfír eru komin til forskeyti eins og ný-, eftir-, síð-. („new-“, „neo-“, ,,post-“). Nú hefur angi „ný-geometrískrar“ hugmyndafræði formlega borist hingað með þessari litlu sýningu sem Hannes Sigurðsson hefur haft um- sjón með. Peter Halley hefur verið einn þekktasti drifkrafturinn í endurvakn- ingu flatarmálsfræðinnar í myndlist og þar með hins geometríska mál- verks vestan hafs, og einkum hafa kenningar hans um tengsl þess við uppbyggingu þjóðfélagsins vakið at- hygli. Má raunar segja í ljósi stórauk- innar tölvuvæðingar síðustu ára að hugmyndir hans séu mun áhugaverð- ari nú en þær voru í upphafi, þar sem hin skipulagða þjóðfélagsgerð verður sífellt fastmótaðri og kerfis- bundnari. Helsti veikleiki þessara hugmynda er hins vegar að myndverkin sjálf eru oftar en ekki aðeins skreyting við textann. Án hans standast þau ekki samanburð við hina geometrísku abstrakt fyrri áratuga, eins og sést vel hér; verk þeirra Valtýs Pétursson- Annar galli er að samsvarandi myndefni er nú þegar ríkur þáttur í daglegu lífi okkar, og hefur þar ákveðna merkingu, sem kenningar Halley ná ekki að breyta. Þannig voru nýlega birt skipurit um tengsl innan „Kolkrabbans" og „Smokk- fisksins" mun áhugaverðari en sam- svarandi verk á veggjum Mokka; ýmis konar flæðirit, uppdrættir af rökrásum, raflögnum o.s.frv. hafa í hugum flestra faglega merkingu, sem ekki verður slitin frá þeim. Þetta dregur samt ekki úr gildi hugmyndanna, þó það geri mynd- ræna tjáningu hins geometríska þjóðfélags á listrænum grunni öllu erfiðara viðfangsefni; það er einfald- lega vandamál sem listamaðurinn verður að leysa. í texta þeim sem fylgir sýning- unni segir Peter Halley iim geometr- * íuna að hún sé enn „raunhæft við- fangsefni vegna þess að hún tengist táknmáli stjómunar- og sérfræð- ingastéttanna, hinni fagtegu umönn- un. Hún er táknmál fyrirtækja og flæðirita, boðskipta og skipulags- arkitekta." Þetta ætti að vera nægileg ástæða til að veita henni athygli, nú þegar sérfræðingaveldin rísa hvað hæst á Vesturlöndum. Og listamaðurinn er bjartsýnn á listina: „Ég er sannfærð- ' ur um að listsköpun megi nota til að skilja þjóðfélagsleg fyrirbæri. En það sem er einstakt við listsköpun, öfugt við akademíska fræðiiðkun, er að í undirmeðvitundinni opnast leiðir til skilnings á umhverfínu sem ristir miklu dýpra en rökfestan ein getur veitt." í fylgiriti sýningarinnar eru þann- ig settar ýmsar hugmyndir um vort geometríska þjóðlíf, sem vert er að veita nánari athygi. Flaustursleg ' þýðing er hins vegar galli, þar sem orðskrípi eins og „smættarkennd", „sjálfsskírskotaftdi" og „sundurbút- un“ geta fengið jafnvel hörðustu les- endur til að gefast upp. Er óskandi að listunnendur eigi eftir að fá betra tækifæri til að kynn- ast hugmyndum og myndverkum Peter Halley á stærri sýningu hér á landi, til að geta dæmt sjálfir gildi þess efnis og inntaks, sem hér er > aðeins tæpt á. ' Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.