Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 31
________________SJÓNMENNTAVETTVAÍMGUR_
Andstæðar skoðanir
Svar til Eiríks Þorlákssonar og Gunnars J. Árnasonar
Sennilega hefur rýnirinn skrifað um
og yfir 100 sjónmenntavettvanga um
dagana undir ýmsum heitum, og þar
af er þessi nr. 26 af því sem ég hef
númerað og eru á tölvudiskum. Aldr-
ei hef ég þó fengið sneggri viðbrögð,
en við þeim síðasta, er birtist laugar-
daginn 4. febrúar. Fagna ég því
vegna hins mikla andvaraleysis og
lognmollu sem er yfir myndlistarum-
ræðu á Islandi og býsna erfitt hefur
reynst að vekja upp nema inni í kaffi-
og öldurhúsum, en þar láta menn
staðar numið við stóru orðin og það
sem menn hugðust gera í hita um-
ræðanna fymist. Dæmið sannar að
menn þurfa stóru lýsingarorðin til
að rumska við fólki og er miður að
þurfa að nota þau, en stundum helg-
ar tilgangurinn^ meðalið.
Rökræða á íslandi, hveiju nafni
sem h’ún nefnist, er sjaldnast mál-
efnaleg því hún er alltof lituð af
hagsmunum viðkomandi og vill þá
auðveldlega verða full persónuleg og
óvægin og þá eru andstæðar skoðan-
ir taldar svartagallsraus og helst
ekki svaraverðar. En rýni á lífið og
listina um leið á ekki að hafa neitt
með svartsýni að gera heldur einung-
is endurspegla skoðanir viðkomandi
á hinum ýmsu hliðum mannlegs at-
ferlis. Það er hins vegar algengt
meðal íslendinga að kveinka sér við
hvers konar gagnrýni í stað þess að
taka hana til alvarlegrar krufningar
og láta hana virka sem hressandi
andvara í lognmollu hvunndagsins.
Má það hins vegar mun frekar telj-
ast vottur bjartsýni og heilbrigðra
lífsskoðana að deila á það sem miður
fer og trúa á að það rumski við fólki
og verði til umskipta til betri vegar.
Eiríkur Þorláksson tekur upp
þykkjuna fyrir vin sinn og fyrrum
vinnúveitanda á Kjarvalsstöðum,
Gunnar Kvaran, sem ég nafngreindi
þó ekki í skrifi mínu 4. febrúar. Var
einungis að vekja athygli á því hvað
helst væri í brennidepli þegar tveir
eða fleiri myndlistarmenn kæmu
saman og er það í anda vettvangs-
skrifa minna. Það hefur og vakið
drjúga athygli að menningarmála-
nefndin mælti með endurráðningu
Gunnars án þess að auglýsa stöðuna
eða bera undir samtök myndlistar-
manna. Þótti það ekki bera vott um
lýðræðisleg vinnubrögð, einkum
vegna þess að menn álitu sig hafa
fengið tryggingu fyrir því að það
yrði gert samkvæmt fýrirspumum
og samtölum við einstaka nefndar-
menn. Og jaðri það við ókurteisi að
efast um lýðræðisgrundvöll við rekst-
ur Listasafns Reykjavíkur, þá er
spurn við hvað það jaðri að útiloka
ýmsa af snjöllustu málurum sinnar
kynslóðar frá að sýna á Kjarvalsstöð-
um? Vísaði ég aðallega til þess að
kjörtímabil forstöðumanna og list-
ráðunauta safna væri yfirleitt, er svo
er komið, jafnlangt og kjörtímabil
pólitísk kjörinna fulltrúa eða fjögur
ár. Tel ég það standast yfirleitt, þótt
hitt sé hins vegar arfur frá fortíðinni
að menn sitji áratugi í embættum
sem er oftar en ekki í óþökk margra,
þótt réttlætanlegt kunni að vera í
undantekningartilfellum. Að sjálf-
sögðu leitaði Eiríkur til nærtækustu
heimildanna sem eru Bandaríkin, þar
telst hann á heimavelli, en hins veg-
ar þekki ég mun betur til hlutanna
á Norðurlöndum og í Þýskalandi, svo
og Evrópu almennt og vom skrif
mín í samræmi við það.
Eitt athugar Eiríkur svo ekki sem
er að söfn em yfirleitt öðmvísi byggð
upp í Bandaríkjunum en Evrópu, og
valdapíramídinn allt annar. Þar
gegna auðugir einstaklingar, eins
konar styrktaraðilar (trustees),
miklu hlutverki í stjórn þeirra og
uPPbyggingu sem er fullkomlega
óþekkt hér. Vil ég hér sérstaklega
benda á MoMA í New York, en ég
skrifaði langa grein um sögu safns-
ins í ársbyijun 1987 (birtist 3. febr-
úar), svo menn koma hér ekki að
tómum kofanum.
Ástæðan til þess að þessi söfn era
jafn vel rekinn er öðm fremur að
starfslið þeirra er hámenntað fólk í
sínu fagi sem hefur unnið sitthvað
til afreka á vettvanginum áður en
það er ráðið til starfa. Og það liggur
undir mikilli pressu um virka stjóm-
un og ekki myndi því leyfast að vera
í sandkassaleik með peninga styrkt-
armeðlimanna. Standi þeir sig ekki
em þeir látnir ijúka umsvifalaust
eins og allir vita sem þekkja til inni-
viða bandarísks þjóðfélags.
Hliðstæða við víðfræg amerísk
söfn er t.d. Lousiana í Humlebæk,
sem telst best rekna safn á Norður-
löndum og sem hefur tekist að auka
áhuga almennings á listum í slíkum
mæli að heimsathygli hefur vakið.
Andstæðan er hins vegar menningar-
miðstöðin í Svíavirki fyrir utan Hels-
ingfors og aðrar slíkar stofnanir inn-
an Norðurlanda sem fræðingar
stjóma og reknar em af almannafé.
Þá er það er ekki annað en eðlilegur
gangur mála ef kona eins og t.d.
Francoise Cachin er eftir langt starf
við Orsay safnið í París skipuð for-
stöðumaður þess og þar næst eftir
tvö kjörtímabil, yfirmaður allra ríkis-
listasafna í Frakklandi. Hér er um
mjög heilbrigða þróun í starfi að
ræða og ber að taka ofan fyrir
maddömunni, en samanburður er út
í hött.
Eiríkur telst á engan hátt hrekja
þá staðhæfingu mína að kjörtímabil
listráðunauta og forstöðumanna
listasafna sé yfirleitt fjögur ár og
annað sem ég benti á er að starfs-
ramma er ábótavant en hann er víð-
ast hvar mjög skýr og afdráttarlaus.
Starfsrammi er einmitt undirstaða
lýðræðis og gerður til að beina at-
hygli ráðamanns alfarið að störfum
við sérsvið sitt og hindra og hann
dreifi kröftunum á öðmm vettvangi
og satt er að störf Gunnars Kvarans
hafa verið mjög umdeild meðal
mýndlistarmanna.
Undirstaða frelsis er agi og það
telst ekki lýðræði að hafa alla enda
opna og láta geðþóttaákvarðanir
varða veginn í mikilsverðum málum
og hér hefur mönnum orðið á í mess-
unni.
Eg er ekki fylgismaður þess, að
pólitísk kjörin nefnd fari með yfir-
stjóm Kjarvalsstaða (rekstrarkostn-
aður sl. ár tæplega 50 milljónir),
enda er þetta yfirleitt fólk sem aldr-
ei hefur komið nálægt myndlist og
störfum áður sem tengjast rekstri
listastofnana. En hins vegar er at-
hugandi að forstöðumaður þess verði
pólitískt kjörinn í framtíðinni, en list-
ráðunautur og aðrir starfsmenn sam-
kvæmt menntun og hæfileikum, auk
þess sem meira sé tekið tillit til starf-
andi myndlistarmanna.
Meginhluti greinar Eiríks fer í að
veija innra starf Kjarvalsstaða, sem
ég vék ekki að og að sjálfsögðu er
honum fijálst að reka áróður fyrir
vin sinn, en ég fjallaði ekki um þann
þátt í skrifi mínu. Það sem ég hef
hins vegar áður deilt á varðandi
Kjarvalsstaði í fyrri skrifum um innra
starf stend ég við og einnig það sem
ég hef sagt gott um breytingar innan
veggja hússins.
Þá tel ég það enn standa óhaggað
sem ég setti fram í Sjónmenntavett-
vangi mínum, en fagna allri um-
ræðu...
Gunnar J. Árnason fer mikinn í
skrifi sínu í blaðið laugardaginn 18.
þ.m. og telur mig hafa farið yfir
strikið í umfjöllun minni um Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands. Jafn-
framt telur hann mig hafa viðhaft
æmmeiðandi ummæli um samstarfs-
fólk mitt innan skólans.
Ber að skoða málflutninginn lið
fyrir lið og svara eftir bestu getu og
• að því loknu getur sá sem les kveðið
upp úrskurð sinn, en ég vil strax
fullyrða að ég hafi haldið mig innan
burðargrindar velsæmisins og síður
vikið af leið.
Málið er þannig vaxið að mér þyk-
ir afar vænt um þennan skóla og vil
veg hans sem mestan og að innan
hans sé menningarleg andrúm. Jafn-
framt að þangað sé lifun að koma,
því gestir eigi að hafa það á tilfinn-
ingunni að þar sé fjárfest í lífinu
Aldrei hef ég fengið
sneggri viðbrögð og við
síðasta Sjónmennta-
vettvangi, skrifar Bragi
Asgeirsson, ogtelur
þau fagnaðarefni í and-
varaleysinu og logn-
mollunni sem hér sé vfír
myndlistarumræðunni
sjálfu og þeim gildum sem gera það
þess virði að vera íslendingur og al-
þjóðaborgari um leið. Skólinn hafði
einungis starfað í sex ár þegar ég
hóf tilfæringar í smíðadeild hans
hans á Gmndarstíg 2, síðar kvöld-
deild, og fékk loks inngöngu á fyrra
ár myndlistardeildar haustið 1947,
en þá var skólinn fluttur á Laugaveg
118. Árið 1956 er skólinn var enn
fluttur í nýtt húsnæði í Skipholti 1,
var ég ráðinn til að leiðbeina nemend-
um í grafík, einkum steinþrykki, og
telst hafa verið þar viðloðandi sem
fræðari í 40 ár við starfslok mín á
næsta ári, um leið verða 50 ár liðin
síðan ég hóf nám við hann. Með hlið-
sjón af þessu langa ferli, telst ég
hafa meiri yfirsýn yfir þróun skól-
ans, en nokkur annar starfmaður
hans og hvað þá nýgræðingurinn
Gunnar J. Ámason. Grein mín er
þannig ekki skrifuð út af hags-
munapoti innan veggja hans heldur
vegna sannfæringar og metnaðar
fyrir hans hönd.
Með vaxandi kvíða hef ég fylgst
með þeirri þróun að skólinn verður
stöðugt ópersónulegri og hefur
breyst í „staðlaða stofnun" og í stað
þess að allir þekki alla eins og áður
var, þekkir maður nú fæsta kennara
og er jafnvel ókunnugur nemendum
sínum og þekkir þá ekki ýkja nánar
en þá sem maður kenndi í kvölddeild-
um fyrir margt löngu.
Ekki er það vegna þess að skólinn
hefur stækkað svo tiltakanlega mik-
ið, heldur em stjómendur hans
horfnir inn á skrifstofur sínar og
fundarherbergi og er viðburður ef
þeir sjást á starfsvettvangi. Þegar
ég held því fram að kennarar leggi
nemendur í einelti, hef ég til hliðsjón-
ar ýmis dæmi frá ferli mínum og ég
veit að þeir vom lengstum lítils metn-
ir sem vom ekki vinstri sinnaðir.
Sjálfur var ég til vinstri framan af
en gerðist lýðræðissinnaður með ár-
unum og helst fyrir hið tvöfalda sið-
gæði hjá ýmsum róttæklingum. Hins
vegar tel ég mig aldrei hafa látið
fólk gjalda pólitískra skoðana sinna,
ei heldur listpólitískra, en leyft mér
að halda fram eigin skoðunum tæpi-
tungulaust.
Það hefur oftar en einu sinni kom-
ið fyrir að mér hefur tekist að koma
í veg fyrir að nemendum hefur verið
vikið úr skóla og hefur þeim öllum
vegnað mjög vel í lífinu og sumir
landsþekktir. Þá hef ég alltaf verið
harður andstæðingur þess að nem-
andi sem stendur sig vel í aðalnám-
inu, sem hlýtur að vera listiðkun, sé
felldur í bóklegu fagi sem á stundum
er út í hött. Listasaga, sem byggir
ekki fyrst og fremst á íslenzkum og
norrænum gmnni og er jafnframt
heimslistasaga, er varla raunhæf
sem fallfag hjá nemanda sem er frá-
bær í teikningu, málun eða mynd-
mótun svo eitthvað sé nefnt. Lista-
saga eins og kennd er í háskólum á
síður erindi í listaskóla og listheim-
speki einna helst í fyrirlestraformi
frá ýmsum aðilum svo að nemendur
geti betur áttað sig á ólíkum skoðun-
um. En er menn fara að gera upp á
milli liststíla t.d hugmyndafræði og
málverks, og það án þess að það sé
sannanlega rétt sem þeir halda fram,
er um áróður að ræða sem ekki á
heima innan veggja fijálsrar og op-
innar menntastofnunar. Listaskóli
má aldrei vera dauð og stöðluð
„stofnun“ heldur líf í stöðugri mót-
un, en þó þarf hann að hafa sterkan
starfsramma og leiðbeinendur verða
að geta notið sín og komist í sam-
band við nemendur. Ég tel að lista-
sagan og listheimspekin eigi að vera
í mun nánari sambandi við það sem
nemendur em að gera hveiju sinni
en hún hefur verið til þessa og þar
sem hún er nú að kominn sem
námsfag inn í Háskóla íslands sé
breytinga þörf.
Það telst rétt hjá mér að kennarar
listasögu og listheimspeki hafi viljað
fella nemendur sem ekki stóðu sig
sem skyldi eða höfðu andstæðar
skoðanir og þetta vita allir eldri
kennarar, enda hefur nemendum iðu-
lega verið hótað brottrekstri sæki
þeir sig ekki og verið vísað úr skóla
fyrir tilstuðlan þeirra.
Og hvað brotvikningu nemenda
áhrærir, hefur það jafnan verið fá-
mennur lokaður hópur innan skólans
sem hefur staðið að baki ákvörðun
og merkilegt er hve fómardýrin hafa
oft verið lýðræðislega sinnað fólk.
Hvað andstæðar skoðanir snertir,
ber að vísa til og minna á að tveir
skólastjórar af hægri vængnum, báð-
ir mætir menn sem standa framar-
lega í sínu fagi og gagnmenntaðir
að auki, vom hraktir frá skólanum
með linnulausum mannskemmandi
áróðri er jaðraði við ofsóknir. Og
annar þeirra fær ekki einu sinni
vinnu við skólann né fjölbrautaskóla
vegna aðgangshörku marxista innan
skólakerfisins. Þó er um einn fæ-
rasta kennara í mörgum fögum sem
við eigum að ræða sem einnig hefur
kennt við virta erlenda listaskóla.
Það er misvísandi þvættingur að
halda því fram að mér væri ekki á
móti skapi að helmingur nemenda
fengi að fjúka, því eins og fram kem-
ur átti ég við að kennari sem leggur
nemendur í einelti á giska auðvelt
með að bóka fjarvistir og slæleg
vinnubrögð ef vill. Og þegar hinn
sami skáldar fjarvistir þrátt fyrir góð
vinnubrögð og háar einkunnir og það
á lokaári er ekkert um annað að
ræða en einelti og ber slíkum kennur-
um skilyrðislaust að taka pokann
sinn.
Og svo vil ég leggja ríka áherslu
á eitt að sömuleiðis teljast það stað-
lausir stafir að ég hef ekki lagt fram '
kvartanir eða gagnrýnt inniviði skól-
ans í tímans rás. Auk þess hafa fáir
verið iðnari við að leggja fram hug-
myndir um breytta skipan mála við
samkennara sína.
Það er mikilvægt að líta til þess,
að einmitt fyrir þessa áráttu mína
var mér þegjandi og hljóðlaust vikið
til hliðar úr deildarstjórastarfi af síð-
asta skólastjóra eftir margra ára
störf og mikla baráttu við að styrkja
deildina og inniviði kennslustarfsins.
Að auk var ég þrisvar formaður
kennarafélagsins sem ég stofnaði
árið 1970 og nemendafélagið á svip-
uðum tíma og átti ótal viðræður við
ráðamenn í menntamálaráðuneytinu
sem tóku á stundum meira mark á
mér en sameinaðri skólastjóm. Varð
það til þess að ég var felldur úr for-
mannstóli kennarafélagsins og hef
ekki komið nálægt því síðan. Nefni
að varðandi afdrifaríkar breytingar
á inntökuprófum sem í vændum vom
sem ég mótmælti harðlega, reyndist
ég hafa haft rétt fyrir mér sem eng-
inn hefur þó haft manndóm til að
viðurkenna til þessa, þótt prófunum
hafi aftur verið breytt. Meðalaldur
nemenda hækkaði um nær áratug -
varð 38 ár að ég held, sem var það
langhæsta á landinu fyrir utan öld-
ungadeildir! Það sem Gunnar nefnir
uppspuna í Sjónmenntavettvangi í
ágúst sl. var athugasemd sem ég
gerði við skrif hans sjálfs sem var
ósmekkleg árás á Listasafn íslands
og forráðamenn þess.
Heimspekingurinn blandar síður
nær óskyldu máli inn í skrif sín nema
til að undirstrika óhróður sinn. Skoð-
anir hans í nefndri grein höfðu mik-
inn samhljóm með skoðunum ráða-
manna í Svíavirki, en það virðist
varða heimsendi að leyfa sér að
gagnrýna fólk sem aðhyllist hug-
myndafræðilega list og telst blint
fyrir málverki. Hér er á ferð alþjóð-
legur blekkingarvefur á því hvað sé
fersk og ný list, og framkvæmdin
er svo útjöskuð að fulltrúar hennar
tæma flest listhús af öllu kviku sem
þeir em í forsvari fyrir. Em m.a.
fallegar konur hættar að sjást á stór-
sýningum en þar sáust iðulega feg-
urstu og gáfuðustu hmndir í heimi
hér.
Ekki teljast það háðsglósur og
skætingur að halda fram skoðunum
sínum, en þann ásakanatón kennir
maður oft hjá þeim aðilum sem vilja
fá fullt frelsi til að vega til annarra,
en umtumast ef þeir mæta mótstöðu
og nefna slíkt geðvonskulegt raus
útúrsnúninga og þvætting.
Gunnar fellur kylliflatur um sjálf-
an sig í málatilbúnaði sínum, er hann
segir að ég hafi skrifað að ýmsir
lærifeður skólans hlytu að vera full-
komlega úrkynjaðir. Hér er heilli
málsgrein snúið við, því ég skrifaði
orðrétt: „Ef það telst að vera gamal-
dags að vilja kenna nemendum náms-
fögin vel og rækilega, móta með
þeim sjálfstæða hugsun, gæta fyllstu
hlutlægni og vera aldrei með áróður
fyrir einstökum listastefnum né mis-
muna þeim eftir pólitískum skoðun-
um, þá hljóta ýmsir kennarar skólans
vissulega að vera úrkynjaðir." Hér
var ég auðvitað að stíla á eldri kyn-
slóða kennara við skólann, og vitan-
lega einnig sjálfs míns og tók ég upp
„smekklega" lýsingu á okkur í Press-
unni sl. ár varðandi umsókn um
skólastjórastöðuna sem einn um-
sækjandinn var höfundur að.
Þetta er hálf klaufalegur útúr-
snúningur að ekki sé meira sagt en
hann lýsir því hugarfari sem er að
baki skrifum heimspekingsins Gunn-
ars J. Ámasonar og jafnfram til-
ganginum með þeim. Að öllu saman-
lögðu vona ég að sá er les átti sig
á, að meginveigurinn með skrifum
mínum var að vekja athygli á þeim
losara- og frumbýlisbrag sem að
stóram hluta til er enn á þessum
skóla, þrátt fyrir að 55 ár séu frá
stofnun hans. Listaskóli á nefnilega
ekki að vera almenn „stofnun" held-
ur miðstöð lífs, og ekki útskrifa lista-
menn heldur manneskjur og sá er
vandinn mesti!
Höfundur er myndlistarmaður og
gagnrýnandi